Dagblaðið Vísir - DV - 27.05.1988, Page 32
FRÉTT ASKOTIÐ
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón-
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað I DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
FÖSTUDAGUR 27. MAÍ 1988.
Dmkkinn sjóari:
Skipstjórnin
vakti athygli
—Sigling báts, í og viö Sandgeröis-
höfn, vakti athygli þeirra sem til sáu.
Bátnum var vægast sagt stýrt
ómarkvisst. Siglingunni lauk með
því að báturinn skall á skeri skammt
frá innsiglingunni. Sjómaðurinn,
sem var einn á bátnum, henti sér
fyrir borð og hugðist synda til lands.
Hann sá síðan að sér og komst aftur
um borð í bát sinn.
Félagar úr Slysavarnadeildinni
Sigurvon fóru sjómanninum til
hjálpar. Báturinn er skemmdur en
ekki kom leki að honum. Sjómaður-
inn er grunaður um að hafa verið
ölvaður.
-sme
* Bakkaði á
unnustuna
Ungur maður bakkaði bíl sínum á
unnustu sína í Kópavogi í gær-
kvöldi. Parinu hafði orðið sundur-
orða. Unnustan yfirgaf bílinn og
strunsaði burt. Ungi maðurinn setti
þá bíl sinn í bakkgír og bakkaði bíln-
um á nokkurri ferð á unnustuna.
Hann hjálpaði stúlkunni síöan upp
Tbíhnn og ók með hana á slysadeild.
Hún fékk aö fara heim að lokinni
aðgerð.
-sme
Hveragerði:
16 vilja verða
bæjarstjórar
Umsóknarfrestur um stöðu bæjar-
stjóra í Hveragerði er runninn út.
Alls sóttu sextán um stöðuna. Flestir
óskuöu nafnleyndar. Umsækjendur
koma víða af landinu. Bæjarstjórn
mun ákveða ráðningu nýs bæjar-
'stjóra í næstu viku.
Kristján Jóhannesson, sem verið
hefur bæjarstjóri síðasthðin tæp tvö
ár, hefur nú látið af störfum. Hann
sagði starfi sínu lausu fyrr í þessum
mánuði. Kristján hætti mun fyrr en
uppsagnarfrestur hans sagði til um.
-sme
LOKI
Þeireru misjafnir,
trúlofunarsiðirnir!
Ákvörðun ráðherranna um afhám verðtiyggingar:
Vissu allir að lögin
giltu líka um innlán
Framsókn setti ákvæðið sem skilyrði fyrir stjómarsetu
Á ríkisstjórnarfundi í gær lagði
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
fram tihögu um breytingu á bráða-
birgðaiögunum sem sett voru sex
dögum áður. Eftir viöræður við
bankamenn undanfarna daga lagði
Jón það til að 8. ákvæði laganna
um afnám verðtryggingar á fjár-
skuldbindingum yrði breytt þannig
að það gilti ekki um innlán. Auk
þess var lögð fram á fundinum til-
laga frá Seðlabankanum um að
heimila notkun verðbótaþáttar á
útlán. Telja má víst að tihaga Jóns
veröi samþykkt. Hins v.egar er til-
lögu Seðlabankans í raun ætlað að
gera ákvæði laganna óvirkt með
öllu og er ríkisstjórninni því vart
stætt á aö éta þannig ofan í sig lög-
in innan viö viku eftir að þau voru
sett.
Þrátt fyrir yfirlýsingar Stein-
gríms Hermannssonar utanríkis-
ráðherra voru allir ráðherrarnir
vitandi vits um að ákvæði laganna
ghti jafnt um innlán sem útlán.
Krafa Framsóknarflokksins var að
afnema verðtryggingu með öllu
strax. Á föstudeginum í síðustu
viku var sæst á að takmarka þessa
breytingu við skuldbindingar th
styttri tíma en tveggja ára. Undir
lok viðræðnanna kom síðan fram
breytingartillaga um að breyta
þessu ákvæði í lögunum í heimild-
arákvæði til handa Seðlabankan-
um. Þegar þarna var komið setti
Framsóknarflokkurinn tvo kosti;
annaðhvort yrði þetta ákvæði í lög-
unum eða Framsókn gengi úr rikis-
stjórn. Niðurstaða varö sú að fyrri
kosturinn var vahnn.
