Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Blaðsíða 4
4
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAl 1988.
Fréttir ____________________________________________
Gríðariegt tap á kaupfélogunum og Sambandinu:
Um hálfúr milljarður
tapaðist á síðasta ári
Maigar af tillögum Framsóknarflokksins í efnahagsmálum bera svip af þessari slæmu stöðu
Fulltrúar samstarfsflokka Framsóknarflokksins í ríkisstjórn telja að megnið
af tillögum flokksins í peningamálum eigi rætur sínar að rekja til höfuð-
stöðva Sambandsins við Sölvhólsgötu.
Að undanfórnu hefur hvert kaup-
félagið á fætur öðru lokað reikning-
um síðasta árs með miklu tapi. Staða
Sambandsins er einnig slæm en sam-
kvæmt heimildum DV var hátt í 200
milljóna króna tap á reglulegri starf-
semi þess í fyrra. Þessi slæma staða
samvinnuhreyfingarinnar hefur nú
blandast inn í umræöuna um efna-
hagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar en
pólitískir andstæðingar Framsókn-
arflokksins hafa sakað hann um að
ganga erinda hreyfingarinnar án til-
hts til afieiöinga þess fyrir þjóðar-
búið.
Vagga samvinnuhreyfingar-
innar tapaði mestu
Ekkert kaupfélag tapaöi meiru á
síðasta ári en sjálf vagga samvinnu-
hreyfingarinnar, Kaupfélag Þingey-
inga. í fyrra var það rekið með 54,2
milljóna króna halla. Útkoma ann-
arra stórra kaupfélaga var einnig
slæm. Kaupfélag Reykjavíkur og ná-
grennis tapaði 40 milljónum, Kaup-
félag Skagfiröinga 39,4 mihjónum,
Kaupfélag Borgfirðinga 32 milljón-
um, Kaupfélag Héraðsbúa 26,4 millj-
ónum, Kaupfélag Hvammsíjarðar
20,6 milljónum, Kaupfélag Hafnfirö-
inga 20 milljónum, Kaupfélag Árnes-
inga 13,5 milljónum, Kaupfélag Hún-
vetninga 11,2 mihjónum og tap kaup-
félags Steingrímsfjarðar er um 5-10
milijónir.
Fá kaupfélög sýndu hagnað. Kaup-
félag Eyfirðinga skilaði um 50 millj-
ónum í hagnað, Kaupfélag Austur-
Skaftfelhnga 20,2 mfiljónum og
Kaupfélag Fáskrúðsfjarðar 15,9
miUjónum.
Sum kaupfélög rétt náðu upp fyrir
strikið. Þannig var hagnaður Kaup-
félags Suðumesja 87 þúsund krónur
og Kaupfélags Rangæinga 184 þús-
und.
Þótt öll kaupfélögin hafi ekki lokað
reikningum síðasta árs er ljóst að
heildartap þeirra verður vart undir
300 mUljónum króna. Við þetta bæt-
ist síðan gjaldþrot Kaupfélags Vest-
ur-Baröstrendinga og frumvarp
Kaupfélags Berufjarðar til nauðar-
samninga sem stjórn þess hefur sent
lánardrottnum sínum.
Mikil umskipti á lána-
markaðinum á fáum árum
Þeir Sambandsmenn, sem DV
ræddi við, töldu til nokkrar meginá-
stæður fyrir þessari lélegu afkomu.
Fjármagnskostnaður vegna fjárfest-
inga og rekstrar væri alltof hár. Sam-
dráttur hefði orðið í verslun á lands-
byggðinni vegna fólksfækkunar. Af-
urðastöðvar landbúnaðarins byggju
við þröng rekstrarskilyrði þar sem
bæöi verð til og frá stöðvunum væri
ákveðið án tillits til rekstrargrund-
vallar þeirra. Kaupfélögunum hefði
ekki tekist sem skyldi að aðlaga sig
breyttum aðstæðum.
Þrátt fyrir að verötrygging hefði
verið leyfð árið 1979 urðu vextir á
útlánum ekki jákvæðir hér fyrr en
árið 1984. Þá höfðu vextir á útlánum
bankakerfisins hækkað frá því að
vera neikvæðir um 15,4 prósent árið
1979 í 4,9 prósent jákvæöa vexti. Árið
1985 lækkuðu þeir aftur svo að þeir
urðu neikvæðir en árið 1986 voru
meöaltalsraunvextir útlána í banka-
kerfinu orðnir 8,1 prósent. Þó ekki
liggi fyrir útreikningar fyrir árið í
fyrra má telja fullvíst að þeir hafi þá
verið enn hærri.
Nú má sjálfsagt deila um hvort
þetta séu háir vextir. Hitt er óumdefi-
anlegt aö það hefur reynst fyrirtækj-
um erfitt að aðlaga sig þessum hröðu
umskiptum frá því að lán voru í raun
gjafafé og að því að fyrirtæki þurfi
að skila umtalsverðum hagnaði til
að geta staöið undir dýru lánsfé.
