Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988. 7 dv__________________________________________________________Fréttir Þunka þorsk í fljotandi fískhjalli: Fá 700 krónur fyrir kíló af þorskinum Guðmundur Karvel og Kjartan Ólafsson á fiskhjallinum fljótandi sem stend- ur úti á Súgandafirðinum. Þeir segjast sjá Súgandafjörðinn i framíðinni allan i fljótandi fiskhjöllum. DV-mynd GVA Dalasýsla: Kosið um sameiningu átta sveitarfélaga „Ég sé fyrir mér Súgandaijörðinn allan þakinn fljótandi fiskhjöllum í framtíöinni," sagði Guðmundur Kar- vel Pálsson smábátaeigandi í samtali við DV. H^nn hefur ásamt Kjartani Ólafssyni smábátaeiganda smíðað nokkuð stóran fiskhjall, ca. 40 fer- metra að flatarmáli, og hyggjast þeir þurrka þorsk í honum og selja síðar á Ítalíumarkað. „Við fáum allt að 700 krónur fyrir kílóið af fiskinum. Þaö fer allt eftir stærð þorskins. Þetta þykir herra- mannsmatur og er mjög eftirsóttur á Ítalíu,“ sagði Kjartan Olafsson. Fiskhjallurinn er úti í miðjum Súg- andafirðinum og á engan sinn líka hér á landi hvað stærð varðar. Hann er m.a. hafður úti á firðinum til vam- ar gegn flugu. Mikil fyrirhöfn „Við vorum búnir að velta þessari hugmynd fyrir okkur í nokkra mán- uði og létum til skarar skríða nú vegna þess hve lítið fæst fyrir þorsk- inn frá smábátunum. Það tók okkur nokkuð langan tíma að smíða hjall- inn og kostaði nokkra fyrirhöfn. Til dæmis eru 9 tunnur lagðar þvert undir hjallinn til þess að halda hon- um á floti,“ sagði Guðmundur. „Við verðum að framkvæma þetta yfir sumartímann vegna þess að fisk- urinn má ekki frjósa. Nú þegar erum við með eitt tonn á pallinum og ætl- um að reyna að hafa þau um 20 áður en við seljum fiskinn. En fiskurinn rýrnar um 72% við þurrkun," sagði Kjartan. Þeir félagar kváðust bjartsýnir á framtíðina og að engin hætta væri á öðru en að þeir myndu selja fiskinn til Ítalíu í vetur þó að ekki væru þeir komnir með samning enn. Þaö verður að segjast aö óneitan- lega kemur Súgandafjörðurinn til meö að líkjast thailensku íbúðar- hverfi í framtíðinni ef svo fer sem horfir. -GKr. Vestfirðir: Skálavíkurvegur nánast vegleysa Siguijón J. Sgurðsaon, DV, fsafirði; Nokkuö hefúr borið á þvi að undanfömu aö kvartað hefur verið yfir veginum frá Bolungar- vík tíl Skálavíkur og er þaö ekki að ástæðulausu því vegurinn er vægast sagt bágborinn. Þaö var Vegagerö ríkisins, sem sá um við- hald vegarins þar til Bolungarvík hlaut kaupstaðarréttindi en frá þeim tíma hefur viðhald veriö á kostnað kaupstaðarins. Aö sögn Óláfs Kristjánssouar, bæjarstjóra Bolungarvikur, hef- ur bæjarstjóm samþykkt þriggja ára áætlun með uppbyggingu vegarins í huga, þaö er frá Hærri- krossi á Skálavíkurheiði og niður í Skálavík. í ár er ætlunin að lag- færa veginn fyrir 1,3 milljónir króna og er gert ráð fyrir að vinna hefjist í næsta mánuöi. Sá hluti vegarins, sem liggur úr byggö og upp að Hærrikrossi, fellur undir framkvæmdir á Bolafjaili og sjá radarmenn þar um viðhaldiö. Enn miðaráCohen Aödáendum kanadíska tónlist- armannsins og rithöfmidarins Leonards Cohen gefst enn tæki- færi á aö veröa sér úti um miða á tónleika hans. Tórdeikarnir, sem era á vegum Listahátíðar 1988, verða haldnir í Laugardals- höll nk. föstudag. -StB Á laugardaginn, samhliða forseta- kosningunum, verður kosið um það hvort átta sveitarfélög í Dalasýslu eigi að sameinast. Hefur nefnd unniö að sameiningar- málinu í umboði sveitarfélaganna