Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Side 44
44
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Rod
Stewart
aö róast? Þetta er spurningin sem
margir breskir sjónvarpsáhorf-
endur spuröu sjálfa sig eftir aö
Rod gaf út þá yfirlýsingu í viðtali
að hann ætlaði sér aö kvænast
Kelly Emberg. Þau Kelly eiga nú
þegar eitt barn saman og annað
er á leiðinni. Brúðkaupið átti aö
fara fram í enda júnímánaðar.
Whitney
Houston
>
kætti mjög ítaiska aðdáendur
sína á dögunum þegar hún var á
ferð í Róm. Eins og margir aðrir
sem þangaö fara ákvað hún að
njóta sólarinnar og fór í sólbaö á
svölunum á hótelinu þar sem hún
gisti. Áöur en hún vissi af hafði
safnast saman fyrir neöan sval-
imar stór hópur aðdáenda og var
Alberto Tomba meðal þeirra. ít-
alska ríkissjónvarpiö sagði að sá
orðrómur hefði gengið að hún
hefði ætlað að stökkva af svölun-
um. Á meðan hrópuðu aðdáend-
urnir „sei forte“ eða þú ert frá-
bær.
Chevy
Chase
sagði að eftir aö hann var á Betty
Ford-stofnuninni vissi hann að
hann myndi aldrei framar taka
piUu til þess einfaldlega að koma
í veg fyrir að hann þyrfti nokkurn
tímann að fara þangað aftur.
Hann sagði að hann hefði hatað
fyrirlestrana um hversu lágt
hann hefði lagst. „Mér fannst ég
ekki vera á svo lágu plani, mér
fannst ég bara þurfa að losna við
pillumar," sagði hann.
Sextugsafmæli
Steingríms Herniannssonar
Páll Pétursson afhenti Steingrími Hermannssyni bréfapressu i líki Stjórnarráðsins fyrir hönd þingflokks framsóknar-
manna. Meö pressunni fylgdu þau orð að í upphafi hefði flokkurinn nú ætlað að gefa honum lítinn jeppa en þar
sem hann ætti nú Blazerinn þá var hætt við það. Einnig kom upp sú hugmynd að gefa afmælisbarninu smíðatól
en þau gætu reynst of hættuleg og því var einnig hætt við það. Aftur á móti hefði allt gengið vel þegar Steingrímur
var hæstráðandi í Stjórnarráðshúsinu og fylgdu gjöfinni óskir um að hann kæmist þangað aftur sem fyrst.
Að sjálfsögðu var afmælisbarninu
færður stór vöndur af rauðum rósum
frá þingflokki Alþýðuflokksins. Var
það fjármáiaráðherra, Jón Baldvin
Hannibalsson, sem afhenti vöndinn.
Margt tiginna gesta var i veislunni og hér má sjá forseta vorn, Vigdísi Finn-
bogadóttur, Þorstein Pálsson forsætisráðherra, Eddu Guðmundsdóttur, eig-
inkonu Steingríms, afmælisbarnið, Steingrím Hermannsson utanríkisráð-
herra, og Albert Guðmundsson, þingmann Borgaraflokks.
Fyrir hönd þingflokks Alþýðubandalagsins færði Svavar Gestsson Stein-
grími forláta útgáfu af Sturlungu.
Konurnar við spilduna skemmdu. DV-mynd Ómar
Sárin grædd í Vestmannaeyjum
Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum:
Síðastliðinn fóstudag fóru nokkrar
konur úr Sjálfstæðiskvennafélaginu
Eygló í Vestmannaeyjum í gróður-
setningarferð og völdu þær sér stað
þar sem nýja hraunið nær út á
Skansinn gamla. Þarna hafa þær
valið sér spildu sem er skemmd af
völdum gossins og þykir þetta við
hæfi þar sem nú eru að verða 15 ár
frá því að gosi lauk á Heimaey árið
1973.
Hvíld er að finna
Þær voru vaktar af værum blundi þessar tvær af Ijósmyndara DV þar sem
þær hvíldu á vegg gamla kirkjugarðsins við Suðurgötu. Eitthvað voru þær
að stelast því þær harðneituðu að segja til nafns enda áttu þær að vera
við vinnu fyrir innan vegginn. Þær höfðu þó komið sér vel fyrir með svefn-
poka að heiman. Þaö er þó ekki oft sem hægt er að vekja þá er í kirkju-
garði hvila.