Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988.
17
Standast stórfyrir-
tækin ekki álagið?
Gísli Sigurðsson skrifar:
Mér verður hugsað til þess nú, þeg-
ar samdráttur hér innanlands er orð-
inn áþreifanlegur, bæði vegna utan-
aðkomandi áhrifa og svo vegna
markvissra aðgerða ríkisstjórnar-
innar til að minnka þenslu, hvort
hann bitni aðallega á einhverri sér-
stakri atvinnugrein eða tegund fyrir-
tækja eða hvort hann verki á allan
atvinnurekstur sem hér er stundað-
uf.
Ef svo er, að allur atvinnurekstur
er jafn viðkvæmur fyrir samdrættin-
um og áhrifum þeim sem minnkandi
þensla veldur, þá eru auðvitað blikur
á lofti og vart annað að gera en fyrir-
skipa eitthvert þjóðarátak til að
mæta þessum samdrætti og ein-
skoröa fjármagnsflæði og aðstoð hins
opinbera við sérstakar útvaldar at-
vinugreinar, sem sannanlegt er að
við komumst ekki af án. Ef hins veg-
ar samdrátturinn og minnkandi
þensla bitnar einungis á sérstökum
greinum reksturs eða fyrirtækjum,
þá gegnir allt öðru máli og þarf ekki
eins haröra og einskprðaðra aðgerða
hins opinbera við. - Ég er einn þeirra
sem held að hið síðara eigi við hér á
landi og marka það af ýmsum nýliðn-
um uppákomum og fréttum, einmitt
frá nokkrum stórfyrirtækjum.
Fréttir af meira en lítið brösóttum
rekstri hins umfangsmikla Sam-
bands ísl. samvinnufélaga er eitt
dæmið og ef rétt reynist, að það sé í
hópi þeirra fyrirtækja sem óskar eft-
ir erlendri lánafyrirgreiðslu sem
nemur um einum milljarði króna til
að endurskipuleggja starfsemi sína
og rétta við reksturinn, þá er þessi
sami rekstur ekki þess viröi að hann
sé réttur við.
Annað dæmi um stórfyrirtæki sem
virðist eiga í miklum og óyfirstígan-
legum erfiðleikum eru Flugleiðir hf.
Þar er bæði við innanhússvandamál
að etja, að því er virðist, og eru hinar
umfangsmiklu tilfærslur starfs-
manna í stjómunarstöðum þar sönn-
un þess - og utanaðkomandi aðstæö-
ur, svo sem.tekjurýmun af starfsem-
inni, lífæðinni sjálfri, fluginu, og
óánægju viðskiptavina með stopula
og óvissa ferðatíðni. - Uppsagnir
fólks í stómm stíl viröast þar í sjón-
máli og munu sennilega, ef af verð-
ur, valda miklum vandamálum og
mikilli óvissu.
Ullar- og fataiðnaður virðist einnig
vera viðkvæmur fyrir samdrættin-
um, einkum eftir að framleiöslu-
greinar voru sameinaðar, og ekki
lofar fiskeldið góðu. Þaö er því
ástæða til að ætla að stórfyrirtæki
hér á landi séu einkanlega viðkvæm,
jafnvel fyrir minnstu efnahagsbreyt-
ingum og samrani tveggja eða fleiri
fyrirtækja í eitt stórt hafi ekki gefið
þeim þann styrk og getu til að stand-
ast áföll sem vænst var, jaifnvel dreg-
ið til muna úr þeim styrk.
Mynd: Ástæða er til að ætla að stór-
fyrirtæki hér séu einkanlega viö-
kvæm fyrir jafnvel minnstu efna-
hagsbreytingum. - Brösóttur rekstur
hjá Sambandinu og óviss framtíð hjá
Flugleiðum, segir bréfritari.
Sigurður Óli Eyþórsson skrifar:
Aðfaranótt laugardagsins 11. júní
sl. skeði hábölvaður atburður, að
því er mig varðar. Svo vill til að ég
á bifreiö af gerðinni Mazda 929,
fjögurra dyra, dökkbláa meö
„hardtop". Hún stóð umrædda nótt
fyrir utan Snorrabraut 73.
Nema hvað? Einhver „NÖRD“
kemur og tekur upp á þeim and-
styggðar ósið að brölta upp á fjór-
hjóla apparatið og tekur að dansa
og hoppa eins og óður væri. Halda
mætti að hann hafi verið í trékloss-
um eða einhverju þaðan af harð-
ara, vegna þess að lakkiö á bílnum
er stórskemmt og „boddýið" stór-
lega dældað.
Ef einhver hefur orðið verknað-
arins var, er hann beðinn um að
hringja í síma 11528 á ókristilegum
tíma eða láta lögregluna vita.
MATVÖRUVERSLUN
til sölu af sérstökum ástæð-
um á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu. Góð velta. 1 boði
eru góð kjör. Allar nánari
upplýsingar í síma 626644.
MOSFELLSBÆR
Einbýlishús í byggingu.
Timburhús með bílskúr,
byggt á staðnum. Húsið
stendur á einum besta stað
í Mosfellsbæ. Afhendist
fullfrágengið að utan. Verð
5,2 millj. Allar upplýsingar
í síma 626644.
ÍSLANDSMÓTIÐ Æ
A HEIMAVELLI VÍKINGS
V/STJÖRNUGRÓF I FOSSVOGI
I KVÖLD KL. 20.30
Nú er hægt að hringja inn
smáauglýsingar og greiða
með korti.
Þú gefur okkur upp:
Nafn þitt og heimilisfang,
slma, nafnnúmer og
gildistlma og númer
greiðslukorts.
•
Hámark kortáúttektar
Islma kr. 4ÍÖ00.-
SMÁAUGLÝSINGADEILD
ÞVERHOLTI 11
SÍMI 27022
a
DV fór á dögunum og kannaði úrval
sumarblóma og trjáplántna í Hvera-
gerði. Við litum einnig á pottaplönt-
ur og kynntum okkur verð.
Gróðursetning trjáplantna er hent-
ugust á vorin. Þó er óhætt að gróð-
ursetja fram eftir sumri. Á morgun
verður leiðbeint um gróðursetningu
trjáplantna, notkun á áburði, millibil
plantna í görðum, hve djúpt skal
moka niður o.s.frv. Einnig verða
helstu trjátegundir kynntar.
Grænmetisverð helst enn stöðugt
þrátt fyrir að framboð nálgist hámark
um þessar mundir. Þó er eins og
ýmsar smásöluverslanir séu farnar
að slá af álagningu þannig að verð
lækkartil neytandans.
í Lífsstíl á morgun verður sagt frá
grænmetisverði í stórmörkuðum og
reyndist það ansi misjafnt. Allt um
verð á íslensku grænmeti í Lífsstíl á
morgun.