Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Side 6
6
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988.
Sandkom
Emir og fálkar
Þaðergóöurog
gegnsiöuraö
vandamálfar
ogtiotaislensk
orö. Þettahel'ur
þögengiðerfið-
!oga í uniijölhm
umsérhæfð
svið, tildæmis
vísindi og
nokkrar
iþróttagreinar.
Þarhefuris-
lenskorð
hreinlega vantaö eöa þá aö nýyröi
hafa þótt tyríin og illnotanleg. Golfar-
ar, eöa ky lfingar eins og þeir kalla
sig jafnan, hafa nú tekið sig saman í
andiitínu og búiö tíl fjöldann allan
af íslenskum orðum fyrir hugtök í
íþrótt sinni. Þetta er góðra gjalda
vert en getur þó verið iliskifjanlegt
fyrir þá sem ekki eru inn vígöir í.
undraheima golfíþróttarinnar. í
sportpakka Stöðvar 2 á þriðjudags-
kvöldiö var Heimir Karlsson tíl dæm-
is með golffréttir. Þar talaði hann
fjálgiega ura aö þessi kylfingurinn
hefði farið holuna á erni og keppi-
nauturinn á fálka. Þetta var ekki
skýrt nánar þannig að áhorfendur
velkjast enn í óvissu um það hvað
mennimir voru að gera með alfrið-
aða ránfugla á golfvellinum.
Hryöjuverka-
mannafélag!
Hryöjuverka-
mennhafa
heldurslæmt
orðásérog
verkþeirraeru
aimennttalað
ekkivelséð,
sísthérálandi.
Númunvera
nýstotnaðurfé-
lagsskapur sem nefhist „Hið íslenska
hryðjuverkamannafélag"! Sandkorn
veit litíi deili á samtökunum en Þjóð-
vilj inn birti fy rir helgina fjósmynd
af fyrsta „hryðjuverki“ þeirra. Ein-
hverjir höfðu sem sé skrifað „Náðhús
Reykjavíkur'' á grindverk sem um-
lykur væntanlega ráhúsbyggingu.
Með tillití til eðlis hryðj u verkasam-
taka kom myndatextinn örugglega
fieirum en Sandkomi spánskt fyrir
sjónir: „...en við væntum samt sem
áður af því mektarfélagi stórræða í
nánustuframtiö“! Hefur orðið
stefnubreyting á Þjóðviijanum?
Fyrstu árineifið
Ínýlegutíma-
rittbirtistvið-
talviðlOSára
gamlanmann.í
viðialinukum
fram að maður-
innvareinkar
jákvæður,
þjartsýnnog
ánægðurmeð
lífiðogtilvcr-
ima. begarlíða
tókáviðtabð
gerði blaða-
maðurixm úrslitatilraun til að ná ein-
hverjum dapurlegum yfirlýsingum
út úr gamla manninum. Hann spurði
hvort lífið hefði aldrei verið honum
erfitt? „Jinú, blessaður vertu. Fyrstu
hundrað árin voru ansi erfiö en síðan
hefur lífið verið einn dans á rósum!“
Ranin a sjol
Hafnarfjarðar-
brandarareru
ekkilengurí
tískuogfiestir
orðnirgamlir
ogþreyttir.
Sandkom
heyrðiþónýja
útgáfuafeinum
gömlmnog
góðum um daginn og fylgdi það sög-
unni aö hún væri sönn. Það var fyrir
nokkrum árum méöan Hafnarfjarð-
arbrandaramir vom sem vinsælastír
að Reykvíkingur hitti Hafnfiröing
sem hann var málkunnugur. Halh-
firöingurinn var kominn jdir miöjan
aldur og var hásetí á Ráninni frá
Hafiiarfirði. Reykvikingurinn spurði
kunningja sinn hvers vegna Jesús
hefði ekki getað fæðst í Hafharfirði.
