Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Qupperneq 35

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Qupperneq 35
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988. 35 Fólk í fréttum Hilmar Jónsson Hilmar Jónsson stórtemplar hefur veriö í fréttum DV en hann var endurkjörinn stórtemplar á stór- stúkuþingi í Keflavík 2.-3. júní. Hilmar Guðlaugur er fæddur 12. maí 1932 í Fögruhlíð í Jökulsárhlíð í Norður-Múlasýslu. Hann var í námi í Menntaskólanum í Reykja- vík 1948-1951 en varð að hætta námi vegna veikinda og var í námi í Sorbonneháskóla í París 1954- 1955. Hilmar var bókavörður við Borgarbókasafn Rvíkur 1956-1958 og hefur verið yfirbókavörður við Bæjar- og héraðsbókasafnið í Keflavík frá 1958. Hann var í hand- knattleiksráði Keflavíkur 1958- 1966, lengst af sem formaöur og var formaður fulltrúaráðs Alþýðu- flokks Keflavíkur 1976-1974. Hilm- ar var í barnavemdarnefnd Kefla- víkur 1970-1975 og í byggöasafns- nefnd Keflavíkur 1970-1978. Hann var stórgæslumaður Unglingaregl- unnar 1970-1980 og hefur verið formaður áfengisvamarráðs Kefla- víkur frá 1975. Hilmar hefur veriö í æskulýðsráði Keflavíkur frá 1977 og var formaður Leikfélags Kefla- víkur 1977-1980 og frá 1987. Hann hefur verið stórtemplar frá 1980. Hilmar hefur samið þessi rit: Nýjar hugvekjur fyrir kristna menn og kommúnista, 1955, Ris- mál, 1964, ísraelsmenn og íslend- ingar, 1965, Foringjar falla, 1967, Kannski verður þú..., 1970, Fólk án fata, 1973, Hundabyltingin, 1976, Undirheimar rísa, 1977, og Útkall í klúbbinn, leikrit, 1979. Hann var meðritstjóri Keflavíkurtíðinda 1958-1959, ritstjóri Rismáls, 1968, Röðuls, málgagns Alþýðuflokksins í Keflavík 1970-1974, Jólablaðs Unglingareglunnar 1974-1980 og í ritnefnd Bókasafnsins um tíma. Hilmar kvæntist 5. september 1964 Elísabetu Guðrúnu Jensdótt- ur, f. 3. mars 1945, kennara. For- eldrar hennar eru Jens Sæmunds- son, vélstjóri í Hvammi í Höfnum, og kona hans, Ásdís Jóhannesdótt- ir símstöðvarstjóri. Börn Hilmars og Elísbetar eru Jens, f. 20. mars 1965, lögregluþjónn í Keflavík, sambýliskona hans er Geröur Sig- urðardóttir, Jón Rúnar, f. 23. febrú- ar 1966, leiðbeinandi í Keflavík, og Guðlaug Jóna, f. 26. september 1969, fjölbrautaskólanemi. Bróðir Hilmars er Sigurður Guðni, f. 21. mars 1940, lyfsali í Austurbæj- arapóteki í Rvík, kvæntur Fjólu Guðleifsdóttur hjúkrunarkonu. Foreldrar Hilmars voru Jón Guð- jónsson, b. og verkamaöur í Kefla- vík, og kona hans, Jóna Guðrún Þorkelína Guðlaugsdóttir verka- kona. Jón var sonur Guðjóns, b. í Fögruhlíö, Einarssonar, b. á Set- bergi í Fellum, Sveinssonar, b. í Götu í Fellum, bróður Þórunnar, móður Páls Ólafssonar skálds. Sveinn var sonur Einars, b. í Götu Sigurðssonar. Móðir Einars var Bóthildur Magnúsdóttir, systir Stefáns, ættfóöur Sandfellsættar- innar, langafa Áma, afa Helga Selj- ans og Árna Helgasonar í Stykkis- _ hólmi. Stefán var einnig langafi Bóelar, langömmu Geirs Hall- Hilmar Jónsson. grímssonar. Þá var Stefán langafi Bóasar, langafa Harðar Einarsson- ar, framkvæmdastjóra Fijálsrar flölmiðlunar, og Kjartans Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra Sjálf- stæðisflokksins. Móðir Jóns var Sigríður Jóns- dóttir, b. í Fögruhlíð, Þóröarsonar. Móðir Jóns var Sigríður Sigfús- dóttir, systir Kristínar, langömmu Guðrúnar, ömmu Sigmundar Sig- fússonar, læknis á Akureyri, og langömmu Péturs Einarssonar flugmálastjóra. Jóna var dóttir Guðlaugs, báta- og húsasmiðs, í Keflavík, Eyjólfs- sonar, b. á Efri-Steinsmýri í Með- allandi, Eiríkssonar, bróður, sam- feðra, Ámýjar, ömmu Sigurbjam- ar Einarssonar biskups