Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988. Viðskipti Könnun á álnotkun á Islandi: Almenn þekking á áli og hagnýt- ingu þess er lítil í landinu. Á1 er eini málmurinn sem framleiddur er í landinu, en sú þekkingaraukning, sem vonast haföi veriö til að yrði meö tilkomu álversins í Straumsvík, hefur af ýmsum ástæöum ekki átt sér staö. Þetta er meginniðurstaða könnun- ar á vegum Iðntæknistofnunar ís- lands, Háskóla íslands og íslenska álfélagsins sem er hluti stærra verk- efnis er nefnist „íslenskt áltak“. Á verkefnið að miöa að aukinni þekkingu á áli í íslenskum iðnaði, álmelmum og nýtingu þeirra. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 18-20 Ab Sparireikningar 3jarpán. uppsogn 18-23 Ab 6mán. uppsógn 19-25 Ab 12mán. uppsogn 21-28 Ab 18mán. uppsogn 28 Ib Tékkareikningar, alm. 8-10 Ab.Sb Sértékkareikningar 9-23 Ab Innlán verðtryggö Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 2 Allir 6mán. uppsögn 4 Allir Innlán með sérkjörum 19-28 Vb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 6-6,50 Vb.Sb Sterlingspund 6.75-8 Úb Vestur-þýsk mork 2,25-3 Ab Danskarkrónur 8-8,50 Vb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennir vixlar(forv) 30-32 Bb.Lb Viöskiptavíxlar(forv-) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 31-34 Bb.Lb Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(vfirdr.) 33-35 Utlan verðtryggð . Skuldabréf 9,5 Allir Útlán til framleiðslu Isl. krónur 29.5-34 Lb SDR 7.50-8.25 Lb Bandaríkjadalir 8,75-9,5 Úb Sterlingspund 9,75-10,25 Lb.Bb,- Sb.Sp Vestur-þýskmórk 5-5,75 Ob— Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 44,4 3.7 á man. MEÐALVEXTIR óverötr. mai 88 32 Verótr. mai 88 9.5 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala maí 2020 stig Byggingavísitala maí 354 stig Byggingavísitala maí 110,8 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 6% . apríl. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Ávoxtunarbréf 1,5273 Einingabréf 1 2,763 Einingabréf 2 1,603 Einingabréf 3 1,765 Fjolþjóðabréf 1,268 Gengisbréf 1,0295 Kjarabréf 2,803 Lífeyrisbréf 1 389 Markbréf 1,460 Sjóðsbréf 1 1,363 Sjóðsbréf 2 1,272 Tekjubréf 1,383 Rekstrarbréf 1,0977 HLUTABRÉF Söluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 128 kr. Eimskip 215 kr. Flugleiðir 200 kr. Hampiðjan 144 kr. Iðnaðarbankinn 148 kr. Skagstrendingur hf. 189 kr. Verslunarbankinn 105 kr. Útgerðarf. Akure. hf. 1 74 kr. Tollvörugeymslan hf. 100 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarl upplýsingar um peningamarkað- inn birtast f OV á fimmtudögum. - einfaldar vinnsluadferðir og takmörkuð efhisþekking Skiptist verkefnið í fjora þætti: könnun á álnotkun á íslandi - náms- stefna um ál á íslandi - námsgagna- gerð - og námskeið fyrir verk- og' tæknifræðinga. Áðurnefnd niður- staða er úr fyrsta hluta þessa norr- æna verkefnis, en markmið þeirrar könnunar var að draga upp sem besta mynd af almennri álnotkun og þekkingu í landinu sem síðan nýttist við námsgagnagerð. • Lélegar heimtur 200 fyrirtæki um land allt fengu spurningalista sendan, þar á meðal málmsteypur, vélsmiðjur, skipa- smíðastöðvar og blikksmiðjur. Heimtur urðu ekki góðar en með upphringingum tókst að fá svör frá alls 83 fyrirtækjum. Flest þessara fyrirtækja eru vélsmiðjur og véla- verkstæði og gefa niðurstöður könn- unarinnar því fyrst og fremst hug- mynd um álnotkun og þekkingu á henni. Vöruþróun ekki sinnt Meðal annarra niðurstaðna könn- unarinnar má nefna að flest fyrir- tæki sinna fremur þjónustuverkefn- um en framleiðsluverkefnum. Þetta eru oftast lítil fjölskyldufyrirtæki sem stofnuð eru af iéifáð^HiChnum. Hafa þau ekki ráðið tíl sín tækni- menntaða menn og epí getað fepéist við vöruþróun vegna anna í/þjón- ustuverkefnum. Þessi þjónustuverk- efni eru aðallega fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu. Framleiðslutæknin er yfirlpitt ein- föld þar sem um er að ræða niður- skurð á efni, beygingu'og suðu. Þyk- ir ljóst að þekking á vinnslutækni fyrir ál sé lítil í þessum fyrirtækjum. Fjöldi álmelma er í boði Efnisval virðist sjaldan fara fram hérlendis nema hvað varðar tæring- arþol. Er lítið stuðst við efnisfræöileg atriði við efnisval. Viröast menn ekki vita af þeim fjölda álmelma, sem í boði eru, og hinum mismunandi eig- inleikum þessara efna er geta hentað misvel eftir aðstæðumr Vrrðist- þaö nægja mönnum að framleiðslan hafi rétt mál og rétta lögun en efnis- fræðilegt ástand skipti engu máli. „Menn hafa ekki áhyggjur af því sem þeir þekkja ekki,“ segir í álkönnun- arskýrslunni, sem