Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.1988, Side 40
FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið f hverri viku greiðast 5.000 krón- þá I síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað I DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjörn - Auglýsingar - Áskrift - Oreifirtg: Slmi 27022 Spár Þjóðhagsstofnunar: Meiri ftávik en ættu að vera - segir Þórður Friðjónsson „Það er alveg rétt að það eru þarna talsvert mikil frávik og meiri en ættu að þurfa að vera. Ég vonast til þess að með nýjum aðferðum verði hægt að minnka þessa kerfisbundnu skekkju," sagði Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, um nið- urstöður tveggja hagfræðinga Seðla- bankans um spár stofnunarinnar. „Þessi athugun virðist benda til þess að hægt sé að bæta spár Þjóð- hagsstofnunar. En ég vil vekja at- hygli á því að spá um þróun efna- hagsmála hér er óvenju erfið vegna sveiflna í efnahagslífinu og ef til vill minni stöðugleika í efnahagsstjórn en víðast annars staðar. Einnig má iefna að unnið er mikið við að byggja upp nauðsynlegan gagnagrunn. Þetta hefur leitt til þess að minni vinna hefur farið í að endurbæta sjálfa áætlanagerðina. Það er engum blöðum um það að fletta að frá tækni- legu sjónarmiði hefur áætlanagerðin staðið talsvert að baki því sem gerist í nálægum löndum. Nú að undan- fómu hefur verið unnið að gagngerri endurskoðun á spágerðinni með það fyrir augum að taka upp þá tækni sem best hefur gefist í nágrannalönd- um okkar,“ sagði Þórður. -gse - sjá úttektina bls. 6 Lánskjaravísítalan: 80 prósentverðbólga Lánskjaravísitalan fyrir júlí hækk- ar xun 5 prósent. Sé þessi mánaða- hækkun lánskjaravisitölunnar um- reiknuð til eins árs þýðir þetta 80 prósent verðbólgu. Síðustu þrjá mán- uði hefur lánskjaravísitalan hækkað um 37,5 prósent. Lánskjaravísitalan er sett saman úr framfærsluvísitölu og bygginga- vísitölu. Framfærsluvísitalan hækk- m- um 3,4 prósent en byggingavísitaT- fem um hvorki meira né minna en 8,4 prósent. Hækkun framfærsluvísitölunnar er til komin vegna gengisfeliingar- innar síðustu og hækkunar launa. -JGH LOKI Næst verður að senda hvalkjötið með kafbátum! ------------ Heimildir til eriendra lán; Fiskvmnslan t vill milljarð „Það er alveg fjóst að þarna em verulegar fjárhæðir frá fiskvinnsl- unni og miklu mun hærri en einn milljarður. En maður hefur heyrt að ýmis fyrirtæki utan hennar hafi einnig sótt um. Við lítum svo á að þessar heimildir í febrúar og síðan aftur nú hafi verið veittar vegna bágrar stöðu fiskvinnslunnar. Við munum því fylgjast með þvi að þessir fjármunir skili sér til okk- ar,“ sagði Amar Sigmundsson, formaður Sarabands fiskvinnslu- stöðvanna. í DV i gær var greint frá því að umsóknir um heimildir til erlendr- ar lántöku væra nú komnar á sjö- unda milljarð í viðskiptaráðuneyt- inu. En hver er ástæðan fyrir þess- ari miklu eftirsókn? „Það gat hver sem er sagt sér það að sótt yrði um heimildir til lána að hærri fjárhæð en einn raiHjarð- ur. Það var engin spuming um það að þessi fjárhæð þurfti að vera miklum mun hærri. Stjómvöld ákváðu að heimila lánfyrir þennan eina milljarð og það er alveg Ijóst að það er ekki hægt aö gera ýkja mikið fyrir hann. Það er því öruggt að þessar heimildir bera ekki mik- inn árangur. Fiskvinnslan er okkar stóriðja og hún þarf á miklu fjár- magni að halda,“ sagði Amar. -gse Kæra þrjár nauðganir Þrjár konur kærðu nauðganir til Rannsóknarlögreglu á sunnudags- morguninn. Alls eru fjórir menn kærðir. Tveir þeirra hafa verið úr- skuröaðir í allt að 30 daga gæsluvarð- hald. Fyrsta kæran barst um