Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Page 30

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Page 30
30 Lífsstíll ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988. s __________________________________________________PV Sundkennsla fyrir fullorðna: Æ fleiri segja vatns- hræðslunni stríð á hendur Þaö eru ekki allir íslendingar syndir þótt sumir álíti aö svo sé. Og eftir því sem árin færast yfir virðist verða erfiðara fyrir fólk að ráða bót á þessu kunnáttuleysi. Margir skammast sín fyrir að kunna ekki að synda og vilja ekki láta sjá sig í almenningssund- laugum innan um flugsynt fólk. Fyrir nokkrum árum þótti það líka heldur hjákátlegt að kunna ekki að synda. Það var jafnvel gert grín aö fólki sem skreið ofan í sundlaugina og hélt sér við bakkann en þorði ekki að sleppa honum. Sem betur fer hef- ur orðið breyting á almenningsálit- inu í þessum efnum sem öðrum. Losnað um hina ósyndu Um leið hefur losnað örlítið um hina ósyndu og menn hafa ekki verið eins hræddir og áður við að viður- kenna staðreyndirnar og reyna aö ráða bót á kunnáttuleysinu. Þeir hafa sem sé sagt vatnshræðslunni stríð á hendur. Eitt af því sem hefur ýtt undir fólk að drífa sig á sundnámskeið er það hversu algengt það er orðið að ís- lendingar skreppi til útlanda í sum- ^rfríinu. Hversu margir ósyndir hafa ekki lent í vandræðum þegar þeir liggja við sundlaugarbarfninn í fjöru- tiu stiga hita en þora ekki ofan í laug til að kæla sig þar sem þeir skamm- ast sín fyrir að kunna ekki sund- tökin? Nú þykir það sjálfsagt að fullorðiö Hjá mörgum er það aðalatriðið að þora að sleppa bakkanum. Kútar, korkur og „uppblásin armbönd" hjálpa fólk fari í skóla, endurmennti sig eða mörgum og auka öryggiskennd þeirra. DV-mynd GVA nemi ný fræði. Því ekki að læra aö synda? Allirásama báti En það er kannski erfitt fyrir mið- aldra fólk að fara í sundtíma þar sem meirihluti nemenda er börn og ungl- ingar. Þess vegna er það meiri hvatn- ing fyrir hina fullorðnu að skella sér á námskeið þar sem allir þátttakend- urnir eru á sama báti og þeir sjálfir. Sundnámskeið fyrir fullorðna eru því mjög þörf og snar þáttur í að gera þjóðina synda. Nú er bara um að gera fyrir alla þá, sem hefur dreymt um það að læra að synda en alltaf haldið að þeir gætu það ekki eða ekki þorað að viðurkenna það opinberlega að þeir væru ósyndir, að drífa sig á sundnámskeið. Og hugsið ykkur! í næsta sumarfríi getið þið svo skellt ykkur umhugsunarlaust út í næstu sundiaug og synt eins og hver annar. Og kannski glott viö tönn í laumi að þeim sem enn þora ekki að sleppa bakkanum en líta ílóttalega í kring- um sig! -ATA Leióinlegt að geta ekki notað laugamar í fríum „Mig hefur alltaf langai að synda,“ sagði Einar Sigurðsson, segir Einar Sigurðsson sem dreif sig á sundnámskeið á fullorðinsaldri ingað tíl að læra eini karlmaöurinn í fríðum hópi Námskeiðið, sem er á vegum Reykja- við Barónsstíg. taksleysi se nemenda í ftillorðinsflokki í sundi. víkurborgar, er haldið í Sundhölllnni „Ég held að það sé eitthvað fram- sem olli þvi hvað ég lét verða langa biö á þvi að ég drifi mig i sundiö. Ég lærði aldrei sund sem strákur. Eftir að ég fullorðnaðist fannst mér svo kjánalegt aö standa frammi fýrir öllum og viðurkenna að ég kynni ekki sund. Ég hélt mig því fiarri sundstöðum. Hefur farfð I taugarnar á mér Það hefur þó oft fariö í taugarnar á mér aö geta ekki notíö vatnsins. Ekki síst á ferðalögum erlendís. Að liggja kannski heilan dag í sólbaði við hótelsundlaugina og þora aldrei ofan í til að kæla sig! Fyrir utan þetta eru sundhreyfing- arnar afskaplega heilsusamlegar og ég ætía í framtíöinni aö stunda sund mér til heilsubótar. Þótt ég búist ekki við því aö vinna nein stórkostleg af- rek í vatninu," sagöi Einar og hló. Aðstöðuleysi Gerda Jónsdóttir hélt því fram að hún væri elst á námskeiöinu, 65 ára gömul. Félagar hennar í vatninu voru henni rojög þakklátir fyrir yfir- lýsinguna og sögöu að þetta hlyti að vera rétt hjá Gerdu. „Ég er hollensk ogþegar ég var ung

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.