Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988. Fréttir í regngalla á þjóöhátíðardaginn. DV-mynd JAK Óveðrið 17. júní: Svipað veður í júní nokkrum sinnum áður - segir Trausti Jónsson Hvöss suövestanátt, 8 vindstig og slagviöri, einkenndu hátíðarhöldin í tilefni 17. júní í Reykjavík. Hiti var 8-9 stig sem er aðeins kaldara en eðlilegt er á þessum tíma árs. Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræö- ings hefur ekki gert slíkt veður í suð- vestanátt í júní síðan á stríðsárun- um. Óveðrið um helgina er þó ekki ein- stakt á þessum tíma árs að sögn Trausta og hefur nokkrum sinnum gert svipað veður um miðjan júní. Algengara er þó að slagveður, líkt því sem hijáði höfuðborgarbúa um síöustu helgi, fylgi norðanátt og er þetta versta veöur í suðvestanátt síð- an 1940. 4 júní það ár gerði mikið óveður. Töluverðar skemmdir fylgdu í kjölfarið og fauk t.a.m. mikið úr kartöflugörðum. Sé litið til lengri tíma og aðrar átt- ir, auk suðvestanáttarinnar, teknar með í dæmið er þetta versta veður síðan 1959. Á þjóðhátíðardaginn það ár fór vindur í Reykjavík upp í 9 vindstig og jörö var alhvít á Ákur- eyri. Arin 1975 og 1983 gerði svipað veður í júní og var um síðustu helgi, þó var vindur ívið hægari. Svona óveður er þvi ekki einsdæmi og að sögn Trausta er slíkt veður í júní á u.þ.b. 15-20 ára fresti. -StB a tjaldstæðinu Gyifi Kris^ánason, DV, Akureyri: „Ég get alls ekki skilið hvaöa hvatir liggja aö baki þessum verkn- aöi eða aö fólk skuli fá útrás við að haga sér svona,“ sagði Þorsteinn Þorsteinsson, sundlaugarvörður á Akureyri, í samtah við DV um skemmdarverk sem unnin voru í sundlauginni og á tjaldstæðunum í bænum inn helgina. Hópur ungs aðkomufólks var á Akureyri um helgina og gekk mik- ið á. Vakt er á tjaldstæðinu allan sólarhringinn, nema milli kl. 6 og 8 á morgnana. Einn morguninn á þeim tíma fóru unglingamir inn í gæsluskúr við efra tjaldstæðiö, brutu þar niöur millivegg og brutu klósett. Sundlaugin slapp heldur ekki. Þangað var fariö og bekkjum, ryk- sugu og reyndar öllu lauslegu kast- að 1 laugina. Og ekki var látiö þar viö sitja. Andapollurinn var heim- sóttur og steypt þar undan heiöar- „Ég skil bara alls ekki hvaöa hvatir liggja að baki svona verkn- aði,“ sagði Þorsteinn Þorsteinsson. Minnisvarðinn á Höfn, gerður af Helga Gíslasyni. DV-mynd Ragnar Minnisvarði Landgræðsla í Vestmannaeyjum: Vikurieifamar koma Aburöartankar flugvélarinnar fylltir. DV-mynd Ómar Óveðrið um helgina: Óveruleg áhrif á gróður Óveðrið, sem gekk yfir suðvestur- homið um síðustu helgi, hafði óveru- leg áhrif á gróöur. Samkvæmt upp- lýsingum DV hefur garðagróður orð- ið einna verst úti og'nokkuö fokið af viðkvæmum trjám. En skemmdir á öðrum gróðri eru ekki teljandi. Sláttur er vart hafinn á suðvestur- horninu og hikuðu margir bændur við þegar óveðrið skall á. Spretta hefur verið góð og lítur vel út með slátt. -StB Júlía Imsland, DV, Hafiu Á sjómannadaginn á Höfn afhjúp- aöi Óskar Helgason minnisvarða um sjómenn og sjósókn Homfirðinga og Áustfirðinga. Minnisvarðinn, sem gerður er af Helga