Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988. Fréttir Hallgrímskirkjutum var að hmni kominn - skemmdir verri en áætlað var „Þaö er aldrei að vita hvaö hefði gerst ef viðgeröir heföu hafist eitt- hvað síðar en einmitt nú,“ sagði Ólafur Óskar Einarsson verktaki í samtali við DV. „Ég sé alveg fyrir mér að l-2ja kílóa kögglar hefðu farið að hrynja af kirkjunni og hvað hefði þá getað gerst?“ Ólafur stendur nú í ströngu ásamt sínum mönnum við viðgerð- ir á Hallgrímskirkjuturni. Eins og mikið hefur verið fjallað um hafa komið í ljós miklar skemmdir á turninum og í apríl síðastliðnum var hafist handa við viðgerðir. Nú þegar viðgerðir eru komnar á fullt skrið lítur út fyrir að skemmdir séu enn meiri en búist hafði verið við í upphafi. „Við höfum þurft að fletta 20-30 cm lagi utan af kirkjunni,“ sagði Ólafur, „en ástandið er misslæmt, skemmdirnar eru misdjúpar. Ég sé núna að ég verð að bæta við mann- skap til að vinna verkið svo áætlan- ir standist svona þokkalega.“ Örn Steinar Sigurðsson verkfræð- ingur sagði í samtali við DV að ástandið væri verra en hann hefði átt von á. „Við erum auövitað bara að byrja viðgerðir þannig aö erfitt er að full- yrða nokkuð,“ sagði Örn Steinar, „en það er þriggja metra belti neð- arlega á turninum sem lítur verst út. Það fer ekkert á milli mála að komið var á síðasta snúning með að hefja viðgerðir. Ástandið hefur versnað með hverju árinu. Ef við heföum þurft að bíða eitthvað leng- ur þá hefðu skemmdirnar líklega verið orðnar óviðráðanlegar. Allar viðgerðarframkvæmdir höfðu strandað á fjármagni en það var fyrir fjórum árum að sprungnanna varð fyrst vart.“ -Hver er ástæða þess að svo illa er komið? „Eins og við vitum þá var öll steypa mjög léleg á þeim tíma sem turninn var byggður. En staöið hefur verið eins vel aö málunum þá og frekast var kostur. Steypan hefur ekki þolað álagið, steypuhúð- in hefur ekki haldið vatni. Svo hef- ur heldur ekkert verið farið þarna upp í 17 ár þannig að ekki hefur verið um neitt viðhald að ræða,“ sagði Örn Steinar, „en eins og ég segi þá er erfitt að svo stöddu að segja nákvæmlega hversu slæmt þetta er. En það er mikið verk fram undan.“ - RóG. Ragnar Halldórsson: „Ég var ekki rekinn „Ég skil nú ekki þessar vanga- veltur um að ég hafi verið rekinn, þetta er nú bara venjulegur skæt- ingur í Þjóðviljanum. Samkvæmt íslenskum hlutafjárlögum getur sami maður ekki verið forstjóri og stjómarformaður, það er allt og sumt,“ sagði Ragnar Halldórs- son sem hefur verið ráðinn stjórnarformaður ísal og er þá gert ráð fyrir að hann hætti störf- um sem forstjóri áöur en langt um líður. Ragnar sagði aö ákvörðun um þetta hefði verið tekin fyrir nokkra enda langt síö- an ljóst hefði verið að Halldór H. Jónsson gæfi ekki kost á sér. En hver tekur við af Ragnari? „Það er nú ekki ljóst ennþá en þaö má segja að það séu nokkrir í sigtinu," sagði Ragnar. Hann sagði aö vel gæti komið til greina að útlendingur tæki við stöðunni enda væru bæði íslendingar og Svisslendingar í stjórn félagsins. Algengt mun vera að stjómar- menn hjá ísal láti af störfum 60 ára gamlir en Ragnar er 59 ára. Ragnar sagði að það væri svona upp og ofan hvenær menn létu af störfum en þar eð Halldór hefði ákveðið að hætta nú hefði Ragnar hætt fyrr sem forstjóri. í ársskýrslu álfélagsins er rætt um kjaraviðræður og þar sagt: „Áætlanagerð verður sífellt erfiö- ari, þar sem óeðlilega langur tími fer í kjaraviöræður við fulltrúa verkalýðsfélaganna. Miðað viö aðra álframleiðendur í Evrópu er launakostnaður ísal mjög hár.