Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Side 9
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988. 9 Utiönd Valery Giscard d’Estaing, fyrrum forseti Frakklands, tekur leið- beiningum fréttamanns Sjón- varps, skömmu fyrir útsendingu. Símamynd Reuter Býður sig fram til for- ystu Valery Giscard d’Estaing, fyrr- um forseti Frakklands, hyggst nú hefja að nýju virka þátttöku í stjórnmálum lands síns og hefur boðist til þess að leiða samsteypu miðjuafla gegn minnihlutastjórn sósíalista. Giscard, sem ekki hefur veriö verulega virkur í stjórnmálum síðan hann tapaöi forsetakosn- ingum fyrir Mitterrand, núver- andi forseta, árið 1981, sagöist í sjónvarpsviðtali í gær vera reiðu- búinn til þjónustu, ef vilji væri til þess meðal miðjumanna. Fordæma valdarán Bandarísk stjórnvöld fordæmdu í gær valdarán það sem herinn á Haiti framdi á sunnudag og sögðu að bylt- ing þessi væri stórt skref aftur á bak í þróun lýðræðis í þessum heims- hluta. Talsmaður bandaríska utanríkis- ráðuneytisins, Phyllis Oakley, sagöi í gærkvöld að valdaránið væri alvar- legt áfall fyrir lýðræðisþróun á Haiti. Valdaránið á Haiti var framið aö- faranótt mánudags og var þaö her landsins, undir forystu Henry Namp- hy hershöfðingja, sem tók öll völd í sínar hendur. Með því var bundinn endi á borgaralega stjórn í landinu sem haíði aðeins staöið síðan í febrú- ar þegar Leslie Manigat tók við emb- Öryggisvörður í Dóminikanska lýðveldinu ber eina af ferðatöskum Leslie Manigat, sem settur var af sem forseti Haiti um helgina, inn í hótel i Santo Domingo í gær. Forsetinn er flúinn frá Haiti. Simamynd Reuter Edouard Piou, frá sendiráði Haiti i Bandaríkjunum, ræðir við fréttamenn á fundi þar sem hann fordæmdi valdarán hersins á Haiti um helgina. Simamynd Reuter ætti sem lýðræðislega kjörinn forseti landsins. Valdaránið kom nokkuð á óvart þar sem flestir af helstu yfirmönnum hers landsins höfðu virst styðja Manigat forseta í síðustu viku þegar hann ákvað að víkja Namphy úr embætti sem yfirmanni hersins. Henri Namphy hafði verið settur í stofufangelsi í síðustu viku, en slapp úr því um helgina. Hann sagðist, í yfirlýsingu sem hann gaf út í gær, hafa gripið til þessara aðgerða gegn Manigat, þar sem forsetinn hefði ætlað að taka sér einræðisvöld í hendur. Sagði Namphy meðal annars að Manigat hefði reynt aö gera her landsins að viljalausu verkfæri í eig- in höndum. Manigat forseti hélt þegar í gær í útlegð í Dóminikanska lýðveldinu. Hann er nú staddur í Santo Dom- ingo, höfuðborg lýöveldisins, þar sem honum hefur verið veitt pólitískt hæli. Hefur Manigat fariö þess á leit við ríkisstjómir annarra ríkja að þau aðstoði við að bijóta valdaræningj- ana á bak aftur. Giscard hvatti í viðtalinu Mit- terrand forseta til þess að mynda samsteypustjórn sósíalista, miðjumanna og íhaldsmanna, til þess að undirbúa fulla aðild Frakka aö Evrópumörkuðum árið 1992. Miðjuöfl og íhaldssamir á franska þinginu hafa samtals um tvö hundruð og fimmtíu þing- sæti, af fimm hundruð sjötíu og sjö, og gætu því haft umtalsverð áhrif á gang mála, ef þeir koma sér saman um samstarfsgrund- völl. SUMARTÍSKAN FRAKKAR OG DRAGTIR í fallegum litum. FRÁ FINNLANDI Vandaður sumarfatnaður í frábæru úrvali, stór númer. Opið á laugardögum Tlskuve rslLinin HEE/t U n D I R P A K I H U Eiðistorgi 15 — Simi 61 10 16 Frakkar sprengja kjamorkusprengju Frönsk stjómvöld tilkynntu í verðu Kyrrahafl síðastliölnn þessu svæðl orkusprengjuráþessusvæðiímai- gær að Frakkar hefðu sprengt litla fimmtudag. Að sögn vísindamanna Aö sögn erabættismanna var um mánuði síöastliðnum. Var önnur kjaraorkusprengju neðanjarðar erþettanítugastaogáttundakjarn- fimm kílótonna sprengju að ræöa. þeirra um tuttugu kílótonn að við Mururoa kóralrifiö í sunnan- orkusprengjan sem þeir sprengja á Frakkar sprengdu tvær kjara- stærð en hin um áttatíú. Meðal efnis: Ég er þokkalega hugrakkur, verð aldrei hræddur Tímarit í toppformi tryggið ykkur eintak Skólavörðustíg 30 • Sími 23233 áðu þér í blað í tíma á næsta útsölustað. Fortíðarfíkn 36 milljónir í verðlaun í golfinu Hvað er til ráða í umferðinni. Ásmundur og Sigríður skinka. Verðlaunakrossgáta, herratískan í sumar, bridge, golf, bátar, veiðimennska o.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.