Heiðar Jón Hann- esson eðlisfræðingur hefur unnið. Segir í lokaorðum skýrslunnar að ástandið í vinnsluaðferðum og efnis- þekkingu á áli rnegi bæta mjög með markvissu namskeiðahaldi og ráö- gjöf. Loks er vonast til að efnisfræði skipi veglegri sess í menntakerfinu en hingað til. Hafa fáir kynnst þeirri Yfirlit yfir álframleiðslu og úrvinnslu áls í landinu. Reiknað er með að innlend álsteypa verði milli 400 og 500 tonn í ár. Mestur hluti þeirrar framleiðslu verður fluttur út, en markaður fyrir fullunnið ál er aðeins 2100 tonn samkvæmt tölum frá síðasta ári. DV-mynd Samúel. grein og því ekki fariö að læra hana erlendis og þannig flutt þekkinguna inn í landið. -hlh Lítill markaður erfyrirunnaál- vöru hér á landi Miðað við síðasta ár þá er hrááls- framleiðslan í landinu um 84 þúsund tonn. Þar af eru um 300 tonn notuð af innlendum málmsteypum til fram- leiðslu á fullunninni vöru fyrir inn- lendan og erlendan márkað. Þetta kemur fram í skýrslunni um álnotkun sem sagt er frá hér á síð- unni. Innflutningur á hálfunninni vöru - prófllum, plötum og fleiru - nemur eitt þúsund tonnum. Hún er notuð til fullvinnslu á vöru fyrir innlendan markað. Flutt eru inn um þúsund tonn af fullunnum álvörum. Gert er ráð fyrir að um eitt hundrað tonn af fram- leiðslu innlendu málmsteypanna fari á innanlandsmarkað. Þannig neinur markaðurinn fyrir fullunna álvöru um 2100 tonnum á ári eða um 2,5 prósentum af hráálsframleiðslunni í landinu. í ár er gert ráð fyrir meiri fram- leiðslu innlendra málmsteypa, eða' um 400 til 500 tonnum. Þar af verður hlutur Alpan, pönnuframleiðandans, um 250 tonn. Mestur hluti þeirrar framleiðslu fer til útflutnings. Frá stofnun ísals hefur verið rætt um að auka þyrfti álframleiðsluna í landinu, en lítið aö gert. Hefur þá verið talað um fullunna vöru til út- flutnings, gjarnan bílfelgur. Eins hafa komið upp hugmyndir um að reisa hér verksmiðjur til framleiðslu á hálfunninni álvöru. Stofnkostnað- ur við slíkt er gífurlegur og því ekki orðið úr framkvæmdum. Vegna stærðar innanlandsmarkað- arins, eða öllu heldur smæðar, hefur þótt ljóst að skoöa yrði allar slíkar hugmyndir með útflutning í huga. I -hlh Áhugi á samstarfi ís- lenskra smáfyrirtækja - eiga við svipaðan vanda að etja Verslunarráö íslands stóð fyrir fundi með eigendum smáfyrirtækja á Hótel Loftleiðum í gærmorgun. Um 30 manns sóttu fundinn en hann bar yfirskriftina „Sérstaða íslenskra smáfyrirtækja1'. Herbert Guðmundsson, félagafull- trúi Verslunarráðsins, skipulagði og undirbjó fundinn. „Þarna kom fram greinilegur áhugi á aö stofna til samstarfs eða tengsla milli smáfyrirtækja. Hvern- ig, er ekki víst, en haldið verður áfram að vinna að þessu máli. Það eru mörg vandamál sem smáfyrir- tæki eiga sérstaklega við að etja, til dæmis hvað varðar skattamál og sameiginlega þjónustu.“ Herbert sagði að hjá Hagstofu ís- lands væru skráð um 20 þúsund fyr- irtæki með fjóra starfsmenn eða færri. Reyndar væri sú tala ekki al- veg rétt, en tvítalning ætti sér stund- um stað. Smáfyrirtæki viröast ekki sitja við sama borð og hin stærri í ýmsum efnum. Þar má nefna að sveitarfélög- in á höfuðborgarsvæðinu sinna lítt smáfyrirtækjum við skipulagningu á hverfum fyrir atvinnulííiö. Þannig getur mörgum smáfyrirtækjum með alls óskylda starfsemi ægt saman á einum bletti. Við slíkar aðstæður er ekki von að samstarf, er leiðir til hagkvæmni í starfi þessara fyrir- tækja, verði að raun. „Samstarf smáfyrirtækja þekkist um allan heim en hér hefur ekki borið á slíku. Það hefur orðið í ein- hverri mynd fyrir tilstilli Iðntækni- stofnunar og Utflutningsráðs. Hefur Útflutningsráð til aö mynda komiö á samstarfi fyrirtækja, er framleiöa mismunandi útgerðarvörur, um út- flutning á þeim.“ Herbert sagði ennfremur aö smá- fyrirtækin ættu við sameiginlegan vanda hvaö rekstrarformið varðaði. Þar sem ekki væri um hlutafélög að ræða, skuldbyndu menn sig í hólf og gólf og stæði tilvera einnar fjölskyldu oft og félli með afkomu fyrirtækisins. Eins viröast skattamál vera smá- fyrirtækjum óhagstæð viö kaup á tækjum og skuldbreytingarfærslur, svo eitthvað sé nefnt. Þarna virðist hafa veriö lagður grunnur aö frekara samstarfi smá- fyrirtækja, en almennur áhugi á þessu framtaki Verslunarráðs sýnir að þörfin á samstarfi er fyrir hendi. Þess má geta að samstarf auglýs- enda varð til á svipaðan hátt, en upp- haflega var þörfin á stofnun slíkra samtaka könnuð með svipuðu fund- arhaldi og í gær. í dag eiga 60 fyrir- tæki aðild að samstarfi auglýsenda. -hlh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.