“ „Það er árlegur viðburður aö launadeilur upphefjist hér og frá 1982 hafa verið verkfóll hér á hverju ári. Þetta þekkist ekki í álrekstri á neinum öðram stað,“ sagði Ragnar og bætti við aö auö- vitað ykí þetta ekki áhuga er- lendra aðila á að íjárfesta hér í álrekstri. _SMJ Fjárhagsáætlun Kópavogs endurskoðuð: Skorið niður um 38 milljónir í ár - minnihlutinn með sérbókun út af málinu Fjárhagsáætlun Kópavogs fyrir 1988 hefur verið skorin niöur um 38 milljónir króna. Aö sögn Kristjáns Guðmundssonar bæjarstjóra verður eingöngu skoriö af framkvæmdafé bæjarsjóðs en þetta á ekkert að koma niður á rekstri bæjarfélagsins. Minnihluti bæjarstjórnar Kópa- vogs er með sérbókun vegna þessa máls. Ástæöuna fyrir niöurskurðinum sagði Kristján vera þá að jöfnunar- sjóður sveitarfélaga hefði veriö skertur og fengi því Kópavogur 16 milljónum minna í sinn hlut. Þá hefðu gengisfellingar sín áhrif og einnig breytt innheimta gjalda sem enn sem komiö er hefði skilað minna fé í bæjarsjóð. Fulltrúar minnihlut- ans í bæjarstjórn bókuöu athuga- semdir við niðurskurðinn og sögðu hann sýna óraunhæfa íjárhagsáætl- un og slæma stöðu bæjarsjóðs. Skornar verða niður framkvæmdir við sundlaug um 10 milljónir sem þýöir aö hún veröur tekin í notkun einu ári siöar en fyrirhugað var. Sagði Kristján að framlag ríkissjóðs til sundlaugarinnar heföi veriö 5000 kr. á ári á síöustu þrem árum. Þá verður frestað framkvæmdum við þrjár götur, Álfaheiði, Hlíðarhjalla og Huldubraut. -SMJ Keppni fjöimiðlafólks í ökuleikni Bindindisfélags ökumanna og DV var háð við Laugarnesskólann í Reykjavík nýlega. Sigurvegararnir hampa hér verðlau- nagripum sínum. Þeir eru frá vinstri: Ari Arnþórsson frá Stöð 2, en hann vann í ökuleikni á bifreið og hlaut annað sætið í reiðhjólakeppninni, Björn Hróarsson frá útvarpsstöðinni Stjörnunni, en hann varð í öðru sæti í bifreiðakeppninni og þriðja sæti í reiðhjólakeppninni, og okkar maður, Gunnar V. Andrésson, Ijósmyndari DV, sem vann i reiðhjólakeppninni en hlaut þriðja sætið i ökuleikni á bifreið. Viðskiptabankarnir: Snuðuðu Seðlabankann um hundrað milljónir Þriðjungur af gjaldeyrinum á gamla genginu varð eftir í bönkunum mikið hver bankastofnun pantaði sala miðaö við að engir bankar af gjalþeyri. Seölabankinn og við- voru opnir á uppstigningardag. skiptaráðuneytiö bera fyrir sig Þegar kaup bankanna eru talin Samkvæmt skýrslu Seðlabank- ans um útstreymi gjaldeyris dag- ana fyrir uppstigningardag fengu viðskiptabankarnir 1.010 milljónir króna frá Seðlabankanum umfram það sem þeir seldu viðskiptamönn- um sínum. Bankarnir seldu síöan þennan gjaldeyri á nýju gengi eftir að gjaldeyrisdeildir bankanna vora opnaðar að nýju. Þeir munu því hafa haft af þessu um 100 milljón króna hagnað af Seðlabankanum. Viðskiptaráðuneytið hefur boðað endurskoðun á reglum um gjald- eyrissölu til banka og sparisjóða til aö draga úr gengisáhættu Seöla- bankans. Hluti af skýrslu Seölabankans var sendur fjölmiðlum í gær. í hann vantar sundurliðun á hversu bankaleynd. Það kemur þó fram að gengishagnaöur bankanna þessa daga var mismunandi. Fyrir utan það sem bankarnir tóku til sín runnu út 1.616 milljónir til viðskiptamanna bankana. Það er 80 prósent meira en meðaltals- meö var gjaldeyrissala a þessum þremur dögum 160 prósent meiri en meðaltalssala. Þriðjungur þess gjaldeyris, sem viðskiptamenn bankanna fengu, rann til greiðslu á afborgunum og vöxtum erlendra lána. Tæp 40 pró- sent voru vegna innflutnings, 7,5 prósent vegna ferðamannagjald- eyris og afgangurinn deilist á marga flokka. Þáttur íslenskra skipafélaga, 112 milljónir, sker sig nokkuð úr og mun Eimskip hafa fengið um 100 milljónir af því. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.