Nokkrir Sambandsmanna töldu
ékki fráleitt að kaupfélögin ættu erf-
iðara með að aðlaga sig þessum
breytingum. Markaður þeirra hefði
dregist saman á sama tíma og lánin
Fréttaljós
Gunnar Smári Egilsson
hefðu orðið dýrari. Samdráttur og
aukin hagkvæmni væri kaupfélög-
unum erfiðari fyrir það að til þeirra
væru gerðar ákveðnar kröfur vegna
hinnar svokölluðu samvinnuhug-
sjónar. Fáir vildu þó viðurkenna að
breytingarnar hefðu orðið erfiðari
fyrir það að kaupfélögin hefðu haft
greiöari aðgang að ódýru lánsfé á
þeim tíma sem það var skammtað.
Tillögur Framsóknarflokksins
taka mið af
slæmri afkomu Sambandsins
Margar af tillögum Framsóknar-
flokksins í efnahagsmálum bera svip
af slæmri stöðu kaupfélaganna og
Sambandsins. Á miðstjórnarfundi
flokksins, sem haldinn var á Holiday
Inn í lok mars, var lögö þung áhersla
á breytta peningastefnu sem hefði
það að markmiði að lækka vexti.
Miðstjómin samþykkti tillögur þess
efnis að afnema lánskjaravísitölu af
nýjum fjárskuldbindingum og að
ákvörðun um vexti og vaxtamun yrði
flutt í Seðlabankann en samkvæmt.
lögum um viðskiptabanka er þeim
frjálst að ákvarða vexti. Þá var sam-
þykkt tillaga um að efla Byggðastofn-
un svo að hún gæti skuldbreytt
skuldum fyrirtækja á landsbyggð-
inni til samræmis við afskriftartíma
eignanna. Það er svipaö fyrirkomu-
lag og íjármögnunarleigur notast
við.
Efnahagstillögur Steingríms Her-
mannssonar, formanns Framsókn-
arflokksins, við upphaf viðræðna
ríkisstjórnarinnar í kjölfar gengis-
fellingarinnar voru ítarlegri. Hann
lagöi til að „öll vísitölubinding nýrra
lána, samninga, verðlags og launa
yrði bönnuð með lögum". Hámarks-
vextir yröu ákveðnir af Seðlabanka
og dráttarvextir yrðu lækkaðir „án
tafar“. Steingrímur lagði til að heim-
iluö yrði erlend lántaka vegna skuld-
breytinga fyrirtækja og að öllum
fyrri skuldbreytingalánum yrði
breytt í gengistryggð lán. Hann vildi
hraða búháttarbreytingum með því
aö fjármagna fyrr umsamda aðstoö
komandi ára og flytja út birgðir.
Byggðastofnun skyldi efld og dreif-
býlisverslunin fengi aðstoð úr
Byggðasjóði.
Það sem Framsóknarflokkurinn
fékk framgengt var afnám lánskjara-
vísitölu á styttri fjárskuldbinding-
um, heimild til erlendrar lántöku
vegna rekstrarerfiðleika, heimild
fyrir Byggðastofnun til að taka 200
milljóna króna erlent lán, auk yfir-
lýsinga um aö ríkisstjórnin stefndi
að því að tryggja atvinnuöryggi á
landsbyggðinni og afstýra stöðvun
atvinnurekstrar þar.
Getur Sambandið einfaldlega
ekki greitt vexti?
Samstarfsflokkar Framsóknar-
flokksins í ríkisstjórn eiga ekki í
vandræðum með að rekja uppruna
kröfu flokksins um afnám verðtrygg-
inga. Hann er rakinn til höfuðstöðva
Sambandsins við Sölvhólsgötu. í
samtölum DV viö þá sem tóku þátt í
viðræðum ríkisstjórnarinnar um
efnahagsaðgerðir hefur þessi afstaöa
komið skýrt fram. Einn þeirra gekk
svo langt að segja að líf þessarar rík-
isstjórnar ylti meðal annars á því
hvort Sambandsmenn teldu að að-
gerðirnar nú og þær sem í vændum
væru næðu nógu langt.
En það eru ekki bara stjórnmála-
menn sem taka þessa afstöðu. Einn
forstöðumaður peningastofnunar
sagði í samtali við DV að það væri
einfaldlega ekki byggt inn í rekstur
Sambandsins og kaupfélaganna að
greiöa vexti. Þessi fyrirtæki lifðu fyr-
ir þaö að þau hefðu alltaf haft aðgang
að lánsfé meö neikvæðum vöxtum.
í dag mælir Dagfari
Samningar bannaðir
Eftir aö ríkisstjómin var endan-
lega búin aö ganga frá bráðabirgða-
lögum sínum og setja ný bráða-
birgöalög til að leiðrétta bráða-
birgöalögin, uppgötvaði verkalýðs-
hreyfingin að búið var aö banna
henni að semja um kaup og kjör.