Fyrir þessa ákvörðun lágu ekki
fyrir neinar áætlanir um afleiðing-
ar hennar. Ekki hafði verið rætt
við bankamenn um hugsanleg viö-
brögð. Seðlabankinn setti sig á
móti henni eins og sjá má af tillög-
um hans nú, sem í raun snúast um
að afnema þetta ákvæði.
Meö því að draga innlán út úr
þessu ákvæði er tryggt að lækkaðir
útlánsvextir muni ekki verða á
kostnað ávöxtunar sparifjár. Það
tryggir aftur að vextir á útlánum
muni ekki lækka, að mati banka-
manna. Bankarnir munu tryggja
að þeir muni fá þann vaxtamun
sem þeir hafa hingað th fengið. Ef
eitthvað er þá munu vextir á útlán-
um hækka. Bankamir þurfa að
tryggja sig fyrir verðbreytingum
og munu í því búast við hinu allra
versta. -gse
Það getur vafist fyrir þeim óheppnu, sem ienda í árekstrum, að fylla út skýrslurnar margfrægu.
Þessi árekstur varð á mótum Sóleyjargötu og Njarðargötu í gær. Ekki urðu slys á fólki. Eins og
sjá má er annar ökumaðurinn þungt hugsi við útfyllingu skýrslunnar. Hinn ökumaðurinn virðist
taka öllu með mestu ró. DV-mynd GVA/-sme
Þorsteinn Pálsson:
Raunvextir
munu hækka
„Það þurfti enginn að vera í nein-
um vafa um hvernig bæri að túlka
þetta ákvæði laganna. Það er skýrt.
Það ghdir bæði fyrir inn- og útlán,“
sagði Þorsteinn Pálsson forsætisráð-
herra. „Það hefur hins vegar komið
í ljós að bankarnir bera sig hla yfir
að lögin verði látin ná yfir innlán.
Það er sjálfsagt aö taka tillit th þess
ef bankarnir treysta sér ekki til að
bjóða sparnaðarkosti án verðtrygg-
ingar til að halda sínum innlánum.
Það var engan veginn ætlan ríkis-
stjórnarinnar að draga úr sparnaði."
Mun þetta ákvæði laganna leiða til
hækkunar raunvaxta?
„Já. Fyrst og fremst til hækkunar
nafnvaxta."
Komu viðbrögð bankamanna eftir
birtingu laganna ríkisstjórninni á
óvart?
. „Já.Mérfmnstbankarnirhafaorð-
ið hræddari um samdrátt í innlánum
en við hefði mátt búast. Ég tel að
bankarnir hefðu getað mætt þessu
með nýjum reikningum með hærri
nafnvöxtum," sagði Þorsteinn.
-gse
Umferðin:
Tveir sviptir
ökuréttindum
Veðrið á morgun:
Skúrir
suðaustan-
lands
Á morgun verður noröaustlæg
átt á landinu en austan- og suðaust-
anátt austanlands. Þokuloft veröur
við austurströndina og Húnaflóa,
skúrir á Suðausturlandi en þurrt
og sums staðar léttskýjað á Suð-
vestur- og Vesturlandi. Hiti verður
á bhinu 8-12 stig en þó lægri viö
norður- og austurströndina.
Lögreglan í Reykjavik kærði fflnm
ökumenn fyrir of hraðan akstur í
gær. Tveir voru sviptir ökuréttind-
um. Annar fyrir að aka á Suður-
landsvegi, skammt austan Rauðhóla,
á 134 kílómetra hraða og hinn fyrir
aö aka Ártúnsbrekku á 127 khómetra
hraða. Hinir þrír óku á 90 til 104 kíló-
metra hraða. "sme
Innbrot tvær nætur í röð
Innbrot hafa verið framin í Freyju-
búðina í Reykjavík tvær undanfarn-
ar nætur. Kaupmaðurinn segist vera
sannfæröur að sami aðhi hafi veriö
að verki báðar næturnar.
í báðum innbrotunum var nokkr-
um hundruðum króna í skiptimynt
stohð og fáum sígarettupökkum.
-sme