Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Blaðsíða 36
36
ÞRIÐJUDAGUR 21. JÚNÍ 1988.
Jarðarfarir
Pétur Thomsen ljósmyndari lést 17.
júní. Útfór hans fer fram frá Foss-
vogskirkju mánudaginn 27. júní kl.
13.30.
Kristín Anna Kress, fædd Thorodd-
- sen, verður jarðsungin frá Dómkirkj-
unni í Reykjavík miðvikudaginn 22.
júní kl. 15.
Dagbjört Hallgrímsdóttir, Vallar-
braut 2, Seltjarnarnesi, verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 22. júní kl. 10.30.
Minningarathöfn um Guðnýju Helgu
fer fram í Dómkirkjunni fimmtudag-
inn 23. júní og hefst kl. 15.
Friðrik Baldur Sigurbjörnsson stór-
kaupmaður, Reynimel 27, verður
jarðsunginn frá Neskirkju fimmtu-
daginn 23. júní kl. 13.30.
Sigurður Svavar Gíslason fram-
reiðslumaður verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 23. júní kl. 13.30. Jarð-
sett verður í Fossvogskirkjugarði.
Monika S. Helgadóttir, Merkigili,
verður jarðsungin að Reykjum mið-
vikudaginn 22. júní kl. 17. Húskveðja
verður á Merkigili kl. 11.30.
Jarðarfor önnu Jónu Jónsdóttur,
sem dó af slysforum þann 11. júní,
fer fram frá Dómkirkjunni fostudag-
inn 24. júní kl. 13.30.
Jarðarför Margrétar Ólafsdóttur,
áður Seljavegi 13, fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík miðvikudag-
inn 22. júni kl. 13.30.
Helga S. Jónsdóttir lést 11. júni. Hún
fæddist á Akureyri 16. október 1895.
' Foreldrar hennar voru hjónin Jón
Jónsson og Jóhanna Gísladóttir.
Helga fluttist til Siglufjarðar
skömmu eftir 1920 og bjó þar í rúma
hálfa öld. Hún giftist Helga Skafta
Stefánssyni en hann lést árið 1979.
Þau hjón eignuðust fimm börn og eru
fjögur á lífi. Útför Helgu verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag kl. 15.
Stefanía Vilhjálmsdóttir lést 8. júní.
Hún var fædd að Hánefsstöðum 1.
janúar 1912. Foreldrar hennar voru
hjónin Vilhjálmur Árnason og Björg
; Sigurðardóttir. Stefanía starfaði alla
tíð við bókhalds- og skrifstofustörf,
bæði heima og erlendis, síðast hjá
Ohufélaginu hf., þar til hún hætti
vegna aldurs. Útfór hennar verður
gerð frá Fossvogskirkju í dag kl.
13.30.
Ólafur Pálsson, fyrrum verkstjóri í
Grænmetisverslun landbúnaðarins,
lést 11. júní sl. Hann fæddist 19. des-
ember 1909, sonur hjónanna Páls
Jónssonar og Sólrúnar Guðmunds-
dóttur. Kona hans er Þóra Stefáns-
dóttir og áttu þau þrjú böm. Útför
hans verður gerð frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 22. júní kl. 15.
Tapaðfundið
Bangsi er týndur
Collie-hundur týndist fóstudaginn 17.
júni sl. á heiðinni fyrir ofan Miðdal í
Laugardal. Hann er merktur, með ól.
Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir
hans eða vita hvar hann er niðurkominn
_ vinsamlegast hringi í síma 22997 eða á
* kvöldin í síma 32631.
Aridlát
Hrafnhildur Finnsdóttir, Tjamar-
lundi 50, Akureyri, lést að heimili
sínu þann 15. júní.
Sveinn S. Einarsson verkfræðingur
er látinn.
Auðbjörg Káradóttir, Ósabakka,
Skeiðum, andaðist 18. júni á Sjúkra-
húsi Suöurlands.
Jakob Halldórsson andaðist í
Landspítalanum 17. júní.
Bjarni Guðmundsson, Grænuhlíð 20,
Reykjavík, lést í Landakotsspítala
fimmtudaginn 16. júní.
Eðvarð Guðmundsson, Frostaskjóh
103, Reykjavík, lést 17. júní.
Jón Jakob Jónsson, Hjaltabakka 26,
Reykjavík, andaðist í Borgarspital-
anum að morgni 17. júní.
