Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Page 15
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988. 15 Konungsveldi eða lýðræði Framfarir í heiminum fylgja ákveönu ferli. Gufuskipiö tekur viö af árabátnum, bíUinn tekur við af hestvagninum og tæknin leysir betur og betur úr þörfum fólks. Þjóðfélagið hefur einnig breyst í tímans rás. Lénsskipulag og kónga- veldi hefur vikið fyrir lýðræðis- legri stjómarháttum sem gert hafa þjóðfélagið réttlátara. Með lýð- veldistökunni gafst tækifæri á því að beyta íslandi úr konungs- og fulltrúaveldi í lýðveldi. Lýðræðið hefur hins vegar ekki enn komist í framkvæmd og viö btium enn við fulltrúaveldi kon- ungstímans. Komandi forsetakosn- ingar munu skera úr um það hvor er sterkari, konungssinninn í okk- ur eða lýðræðissinninn, og hvort við þorum að fylgja framrás tímans og kjósa það forsetaefni sem býður upp á virkara lýðræði. Tregðulögmáiið Framvinda sögunnar þarf að halda áfram en á leiðinni hindrar tregöulögmálið - fáfræðin og hræðslan við þaö sem ekki hefur þekkst áður, jafnvel þótt það sé fólki til góðs. Hér á íslandi var ein stærsta mótmælaganga, sem farin hefur verið, gegn símanum. Bænd- ur óttuðust að símalínumar myndu fella nyt úr kúnum en í dag nota þeir þetta þarfatæki og mjólk- urframleiðslan hefur ekki beðið hnekki af. Fyrstu tölvurnar gerðu marga dauðskelkaða en í dag myndi þjóðfélagið lamast án þeirra og enginn amast lengur við þeim. KjaUariim Júlíus K. Valdimarsson markaðsstjóri Lýðræðið þarf að þróast Lýðræðið þarf að þróast ekki síð- ur en tæknin og reyndar yröi tæknisamfélag nútímans að ófreskju án lýðræðis og virkrar þátttöku fólks í þjóöfélaginu. Ge- orge Orwell lýsir þessu vel í bók sinni, „1984“, sem íjallar um alræöi stórabróður. Lýðræði þar sem fólk hefur bein áhrif á gang mála er lítt þekkt ennþá í þjóöfélaginu. Slík þróun er að vísu hafin í atvinnulíf- inu þar sem erfítt er að ná árangri án virkrar þátttöku starfsfólksins. Árangur í þjóðfélaginu og velferð fólks er einnig undir slíkri virkri þátttöku fólksins komin. íslendingar ríði á vaðið íslendingar hafa betri möguleika til þess að ríða á vaöið til að þróa lýðræðislega stjórnarhætti en flest- ar ef ekki allar aðrar þjóðir. Það er vegna þess að við lýðveldistök- una 1944 var stjómarskráin þannig úr garði gerð aö þjóðinni var gefið æðsta valdið. Orðið lýðveldi lýsir þessu vel. „Lýðurinn" - fólkið - skyldi hafa völdin. Forsetinn getur vísað gjörðum þingmanna og ríkis- valds - lögunum - til þjóðarinnar og ákvörðun þjóðarinnar er þá stjom og embættismannakerfi. Arkitektar framtíðarinnar Þarna vom þjóðfélagslegir arki- tektar framtíðarinnar að verki. Við losnuðum við vald konungs, við urðum lýöræðisríki samkvæmt stjómarskránni. En ef til vill var breytingin of mikil. Þetta var eins og að rétta aldamótamanninum tölvu í hönd. Mikill ótti greip um sig innan þess fámennisstjómar- kerfis sem þróast hafði í skjóli kon- ungsveldisins og fyrsti forsetinn, sem reyndar var ekki kjörinn af þjóðinni heldur af stjómmála- mönnunum, mótaði strax þá venju að þetta nýja stjórnarskipunar- form skyldi ekki undir neinum kringumstæðum notað. Embættis- menn og fámennisveldið hefur all- ar götur síðan talið forsetum lands- ins trú um aö lýðræðisákvæðunum ætti ekki að beita. Svo langt hefur þetta gengið að núverandi forseti, frú Vigdís Finnbogadóttir, hefur látið svo um mælt að ekki megi nota lýðræðið því að þá yrði' það bara ofnotað. Þetta er líkt því sem sagt var um tölvurnar á sínum tíma, þaö yrði alltof mikið af þeim. Við brosum þó góðlátlega að slík- um fullyrðingum í dag og notum tölvumar óspart. Framlenging dönsku krúnunnar Fámennisklíkan hefur sem sagt unnið fyrstu lotuna og gert forseta- embættiö að framlengingu dönsku krúnunnar. Til þess að staðfesta það skreyta þeir enn sjálft Alþing- ishúsið með dönsku kórónunni. Kannski er það táknrænt fyrir það hvemig þeir líta á æösta embættis- mann landsins, forseta íslands. Rofnar hefðir Sigrún Þorsteinsdóttir er lýðræð- issinni og með framboði