Gíslasyni, stendur á Óslandshrauni. Myndverkiö var steypt í brons í Englandi og súlur og stöpull steypt hjá ístaki hf. í Reykja- vik. Við athöfnina vom tveir aldrað- ir sjómenn heiöraðir, þeir Rafnkell Þorleifsson og Þórhndur Magnússon frá Eskifirði. Sjómannamessa séra Baldurs Kristjánssonar var kl. 14 og eftir hana skemmti fólk sér í íþrótta- húsinu þar sem ekki var veður til útihátíöahalda. Akureyri: Gróðurskemmdir í hvassviðrinu jarðveg á hreyfingu Ómar Gaxöarsson, DV, Vestmaiuiaeyjum: Landgræðsluflugvélin TÚN, hin nýja vél landgræðslunnar, var sl. laugardag við áburðardreifingu hér í Vestmannaeyjum. Einnig var fræi dreift. Farið var yfir allt svæðiö sunnan frá Stórhöfða og alveg nyrst á eyjuna, m.a. inn í Heijólfsdal og víðar. Þetta hefur verið nokkuð árviss viðburður aö fræi og áburði hefur verið dreift hérna síðan um gos og ekki tahn vanþörf því að alltaf em einhveijar gróöurskemmdir. Ein ástæða þess mun vera vikurleifar sem enn eru víða í hlíðum og reynd- ar víðar. Eru þær sífellt á hreyfmgu og það veröur til þess að jarðvegur fer af stað. Dreift var nú 40 tonnum og gekk það mjög vel og sést árangur eftir hveija dreifmgu. Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: í hvassviðrinu, sem var á Akur- eyri alla síðustu viku, urðu nokkrar gróðurskemmdir í bænum, bæði í görðum viö hús og einnig í kartöflu- görðum. „Það er aðallega um að ræða upp- gufunarskemmdir," sagði Ánn Steinar Jóhannsson garðyrkjustjóri í samtah við DV. „Það er nýútplant- aður gróður sem er viðkvæmastur þegar svona veður kemur og ég vil sérstaklega benda fólki á að renn- bleyta allan gróður þegar von er á svona roki.“ Víða í bænum eru runnar skræln- aðir eftir hvassviðrið sem var mikið og stóö óvenjulengi. Þá eru dæmi þess að fokið hafi ofan af í kartöflu- göröum. Mikið sandrok var niður Glerárdal. Glerárdalur hefur reynd- ar verið friðaður og á að hefjast handa um það strax á næsta ári að græða þar upp og hefta sandinn svo hann fjúki ekki yfir bæinn í veðrum sem þeim er Akureyringar hafa mátt búa við undanfarið. í dag mælir Dagfari Kosið um Síberíulestina Það var stórgaman að forseta- sjónvarpinu í gærkvöldi þar sem þær Sigrún Þorsteinsdóttir og Vig- dís Finnbogadóttir leiddu ekki saman hesta sína. Sigrún og henn- ar hð lögðu sem fyrr áherslu á að breyta forsetaembættinu frá því að vera hlutlaust í rifrildismálum yfir í það að forseti íslands gerðist svona nokkurs konar útdeilari ill- inda til þjóðarinnar. Vigdísarmenn lögðu hins vegar áherslu á að emb- ætti forseta væri yfir allar deiiur hafið og þekkt fólk úr öllum flokk- um var kallað til vitnis um að eng- ir kæmust með tæmar þar sem núverandi forseti hefði hælana. Þingmaður Alþýðubandalagsins gekk meira að segja svo langt aö fullyrða að vegna töfrandi fram- komu núverandi forseta nytu al- þingismenn okkar betri fyrir- greiðslu erlendis en ella. Það er út af fyrir sig þakkarvert ef satt reyn- ist að þingmenn fái spes þjónustu á erlendum hótelum vegna þess eins aö forseti vor hefur staðið sig með prýði í landkynningarmálum sem öðru. En