Björn Bjarnason frá Skorrastað lést
í Borgarsjúkrahúsinu að morgni 17.
júní.
Árni Ágúst Einarsson, Hverfisgötu
42, Reykjavík, andaðist á heimih sínu
18. júní sl.
Dr. Pálmi Möller, prófessor við tann-
læknaháskólann í Birmingham,
Alabama, lést þann 19. júní.
Þórey Jóhannesdóttir frá Grímsey,
Elliheimilinu Skjaldarvík, andaðist í
Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
19. júní.
Sigurður Tryggvason, fyrrverandi
sparisjóðsstjóri á Þórshöfn, lést í
Sjúkrahúsi Húsavíkur laugardaginn
18. júní.
Útivistarferðir
Þriðjudagur 21. júní kl. 20:
Sólstöðuferð í Viðey. Brottfor frá Kom-
hlöðunni, Sundahöfn, kl. 20. Leiðsögu-
maður Lýður Bjömsson sagnfræðingur.
Kynnist útivistarparadís Reykvíkinga og
fræðist um merka sögu eyjarinnar. Kaffi-
veitingar á staönum. Verð 350 kr., frítt
f. böm yngri en 12 ára með foreldrum
sínum.
Fimmtudagur 23. júní kl. 20:
Jónsmessunæturganga Útivistar 1988.
Hörðuvellir - Hestagjá - Þingvellir.
Létt og skemmtileg gönguleið. Hluti
gömlu þjóðleiðarinnar til Þingvalla.
Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Fjölmennið.
Sjáumst.
Dagsferðir Ferðafélagsins:
Þriðjudagur 21. júní kl. 20: Esja-Ker-
hólakambur/sólstöðuferð. Verð kr. 500.
Fimmtudagur 23. júní kl. 20: Jóns-
messuganga. Valin verður létt og
skemmtileg gönguleið.
Laugardagurinn 25. júní
Kl. 8: Gönguferð á Heklu. Verð kr. 1.200.
Kl. 13: Viðey. Brottfor frá Sundahöfn.
Verð kr. 250.
Sunnudagur 26. júní.
Kl. 13: Straumsel - Óttarsstaðasel. Verð
kr. 600.
Tónleikar
Kór frá Finnlandi
með tónleika
Kórinn Seitakouru frá Rovaniemi í Finn-
landi heldur tvenna tónleika hér á landi.
Fyrri tónleikamir verða í Grindavíkur-
kirkju í kvöld kl. 20.30 og þeir seinni í
Norræna húsinu 22. júni kl. 20.30.
Fimmtudaginn 23. júní er svo „Lapp-
landsdagur" í Norræna húsinu kl. 17.
Tilkyimiiigar
Félag eldri borgara
Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag
kl. 14. Félagsvist.
Sýningar
Sýning á skúlptúrum í
Nýlistasafninu framlengd
Sýning á skúlptúrverkum Donalds Judd,
Richards Long og Kristjáns Guðmunds-
sonar í NýUstasafninu, sem ljúka átti um
sl. helgi, hefur verið framlengd tíl 26. júní.
Safnið er opið virka daga kl. 16-18 og
14-18 um helgar.
Athugasemd
Öh mál eiga sér tvær hhðar og
einnig það þegar hljómsveitin
Strax var enn að hljóðprufa í Laug-
ardalshölhnni að kvöldi 16. júní er
hleypa átti tónleikagestum í húsið.
Sökum bilana í hljóðkerfi borgar-
innar gat hljóðprufa Strax-manna
ekki hafist fyrr en eftir að hljóm-
leikamir áttu að hefjast. Hljóm-
sveitin notaði lágmarkstíma til að
hljóðprufa eða 15 mínútur. Áður
höföu hðsmenn hennar beðið í
Laugardalshöll í fjórar klukku-
stundir.
Af þessum sökum hófust hljóm-
leikamir mun seinna en auglýst
hafði verið. Er sú staðreynd lá fyr-
ir settu The Christians þá kröfu
fram aö fá að komast á sviö á fyrir-
fram áætluðum tíma. Það þýddi að
Strax-mönnum var plantað aftast
að þeim forspurðum. Klukkan var
að ganga þrjú um nóttina þegar
Christians höföu lokið sér af og
hirt sitt hafurtask og var þá Strax
gert að standa við gerða samninga
um að leika. Strætisvagnar, sem
flytja áttu stóran hluta yngri tón-
leikagesta, höföu þá þegar lagt af
stað eftir um klukkustundarbið.
