Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Side 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988.
Utlönd
Leiðtogafiind
inum lokið
Fundi leiötoga iðnríkjanna sjö lýkur
i Toronto í Kanada í dag. Fundurinn
er af mörgum talinn hafa verið ár-
angursríkur og virðast leiðtogarnir
sjö hafa komist að sameiginlegri nið-
urstöðu um aðgerðir til að auðvelda
Afríkuríkjum að ráða við skuldir sín-
ar, um samskipti austurs og vesturs,
um aögerðir gegn hermdarverka-
starfsemi og í eiturlyfjamálum.
Fjármálaráðherra Kanada, Mic-
hael Wilson, sagði fréttamönnum í
morgun að þegar lægi fyrir sam-
komulag um aðgerðir til að létta
skuidabyrði Afríkuríkja. Sagði hann
að leiðtogarnir væru orðnir sammála
um öll efnisatriði og eftir væri aðeins
að koma orðum að því sem þeir hafa
komist aö samkomulagi um.
James Baker, fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, sagði að málamiðl-
unarsamkomulag hefði orðið um aö
heimila lánardrottnum að velja á
milli þriggja leiöa til að létta skulda-
byrðina.
Búist var við í morgun að tilkynn-
ing um samkomulag þetta yröi í loka-
yfirlýsingu leiötogafundarins.
Yfirlýsingar leiðtogafundarins um
önnur málefni virðast hins vegar
ætla að verða fremur máttlitlar. Þar
á meðal má nefna mál svo sem sam-
skipti austurs og vesturs, hermdar-
verkastarfsemi og eiturlyfjamál.
Leiðtogamir virðast ekki hafa reynt
að taka á málum þessum af neinni
festu. Telja fréttaskýrendur það stafa
að mestu af því að þeir vilji ekki setja
neitt á oddinn sem vakið gæti ósam-
lyndi með þeim á þessum síðasta
fundi leiðtoga þessara sjö ríkja sem
Ronald Reagan, núverandi Banda-
ríkjaforseti, sækir.
Leiðtogarnir fögnuðu þó bættri
sambúð Bandaríkjanna og Sovétríkj-
anna, þar á meðal fundi þeirra Reag-
ans og Mikhails Gorbatsjov, aðalrit-
ara sovéska kommúnistaflokksins, í
Moskvu í lok síðasta mánaðar.
Leiötogarnir lýstu yfir stuðningi
við umbótatilraunir Gorbatsjovs
innan Sovétríkjanna, en lýstu jafn-
framt yfir áhyggjum yfir því að yfir-
burðir Varsjárbandalagsins í hefð-
bundnum vígbúnaði ógnuðu öryggi
Vestur-Evrópu.
Leiðtogamir hvöttu til aukinnar
alþjóðlegrar samvinnu í aðgeröum
gegn eiturlyfiaviðskiptum, einkum
hvað varðar eftirlit með fiárhagsleg-
um afrakstri þeirra og aðgerðir til
að koma í veg fyrir að eiturlyfiasalar
geti notað ólöglega fengna peninga í
lögmætum viðskiptum.
Hvað varöar hermdarverkastarf-
semi gerðu leiðtogarnir litið annað
en að endurtaka fyrri yfirlýsingar
sínar.
Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, kemur til lokafundar leið-
togafundarins í Toronto í gær. Simamynd Reuter
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti, sem sótti sinn síðasta leiðtogafund af Leiðtogarnir sjö stilltu sér upp til myndatöku í lok fundarins í Toronto.
þessu tagi i Toronto, svarar spurningum fréttamanns. Símamynd Reuter Símamynd Reuter
Sjö fyrrum hermenn hand-
teknir vegna samsæris
Filippseyskir hermenn handtóku í
gær sjö fyrrverandi hermenn sem
sakaðir eru um aðild aö samræri
Filippseyingar skoða lík móður
Marcosar, fyrrum einræðisherra
landsins, en líkið hefur verið til
sýnis opinberlega um margra
vikna skeið. Sfmamynd Reuter
um að taka herskildi ýmsar opin-
berar byggingar og útvarpsstöðvar.
Að sögn fréttastofu Reuters voru
sjömenningamir handteknir í
áhlaupi sem herinn gerði snemma
í gærdag á einn af samastöðum
stuðningsmanna Marcosar, fyrr-
um einræðisherra á Filippseyjum,
í úthverfi Manila, höfuðborgar
landsins. Miðstöð þessi var sam-
komustaður manna úr sveit sem
kallar sig Svartaskógar-hersveit-
ina, en það er hópur uppreisnar-
manna úr her landsins, sem styður
forsetann fyrrverandi.
Að sögn talsmanna hersins er
tahö að liðsmenn sveitarinnar hafi
átt aðild að árás sem gerö var á
herstöð eina þann 11. júní þegar
grímuklæddir menn stálu þaðan
tuttugu og fimm byssum um leið
og þeir gerðu árangurslausa til-
raun til aö leysa úr haldi stuðnings-
mann Marcosar sem þar situr í
fangelsi.
Talsmennirnir sögðu aö við leit í
höfuðstöðvum sveitarinnar í gær
hefðu fundist handsprengjur,
nokkurt magn af skotfærum og
skjöl sem sýndu áætlanir sveitar-
innar um aö taka herskildi út-
varpsstöðvar, sjónvarpsstöðvar og
opinberar byggingar.
Telja stjómvöld að liðsmenn
sveitarinnar hafi jafnframt haft
uppi áætlanir um að koma Marcosi
að nýju tO Filippseyja, en stuðn-
ingsmenn hans hafa lagt á það
mikla áherslu að hann fái að koma
þangaö vegna dauða móður sinnar.
Móðirin lést þann 4. maí síðastlið-
inn, níutíu og fimm ára að aldri,
og hefur lík hennar síðan verið
opinberlega til sýnis í Manila.
Corazon Aquino, forseti Filipps-
eyja, hefur alfarið neitað Marcosi
um heimild til að vera viðstaddur
útför móðurinnar, þar sem talið er
að hann og stuðningsmenn hans
myndu reyna að nota það tækifæri
til að efna til óeirða, jafnvel bylting-
ar gegn ríkjandi stjórn landsins.
Stjórnvöld hafa látió bera grjót og sand í hauga á flugvelli á norðan-
veröum Filippseyjum, vegna gruns um að stuðningsmenn Marcosar
hygðust fljúga með hann þangað. Simamynd Reuter