Það vissi hásettnn ekki. „Nú, vegna
þess að þar fundust engir vitringar!"
sagði Reykvikingurinn og ætlaði
aldrei að geta hætt aö hlæja. Hafn-
firðingurinn tók í nefið og sagði svo
með hægð: „Nú, þá hefur Ránin veriö
ásjó!“
Umsjón Axel Ammendrup
Frétdx____________________________
Ölduselsskóli:
Foreldrafundur
án ráðherra
- Lýkur afskíptum foreldrafélagsins?
„Við erum auðvitað leið yfir því
að ráðherra vill ekki tala við okkur
en við því er ekkert að gera. Við
munum engu að síður halda for-
eldrafund með öllum foreldrum í
kvöld,“ sagði Ingibjörg Sigurvins-
dóttir, formaður Foreldrafélags
Ölduselsskóla.
í gær sendi menntamálaráðherra
bréf til Foreldrafélagsins þar sem
hann afþakkaði að koma til fundar
um ráðningu skólastjóra með for-
eldrum barna í Ölduselsskóla. Taldi
ráðherra að slíkur fundur myndi ein-
göngu hella oUu á eld auk þess sem
ákvörðun ráðuneytisins væri byggð
á faglegu mati og henni yrði ekki
haggað. í lok svarbréfs síns sagðist
ráðherra vera reiðubúinn að koma á
fund hjá Foreldrafélaginu og ræða
almenn stefnuatriði varðandi skól-
ann.
Ingibjörg sagöi að aldrei hefði verið
meiningin að vera meö læti, slíkt
þjónaði ekki hagsmunum barnanna.
Af þeim sökum teldi hún ekki að
fundurinn myndi reynast olía á eld.
Þau heíðu viljað leiðrétta mögulegan
misskUning með því að deiluaðilar
töluðu saman. Ræða þyrfti um hlut-
verk foreldrafélaga almennt í skól-
um, svo og samvinnu heimilis og
skóla.
„Fólki þótti framhjá sér gengið þeg-
ar undirskriftir þess voru hundsaðar
og það hefur ekki breyst þrátt fyrir
bréf ráðherra,“ sagði Ingibjörg en í
bréfinu segir ráðherra að taka verði
slíkum undirskriftasöfnunum með
fyrirvara.
Á foreldrafundinum í kvöld mun
stjórn foreldrafélagsins leggja fram
skýrslu sína varðandi ráðningu
skólastjórans og á eftir verða frjálsar
umræður.
„Ég lít svo á að með fundinum ljúki
störfum foreldrafélagsins varðandi
þetta mál, ráðherra hefur valdið og
hann hefur lýst því yfir að ákvörðun-
inni verði ekki breytt," sagði Ingi-
björg Sigurvinsdóttir. -JFJ
Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ, afhendir Gunnari Þór Jónssyni, yfirlækni á slysadeild Borgarspítalans, liðsjártækió
að gjöf fyrir hönd ÍSÍ og Lionsklúbbs Reykjavíkur. DV-mynd JAK
Slysadeild Borgarspítalans
fær líðsjártæki að gjöf
- kemur sér sériega vel fyrir íþróttafólk
íþróttasamband íslands og Lions-
klúbbur Reykjavíkur gáfu slysadeild
Borgarspítalans svokallað liðsjár-
tæki aö gjöf í fyrradag.
Tæki þetta gerir læknum kleift aö
opna lið sjúklings og sjá hvað er að
þar sem mynd af liönum kemur fram
á sjónvarpsskermi. Eru margar
tímafrekar liöskurðaðgerðir þar með
úr sögunni en laga má meinið innan
frá með hjálp tækisins. Kemur það
sér vel fyrir íþróttafólk er skaddast
á lið. Á það þá aðeins nokkra daga í
meiðslum í stað mánaðar áður.
Hafa hlutir úr tækjum geimfara
verið notaðir við gerð tækisins og
kostaði það 1,3 milljónir.
Sama dag og tækið var afhent voru
framkvæmdar 5 aðgerðir með því,
svo lítill vafi leikur á notagildi þess.
-hlh
Listahátíð:
Boðsmiðar fyrir milljónir?
