Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988. 9 Utlönd Reyna að komast frá mannréttmdamáladeilum Þeir Mikhail Gorbatsjov, aöalritari sovéska kommúnistaflokksins, og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti áttu sinn þniöja skipulagða fund í Moskvu í morgun og einbeittu sér þá aö umræöu um leiðir til að draga úr svæðaátökum í þriöja heiminum. Til þessa hafa fundir leiðtogafundar- ins í Moskvu veriö nær einokaðir af mannréttindamálum, sem Reagan hefur gert að aðalmáli þeirra með harðri gagnrýni á Sovétmenn í þeim efnum. í morgun reyndu leiðtogarnir hins vegar að komast frá þeim mál- um til annarra, sem ætlunin var að þeir ræddu á Moskvufundinum. Talsmenn beggja leiðtoganna sögðu að fundurinn í morgun, sem er hinn þriðji af ijórum sem eru á dagskrá leiðtoganna að þessu sinni, hafi einkum snúist um almenn sam- skipti stórveldanna og tilraunir til að stöðva vopnuö átök í sunnan- verðri Afríku, Mið-Austurlöndum, á Persaflóa, í Kampútseu, Mið-Amer- íku og Afganistan. Bandarískir embættismenn sögðu jafnframt í morgun að leiðtogarnir myndu undirrita nokkra minnihátt- ar samninga um eftirlit með tilraun- um með kjarnorkuvígbúnáð, fisk- veiðiréttindi og önnur málefni. Þeir Reagan og Gorbatsjov viröast ná nokkuð vel saman á fundi þess- um, þrátt fyrir deilurnar um mann- réttindamál. Á morgun munu leiö- togarnir skiptast á staðfestum ein- tökum af samningnum um eyðingu meðaldrægra kjamorkuvopna, sem þeir undirrituðu á fundi sínum í Washington í desember síðastliðn- um. Af svæðamálum er tahð líklegast að árangur náist í málefnum sunnan- verðrar Afríku. Sovétmenn virðast styðja tilraunir Bandaríkjamanna til að ná fram samkomulagi um að Kúbumenn dragi til baka herhð sitt frá Angóla, gegn því að Suður-Afr- íkumenn viðurkenni sjálfstæði Namibíu. Leiðtogafundurinn í Moskvu hefur til þessa einkennst nokkuð af endur- teknum og stundum leikrænum til- burðum Reagans til þess að gera mannréttindi í Sovétríkjunum að aðalmáh fundarins. Sovétmenn virtust í morgun Bandarisku forsetahjónunum hefur verið vel fagnað í Sovétríkjunum. Hér heimsækir Nancy Reagan forsetafrú skóla í Moskvu, meðan leiðtogarnir funda. Simamynd Reuter Sovéskir gyðingar hafa notað leiðtogafundinn i Moskvu til þess að vekja athygli á vandkvæðum sinum. Vladimir Dishkov, sem i gær hrópaði „Þið eruð að drepa okkur" fyrir utan Lenin-bókasafnið í Moskvu, hefur beðið i tiu ár eftir brottfararheimild. Simamynd Reuter Ronald Reagan Bandarikjaforseti og Raisa Gorbatsjova, eiginkona aðalritar- ans, klingja glösum i gærkvöldi. Símamynd Reuter Mikhail Gorbatsjov, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins, skálar við Nancy Reagan, forsetafrú Bandaríkjanna, við kvöldverðarboð til heiðurs bandarísku forsetahjónunum í gær. Símamynd Reuter Vel virðist fara á með leiðtogafrún- um i Moskvu þrátt fyrir itrekaðar fréttir af samkeppni og ósamlyndi þeirra. Simamynd Reuter ákveðnir í að bregðast af stillingu við dramatískum fundum Reagans með sovéskum andófsmönnum í gær. Mikhail Gorbatsjov lét þó ekki hjá höa að benda forsetanum á, í skálar- ræðu sem hann hélt við opinberan kvöldverð til heiðurs bandarísku gestunum í gærkvöldi, að stórveldin tvö ættu að vinha saman, „án þess að prédika eða þvinga sínum eigin viðhorfum og aðferðum yflr á hinn aðilann, án þess að snúa fjölskyldu og persónuvandkvæðum upp í tilefni til deilna milli ríkja". Sovéska dagblaöið Pravda lét jafn- framt í morgun greinilega í ljós að Sovétmönnum þætti framkoma Reagans á fundinum með andófs- mönnum ótilhlýðileg og ögrandi. í leiðara sagði dagblaðið að hið eina sem þurft heföi til að komast á fund- * inn með Reagan hefði verið að vera andstæðingur sósíahsma og umbóta- stefnu Gorbatsjovs. Blaðið sagði jafnframt að því miður hefði árangurinn orðið sá að banda- ríski forsetinn hefði ekki fengið raúhhæfa mynd af Sovétríkjunum heldur hitt fuhtrúa fortiðar, sem hefðu engan áhuga á framtið Sovét- ríkjanna og ynnu margir beinlínis gegn henni. Jafnframt fundi leiðtoganna tveggja hafa undanfarna daga staðið fundir um afvopnunarmál milli varnar- málaráðherra stórveldanna, þeirra Frank Carlucci (til vinstri) og Dmltry Yasov. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.