Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Síða 31
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988.
31
Lífsstm
Elsti nemandinn 94 ára gamall
- segir Edda Guðgeirsdóttir sem kennir fullorðnum sundtökin
„Elsti nemandinn, sem ég hef kennt
á þessum námskeiðum, var 94 ára.
Hann kom ekki til að læra að synda.
Hann var flugsyndur en langaði til
að læra skriðsund," sagði Edda Guð-
geirsdóttir sundkennari, en hún er
leiðbeinandi á sundnámskeiðum
Reykjavíkurborgar. DV leit við á
námskeiði fyrir fullorðna í síðustu
viku. Þar voru staddir um 13 nem-
endur, flestir á miðjum aldri eða það-
an af eldri.
t
Hlátrasköll og gleðihljóð
„Fólkið hefur óskaplega gaman af
þessum námskeiöum. Hér má gjam-
an heyra hlátrasköll og gleðihljóð
þótt fólkið sé kannski komiö af ungl-
ingsárunum. Fólkið kemur hingað
vegna þess að það langar til að læra
að synda. Það ætlar sér kannski ekki
að keppa í sundi eða vinna einhver
afrek. En þaö vill geta bjargað sér í
vatninu.
Fjöldinn allur af fullorðnu fólki er
ósyndur. Margir áttu þess aldrei kost
í æsku að læra undirstöðuatriöin,
ýmist vegna aðstöðuleysis, heilsu-
brests eða vatnshræðslu. Það tekur
ævinlega nokkurn tíma að venja
vatnshrætt fólk við laugina. Ég þarf
að vera með fólkinu í smástund á
meðan það er að átta sig, en svo kem-
ur þetta.
Skemmtilegt að kenna
fullorðnum
Þaö er aö vísu alltaf tímafrekara
að kenna fullorönu fólki en börnum,
en þaö er í leiðinni skemmtilegt, jafn-
vel skemmtilegra en að kenna börn-
um. Fullorðna fólkiö er svo jákvætt
og þakklátt og svo er þaö hingað
komið til að ná árangri.
Áhuginn hjá fólkinu er svo mikill
og gleðin smitandi þegar vel gengur.
Það gefur kennaranum kannski
meira en flest annað,“ sagði Edda.
Edda sagði að flestir sem kæmu á
fullorðinsnámskeiðin væru alger-
stúlka i Hollandi var engin aöstaða
til að læra sund þar sem ég bjó. Það
þótti heldur ekki eins sjálfsagt þar
og hér að vera syndur."
Fleiri tóku undir að það hefði upp-
haflega verið aöstöðuleysi um aö
kenna aö þeir lærðu ekki að synda í
æsku. Eftir að fólk fullorðnast gefast
svo færri tækifæri til að læra sund-
tökin. Allir voru þó sammála um að
sundnámskeið fyrir fulloröna væru
svo sannarlega af hinu góða. Nem-
endumir sögðu allir að þeir heföu
aldrei drifiö sig á námskeið þar sem
meirihlutinn væri böm og ungt fólk.
„Maöur leggur ekki i svona lagað
nema allir sem eru með manni á
námskeiðinu séu á sama báti,“ varö
einhverjum að oröi.
Kemurfrá Stykkishólmi
tíl að læra sund!
Steinþóra Jónasdóttir var sammála
þessu. Hún er frá Stykkishólmi en
kom alla leið til Reykjavíkur til þess
eins aö komast á sundnámskeiö fyrir
fúllorðna.
„Það er ekki um nein slík nám-
skeiö að ræða heima á Stykkishólmi.
Ef ég vildi læra að synda varð ég því
að fara til Reykjavíkur til að komast
á námskeiö,'1 sagði Steinþóra.
Það var auöheyrt á öllum nemend-
unum í Sundhöllinni að þegar fólk
kemst yfir vatnshræðsluna er sund
skemmtileg fþrótt. Nemendurnir
kölluöust á bakkanna á milli og voru
að metast og gantast. Hlátur og
skemmtílegar yfirlýsingar voru tíðir
viðburðir en þegar Edda Guögeirs-
dóttir kennari tók til máls, þögnuöu
allir og fylgdust vel meö.
Eftir að sundkennslunni lauk fóru
svo allir í heitu pottana og ræddu
sundkennsluna, svo og önnur merki-
leg málefiú. Nýr hópur sundáhuga-
manna er greiniiega að koma upp á
yfirborðið.
-ATA
Gerda Jónsdóttir (með gleraugu og hettu) sagðist vera elsta manneskj-
an á námskeiðinu, 65 ára. Ýmsir aðrir á námskeiðinu voru henni þakkl-
átir fyrir yfirlýsinguna. Margrét Betuelsdóttir er fremst á myndinni.