Það bann á aö gilda allt fram í apríl
á næsta ári. Þegar þetta fréttist
varð uppi fótur og fit að sögn Þjóð-
viljans sem birti útsíðumyndir af
verkalýösforingjanum frá Höfn í
Homafirði við hliöina á verka-
konu. Myndin hefur sjálfsagt átt
að tákna jarðsambandið sem
verkalýðsforinginn hefur við
verkalýðinn, en svoleiöis samband
þarf aö sanna með myndatökum
nú til dags. Nema hvað, í mynda-
textanum sagði að verkafólk væri
ævareitt út af þessu banni frá ríkis-
stjórninni og enda þótt ekki væri
hægt aö merkja þá reiði á mynd-
inni í Þjóðviljanum, skal það ekki
rengt að bæöi verkalýðsforinginn
og verkakonan hafi verið ofsalega
reið þegar myndin var tekin.
Verkalýðsforinginn frá Höfn hefur
sjálfsagt verið reiður yfir því að
enginn skuli hafa verið reiður og
verkakonan hefur aðallega verið
reiö yfir því aö verkalýðsforinginn
skyldi vera aö tala við hana.
Miðstjórn Alþýðusambands ís-
lands kom saman af þessu tilefni
og þar lömdu verkalýðsforingjarn-
ir í borðið og mótmæltu hver upp
í annan kjarasamningabanninu.
Ásmundur samdi ályktun, sem síö-
an var vélrituð á skrifstofu ASÍ og
send í pósti til ríkisstjórnarinnar.
Þar næst gengu verkalýösforingj-
arnir út í sólina og hefur hvorki
heyrst til þeirra né sést síðan. Af
verkafólkinu er það að segja að
enginn hefur ennþá farið yfir um
af reiði og hvernig sem Dagfari
hefur leitað tekst honum ekki meö
nokkru möti að finna neinn laun-
þega sem hefur amast viö þessu
banni, hvað þá að æsa sig út af því.
Sem getur ekki þýtt annað en að
launafólki standi nokk á sama um
það þótt kjarsamningar séu ekki
leyfðir opinberlega fram á næsta
ár. Launafólk er nefnilega hætt að
eltast við opinbera kjarasamninga,
en semur sjálft um kaup sitt og
kjör, þökk sé launaskriðinu. Enda
hefur það verið svo að kjarasamn-
ingar eru oftast úreltir þegar þeir
eru geröir eða þá að þeir rétt ná í
afturendann á þeim launum, sem
fólkið hefur fengið áður en samn-
ingar eru undirritaöir.
Hitt er aftur skiljanlegt ef verka-
lýðsforingjarnir eru reiðir og sárir
yfir banninu. Það hefur nefnilega
verið aðalatvinna verkalýðsforyst-
unnar að sitja upp í Garðastræti
og drekka kaffi og með því hjá
vinnuveitendum og gera sig merki-
lega í framan. Nú verður þeim ekki
lengur boðið í kaffi og enginn nenn-
ir lengur að tala við þá og þeir
missa vinnuna viö aö semja um
kjörin og þjóðinni stendur ná-
kvæmlega á sama um hvort Pétur
eða Páll er formaður í verkalýðs-
félaginu eða alþýðusambandinu.
Enda lýsir það vel burðunum sem
þetta hð hefur, það eina sem verka-
lýðshreyfingin getur gripið til er
að senda mótmæli í pósti til ríkis-
stjórnarinnar, þegar búið er að
taka af henni samningsréttinn.
Margt hefur ríkisstjórnin gert
vitlaust, en það finnst undantekn-
ing frá reglunni, og sennilega verð-
ur þetta bann á kjarasamninga með
því skynsamlegasta, sem ríkis-
stjórnin gerir um sína daga. Til
hvers eru menn hka að standa í
löngu samningaþrefi á hverju ári
og oft á ári, þegar allir vita að ekki
er hægt að taka mark á samningum
ef þeir eru þá ekki úreltir um leið
og þeir eru gerðir? Einhver rauð
strik voru sett í síðustu samninga,
en auðvitaö eru þessi rauðu strik
afnumin, þegar mönnum hentar. í
síðustu kjarasamningum var
sömuleiðis verið að semja um kjör,
sem voru svo lág að launafólk hirti
ekki einu sinni um að greiöa at-
kvæði með eða móti. Þannig voru
samningar verslunarmanna sam-
þykktir í ahsherjaratkvæða-
greiðslu, eftir að þeir höfu fellt þá,
vegna ónógrar þátttöku. Næst
verða verslunarmenn sennilega að
samþykkja samninga til að fá þá
fellda, en af því þarf ekki að hafa
áhyggjur í augnabhkinu, því nú er
ríkisstjórnin búin að banna svo-
leiðis lönguvitleysu. Það gildir
einu. Máttur verkalýðshreyfingar-
innar er ekki meiri en svo að hann
rúmast í einu litlu sendibréfi, þegar
mannréttindin eru tekin af henni.
Dagfari