Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988. Fréttir Chase Osborne (lugmaöur kannar skemmdir á flugvélinni sem hann flaug. Af einhverri ástæðu flaug hann aftan á aðra flugvél um 130 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Hin vélin er týnd og þrátt fyrir víðtæka leit hefur hún ekki fundist. Einn flugmaður var í hvorri vél. Loftferðaeftirlit og rannsóknarnefnd flugslysa vinna að rannsókn á tildrögum slyssins. DV-mynd S Árekstur tveggja feijuflugvéla: Flugmaðurinn hefur engar skýringar - önnur vélin týnd, hín náði til Reykjavíkur Tvær ferjuflugvélar skullu saman er þær voru í flugi til íslands um klukkan hálfátta í gærkvöldi. Vél- arnar, sem eru sömu tegundar, voru í samfloti frá Bandaríkjunum til Evr- ópu. Þær eru af gerðinni Maule, fjög- urra sæta og eins hreyfils. Einn flug- maður var í hvorri vél. Önnur vélin náði til Reykjavíkur með skemmdan hægri væng og vængstoðir, en hinn- ar vélarinnar var leitaö árangurs- laust fram á nótt. Vélin, sem náöi til Reykjavíkur, mun hafa flogið aftan á hina vélina. Vélamar voru þá um 130 sjómílur suðvestur af Reykjanesi. Þær flugu sjónflug og veður var þokkalegt. Flugmaðurinn, Chase Osbome, sem náði til Reykjavíkur, hefur litlar skýringar getið gefið á með hvaða hætti áreksturinn varð. Loftferðaeft- irlit og rannsóknarnefnd flugslysa vinna að rannsókn slyssins. Osborne tilkynnti slysið klukkan 19.35 og sagði þá að vélamar hefðu skollið saman og að hann sæi ekki hina vélina. Fimm vélar tóku þátt í leit sem hófst strax, flugvél Flug- málastjómar, sem stjórnaði leitinni, Fokker og þyrla Landhelgisgæslunn- ar, þyrla og Herculesvél frá Varnar- liðinu. Fokker Landhelgisgæslunnar lenti síðust leitarvélanna í Reykja- vík, klukkan þrjú í nótt. Leit hafði engan árangur borið. Varöskip er við slysstaðinn. Flugmaðurinn, Chase Osborne, hefur lengi flogið feijuflugvélum. Hann mun áöur hafa lent í vandræð- um við ísland. Skúh Jón Sigurðsson, deildarstjóri hjá Loftferðaeftirlitinu, sagði í morgun aö hann hefði hitt Osbome áöur. Skúli Jón vildi ekki gefa upp af hvaða ástæðu þeir hefðu hist og sagði að ekki væri ástæða til að tengja þau mál saman. -sme Grásleppukarlar á suðvesturtiominu: „Með báta fulla af ónýtum netum“ .Ástandið hefur ekki verið svona og ekki hægt annað en að skera menn ekki getaö vitjað neta í viku- kvaðst ekki hafa séð annað eins í Ekki vom allir tilbúnir aö reyna slæmt 1 fjöldamörg ár. Þettaereig- netin,“ sögðu þeir feögar, Jakob tima og í gær lægöi fyrst nægjan- þau þrjátfu ár sem hann hefur á ný. „Maður er orðinn hálfleiður inlega fyrsti dagurinn í röska viku Ólafsson og Bjami Þór Jakobsson lega til að bátar kæmust út. Oveð- stundaö grásleppuveiðar. „Óveörið áþessariveöráttu.Ætliviðhættum sem raenn komast út og þá koma grásleppukarlar, í samtali við DV. riö hefur valdið töluverðu tjóni á hefur valdið töluverðu flárhags- þessu ekki í ár og tökum netin í þeir til baka með báta fulla af ónýt- Veðurguöimir hafa ekki veriö netum og dæmi em um að menn legu tjóni, hátt í 150 þúsund króna, land. Svo er bara að undirbúa sig umnetum.Netinfyllastafskeijum hliöhollir grásleppukörlum á suö- missi heilu trossurnar. geri ég ráð fyrir,“ sagöi hann. „En fyrirnæstaárogvonaaðþaðverði og þangi og rifha í briminu þar til vesturhominu undanfarna daga. Hljóðið í grásleppukörlum var ætli ég reyni ekki að fara út aftur betra,“ sagöi Jakob Ólafsson. ekkert er eftir. Þetta er mikið tjón Sökum mikils hvassviöris hafa ekki gott Einn viðmælenda DV á eftir. -StB Heimsbikarmótið: Falleg skák en Jóhann tapaði - og Ehlvest komst upp að hlið Kasparovs Jóhanni Hjartarsyni hefur enn ekki tekist að hrista af sér slenið á heimsbikarmótinu í Belfort í Frakklandi. í gær var sjötta umferö mótsins tefld og þá tapaði hann enn, nú fyrir eistlenska