sínu gerir hún uppreisn gegn konungsveld- inu. Með því að bjóða fram gegn starfandi forseta er hún að ijúfa hefö. Alltaf þegar hefðir em rofnar koma fram miklar tilfinningar og jafnvel hneykslun. Til em frásagn- ir af mikilli vanþóknun fólks þegar Fjölnismenn ásamt Jóni Sigurðs- syni vildu hnekkja veldi konungs. Hvernig dirfðust þessir menn, sagöi fólk, að rísa upp gegn kon- unginum, þessum glæsilega manni sem þjóðin elskaði, hvílíkt van- þakklæti var með þessu sýnt fyrir allt sem hann hafði gert fyrir þjóð- ina. Og myndir af danska konung- inum héngu uppi á öllum betri heimilum. Aðrar myndir eru hins vegar einriig til frá síðustu öld sem sýna konunginn ásamt hirðmönn- um hans þar sem þeir láta íslend- inga skríöa um túnið hjá landstjór- anum á Bessastöðum og gelta fyrir sig fyrir nokkra skildinga. Konungssinnar eða lýðræðissinnar? Sú hneykslun, sem fram hefur komið yfir því að Sigrún Þorsteins- dóttir hefur boöið sig fram gagn- vart starfandi forseta, á ekkert skylt viö viðbrögð lýðræðissinna gagnvart lögbundnum kosningum. Þessi sterku tilfinningaviðbrögð' veröa einungis skilin og útskýrð með því að^yiö lítum á forsetann sem eins konar konung og að við séum ennþá dáhthr konungssinnar inn við beiniö. Lýðræðissinnum þykir vænt um kosningar og vilja ekki fyrir nokk- um mun vera þrælar konungs eða fámennisveldis. Þeir sem eru lýöræðissinnar kjósa Sigrúnu Þorsteinsdóttur. Júlíus K. Valdimarsson „Embættismenn og fámennisveldið hefur allar götur síðan talið forsetum landsins trú um að lýðræðisákvæðun- um ætti ekki að beita.“ æðri öhum alþingismönnum, ríkis- Barátta fyrir sjálfstæði þjóðarinnar: Herstöðvaandstaða Á lesendasíðu DV 31. maí gaf að hta svohljóðandi fyrirsögn: „Herstöðvaandstæðingar: Samtök- in skreppa saman“. - Þama lýsir skoðun sinni maður sem nefnist Sigtryggur B. Maður þessi segist hafa verið að horfa á frétt í sjón- varpi frá fundi Samtaka herstöðva- andstæðinga á Lækjartorgi. „Þunnur er nú hópurinn orð- inn,“ segir hann og telur að þessi samtök séu búin að syngja sitt síð- asta. . . . Hvaða fundarefni buðu samtökin t.d. upp á þama á Lækj- artorgi?" segir hann enn fremur, „Jú, baráttuna gegn vígbúnaði í höfunum. . . Slík barátta finnst þessum snjaha íslendingi nauðaó- merkheg og lítils virði. Sagði ég annars íslendingi? - Mér dettur nú í hug gamah vísupartur: „Dugur ahur drepst í þér, danskur íslendingur. . . .“ Þetta var víst i þann tíð sem litlir karlar snobbuðu fyrir Danskinum og vhdu helst hætta að tala íslensku. En hvað eigum við að kalla htla karla sem thheyra þjóð er látið hefir land sitt undir erlenda herstöð í nær 40 ár en staöhæfir að þar sé engin her- stöð og hafi aldrei verið? Kannski á málflutningur hans eftir að kaha fram nafnið síðar? „Hvers vegna eru Samtök herstöðvaandstæðinga að lognast út af?“ spyr þessi aðdá- andi bandarískrar hemaðarstefnu. Og hann svarar sér sjálfur - telur aö sú kynslóð, sem upphaflega stofnaði samtökin, nenni ekki að standa í þessu lengur. Margir þeirra séu hka gengnir í bisness- björg eða famir að pluma sig íjár- hagslega í einkavæðingunni. ....Aðalástæðan fyrir fækkun herstöðvaandstæðinga er kannski nafniö sjálft,“ segir hann enn frem- ur. „Flestir landsmenn vita að hér er engin herstöð og hefur aldrei Kjallariim Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður verið. Hér á landi er jú staðsett vamarliö frá einni sterkustu bandalagsþjóð okkar, Bandaríkja- mönnum, sem helst studdu okkur í því að ná viðurkenningu á sjálf- stæði okkar árið 1944. . . .