Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Blaðsíða 20
20
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988.
íþróttir
Vormót Kópavogs:
Allison Higson frá Kanada setti heimsmet í 200 metra bringusundi á kanadís
sem fram fer þessa dagana i Montreal. Higson, sem er aðeins 15 ára gömul,
metið átti Silke Horner frá Austur-Þýskalandi sem var 2:27.40 og sett árið 1986
al hylltu Higson ákaft þegar heimsmetið var í höfn.
Innlendir
fréttastúfar
Hola í höggi
Ómar Garðaisson, DV, Eyjunu
Jakobína Guölaugsdóttir, fyrrum
íslandsmeistari í golfi, fór holu í
höggi í fyrsta skipti á löngum ferli á
móti sem útvarpsstööin Stjarnan
stóö fyrir í Eyjum fyrir skömmu.
Hún afrekaði þaö á 7. holu, en var
óheppin aö því leyti að fyrir að fara
holu í höggi á 2. holu vallarins var
bifreið í verðlaun!
Útivist og glíma
Dagana 3. júlí til 27. júlí gengst
Glímusamband íslands fyrir íþrótta-
og útivistardögum fyrir drengi og
stúlkur í Laugargerðisskóla á Snæ-
fellsnesi. Um vikudvöl verður að
ræða í hvert sinn og er fjöldi þátttak-
enda takmarkaður.
Lögð verður áhersla á aö kynna
glímu, en einnig verður á dagskrá
margt fleira, svo sem knattleikir,
sund, fjöruferðir og kvöldvökur.
Þetta er enn einn þáttur í starfi
Glímusambandsins og viðleitni þess
til að ná sem best til æskunnar í
landinu. Kappkostað verður að
standa sem best að þessum dögum
með sem hæfustum leiðbeinendum.
Nánari upplýsingar eru hjá GLÍ í
síma 680045.
Úlfhildur vann tvöfalt
Úlfhildur Indriöadóttir, ÍK, sigraði
tvöfalt á unglingamóti Nike-Dunlop
sem fram fór í Vallargeröi í Kópa-
vogi um síðustu helgi. Hún vann El-
ísabetu Sveinsdóttur, ÍK, í úrslitum
einliðaleiks og vann tvíliðaleikinn
ásamt Önnu Pálu Stefánsdóttur. Jón-
as Björnsson, Víkingi, vann drengja-
flokkinn, sigraði Stefán Pálsson, ÍK,
í úrslitum. Stefán og Fjölnir bróðir
hans unnu hins vegar í tvíliðaleik.
Tennisum helgina
Nike-Dunlop mótið heldur áfram í
Kópavogi um helgina, hefst fóstudag-
inn 3. júní og lýkur sunnudaginn 5.
júní. Keppt er í öllum flokkum full-
orðinna. Mótsstjóri, Einar Sigurðs-
son, gefur nánari upplýsingar í síma
52941.
Gunnar endurkjörinn
Gunnar Jóhannsson var að vanda
endurkjörinn formaður Borðtennis-
sambands íslands á ársþingi þess um
síöustu helgi. Helsta breyting sem
samþykkt var á þinginu var á flokka-
keppninni. Þar verður næsta vetur
leikið heima og heiman í æfingatím-
um félaganna, í stað þess að allt sé
leikið á tveimur helgum. Einnig var
samþykkt að fjölga hðum úr fimm í
sex. Þá verður Borðtennismaöur árs-
ins framvegis valinn af leikmönnum
sjálfum í lok hvers keppnistímabils.
Pétur tvisvar
yfir 20 metrana
- átti besta árangurinn á mótinu
Pétur Guömundsson kúluvarpari
kastaði tvívegis yflr 20 metrana á
Vormóti Kópavogs í frjálsum íþrótt-
um sem fram fór á laugardaginn. Þau
voru bæði 'ógild en sýna að hann
getur rofið 20 metra múrinn á hverri
stundu. Besta gilda kast Péturs var
19,60 metrar og var það besti árang-
urinn sem náðist á mótinu.
Súsanna Helgadóttir, FH, sigraði í
langstökki kvenna, stökk 5,80 metra,
og fékk fyrir það sérstakan bikar sem
veittur var til minningar um Rögnu
Ólafsdóttur sem lést í umferðarslysi
fyrir nokkrum árum.
Friðrik Arnarson, Breiðabliki,
sigraði í 100 m hlaupi karla á 11,4
sek. en Stefán Þ. Stefánsson, ÍR, fékk
sama tíma.
Steinar Jóhannsson, FH, og Guð-
mundur Sigurðsson, Breiðabliki,
komu einnig hnífiafnir í mark í 1000
m hlaupi á 2:37,8 mín. en Steinar var
sjónarmun á undan.
Agnar Steinarsson, ÍR, vann lang-
stökk karla, stökk 6,34 metra.
Unnar Garðarsson, HSK, þeytti
spjóti lengst í karlaflokki, 68,44
metra.
Guðrún Arnardóttir, Breiðabhki,
sigraði í 100 m hlaupi kvenna á 12,8
sekúndum.
Fríða Þórðardóttir, Aftureldingu,
vann 800 m hlaup kvenna á 2:27,0
mínútum.
Sigrún Jóhannsdóttir, KR, sigraði
í kúluvarpi kvenna, kastaði 10,65
metra, og hún vann einnig spjótkast-
ið, kastaði 24,26 metra.
