Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988.
13
Ronald Reagan Bandarikjaforseti.
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands.
LurieíDV
Gengið hefur verið frá samning-
um um birtingarrétt á myndum
bandaríska teiknarans og háð-
fuglsins LURIE og munu verk hans
í framtíðinni birtast á þeim síðum
DV sem helgaðar eru erlendum
fréttum.
Það þótti við hæfi að byija á því
að birta flokk teikninga af leið-
togafundi iðnríkja sem nú stendur
yfir í Toronto í Kanada.
Noboru Takeshita, gegnir embætti Brian Mulroney, forsætisráðherra
forsætisráðherra Japan. Kanada.
Heimur Lurie
Kveðjustundin upprunnin. Reagan forseti tekur nú þátt í leiðtogafundi
af þessu tagi í hinsta sinn og hinir leiðtogarnir kveðja hann með söknuði.
Ciriaco de Mita, forsætisráðherra
ítalfu.
Francois Mitterrand, forseti Frakk-
lands.
Helmut Kohl, kanslari Vestur-
Þýskalands.
Sigurboginn klæddur fána
Bjami Hiniiksson, DV, Bordeaux;
Sigurboginn, sem Napóleon keisari
reisti á sínum tíma í París, þarfnast
andlitslyftingar og styrkingar því
vatn hefur leikið undirstöður bogans
illa, auk þess sem mengun hefur
smám saman hulið hann þykku
drullulagi.
Vinnupallar hafa verið reistir allt
í kringum Sigurbogann og stingur
það auðvitað í augun því þessu helj-
arinnar minnismerki var og er ætlað
að njóta sín í borginni en allt vinnu-
pallavíradraslið gefur boganum
ólögulegt útht. Fram undan er svo
14. júlí, þjóðhátíðardagur Frakka, og
þar sem þeir eru þjóð útlits og forms
var ákveðið að hylja þennan ófogn-
uð.
í síðustu viku hófust því tveir tugir
fjallgöngumanna handa við að klæða
bogann í franska fánann. Fyrst þarf
að strengja ótal þræöi sem síðan
halda uppi dúknum sem er í frönsku
fánalitunum: blár, hvítur og rauður.
Dúkurinn mun hylja allar fjórar
hliðar bogans og verður nú líklega
enginn í vafa um hvernig franski
fáninn lítur út.
Kostnaðinum við viðgerðina á Sig-
urboganum er bróðurlega skipt á
milh ríkisins og ahsherjar þjóðar-
söfnunar.
Viðgerð fer nú fram á Sigurboganum i París og til þess að hylja Ijóta vinnu-
palla var ákveðið að klæða bogann í franska fánann. simamynd Reuter
Utlönd
Mótmæla
brennslu eitur-
efna í Norðursjó
Gizur Helgason, DV, Reersnæs:
Samband fiskveiðimanna í Dan-
mörku hefur mótmælt því við
spönsku ríkisstjómina að Vulcanus
R, eiturefnaskipið, brenni eitruðum
úrgangi í Norðursjó í næstu viku.
Dönsk hagsmunafélög eru óánægð
yfir þvi að Vulcanus II notar dönsk
fiskveiðisvæði, sem eru um 200 sjó-
mílur suðvestur af Esbjerg, til
brennslu á spönskum eiturefnum.
Síðastliðiö haust stöðvuðu um 50
fískveiðimenn skipið er það ætlaði
að brenna eiturefnum á þessum slóð-
um og eru enn í gangi málaferli
vegna þessa atburðar.
Breskir fiskveiðimenn frá Grimsby
hafa sagt að þeir æth sér að stöðva
Vulcanus n ef skipverjar ætli sér að
brenna eitruðum úrgangsefnum í
Noröursjó.
Þrír yfirlæknar
látnir víkja
Gizur Helgasan, DV, Reersnæs:
Nú er tahð fuhsannað að þrír hátt-
settir embættismenn innan danska
heilbrigðiskerfisins hafi leynt því aö
blóðgjafi hafi verið eyðnismitaður.
Alhr höfðu þeir lýst því yfir árið 1985
að ekkert blóð væri í umferð sem
ekki hefði verið rannsakað gaum-
gæfilega með eyðni í huga.
Hér er um að ræða yfirlækni í heil-
brigðisstjórninni, forstjóra ríkisspít-
alans og yfirlækni við Statens ser-
umsinstitut en hann hefur nú þegar
veriö rekinn og hinir tveir leystir frá
störfum á meðan máhð er í rann-
sókn. Ákveðið hefur verið aö höföa
mál á hendur þeim öllum.
Það var Elsebeth Kock Petersen
heilbrigöisráðherra sem brá skurö-
arhnífnum eins og færasti skurð-
læknir síðasthðinn fóstudag og skar
djúpan skurð í danska heilbrigðis-
kerflð. Hún hlýtur að hafa komist að
þeirri niðurstöðu að hér þyrfti að
bregðast skjótt við eftir að hún hafði
fengið í hendurnar 469 blaösíðna
hryllingsskýrslu frá hæstaréttar-
dómara um máhð.
Skýrslan sýnir svo ekki verður um
vhlst að embættismenn og lyflafyrir-
tæki hafa í mörg ár unnið þveröfugt
við öll fyrirmæh um meöferð á blóði
með eyðni í huga.
Eitt hroðalegasta dæmið úr skýrsl-
unni er um 37 ára gamlan mann sem
gefur 4 sinnum blóð á árunum 1983
og 1984. Þegar kallaö er á hann 1985
þá upplýsir hann aö hann sé hommi.
Tekin er prufa á sjúkrahúsinu sem
sýnir að hann sé eyðnismitaður og
kominn með forstigseinkenni. Blóð
úr þessum manni var síöan í hálft
annaö ár gefið mörgum sjúklingum
en einnig sent Statens serumsinstit-
ut. Sjúkhngarnir, sem fengu blóð
umrædds aðila, smituðust af eyðni.
Ahir áðurnefndir embættismenn
vissu um þetta vítaverða kæruleysi
og höfðu áður verið krafðir sagna af
yfirvöldum en gáfu þá shk svör að
ekkert var hægt aö sanna. Það var
fyrst þegar hæstarréttardómari fékk
þá fyrirskipun að komast th botns í
málinu að sannleikurinn kom smátt
og smátt í ljós.