Hve margir boðsmiðar hafa verið
í gangi á listahátíö virðist vera
feimnismál ef marka má viðbrögð
á skrifstofu listahátíðar við spum-
ingum DV þar aö lútandi.
Fyrir listahátíð í Reykjavík var
sendur út listi með yfirliti yfir at-
burði listahátíöar og gátu menn
krossað við þá atburði sem þeir
vildu boðsmiða á. Var listinn send-
ur út til aðstandenda listahátíðar,
framkvæmdastjómar, mennta-
málaráðuneytis og Reykjavíkur-
borgar, ritstjóra fjölmiðla, gagn-
rýnenda og annarra er þótti ástæða
til að þjóða. Þama er snjóbolti á
ferðinni er getur hlaðið hratt utan
á sig.
Hefur talan þijár milljónir heyrst
í þessu sambandi en henni hafnar
skrifstofa listahátíðar. Þar fengust
engar upplýsingar um lista þessa
aörar en þær að boðsmiðar væru
hefð og hefði dreifing þeirra farið
fram samkvæmt því.
-hlh
Viötaliö dv
Dunda mér
við silungs-
veiði þegar
kostur er
Nafn: Indriói Haukur Þorláksson
Aldur: 48 ár
Staða: Settur hagsýslustjórl
„Ég veit ég geng aö góðu búi
og á von á að þetta starf verði
bæöi skemmtilegt og krefj-
andi,“ sagði Indriði Haukur
Þorláksson, settur hagsýslu-
stjóri. Indriði tekur við starfi
hagsýslustjóra þann 1. júlí nk.
og mun gegna því til ársloka
1989. Hann tekur við af Gunnari
Hall sem sagði stöðu sinni
lausri fyrir nokkmm vikmn.
„Ég er Bólstaðahlíðarættar í
fóðurætt en faðir minn var Þor-
lákur BjÖmsson, bóndi í Eyjar-
hólum í Mýrdal," sagði Indriði.
Móðir hans er Ingibjörg Ind-
riðadóttir.
Indriöi er fæddur og uppalinn
í Mýrdal í Skaftafellssýslu.
Hann lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri
og hélt þaöan til náms í hag-
fræði til háskóla í V-Berlín.
Hann lauk hagfræðinámi 1969
og kenndi viö háskólann í V-
Berlín í eitt ár að ioknu námi.
Starfað mikið hjá ríkinu
„Árið 1970 réðst ég til starfa
hjá menntamálaráðuneytinu.
Ég staríaði fyrst í fjármála- og
áætianadeild ráðuneytisins en
1973 tók ég við starfi deildar-
9tjóra byggingadeildar. í byrjun
árs 1981 tók ég við stöðu deild-
arstjóra í launadeild íjármála-
ráðuneytisins og starfaði viö
það til ársins 1985. Þá tók ég við
stöðu skrifstofustjóra tekju-
deildar íjármálaráöuneytisins
oggegni því framað 1. júlí nk.“
Indriði er kvæntur Rakel
Jónsdóttur tónlistarkennara.
Þau eiga þrjú böm, Júlíönu
Rún, 24 ára nema og tónlistar-
kennara, Indriöa Hauk, 17 ára
menntaskólanema, og Úiíhildi
Ösp, 13 ára.
„Fæ einn og einn
á öngulinn“
„Áhugamálin em breytileg
sagði Indriði. „Ég hef mjög
gaman af feröaiögum og hef
feröast nokkuö innanlands.
Einnig dunda ég mér við sil-
ungsveiði eftir því sem kostur
er á. Ekki myndi ég segja að ég
væri mjög fengsæll en það kem-
ur fyrir að ég fæ einn og einn á
öngulinn."
Ef tími gefst til kvaðst Indriði
vonast til að komasí norður 1
land í sumar til veiða.
Indriði stundar einnig íþróttir
en þó kvaðst hann ekki vera
mikiil íþróttamaður. „Ég spila
körfuboita meö kunningjunura
og hef reynt að slá tennisbolta
með bömunum. Afrek mín á
íþróttasviðmu ná ekki lengra
en þaö," sagði Indriði H. Þor-
láksson að lokum. -StB