og Aðal- heiðar Bjamfreðsdóttur alþingis- manns. Móðir Eyjólfs var Guðrún Ásgrímsdóttir, b. á Oddum í Með- allandi, Ámasonar, b. í Botnum, Eiríkssonar, bróöur Sverris, lan- gafa Jóhannesar Kjarvals. Móðir Jónu var Málhildur Þor- kelsdóttir, b. á Harðangri á Vatns- leysuströnd, Jónssonar, b. á Strympu á Rangárvöllum, Þorkels- sonar. Móðir Málhildar var Guð- rún, systir Guðríöar, langömmu Oddnýjar, móður Jónatans Þór- mundssonar prófessors. Guðrún var dóttir Egils, b. á Þórustöðum á Vatnsleysuströnd, Guðmundsson- ar, prests á Kálfatjöm, bróður Þor- valdar, langafa Finnboga, fóður Vigdísar forseta. Guðmundur var sonur Böðvars, prests í Guttorms- haga, Högnasonar „prestafóður", prests á Breiöabólstaö í Fljótshlíð, Sigurðssonar, afa Tómasar Sæ- mundssonar Fjölnismanns, lang- afa Helga, fóður Ragnhildar al- þingismanns og Tómasar prófess- ors. Afmæli Til hamingju með daginn Axel Koidtsen Biyde Axel Kordtsen Bryde. Einar Jóhannesson 75 ára________________________ Ingibjörg Kristjánsdóttir, Tjarnar- braut 5, Hafnarfirði, er sjötíu og flmm ára í dag. 70 ára Sveinn Bergmann Bjarnason, Nes- vegi 41, Reykjavík, er sjötugur í dag. Katrín Ásgeirsdóttir, Bogaslóð 4, Höfn, er sjötug í dag. Sigrún Hólmkelsdóttir, Laugarnes- vegi 64, Reykjavík, er sjötug í dag. Hún tekur á móti gestum í Félags- heimili rafvirkja, Háaleitisbraut 68, eftir kl. 20 í kvöld. 60 ára Steinunn Jónsdóttir, Grundarstíg 6, Flateyri, er sextug í dag. Hallbjörg Gunnarsdóttir, Heið- vangi 12, Hafnarfirði, er sextug í dag. Ingibjörg Adolfsdóttir, Bogahlið 17, Reykjavík, er sextug í dag. Gunnar Valdimarsson, Mávahlíð 16, Reykjavík, er sextugur í dag. 50 ára_______________________ Trausti Gunnarsson, Eskihlíð 12b, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Skúli Jónsson, Selalæk 4, Rangár- völlum, er fimmtugur í dag. Jón Þór Ólafsson, Efstasundi 73, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Sævar Helgason, Hjallabraut 35, Hafnarfirði, er fimmtugur í dag. Valgeir Guðmundsson, Birki- hrauni 2, Skútustööum, er fertugur í dag. Sigvaldi Jónsson, Reykjavík, er fer- tugur í dag. Guðrún Þorsteinsdóttir, Vallholti 41, Selfossi, er fertug í dag. Steinunn Sigurðardóttir, Skúla- götu 52, 3. hæð t.v., Reykjavik, er fertug í dag. Hún tekur á móti gest- um síðdegis. Sigurður Óli Sigurðsson, Garðabæ, Grindavík, er fertugur í dag. Örn Þorláksson, Dunhaga 23, Reykjavík, er fertugur í dag. Karl Viðar, Gránufélagsgötu 41, Akureyri, er fertugur í dag. Lísa Jónsdóttir, Keilusíðu 9a, Ak- ureyri, er fertug í dag. Jóhann Tr. Aðalsteinsson, Álf- heimum 38, er fertugur i dag. Axel Kordtsen Bryde, Ljósalandi 10, Reykjavík, er fertugur í dag. Axel fæddist í Hafnarfiröi og ólst þar upp. Hann innritaðist í Loft- skeytaskólann og útskrifaðist þaö- an 1967. Sama ár hóf Axel nám í rafeindavirkjun hjá Pósti og síma og lauk því námi þrem árum seinna. Næstu flögur árin vann Axel hjá Pósti og síma, en 1974 hóf hann störf hjá Flugleiðum þar sem hann starfar enn. Axel kvæntist, 18.7.1970, Victoriu Einar Jóhannesson, Aðalstræti 3, Akureyri, er sjötíu og fimm ára í dag. Einar fæddist á Burstarfelli í Vopnafirði, sonur hjónanna Jó- hannesar Jóhannessonar, frá Syðri-Vík í Vopnafirði, og Geirdís- ar Árnadóttur, frá Breiðumýri í Þingeyjarsýslu. Foreldrar Einars settu upp bú á Skálanesi í Vopna- firði en fluttu síðan til Húsavíkur. Sem ungur maður vann Einar ýmis störf víöa um land. Hann ók leigubíl í Reykjavík, reri frá Grindavík og var með hótelrekstur í Hafnarfirði. En stærstan hluta af starfsævi sinni vann Einar hjá Ásmundsson, f. 5.7. 1947. Böm þeirra eru Ása Lára, f. 28.2. 