Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Side 14
14
Frjálst,óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaöur og útgáfustjórl: SVEINN R. EYJOLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglysingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn. skrifstofur. auglýsingar, smáauglysingar, blaöaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot. mynda- og plótugerð:
PRENTSMIÐJA FRjALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHÖLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr.
Verð i lausasólu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr.
Sjá ekki eigin hag
Einn helzti vandi okkar sem þjóöar er, aö við erum
\1irleitt ófáanleg til aö líta pólitískt á okkur sem neyt-
endur og skattgreiðendur. Fólk greiðir atkvæði á ýms-
um forsendum. allt öðrum en þessum. Stundum eru
hagsmunir að baki. en þá allt aðrir en þessir.
Við greiðum ekki lengur atkvæði í kosningum á
grundvelli vanans. Liðin er sú'tíð, að stjórnmálaviðhorf
gengu í ættir og að kosningastjórar gátu nokkurn veg-
inn nákvæmlega getið sér til um niðurstöðutölur kosn-
inga. Núna rambar stór hluti kjósenda milli fylkinga.
Að einhverju leyti kunna hugsjónir að hafa komið í
staðinn. Það er kannski helzta skýringin á lélegum ár-
angri af pólitiskri þátttöku almennings. Það er ekki
gæfulegt að láta stjórnast af ýmsum hugsjónaklisjum á
borð við þær, sem við lesum í leiðurum sumra blaða.
Þegar fólk trúir til dæmis, að brýnt sé, að „full-
vinna“ afla hér á landi, að hamla gegn „röskun“ á bú-
setu og að búa við innlent „matvælaöryggi“ á ófriðartím-
um, er fljótlega kominn saman eins konar fátæktar- og
Framsóknarpakki í pólitískum trúarbrögðum.
Að öðru leyti hafa hagsmunir komið í stað hefð-
bundinna og ættgengra hugsjóna. Þeir hafa raunar allt-
af staðið við hlið hugsjóna og tengst þeim mjög náið.
Þannig hafa byggðahagsmunir og byggðahugsjónir
runnið saman í órjúfanlega og allsráðandi heild.
Þessi heild vinnur í flestum tilvikum gegn hagsmun-
um þeirra, sem af hagsmunaástasðum styðja allan
byggðapakkann. íbúar Akureyrar, ísaflarðar, Reyðar-
fiarðar og Vestmannaeyja eru ekki aðallega landsbyggð-
arfólk, heldur einnig neytendur og skattgreiðendur.
Kaupmætti íbúa þessara staða er haldið niðri eins
og kaupmætti annarra íslendinga með banni við inn-
flutningi á þeim landbúnaðarafurðum, sem eru í sam-
keppni við afurðir innlends landbúnaðar. Þetta bann,
sem flestir styðja, kostar alla miklar fjárhæðir.
Margfalt fleiri eru milljarðarnir, sem landsbyggðar-
fólk fórnar árlega á altari þeirrar sjálfsmennskustefnu
í landbúnaði, er felst j innflutningsbanni, en þeir, sem
það fær til baka í niðurgreiðslum. Það eru ekki bara
Reykvíkingar, sem tapa á að neita sér um ódýra búvöru.
Kaupmætti íbúa Akureyrar, ísafjarðar, Reyðarfíarð-
ar og Vestmannaeyja er líka haldið niðri með flóknu
styrktarkerfi, sem einkum beinist að landbúnaði. Þetta
kerfi er stór liður hinna sameiginlegu útgjalda, sem
þjóðin reiðir af hendi í síhækkandi óhófssköttum.
Margfalt fleiri eru milljarðarnir, sem landbyggðarfólk
fórnar árlega í uppbætur, niðurgreiðslur og beina styrki
til framkvæmda og rekstrar á sviðum, er falla undir
hinar ráðandi pólitísku hugsjónir í landinu, en þeir, sem
það fær hugsjónanna vegna til baka í staðinn.
Akureyringar, ísfirðingar, Reyðfirðingar og Vest-
mannaeyingar eru ginntir til fylgis við gæludýrafóðrun
kerfisins með því að hengja hana á almenna lands-
byggðarhugsjón, sem ætlað er að hamla gegn ofurvaldi
Reykjavíkur, er sögð er liggja uppi á landsbyggðinni.
íbúar sjávarsíðunnar úti á landi eru ófáanlegir til að
líta á hina yfirþyrmandi hagsmuni sína sem neytendur
og skattgreiðendur, en þeim mun fúsari að gína yfir
ruðunum, er þeir fá af hagsmunagæzluborði lands-
byggðarstefnu, þar sem landbúnaður situr í hásæti.
Lífskjör við sjávarsíðuna munu þá fyrst taka stökk
fram á við, þegar íbúar hennar átta sig á þungu vægi
hagsmuna sinna sem neytendur og skattgreiðendur.
Jónas Kristjánsson
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988.
