Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988. T ■ífegtfll - var einróma álit veiðimanna sem renndu fyrir þann stóra í Elliðavatni í veðurblíðunni „Ég byrjaöi aö veiöa klukkan sjö í morgun og er að hætta núna. Hann er alveg hættur að taka,“ sagði Jón Sigurðsson sölumaður er DV hitti hann við Elliðavatn klukkan að ganga níu eitt góðviðriskvöldið í síð- ustu viku. Þó komið væri þetta langt fram á kvöldið voru margir að hefja veiði í vatninu. Búinn að fá tuttugu! „Ég er búinn að fá tuttugu stykki í dag. Um hádegisbilið fór hann skyndilega að taka grimmt, svo ég haiði varla undan að draga í land. Ég fór heim með fiskinn og gerði að honum og kom svo aftur hingað. Stærsti fiskurinn sem ég veiddi í dag var þriggja punda urriði, vænsti fiskur. En um daginn tók hjá mér svo stór fiskur að hefði ég ekki vitað bet- ur heföi ég haldið því fram að þarna væri kominn lax. Hann losnaði af önglinum með því að beygja krókinn á flugunni. Það þarf.ekki svo litið til að gera það,“ sagði Jón. Jón sagðist eingöngu nota flugu í Elliðavatni. 80-90 prósent fiskanna fengjust á flugur. „Hann tekur ekki spún og sára- sjaldan maðk. Svo er það lika lang- skemmtilegast að veiða á flugu.“ Hnýtir flugurnar sjálfur Jón sagðist sjálfur hnýta flestar flugumar sem hann notar. „Ég tek gjaman sýni úr fiskunum og skoða lirfumar sem hann hefur veriö að næra sig á. Síöan reyni ég að hnýta flugu eða lirfu sem líkist fæðu fisksins." - Ferðu oft að veiða í Elliðavatni? „Já, ég fer eins oft og ég get. í veið- inni nýt ég mín til fullnustu. Ég losna við alla spennu og slaka á. Svo er EUiöavatn eitthvert skemmtilegasta Guðjón Ríkharðsson, verðandi endurskoðandi, og Ragnar Harðarson hárskeri fara í Elliðavatn til að slaka á. vatn landsins. Hér er bæði kyrrt og fallegt. Svo er nóg af fiskinum í vatn- inu. Ég held reyndar að það hafi aldr- ei verið eins mikill fiskur í vatninu og einmitt nú í sumar. Þegar líða fer á sumarið ætla ég svo að skreppa í nokkrar laxveiðiferðir. Dægradvöl Eg held það megi örugglega segja að ég sé með veiðidellu,“ sagði Jón Sig- urðsson. Fá alltaf eitthvað Guðjón Ríkharðsson og Ragnar Harðarson vom að gera sig klára í veiðina. Þeir voru einnig með flugur. Þeir voru sammála Jóni um að ekk- ert veiddist á maðk eða spún. „Við höfum veitt héma í gegnum árin, alltaf annað slagið. Við stund- um veiðiskapinn ekki mikið en við höfum gaman af því að koma hingað, slaka á og kjafta. Þetta er reyndar í fyrsta skipti í sumar sem við fóram í Elliðavatn. Vatnið er mjög skemmtilegt, stutt frá borginni. Svo fá menn alltaf eitthvaö hér, þótt ekki sé nema smátitt,“ sögðu þeir Guðjón og Ragnar. Labba að vatninu Næst urðu á vegi okkar tveir nem- endur úr Seljaskóla, Jónas Jónsson, 14 ára, og Sigurjón Þór Sigurjónsson, 15 ára. Þeir sögðust oft fara í Elliða- vatn. Færa þeir hjólandi, labbandi eða þá að einhver skutlaði þeim. „Við erum með veiðidellu og förum eins oft í vatnið og við getum þegar veðrið er sæmilegt. Við höfiun DV-mynd ATA reyndar ekki komist oft í sumar enn sem komið er, þar sem við erum nýbúnir í prófum.“ - Er vænn fiskur í vatninu? „Já, já, það er ágætis fiskur hérna. Annars erum við bara að skemmta okkur. Það er alltaf gaman að veiða," sögðu þeir Jónas og Sigurjón. Útivera og kyrrð . Grétar Garðarsson var önnum kaf- inn viö að koma flugunni út í vatniö, stóð reyndar sjálfur í vatni upp á mið læri. „Útiveran og kyrrðin hérna er dá- samleg," sagði Grétar, er hann var Elliðavatn: - segjá áhugasamir stangveiðimenn Hamast við að koma flugukrilinu út f vatnlö. Vatniö var nánast spegilslétt. DV-mynd KAE „Elhöavatn er eitt skemiptileg- asta vatn landsins, bæði hvað veiði og umhverfi varðar," sagði einn góður veiöimaður sem DV hitti við Elliðavatn kyrrt og fallegt vorkvöld nýlega. Hann og aðrir veiöimenn bættu því við að silungsveiði ætti að vera efst á lyfseðli hvers hjarta- og streitusjúklings. Nú er kominn sá tími þegar stangveiðimenn eru farnir að hugsa sér til hreyfings. Og ekki dregur góðviðriö úr áhuganum. Silungsveiöimenn eru yfirleitt fyrr á ferðinni því veiðivötn eru flest opnuö veiðimönnum í maí en lax- veiði hefst almennt ekki fyrr en upp úr miðjum júní. Dregið í dilka Stangveiðimönnum má í stóram dráttum skipta í tvo flokka. Atmars vegar eru menn sem fara að veiða til að ná sem flestum og stærstum fiskum. Þeir standa yfirleitt viö og berja vatnið hvemig sem veðriö er og veiöihorfur. Hinn hópurinn fer í veiðitúra fyrst og fremst til að slaka á, njóta útivistar, kyrrðar og kannski félagsskapar. Síðarnefndi hópurinn er ef til viU algengari meðal silungsveiðimanna. Lax- veiöUeyfi era yfirleitt svo dýr að menn unna sér engrar hvíldar við árnar dýra heldur veröa þeir að reyna að veiöa upp í kostnað. Að sjálfsögðu er þetta ekki algild regla frekar en aðrar Draumsýnin Draumsýn silungsveiðimannsins af latari gerðinni er spegilslétt vatn eða kyrr á með grasi vöxnum bakka. Sól skín í heiði og það eina sem truflar kyrrðina er Ijúfur fuglasöngur. Maðkur á önglinum og flotholt úti í vatni og veiðimað- urinn mókir á bakkanum og drekk- ur í sig kyrrðina og sólina. Þaö eina sem má hugsanlega vekja hann af dagdraumunum er hljóðið sem heyrist er fiskur bítur á agnið og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.