“ Kannski er ekki von að vesahngs maöurinn viti hvers vegna sá stuðningur var veittur fyrst hann veit ekki aö hér er erlend herstöð? Bisnessbjargfugl Ekki ætti þessum bisnesshjarg- fugh að vera hlt of gott að gera sér vonir um að fáir herstöðvaand- stæðingar séu orðnir til í þessu landi. En þar sem hans „herfileg- heit“ veit aö herstöðvaandstaða og bisnessbjörg fara ekki saman skhst mér að hann muni ekki misvirða að vera kenndur við fyrirbærið, síðari hluta nafnsins vænti ég að ekki þurfi að útskýra. Vel má vera að rétt sé að margir herstöðvaandstæðingar hafi geng- ið á vit við gróðahyggju og þær baráttuaðferðir sem standa fyrir sínu í kapítahsku þjóðfélagi og telji það ekki með sóma sínum að berj- ast fyrir herlausu landi og sjálf- stæði þjóöarinnar. En það er nú svo að maöur kemur í manns stað og það mun sannast í þessu tilfehi. Ég trúi því ekki að íslenska þjóðin fari ekki að átta sig á því að engin smáþjóð getur haft erlendan her í landi sínu áratugum saman án þess að bíða af því varanlegt tjón. Og líklega er það svo að tjónið sé nú þegar orðið meira en nokkur getur fylhlega gert sér grein fyrir. Þó að ég sé þess fullviss aö það er aðeins óskhyggja undarlegs manns að flestir íslendingar séu svo andlega fatlaöir aö halda að hér sé engin herstöð og hafi aldrei verið. Enda ætti að vera alveg nóg fyrir þjóð- félagið að hafa einn á slíkri bylgju- lengd. . . . Og skal ekki íjölyrða um það frekar. Andleg reisn Hins vegar vakti athygh mína frétt í þessu sama blaði sem bar yfirskriftina: „Fróðlegurþátturum ísland í hohenska sjónvarpinu". Þarna var sagt frá sjónvarps- mynd sem gerö var á Islandi af hohenskum aðhum og sýnd var í hohenska sjónvarpinu. Fréttamaðurinn gat þess aö trú- lega hefði þessi sjónvarpsþáttur ekki vakið sérstakan áhuga hjá áhorfendum að heimsækja þetta land í noröri. Helst hefði verið aö heyra að þeir sem horfðu á þáttinn og hann talaði við áhtu að íslend- ingar væru stórfurðulegt fólk og mjög ánægðir með sjálfa sig - meira en góðu hófi gegndi. Þama haíði verið rætt við margt fólk: unga skákmenn, skáld og „kokhrausta" veitingahúsagesti sem sögðu íslendinga vera leiðandi afl í heiminum á öllum sviðum. Einnig hafði verið rætt um bók- menntaáhuga íslendinga. „Við höfum því ekkert með heraðgera" Viss kafh í þessari frétt vakti sérstaklega athygli mína. Og leyfi ég mér að hafa hann hér yfir orð- rétt: „. . . .Sagöi forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, að á hverfu heimih á íslandi væri stór bóka- skápur fuhur af bókum sem böm og unghngar læsu mikið. Þegar Vigdís, sem kom vel fýrir og var hress, var sjiurð hvers vegna ekki væri her á Islandi sagði hún að þaö væri af því að íslendingar gætu aldrei marsérað eða gengiö í takt. Þeir væru svo mikhr einstakl- ingshyggjumenn. íslendingar væm ekki nema 250.000 en við létum eins og við væmm tvær milljónir. Við hefðum því ekkert með her að gera. . . ."-Viðhefðumþvíekkert meö her að gera. - Þessi orð sögð af forseta íslands láta einkar vel í eyrum. Þetta er reyndar það sem her- stöðvaandstæðingar hafa löngum vitað og sagt en lítinn árangur bor- ið. . . En það er nú önnur saga. - Ef forseti íslands vildi hins vegar endrum og eins minnast á slíkt mundi það vafalaust skha meiri árangri. En að sjálfsögðu er meira gaman að tala um velferðarþjóðfélagið, menningu þess og sögu og að allir hafi aht til alls, hversu marga sem örvæntingin kann að hafa lamað svo að þeir hreinlega hafa gefist upp í lífsbaráttunni. Snara í hengds manns húsi Það er líka vel skiljanlegt að for- seti íslands sé ekki að minnast á þetta feimnismál borgaranna sem þeir hafa reynt aö fela undir yfir- skini þjóðaröryggis. Það væri rétt eins og tala um snöru í hengds manns húsi. . . Skiljanlega yrði þaö ekki vinsælt hjá núverandi rík- isstjórnarflokkum sem ekki máttu vera að því á síðasta þingi að sinna nauðsynlegustu þingstörfum út af æru látins manns sem þeir óttuð- ust að yrði dregin fram úr skúma- skoti og birtist alþjóð í allri sinni dýrð. Hvernig væri annars fyrir þessa menn að láta annarra víti sér að varnaði verða og stinga við fótum áður en það er of seint? Aht er breytingum háð; þvi er ekki víst aö stjómmálamenn standi aha tíð í þvi að fela æru látinna foringja þótt hún kunni að þola iha dags- birtuna. Aðalheiður Jónsdóttir „Eg trúi því ekki aö íslenska þjóðin fari ekki að átta sig á því að engin smáþjóð getur haft erlendan her 1 landi sínu áratugum saman án þess að bíða af því varanlegt tjón.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.