við, þessir óbreyttu, muldrum kannski í barminn að það komi okkur ekki við hvort íslensk- ir þingmenn fái svítu á erlendum hótelum út á Vigdísi eða ekki. Hvað þá þegar um er að ræða þingmenn hinna svokölluðu vinnandi stétta. Sigrún Þorsteinsdóttir býður sig fram í fyrirfram tapaðri kosningu en gerir það með skemmtilegri ósvífni sem án efa skilar henni nokkur hundruð atkvæðum. Forsetakosningar á íslandi í ár vekja litla athygli í heimspressunni á sama tíma sem íslenskt hvalkjöt í Finnlandi á leið til Japans um Rússland verður tilefni til frétta jafnt í sjónvarpi sem blöðum vítt og breitt. Svo heppilega vildi til að Þorsteinn var nýbúinn aö vera í opinberri heimsókn í Finnlandi þegar upp komst að hann hefði haft hvalkjöt í farteskinu og átti kjötmetið aö fara með Síberíulest- inni yfir túndrumar áleiðis í ginið á Japönum. Öll hefði þessi sending komist til skila áfallalaust ef ekki vildi svo til að hér uppi á skerinu er til félag sem heitir Hvalavinafé- lagið. Félag þetta sér rautt þegar hvalkjöt er annars vegar og þá sérstaklega ef það er flutt úr landi. Forsvarsmaður félagsins lét svo ummælt í sjónvarpinu að hvalavin- ir ættu víða vini og þá ekki síst í opinberum stöðum og innan Hvals hf. Af þeim sökum gætu þeir gripið inn í flutninga á dauðum hval hvar sem væri í veröldinni. Ekki skal fjölyrt um hvalveiöar og flutning á hvalkjöti, hvort held- ur er um steppur Síberíu ellegar Hamborg, en það er að sjálfsögðu degmum Ijósara að nú verður for- seti íslands að taka á honum stóra sínum og kynna vísindaveiðamar fyrir alheimi. Þaö er í lagi út af fyrir sig að bjóða lögmanni Færey- inga til landsins og gera með hon- um reisu vítt og breitt enda veiða Færeyingar grindina af gamalli veiðimannagrimmd og nefna ekki vísindi í því sambandi. Úr því sem komið er verðum við að gera okkur ljóst að í augum heimspressunnar er komiö upp hið versta mál. Fyrst fer Þorsteinn til Finnlands og hval- kjötið finnst þegar hann er nýbú- inn aö kveðja Kóvistó og félaga. Ráðherrann er ekki fyrr kominn heim en Atla Dam er boðið í hálfop- inbera heimsókn til að undirstrika að við stöndum með Færeyingum í hvalveiðum. Til aö kóróna allt saman rís svo upp kona í Vest- mannaeyjum og gerir kröfu til þess aö verða kosin forseti íslands. Hér veröur að setja undir lekann þótt seint sé, hespa forsetakosingarnar af í hvelh og senda síðan nýkjörinn forseta í skyndiheimsókn til ná- lægra heimsálfa til að þagga niður í grænfriðungum og öðrum ofbeld- isseggjum sem eru með nefið niðri í öllu því sem þeim kemur ekki við. Við getum enn sem fyrr vísaö til þess að saga okkar og menning heldur þessari þjóö á floti og nokk- ur tonn af hval í Síberíulestinni breyta engu um aö öll erum viö af konungakyni. Þau orð hafa verið látin falla í umræðunni um forseta- kosningamar að embættið yrði aldrei það sama eftir að kjörinn forseti varð fyrir mótframboði. Vel kann svo að vera en við verðum þó allavega aö halda áttum og gera okkur grein fyrir því að hvalurinn verður aö hafa forgang.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.