frá— því í árslok 1986. Niðurstaða nefndar- innar var að þessi sameiningarleiö skyldi reynd og því verður kosið um hana þann 25. „Það er trú manna að sameiningin verði byggðarlaginu til styrktar og Bragi Einarsson í Eden í Hvera- gerði lét leggja stórum vörubíl fyrir inngöngudyr Tívolísins í Hverageröi síðstliðinn sunnudagsmorgun. Eftir að lögregla hafði veriö kvödd á vett- vang var vörubíllinn færður. Sól- mundur Sigurðsson, verktaki í Hveragerði, sagði við DV að Bragi hefði leigt af sér bílinn og fyrirskipað að honum yrði lagt við dyrnar. „Bíllinn var fjarlægður eftir að lög- regla kom. Það er ekki rétt að ég hafi leigt bilinn heldur var hann'til sölu og ég leyföi eigandanum aö leggja honum þama. Eg á landið þar framdráttar. Þá er hægt að sameina markmiðin og kraftana. Þetta eru lít- il sveitarfélög með samtals 1013 íbúa. Menn hafa ekki treyst sér til að reikna sparnaðinn en vist þykir að öll stjórnun verður markvissari og sérhæfðari. Þá verða ekki margir í einu að sinna sömu verkefnum á mismunandi vettvangi,“ sagði Mar- teinn Valdemarsson, sveitarstjóri í Búðardal, við DV. sem bílastæði Tívolísins er og gott betur. Tívolíið stendur að hluta til á mínu landi eða um 2.900 fermetrum alls. Þar sem nú eru komnir nýir rekstraraðilar að Tívolíinu vildi ég minna á mig og árétta hver á landið. Ég vil ná samningum við þessa menn en alls ekki hrekja þá burtu því það er öllum til góðs að tívolí veröi rekiö þarna áfram,“ sagði Bragi Einarsson, eigandi Edens í Hveragerði. Vörubílnum var lagt um tvo metra frá inngöngudyrunum og hefti hann því aðgang fólks aö Tívolíinu. -sme Tivolfið í Hveragerði: Vörubíl lagt við dymar - færður að beiðni lögreglu FRÁ MENNTAMALARÁÐUNEYTINU Lausar stöður við framhaldsskóla Umsóknarfrestur á áður auglýstum stundakennara- stöðum við Fjölbrautaskólann í Breiðholti í rafeinda- tækni og handmenntum (fatahönnuður eða handa- vinnukennari) framlengisttil 27. júní næstkomandi. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skólameistara Fjölbrautaskólans í Breið- holti. Menntamálaráðuneytið FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU Lausar stöður við framhaldsskóla Við MENNTASKÓLANN í KÓPAVOGI er laus til um- sóknar staða jarðfræðikennara. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1.. júlí næstkomandi. Þá er umsóknarfrestur á áður auglýstum kennara- stöðum við eftirtalda skóla framlengdur til 27. júní næstkomandi: við MENNTASKÓLANN VIÐ HAMRA- HLÍÐ vantar kennara í efnafræði, lögfræði, stærð- fræði og tölvufræði. Við FRAMHALDSSKÓLANN í VESTMANNAEYJUM eru lausar kennarastöður í raun- greinum, dönsku, viðskiptagreinum, stærðfræði, tölvufræði og eðlisfræði. Menntamálaráðuneytið Áteiknaðir flat- saums- og kross- saumsdúkar. Efni 50% hör og 50% bómull. Stærðir Verð kr. 140x140 cm 1.960,- 140x180 cm 2.700,- 140x21 Ocm 3.100,- 140x230 cm 3.300,- VERÐ ÁN GARNS. LUKKUPOKAR Verðmæti kr. 3.000,- Verð kr. Englr tveir pokar eins. 1.500,- POSTSENDUM. ptannptímbersluntn €rla Snorrabraut 44. Simi 14290 Systkinin í Vesturheimi Stærð 34x42 cm. Krosssaumur m/áróragarni. Verð í 10 þráða hör kr. 2.395,- Verð í aida kr. 2.280,- í Vesturheimi Stærð 34x42 cm. Krosssaumur m/áróragarni. Verð í 10 þráða hörkr. 2.190,- Verð í aida kr. 2.085,- Vesturfararnir Stærð 34x42 cm. Krosssaumur m/áróragarni. Verð í 10 þráða hör kr. 2.250,- Verð í aida kr. 2.085,-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.