klukkan fimm á sunnudagsmorgun. Konan, sem kærði, sagði nauðgunina hafa átt sér stað í heimahúsi í Hafnarfirði fyrr um nóttina. Um fjórum tímum síðar kærði önnur kona nauögun. Hún segir að sér hafi verið nauðgað í fbúð í Hafnarfirði. Tveir menn, ann- ar um þrítugt og hinn um fertugt, hafa verið handteknir vegna þessara mála. Þeir hafa báðir verið úrskurð- aðir í allt að 30 daga gæsluvarðhald. Þriðja konan, sem kærði nauðgun, segir að tveir varnarliðsmenn hafi þvingað sig til samræðis. Hún þáði bílfar með þeim frá veitingahúsi í Reykjavík. Hún segir annan mann- inn hafa komið fram vilja sínum. Ekki hefur þótt ástæða til gæsluvarð- halds yfir varnarhðsmönnunum. MáUð er í rannsókn hjá RLR. -sme Grásleppuveiði hefur verið dræm það sem af er vertíð á suðvest- urhorninu. Óveðrið sem gekk yfir Suður- og Vesturland síðustu viku bætti gráu ofan á svart, hamlaði bvl að margir trillukarlar gætu vitjað neta og eyðilagði mörg net. Sigbór Ólafsson frá Hlíð- arenda í Ölfusi gat fyrst vitjað neta á sunnudag eftir hátt í viku- tíma. Að sögn Sigbórs, sem lagði 15 trossur, eru öll hans net lík- iega ónýt. Sjá nánar á bls. 2. DV-mynd GVA Finnska ríkisstjómin: Hvalkjötið endursent „Tekin hefur verið ákvörðun um að senda gámana aftur til íslands. Við lítum svo á að með því sé máhnu lokið af hálfu finnskra stjórnvalda," sagði Bárlund, umhverílsmálaráð- herra Finnlands, í samtali við DV í morgun. Finnska ríkisstjórnin hélt fund um máhð í morgun og var yfirlýsing gef- in út eftir fundinn'. Grænfriðungar hafa þó ekki yfirgefiö hafnarsvæðið. Þeir gera kröfu um að hvalkjötinu verði eytt í Finnlandi. Finnsk yfirvöld hafa látið aðgerðir grænfriðunga afskiptalausar. Hópur þeirra hlekkjaði sig við gáma með hvalkjöti, sem komið höfðu með Dettifossi til Helsinki, í gærmorgun. Strax og aðgerðirnar urðu heyrin- kunnar gaf Bárlund umhverfismála- ráðherra út þá yfirlýsingu að upp- skipun á hvalkjöti á finnsku yfir- ráðasvæði bryti í bága við bann viö innflutningi á afurðum á dýrum sem em í útrýmingarhættu. -gse/hlh Hlutafé í Glitni hf.: Iðnaðarbankinn á forkaupsrétt „Sala á eignaraðild Nevi hefur ekk- ert komið til tals en okkur er tjáð að hún sé ólíkleg. Við höfum enn ekkert heyrt frá Bergenbanka eijda em okk- ar samskipti við fyrirtækiö Nevi. Ef hins vegar kemur til þess að Nevi vilji selja þessi hlutabréf í Ghtni hf. þá eru ákvæði í samþykktum félags- ins um að shkt skuli gerast í samráði við aöra hluthafa og þeir eigi þá for- kaupsréttinn,“ sagði Valur Valsson, stjómarformaður Ghtnis hf. og bankastjóri Iðnaðarbankans. Veðrið á morgun: Rigning á Austur- landi Á morgun fer lægðarmiðja austur yfir landið og vindátt verður því breytileg. Rigning verður austanlands og við norð- urströndina, en síðdegis styttir upp. Á Suðvestur- og Vesturlandi verður skúraveður. Hiti verður á bihnu 5 til 12 stig. Eins og fram kom í DV í gær hefur Bergenbanki keypt norska íjármögn- unarfyrirtækið Nevi sem ræður yfir tæplega 2/3 af hlutafé Glitnis hf. Sagði talsmaður bankans að komið hefði th tals að selja eignaraðhdina að Ghtni og fleiri slíkum fyrirtækjum utan Noregs. Bein hlutaíjáreign Nevi er 49% af hlutafé Ghtnis sem myndi nema tæpum 49 milljónum króna aö nafnvirði ef htiö er til eiginfjárstöðu fyrirtækisins. „Það sem fram hefur komið er ekk- ert nema jákvætt fyrir Nevi. Kaup Bergenbanka á Nevi eru frekar til að styrkja Ghtni og því er þetta já- kvæð þróun. Bergenbanki er einn sterkasti banki Noregs og shkt gefur fyrirtækinu aukið tækifæri á mark- aðnum,“ sagði Valur. -JFJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.