DV-mynd GVA
Það var greinilega skemmtilegt á námskeiðinu. Allir orðnir léttir og
kátir eftir að þeir höfðu komist að þvi að það er ekki eins erfitt og
marglr halda að fljóta I vatninu. Margrét Betúelsdóttir hlœr hér hátt og
fnnilega og Stetnþóra Jónasdóttir (með hettuna) tekur undír.
DV-mynd GVA
Edda Guðgeirsdóttir sundkennari leiöbeinir sundfólki framtíðarinnar, ungu
og öldnu, í Sundhöllinni við Barónsstíg. DV-mynd GVA
lega ósyndir. Hún þyrfti að kenna
fólkinu öll undirstöðuatriðin og nem-
endurnir væru flestir með kúta og
kork. í lok námskeiðsins, sem tekur
sextán tíma og kostar nítján hundruð
krónur, væru nánast allir búnir að
sleppa kútunum og famir að synda
af sjálfsdáðum og fyrirhafnarlaust.
Gömlu kennsluaðferðirnar
viðsjárverðar
„Fyrir utan vatnshræðslu og aö-
stöðuleysi má í mörgum tilfellum
kenna gömlu sundkennsluaðferðun-
um um það hve margir fullorðnir eru
ósyndir. Það tíðkaðist til dæmis í
gamla daga að henda vatnshræddum
krökkum út í laugina og halda þeim
frá bakkanum með prikum. Þetta
dugði í sumum tilfellum. Neyðin
kennir naktri konu að spinna og
margir lærðu að fljóta af illri nauð-
syn, bara til þess að forðast það að
„Anda aó-og blása.
‘ Edda leióbeinir nemendum sinum í fullorðinsfiokki.
DV-mynd GVA
sökkva. Ýmsir fengu hins vegar ímu-
gust á vatni og sundi, urðu logandi
hræddir og forðuðust með öllu móti
aö koma nálægt sundlaugum.
Þessar kennsluaðferðir hafa sem
betur fer verið aflagðar fyrir löngu.
Það er frekar reynt að venja fólk,
börn jafnt sem fullorðna, við vatnið
og því kennt að slaka á. Þegar því
marki er náð er fyrst hægt að kenna
sundtökin fyrir alvöru," sagði Edda
Guðgeirsdóttir.
-ATA
FASTEIGNIN STAFHOLT 2
í Grindavík er til sölu.
Um er að ræða tvílyft, mikið endurnýjað íbúðarhús,
8 herbergi, á landi sem er ca 9000 m2.
Óvenjulega rúm og góð greiðslukjör, til greina koma
ýmiss konar skipti.
Upplýsingar eru gefnar á Lögmannsstofu Kristjáns
Stefánssonar hdl., sími 16412/27765.
Auk þess eru upplýsingar gefnar eftir kl. 18.00 í síma
15870.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 136., 140. og 145. tbl. Lögbirtingablaðsins 1987 á spildu
úr landi Hvítárbakka II, Andakílshreppi, þinglesinni eign Jóns Friðriks Jóns-
sonar, fer fram á skrifstofu embættisins miðvikudaginn 22. júní nk. kl. 14.30.
Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 136., 140. og 145. tbl. Lögbirtingablaðsins 1987 á jörð-
inni Skipanesi, Leirár- og Melahreppi, þinglesinni eign Jóns Sigurðssonar
og Svandísar Stefánsdóttur, fer fram að kröfu Jóns Sveinssonar hdl. á
skrifstofu embættisins miðvikudaginn 22. júní nk. kl. 15.00.
Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
Nauðungaruppboð
annað og síðara, sem auglýst var í 136., 140. og 145. tbl. Lögbirtingablaðs-
ins 1987 á jörðinni Sólbyrgi, Reykholtsdalshreppi, þinglesinni eign Bem-
hards Jóhannessonar, fer fram að kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands
og Stofnlánadeildar landbúnaðarins á skrifstofu embættisins miðvikudagínn
22. júní nk. kl. 14.00.
Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 136., 140. og 145. tbl. Lögbirtingablaðsins 1987 á Kveld-
úlfsgötu 22, 2.h.h„ þinglesinni eign db. Hönnu Marinósdóttur, fer fram að
kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands á skrifstofu embættisins miðvikudag-
inn 22. júní nk. kh 11.15.
Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
Nauðungaruppboð
sem auglýst var 136., 140. og 145. tbl. Lögbirtingablaðsins 1987 á Máva-
kletti 3, þinglesinni eign Torfa Karlssonar, fer fram að kröfu Veðdeildar
Landsbanka Islands og Tryggingamiðstöðvarinnar hf. á skrifstofu embættis-
ins miðvikudaginn 22. júní nk. kl. 11.30.
Sýslumaður Mýra- og Borgarfjarðarsýsiu