Á laugardagskvöld endurtók sig
svipað munstur hjá hljómsveitinni
Strax er hún átti að leika í veitinga-
húsinu Lækjartungh. Þá sló raf-
magninu út og magnari hússins
brann yfir svo að aflýsa varð tón-
leikunum.
ÁT
Meiming
Tónsmíðaævintýif
Það sem helst lifir í minningunni
frá listahátíðum sl. 10 ára eða svo
em einn eða tveir strengjakvartett-
ar. Enn er leikur Vínarkvartettsins
á síðustu hátíð í fersku minni, þó
það nú væri. Hann lék Alban Berg
op. 3 og Dauðann og stúlkuna ótrú-
lega fallega. Og nú heyrðum við
Guameri-kvartettinn leika Mozart,
Janacek og Beethoven.
Þessi kvartett er frægur um allar
jarðir af hljómplötum og tónleika-
haldi. Haim haföi aldrei komið hér
og kannski kemur hann aldrei aft-
ur. En leikur hans mun seint
gleymast. Þó var hann alls ekki
fljótur að ná á manni tökunum.
Einhvem veginn fóra fyrsti og ann-
ar þáttur G-dúr kvartettsins eftir
Mozart ekki vel í mann, þeir náðu
ekki fluginu. En svo kom dramað
í hæga þættinum og fúgatosnilldin
í lokin eins og skyndileg himna-
sending og eftir það var allt á
hreinu. í kvartett nr. 1 eftir tékk-
neska stórmeistarann Janacek
léku Guameriamir af ótrúlegri
snilld. Samspilið var eins leikandi
létt og best getur orðið í kvartett-
Guarneri-strengjakvartettinn.
Listahátið
Leifur Þórarinsson
spili, þar sem öll hljóðfærin fjögur
hlafa sinn ákveðna persónuleika.
En hápunkturinn var auðvitað B-
dúr kvartett Beethovens með stóra
fúgunni. Þetta mikla tónsmíðaæv-
intýri gaf kvartettinum tækifæri til
að sýna áheyrendum í tvo heim-
ana, með grafalvöraþrangnum hú-
mor og glæsilegum sigurvilja í full-
komnum leik.
Troðfullt Gamla bíó stóð á önd-
inni yfir þessum ósköpum því þetta
var næstum of stór skammtur af
magnaðri list - næstum og þó ekki
nóg því mikið vill meira.
LÞ
Slappur endir
Sinfóníutónleikar undir stjóm Gilberts Levin
Debra Vanderlinde kólóratúr-
sópran.
Lokatónleikar Listahátíðar voru
sinfóníutónleikar undir stjórn Gil-
berts Levin. Þessi heldur harðhenti
stjómandi er gamall kunningi ís-
lenskra sinfóníugesta og hefur oft
gert hér talsverða lukku, síðast í
apríl sl. Með Levin var kólóratúr-
sópran, Debra Vanderlinde frá
Ameríku, mikill akróbat í slaufum
og triUum og sérlega góður stílisti.
Hún söng Exultate jubilate kantöt-
una eftir Mozart af miklum innileik
og meðfæddu músíkaliteti og gerði
aríu Ófelíu úr Hamlet Thomas
Listahátíð
Leifur Þórarinsson
glæsileg skil. Ekki getur maður
hins vegar sagt að flutningur Júpí-
ersinfóníunnar hafi snert mann
djúpt undir stjórn Levins. Tempóin
vora býsna hröð og krefjandi en
undarlega ójöfn. Músíkin eins og
náði ekki andanum fyrir heldur
óhstrænum hamagangi sem virk-
aði meira en Utið fráhrindandi.
Kannski var sinfónian ekki nógu
mikið æfö? Það má vel vera að
mestur tíminn hafi farið í Jóns-
messunæturdraum Mendlesohns
sem var lokanúmerið og var leik-
inn með talsverðum glæsibrag. En
það verður að segjast eins og er að
þetta var heldur slappur endir á
annars nokkuð viðburðaríkri
Listahátíð.