Reynslan af ál-
samningunum
Þessa dagana er unnið að því að
púsla saman 4 erlendum stórfyrir-
tækjum til að gera hagkvæmniat-
hugun á allt að 220 þúsund tonna
álveri í Straumsvík. Þetta risaálver
er á óskahsta ríkisstjórnarinnar,
sem stefnir að því að það rísi í
áföngum á næstu 7 árum. Af ís-
lands hálfu hefur fámennur hópur
trúnaðarmanna stjómarflokkanna
unnið að undirbúningi málsins og
helsti erlendi ráðgjafinn hefur ver-
ið dr. Paul Muller, áður formaður
framkvæmdastjórnar Alusuisse.
Þar til í byijun þessa mánaðar var
því haldið fram aö Alusuisse vildi
ekkert leggja í þetta púkk en nú
telur svissnesld auðhringurinn
kominn tíma til að gefa sig fram.
Trúlega telja ráöamenn Alusuisse
sig hafa sterka stöðu gagnvart hin-
um fyrirtækjunum þremur, að ekki
sé talað um íslensk stjómvöld, þar
sem þeir eru inni á gafli hjá núver-
andi stjórnarflokkum.
Ástfóstur þriggja
flokksformanna
Álverið á aö rísa í kjördæmi utan-
ríkisráðherrans, Steingríms Her-
mannssonar, formanns Framsókn-
arflokksins, en hann var strax á
sjöunda áratugnum eindreginn
stuöningsmaður álsamningsins og
þá í andstööu við forystumenn í
Framsókn. Virkjanimar, sem sjá
eiga þessari risaálbræðslu fyrir
orku, munu rísa á Suðurlandi í
kjördæmi forsætisráðherrans Þor-
steins Pálssonar, formanns Sjálf-
stæðisflokksins. Þriðji flokksfor-
maðurinn, Jón Baldvin Hannibals-
son, er þingmaður Reykvíkinga.
Hann skrifaði lofgreinar um ál-
samningana í Alþýðublaðið 1980
undir yfirskriftinni „Álverið er
leiöarljós“. Það er því að vonum
að Alusuisse telji aö nú sé lag til
að auka umsvifin í Straumsvík svo
um munar. Varla dregur það úr
áhuganum, að iðnaðarráðherrann
Friðrik Sophusson vísar í fyrri
samninga við Alusuisse sem væn-
legt fordæmi fyrir framhaldið. Það
er því ekki úr vegi að rifja hér upp
nokkur atriði vun reynsluna af
þeim samningum og samskiptun-
um við auöhringinn í Ziirich.
Raforka á undirverði
Álverið í Straumsvik hefur frá
því rekstur þess hófst fengið raf-
orku á óeðlilega lágu verði. Ein af
forsendum hins lága raforkuverðs,
sem um var samiö 1966, var sú, að
ísal þyrfti að greiöa 7% toll vegna
álútflutnings til Vestur-Evrópu.
Engin breyting varð á raforkuverð-
inu þótt tollamir fengjust afnumdir
á árunum 1970-1972 og álverið væri
jafnframt stækkaö.
Með samningi haustið 1975 var
heimiluð stækkun verksmiðjunnar
í núverandi stærð. Þá var orku-
verðið hækkað Landsvirkjun til
hagsbóta en jafnframt samiö um
nýjar skattareglur sem skiluðu
Alusuisse til baka ámóta upphæð
og nam tekjum af hækkun orku-
verðsins.
Raungildi raforkuverösins fór
lækkandi á næstu árum vegna
mjög skertrar verðtryggingar. Með
samþykkt ríkisstjómar Gunnars
Thoroddsens í desember 1980 var
sett fram krafa um leiðréttingu á
orkuverðinu og að allir samningar
við Alusuisse vegna ísal yrðu tekn-
ir til endurskoðunar. Um leið upp-
lýsti iðnaðarráðuneytið um
„hækkun í hafi“, þ.e. bókhaldssvik
ísal varðandi yfirverð á súráh á
árunum 1974-1980, samtals að upp-
hæð 47,5 milljónir Bandaríkjadala.
Með niðurstöðum endurskoðunar
fyrir þetta tímabil og fyrir árin 1981
og 1982 var leitt í ljós, að afkoma
álversins var öll önnur og betri en
ársreikningar þess höfðu borið vott
um. Renndi það að sjálfsögðu stoö-
um undir kröfur sfjórnvalda um
hækkun raforkuverðsins.
Lækkun um fjórðung
á 3 árum
Við endurskoðun á samningun-
um við Alusuisse 1984 og 1985 voru
gerð svipuð mistök og 1975. Hækk-
un á raforkuverði fylgdi tilslökun
á mörgum öðrum sviðum, m.a. í
skattamálum. Þetta gerðist þrátt
fyrir að Alusuisse stóð í júh 1984
frammi fyrir töpuðu máli fyrir
gerðardómi vegna bókhaldssvika
KjaUarirm
Hjörleifur Guttormsson
alþingismaður fyrir
Alþýðubandalagið
fyrri ára. Samið var um raforku-
verð á bilinu 12,5-18,5 mill á kíló-
vattstund eða sem svarar 55-80
aurum á núverandi gengi. í svari
iðnaðarráðherra í mars sl. við fyr-
irspurn frá undirrituðum á Alþingi
kom fram, að raungildi raforku-
verðsins lækkaði um 24,7% frá
nóvember 1984 til ársins 1987 eða
um fjóröung á aðeins þremur
árum. Þetta eru afleiðingar af mjög
takmarkaðri verðtryggingu í raf-
magnssamningunum.
