Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Qupperneq 34

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988. Lífsstfll___________________ í sjálfboðavmnu við náttúruvemd - Samtök sjálfboðaliða í vinnuferð í Krýsuvík DV 4 Salbjörg tinir rusl á svæðinu. Sérstaklega eru sígarettustubbar hvimleiðir. Goshverinn í baksýn. „Verkefni okkar í Krýsuvík aö þessu sinni var aö bæta við og lag- færa gönguleiðir á svæðinu," sögðu Salbjörg Oskarsdóttir og Eygló Gísla- dóttir. „í þessari ferð löguðum við göngustíga, fúavörðum trébrýr, sett- um niður stiklur í leirflög og tíndum rusl. Það er alveg ótrúlega mikið rusl sem fólk skilur eftir sig.“ Þessi samtök sjálíboðaliða voru stofnuð vorið 1986. Upphafið að stofnun þeirra má rekja til ársins 1983. Þá komu hingað til lands á veg- um Náttúruvemdarráðs nokkrir Bretar úr hliðstæðum breskum sam- tökum og unnu hér. Bretarnir komu aftur sumrin 1984 og 1985 og þá unnu með þeim nokkrir Islendingar. Þessi hópur byrjaði á því að vinna að gerð gönguleiða í Krýsuvík sem tilheyrir Reykjanesfólkvangi. Sjálfboðaliðasamtökin starfa óháö öllum stofnunum og velja sín verk- efni sjálf. í dag eru milli 50 og 60 fastir félagar í samtökunum en alitaf fylgja þeim í vinnuferðum einhverjir vinir eða kunningjar. „Viö forum í 4-5 vinnuferðir á ári. Feröirnar eru ýmist lengri eða skemmri. Ferðin í Krýsuvík var til dæmis dagsferð. Þá fórum við úr bænum klukkan 9 að morgni og kom- um heim klukkan 7 að kveldi. 22. júní fórum við svo í 7 daga ferð í Þórsmörk í samvinnu viö FI og í júlí verður löng vinnuhelgi í Dimmu- borgum," sögðu Salbjörg og Eygló. Þegar farið er í lengri ferðir er ekki nauðsynlegt fyrir hvern og einn aö vera allan tímann. Sumir nota kannski bara helgina. Allir geta gerst þátttakendur Að sögn Eyglóar og Salbjargar er fólk úr öllum starfsgreinum í sam- tökunum. „Flestir vinna einhverja kyrrsetuvinnu og finnst hreyfingin undir beru lofti gera sér gott. Reynd- ar eru félagar í samtökunum fólk með áhuga á náttúruvernd sem viil með eigin hendi leggja eitthvað af mörkum, náttúrunni til verndar," bætti Salbjörg við. Allir geta gerst félagar og er árgjaldi mjög í hóf stillt. Samtökin auglýsa feröirnar í ferða- dálkum dagblaðanna og getur allt áhugafólk skráð sig í þær án þess að vera félagar í samtökunum. Félagar um allt land Stærsti kjarninn í samtökunum er af höfuðborgarsvæðinu. Félagar koma víðar að og nokkuð stór hópur er í Mývatnssveit. „Þegar við förum í Dimmuborgir í júií sjá félagar þar um allan undir- búning. Verkefnin eru undirbúin fyrirfram og síðan er einn verkstjóri eöa fleiri á svæðinu. Undirbúningi er þannig háttað að verkstjórar at- huga hvaö þarf að gera, hvaða verk- færi þarf að útvega og hvaða efni þarf að vera tiltækt, hvort sem það Tíðarandi er timbur, grjót eða eitthvað annað,“ hélt Eygló áfram og bætti við: „Verk- stjórar fara fyrst á staðina og skoöa hvaða verkefni eru brýnust." Fjármagnað með styrkjum Samtökin afla fiár með styrkjum frá ýmsum samtökum. Ferðamála- ráð og Þjóðhátíðarsjóður eru meðal annars þeir aðilar sem styrkt hafa samtökin. „Ef við erum að vinna inn- an þjóðgarða eða fólkvanga sjá stjórnir þeirra um fé til kaupa á efni. Krýsuvík er til dæmis fólkvangur í umsjón sveitarfélaganna í kring og sjá þau um að fiármagna öll efnis- kaup. Uppihald greiðum við sjálf en höfum fengið góða fyrirgreiðslu hjá mörgum aðilum í sambandi viö ferð- ir,“ sagði Saibjörg. Til verndar mönnum og náttúru Aðalmarkmiðið með lagningu stíga og að stika leiðir er að vernda við- kvæma náttúru landsins. „En við erum ekki eingöngu að vernda nátt- úruna heldur líka mennina sem vilja njóta hennar. Það sem við höfum gert í Krýsuvík er að gera göngubrýr og stíga og stika gönguleiðir. Það var gert vegna þess að brennisteins- hrúðrið á svæðinu er viðkvæmt fyrir ágangi manna og var illa farið. Einn- ig er hitt að hverasvæði eins og þar geta reynst hættuleg ókunnugum. Með þessu má segja að við verndum bæöi menn og náttúru. Við viljum vinna að því að gera útivistarsvæði þannig úr garði að fólk geti farið um án þess að skemma nokkuð," sagði Salbjörg og Eygló bætti við: „í Þórs- mörk lögðum við í fyrra stíg upp á Valahnjúk, fyrst og fremst til að vernda viðkvæman gróöurinn sem verður að þola ágang fiölda manns yfir sumarið og síðast en ekki síst til að gera fólki kleift að komast á auð- veldan hátt upp á Valahnjúk til að njóta stórkostlegs útsýnis.“ Ekki bara vinna „Fólk hefur haft á orði við okkur hvernig i ósköpunum við getum lagt á okkur að eyða sumarfríinu í vinnu vítt og breitt um landið og fá ekkert fyrir það,“ sagði Eygló og hló við. „Þetta ér svo miklu meira en ein- göngu vinna. Við ferðumst um landið og lærum um það. Við sjáum alla fegurstu staðína á landinu og tilfinn- ingin við að vinna að verndun þeirra er stórkostleg." Salbjörg var Eygló alveg sammála. „Svo gerum við okkur alltaf eitthvað til skemmtunar í ferðunum. Við for- um í gönguferðir og höldum kvöld- vökur og ýmislegt fleira. Um daginn, þegar við fórum í Krýsuvík, gengum við upp á Amarfell. Við skoðuöum fuglalífið og sáum á stuttum tíma minnst átta tegundir af fuglum. Svo enduðum viö daginn í Bláa lóninu. Yflr veturinn höldum við rabb- fundi. Þá eru sýndar myndir frá ferð- um liðins sumars. Þá eru einnig lögð á ráðin um verkefni næsta sumars.“ Næsta ferð samtakanna verður eins og áður sagði 22. júní í Þórs- mörk. Allt áhugafólk ætti því að fylgjast meö tilkynningum og skella sér með þessu áhugasama fólki ef það vill virkilega leggja eitthvað á sig náttúrunni til verndar. -JJ Úllu verður að halda vel við. Hér er verið að fúaverja og lagfæra göngu- brýrnar á svæðinu. Hér er verið að bera grjót í handbörum. Grjótið er ætlað til tröppugerðar i hringgönguleiðinni um hverasvæðið í Krýsuvik. DV-myndir KAE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.