LÞ
Listapopp a þjóðhátíðardaginn:
Léttkryddaðir
tónlistarskyndibitar
Hátt á fjórða þúsund manna vora
viðstaddir popptónleika á vegum
Listahátíðar í Laugardalshöll á
þjóðhátíðardaginn, 17. júní. Fjórar
hljómsveitir komu fram, mönnum
til mismikillar skemmtunar,
Bjami Arason og Búningamir,
Geiri Sæm og HunangstungUð,
Strax og svo aðalatriði kvöldsins,
The Blow Monkeys.
Ef tekið er mið af meöalaldri tón-
leikagesta í Laugardalshöllinni þá
var greinilegt að þær hljómsveitir,
sem þama vora saman komnar,
höföuöu Utið til fólks yfir átján ára.
Á köflum var samkoman meira í
líkingu við dýragarð en venjulega
tónleika vegna hástemmdra hrópa
og hjarðkenndra hreyfinga æstra
unglinga sem margir hveijir höföu
greinilega gætt sér heldur ótæpi-
lega á lystisemdum Bakkusar.
Þegar ég mætti haföi Bjama Ara-
son lokið leik sínum og hef ég því
fátt um hann að segja. Geiri Sæm
og hljómsveit hans, Hunangstung-
Uð, vora næst á svið. Geiri haföi
sér einnig til aðstoðar stöUumar
Evu og Emu sem áttu að sjá um
bakraddir. Svo virðist sem hljóð-
blöndunarmaðurinn hafi tekið
þetta hlutverk þeirra fullalvarlega
því það heyrðist nánast ekkert í
þeim. Einnig var hljóðblöndun á
hljóðfæraleikarana afar léleg og
Listáhátíð
Þorsteinn Högni Gunnarsson
má segja að staða Geira Sæm og
Hunangstunglsins sem upphitun-
arsveitar hafi komið fram í þessari
slöppu hljóðblöndun. Ekki get ég
séð annað en að tónUstin, sem þau
fluttu, hafi heldur dugað til annars
en aö skipa þeim á varamanna-
bekkinn þetta kvöld. Hálflitlaus
popptónUst sem sjaldan steig úr
gryfiu meðalmennskunnar. Hvað
textagerð Geira Sæm varðar þá
geta textar á borð við: „Ég finn að
nú er hasarinn hafinn“ varla talist
mjög spennandi sem uppistaðan í
texta heils lags.
Óstaðfestar fregnir herma að
Strax sé í þann veginn að ná samn-
ingi við hfiómplötufyrirtæki í Bret-
landi, og er engin ástæða til annars
en að óska hljómsveitinni til ham-
ingju með það. Væntanlegur frami
Strax á erlendri grund hefur sjálf-
sagt valdið því aö hún kom fram
sem hálfgerðir tónhstarlegir kleyf-
hugar þetta kvöld. Hins vegar
fluttu hún fáguð lög sem eiga sjálf-
sagt eftir aö biðla til enskra hlust-
enda og einnig lög sem heföu betur
sómt sér í fari Stuðmanna sem ís-
lensk dansleikjatónUst. Þetta ó-
samræmi í tóniistinni varð til þess
að veikja heildina og dró úr áhrifa-
mætti hennar. Að öðra leyti var
tæknilega hUðin hjá Strax öllu
skárri en hjá fyrri sveit, hljóð-
blöndun var þokkaleg og fag-
mennska allsráðandi í öUum hljóð-
færaleik.
The Blow Monkeys hefur átt tölu-
verðum vinsældum að fagna víðs
vegar um lönd með röð vinsælla
laga og þetta kvöld sviku þeir ekki
þá gesti sem höföu komið til að
hlýða á þessi lög. TónUst Dr. Ro-
bert og félaga er auðveldast að lýsa
sem hvítri soultónUst með popp-
formerkjum sem rennur afskap-
lega ljúflega niður, en skilur að
sama skapi heldur Utið eftir. Flutn-
ingur hlj ómsveitarinnar var enda
afiur í þeim stíl, bæði var söngur
Dr. Robert og hljóðfæraleikur
sveitarinnar afslappaður og yfir-
vegaður. Svo virtist sem áhorfend-
ur skemmtu sér vel og gripu menn
óspart til dansspora í takt við tón-
listina. Hveijum augum sem menn
kunna að Uta þá tegund popptón-
listar sem The Blow Monkeys
fluttu þá uppfyUtu þeir nákvæm-
lega þær væntingar sem gerðar
vora til þeirra þetta kvöld. í mínum
huga ágætis- léttvigtarpopp á Lista-
hátíö 1988.