í svari iðnaðarráðherra kom
einnig fram að raunverulegar tekj-
ur af raforkusölu til álversins eru
10,6 milljónum Bandaríkjadala
lægri á umræddu þriggja ára tíma-
bih en ráð var fyrir gert samkvæmt
forsendum sem lágu til grundvahar
endurnýjun samningsins við
Alusuisse í nóvember 1984. Svarar
þetta til um 470 mhljóna króna á
núverandigengi. Raforkusamning-
urinn gUdir í 20 ár og endurskoðun-
arákvæði hans eru mjög veik fyrir
Landsvirkjun. Því eru horfur á
hríðlækkandi raunvirði tekna af
raforkusölunni á þessu tímabili.
Framleiðslukostnaður
yfir 20 mill
Á árunum 1981-82 starfaði starfs-
hópur á vegum iðnaðarráðuneytis-
ins tU að gera athugun á þróun
raforkuverðs ísal og afla gagna og
röksemda fyrir hækkun þess. Ein
helsta niðurstaða starfshópsins var
sú, að eðlUegt væri að gera kröfur
um aö raforkuverðið tU ísal hækk-
aði í 15-20 mill á kílóvattstund mið-
að við verðlag 1982 og jafnframt aö
orkuverðið þurfi að vera að fullu
verðtryggt á samningstímanum.
Sami starfshópur komst einnig
að þeirri niðurstöðu, að fram-
leiðslukostnaður á orku fyrir stór-
iöju í nýjum virkjunum væri 18-22
mih á kUóvattstund, miðað við
6-8% reiknivexti, fulla verðtrygg-
ingu og verðlag í júní 1982. í skýrslu
frá Landsvirkjun haustið 1982 var,
komist að sömu niðurstöðu um
þetta efni.
Það er því eðlilegt að menn spyrji
hvort hugsanlegt sé að stjórnvöld
ætli í samningum um nýja ál-
bræðslu að miða við samning, sem
undanfarin þrjú ár hefur aðeins
skUað Landsvirkjun rafmagns-
veröi á bihnu 12,5-13,5 mill og
óverðtryggðu í þokkabót.
Hrakleg skattaákvæði
Árin 1984 og 1985 samdi rikis-
stjómin um breytingar á skattaá-
kvæðum vegna álversins, sem voru
til hagsbóta fyrir Alusuisse en ís-
landi óhagstaeðar. Lágmarksskatt-
ur í formi framleiðslugjalds er enn
óbreyttur í doUurum frá 1975, þ.e.
20 doharar á tonn og nú aðeins um
helmingur af upphaflegu verðgildi.
Möguleikar íslenskra stjórnvalda
tU skattalegs aðhalds að ísal eru
veikari en áður og skattalögsagan
er áfram erlendis. ísal heldur
áfram skattfríðindum í formi
tækni- og söluþóknunar sem nema
3,7% af árlegri veltu álversins, þótt
aflétt hafi verð þeirri kvöð af
Alusuisse að tryggja ísal bestu kjör
á aðföngum og við sölu afurða.
Mengunarmál í ólestri
Álverið í Straumsvík var í upp-
hafi byggt án mengunarvama.
Hóta þurfti fyrirtækinu lokun 1973
tU að loforð fengjust um úrbætur.
Það tók 9 ár að framkævma þau
fyrirheit. Árangurinn er samt ekki
betri en svo aö ástandið á vinnu-
stað innan dyra í álverinu hefur
verið óviðunadi að mati starfs-
manna og mengun ytra umhverfis
farið vaxandi. Álveriö er nú rekið
án starfsleyfis heilbrigðisyfirvalda
og forráöamenn þess sýna engan
lit á að sækja um shkt leyfi.
Hér hafa verið nefnd örfá atriði,
sem varða reynslu íslendinga áf
álveri útlendinga í Straumsvík. Það
er mikU óskammfeilni þegar ís-
lenskir ráðamenn vísa í samninga
um þetta fyrirtæki sem fyrirmynd
að nær þrefalt stærri álbræðslu
sunnan Hafnaríjarðar.
Hjörleifur Guttormsson
„Álverið i Straumsvík hefur frá því rekstur þess hófst fengið raforku á
óeðlilega lágu veröi“, segir greinarhöfundur.
„Þar til í byrjun þessa mánaðar var því
haldið fram að Alusuisse vildi ekkert
leggja í þetta púkk en riú telur sviss-
neski auðhringurinn kominn tíma til
að gefa sig fram.“