stórmeist-. aranum Jahn Ehlvest. Jóhann hef- ur aðeins hlotiö 1,5 vinninga og vermir neðsta sæti. Ehlvest hefur teflt af miklum krafti og er nú efstur ásamt heims- meistaranum Garrí Kasparov. Þeir hafa hlotið 4,5 vinninga. Spassky er í 3. sæti með 3,5 v. en Karpov' hefur 3 v. og biðskák. Næstir koma Ribli, Short og Hubner með 2,5 vinninga. Kasparov og Speelman gerðu jafntefli í 6. umferðinni í gær, sömuleiðis Jusupov og Hubner, Nogueiras og Ribh og Spassky og Short en þar slapp Spassky með skrekkinn. Skákir Karpovs viö Andersson, Beljavsky við Ljubojevic og Sokolov við Timman fóru í bið og verða tefldar áfram í dag. Timman þykir hafa gjörtapaða stöðu, skák Beljavsky við Ljubojevic er jafnteflisleg en And- ersson er aö reyna að kreista fram vinning gegn Karpov. Sjöunda umferö verður tefld á morgun og þá hefur Jóhann hvítt gegn Englendingnum Nigel Short. Á fimmtudag teflir Jóhann síðan við heimsmeistarann Kasparov og hefur svart. Arftaki Keresar Eistlendingurinn Jahn Ehlvest hefur vakið verðskuldaða athygh fyrir frammistöðu sína til þessa. Hann er 25 ára gamall og fyrrver- andi Evrópumeistari unghnga. Hann beið lægri hlut fyrir Jusupov í áskorendaeinvígjunum í Saint John í Kanada fyrr á þessu ári. Ehlvest er oft nefndur í sömu andránni og Paul Kéres, þekktasti skákmeistari Eistlendinga fyrr og síðar. Mörgum þykir skákstíll þeirra áþekkur en Keres var þekkt- ur fyrir að tefla rökrétt en þó af geysilegu hugarflugi ef svo bar undir. Skák Ehlvests við Jóhann er lýsandi dæmi um þetta. „Þetta var hin skemmtilegasta skák...“ sagöi Jóhann í samtali við DV og bætti viö: ..eða það hefði mér а. m.k. fundist ef ég hefði haft hvítt!“ Hvítt: Jahn Ehlvest Svart: Jóhann Hjartarson Opna-afbrigði spænska leiksins. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Rxe4 Jú, það er rétt. Jóhann er farinn að herma eftir Kortsnoj og tefhr Opna-afbrigðið svonefnda af spænska leiknum. Kortsnoj beitti því í 1. einvígisskákinni við Jóhann með afleitum árangri en Jóhann er þó hvergi banginn. б. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe5 Be6 9. Rbd2 Rc5 10. c3 Bg4 11. Bc2 Be7 12. Hel Dd7 13. Rb3 Re6 14. h3 Bh5 15. Bf5 Rcd8 16. Be3 a5 17. Rc5! Fram að þessu hafa þeir fylgt 28. einvígisskák Karpovs og Kortsnoj, í Baguio 1978. Karpov lék 17. Bc5 en komst htt áleiðis. Leikur Ehlvests er athyghsvert framlag. 17. - Dc6 18. Rd3 Bxf3 19. Dxf3 g6 20. Bg4 h5 21. Bxe6 Rxe6 22. Hadl Hd8 23. Hd2 O-ð 24. Hedl Rg5? Slæmur leikur því að riddarinn er nauðsynlegur á e6 til að skorða hvíta kóngspeðið. Eftir 24. - Dd7 og síðan c7-c6 hefur svartur aha möguleika á að jafna taflið. 25. Bxgð Bxg5 26. He2! Hótar 27. e6! fxe6 28. Dg3 með al- varlegum afleiðingum. 26. - Hfe8 27. Dg3 Bh6 28. Hdel Kh7?! 29. e6! fB Svarið við 29. - Hxe6 30. Hxe6 fxe6 yrði annaðhvort 31. Dxg6+ Kxg6 32. Re5 + eða enn sterkara 31. Re5 De8 32. Rxg6! og ef 32. - Dxg6, þá 33. Dxc7 + og hrókurinn fehur. 30. Df3 Kg7 I 1 £ tir JÖL 1 1 A 1 £ & £ á A s a £ £ abcdefgh Skák Jón L. Árnason 31. Re5!! Kynngimögnuö mannsfóm sem byggir meira á innsæi en nákvæm- um útreikningum. Frelsingi hvíts á e-línunni verður mjög erfiður við að eiga og biskup svarts nær ekki að skerast í leikinn. Fórnina verður aö þiggja því að eftir 31. - Da6 32. Rf7 er aht í hers höndum. 31. - fxe5 32. Df7+ Kh8 33. Hxe5! Hg8 34. e7 Hde8 35. He6 Dd7 36. Hxg6 Hxg6 37. Dxg6 Bg7 38. D£7! Nákvæmt. Svartur getur sig hvergi hrært en eftir 38. Dxh5 + Kg8 væri hann kominn yfir það versta. 38. - d4 39. cxd4 Bxd4 40. He6 Bg7 41. g3! Og er Jóhann hafði litið á stöðuna um stund gafst hann upp því að hann á ekki svar við tilfærslunni He4-h4 ásamt máti. Faheg sóknar- skák af Ehlvests hálfu, sem sjálfur Keres hefði verið fuhsæmdur af. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.