1972; Kristín Elva, f. 7.9.1979; Páll Vign- ir, f. 2.6. 1982; Ingibjörg Petra, f. 8.10. 1984. Systkini Axels eru: Bent, Leif og Inga Anna Lísa. Faðir Axels var Claus Pétur Kordtsen Bryde, var mjólkurbú- stjóri hjá mjólkurbúi Flóamanna, lést 1985, og móðir hans er Karin Elísabet. Síldarverksmiðjum ríkisins á Húsavík. Hann tók þátt í að byggja síldarbræðsluna á Húsavík sem tók til starfa 1938. Einar vann hjá Síld- arverksmiðjum ríkisins til ársins 1969, síöast sem verksmiðjustjóri. Einar er einn af stofnendum Al- þýðuflokksfélags Húsavíkur og var formaöur þess um skeið. Um árabil starfaði Einar í ýmsum nefndum á vegum bæjarfélagsins og var á tímabili varamaður í bæjarstjórn. Einar er áhugamaður um leiklist og var í nokkur ár formaður Leik- félags Húsavíkur. Hann vann að undirbúningi að stofnun leikfé- lagasambands íslands sem stofnað var um miðja öldina. Einar á eina systur, Jóhönnu Sig- urbjörgu, sem búsett er í Reykja- vík. Einar kvæntist 1935 Sólveigu Þorsteinsdóttur, f. 30.7.1915, og átti með henni 7 börn. Þau eru: Sædís Birna, dó tveggja ára; Einar Georg, kennari; Þórdís, húsmóðir; Þor- steinn, rafvirki; Jóhannes, bfl- stjóri; Baldur, vélstjóri; Þórhallur, trésmiður. Hanna Sigríður Karis- dóttir er sflúpdóttir Einars. Einar og Sólveig shtu samvistum árið 1969. 40 ára Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir Andlát Heiðbjört Bjömsdöttir Nýlátin er Heiðbjört Björnsdótt- nr, Sjavarborg í Skagafirði. Heið- björt fæddist 6. janúar 1893 á Veðramóti og ólst þar upp. Hún giftist 7. desember 1920 Árna Daní- elssyni, f. 5. ágúst 1884, d. 2. ágúst 1965, b. og kaupmanni á Sjávarborg í Skagafirði. Foreldrar hans voru Daniel Andrésson, b. síðast á Ing- veldarstöðum á Reykjaströnd í Skagafirði, og kona hans, Hlíf Jóns- dóttir. Heiöbjört og Ámi bjuggu um fimm ára skeið í Blaine í Banda- ríkjunum, þar sem Árni vann við skógarhögg og verslun. Árið 1925 fluttust Heiðbjört og Ámi til ís- lands og bjuggu fyrst í Reykjavík en frá 1927 á Sjávarborg. Böm Heiöbjartar og Árna eru Hlíf Ragnheiður, f. 19. desember 1921, gift Kristmundi Bjamasyni, safnverði og fræðimanni.á Sjávar- borg og eiga þau þrjár dætur; Þor- steinn, f. 20. september 1923, d. 24. mars 1965, læknir í Neskaupstað, kvæntist Önnu Jóhannsdóttur og eignaðist meö henni flögur börn en hafði áður eignast eitt bam; Har- aldur, f. 6. mars 1925, skrifstofu- maður á Sauðárkróki, kvæntur Margréti Truttmann og eiga þau flórar dætur. Systkini Heiðbjartar voru Stefán, b. á Sjávarborg; Jón, skólastjóri á Sauðárkróki; Sigurður Árni, fram- færslufulltrúi í Rvík; Þorbjöm, b. á Geitaskarði; Guðrún Steinunn, gift Sveinbirni Jónssyni, húsasmíða- meistara í Rvík; Björg, gift Bjarna Sigurðssyni, b. í Vigur; Guðmund- ur, b. í Tungu í Gönguskörðum; Sigurlaug, kennari í Rvík; Harald- ur, kennari og leikari í Rvík. Foreldrar Heiðbjartar vom Björn Jónsson, b. og dbrm. á Veðramóti, og kona hans, Þorbjörg Stefáns- dóttir. Björn var sonur Jóns, b. í Háagerði á Skagaströnd, Jónsson- ar og konu hans, Guöríðar Ólafs- dóttur, systur Steinunnar, móður Jóns Árnasonar þjóðsagnasafnara. Þorbjörg var dóttir Stefáns, b. á Heiði í Gönguskörðum, Stefáns- sonar og konu hans, Guðrúnar Sig- urðardóttur, b. og skálds á Heiði, Guðmundssonar. Bræður Þor- bjargar voru Sigurður, prestur og alþingismaöur í Vigur, faðir Bjarna í Vigri, manns Bjargar Bjömsdótt- ur og foreldrar Sigurðar sendi- herra og Sigurlaugar, mennta- skólakennara og fyrrv. alþingis- manns, og Stefán, skólameistari á Akureyri, faðir Valtýs ritstjóra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.