-VS
Kúluvarparinn Pétur Guðmundsson á greinilega mikið inni og ef fer sem
horfir kastar hann vel yfir 20 metrana í sumar.
„Vona að ég nái samnmgum“
Amór á í viðræðum
við bikarmeistarana
Kristján Bemburg, DV, Belgía:
Sjónvarpsþulur BRT sagði að að
sínu mati hefði Arnór Guðjohnsen
verið maður úrshtaleiksins. Het Volk
tekur í sama streng og segir í fyrir-
sögn: „Hin hhðin á Amóri frá topp-
skorara til leikstjórnanda."
Blaðamaðurinn heldur áfram og
segir hvernig hinn nýi íslendingur
lék í hinum góða bikarleik. Var eftir-
tektarvert aö Arnór var sívinnandi,
skiptandi um hraða, sýndi góða
boltatækni og kom fram með nýjar
hugmýndir.
„Ég vona að samningar á milli mín
og Anderlecht náist áður en ég held
til íslands í sumarfrí," sagði Arnór í
viðtali við Het Volk í gær. Þess má
geta að tveir útsendarar frá frönsku
liði og einu ensku félagi vom á leikn-
um en ekki er vitað með hvaða leik-
mönnum þeir voru að fylgjast.
Frétta-
stúfar
Þrenna frá Gomes
Markakóngurinn Femando
Gomes skoraði þrjú mörk á aö-
eins sex mínútum þegar Porto
vann Farense 4-0 í portúgölsku
1. deildinni í knattspymu á
sunnudaginn. Jaime Magalhaes
skoraði fióröa markið. Benfica
lék án Mats Magnussonar og Rui
Aguas, sem meiddust í úrslitaleik
Evrópukeppninnar, og slapp vel
með 1-1 jafntefh gegn Boavista.
Porto hefur 12 stigum meira en
Benfica þegar tveimur umferðum
er ólokið og hefur löngu tryggt
sér meistaratitilinn.
Vitosha meistari
Vitosha, sem áöur hét Levski
Spartak, varð búlgarskur meist-
ari í knattspyrnu um síöustu
helgi með 6-1 sigri á Spartak
Vama í lokaumferðinni. Sredets,
áður CSKA, vann Pirin 2-0 en það
dugði ekki til því Vitosha fékk 48
stig gegn 46 hjá Sredets. Levski
og CSKA voru lögð niður fyrir
nokkrum árum eftir heiftarleg
slagsmál í bikarurslitaleik þeirra
á milh en Vitosha og Sredets vom
stofnuð í staðinn.
St. Pauli I úrvalsdeild
Hamborg á tvö hö í vestur-þýsku
úrvalsdeildinni í knattspyrnu
næsta vetur því smáhðið St. Pauli
frá úthverfi hafnarborgarinnar
kunnu tryggði sér um síðustu
helgi annaö sætiö í 2. deild. St.
Pauh fylgir Stuttgarter Kickers
upp í úrvalsdehdina. Darmstadt
varð í þriöja sæti og fær auka-
leiki við Mannheim, þriðja neðsta
liö úrvalsdeildarinnar.
Lyffyrir leikmann
Bayer Leverkusen, vestur-þýsku
UEFA-meistararnir í knatt-
spymu, keyptu um síöustu helgi
pólska landsliðsmanninn Marek
Lesniak frá Pogon Stettin. Le-
verkusen greiddi pólska félaginu
eina milljón marka fyrir piltinn,
en að auki fá Pólverjamir tals-
verða vöruúttekt hjá lyfiafyrir-
tækinu Bayer sem er stærsti
stuöningsaðih Leverkusen!
Dorigo í landsliðið
Tony Dorigo, miövöröur Chelsea,
var óvænt valinn í enska lands-
liðshópinn sem fer í Evrópu-
keppnina í Vestur-Þýskalandi.
Hann hefur aldrei leikið lands-
leik. Bobby Robson tilkynnti um
siöustu helgi hvaða 20 menn fæm
þangað og það era þessin Peter
Shilton, Chris Woods, Gary Ste-
vens, Viv Anderson, Kenny San-
som, Tony Dorígo, Mark Wright,
Dave Watson, Tony Adams, Bry-
an Robson, Neil Webb, Peter
Reid, Trevor Steven, Glenn
Hoddle, Steve McMahon, Peter
Beardsley, John Bames, Mark
Hateley, Gary Lineker og Chris
Waddle. Fjórir em til vara ef ein-
hverjir forfahast, þeir Tony
Cottee, Mick Harford, Gary Pal-
lister og David Seaman.
Ellefti í röð hjá Dynamo
Dynamo Berlin varð um síðustu
helgi austur-þýskur meistari í
knattspyrnu 11. árið í röö. Dyn-
amo og Lokomotiv Leipzig fengu
37 stig hvort í 26 leikjum en
markatala Berhnarhðsins var
betri. Dynamo Dresden varð í
þriöja sæti meö 33 stig.
Groningen í UEFA
Groningen vann sérstaka auka-
keppni um laust sæti Hollands í
UEFA-bikaraum i knattspymu
pæsta vetur, tryggði sér sigur í
henni raeð 1-1 jafntefh viö
Twente á sunnudaginn.