Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Side 13
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. 13 Uflönd Miklum jarðskjálfta spáð í San Francisco Anna Bjaraason, DV, Denver: íbúar norðurhluta Kalifomíu búa sig nú undir „stóra skjálf- tann“ eftir aö yfirvöld báðu íbúa á San Francisco-svæöinu að vera sérstaklega á verði fram á sunnu- dag gagnvart jarðskjálftahættu. í varúðartilkynningunni segir að auknar líkur séu á áframhaldandi skjálftavirkni og jaröfræðingar búist viö skjálfta sem verði allt að 6,5 á Richter. Á mánudaginn lék allt á reiði- skjálfi í strandhéruðunum sunnan við San Francisco er skjálfti sem mældist 5,1 á Richter gekk yfir. Ekkert manntjón varð en lítils háttar eignatjón. Þetta var þriðji skjálftinn á San Francisco-svæðinu á tveimur sól- arhringum. Það er mesta skjálfia- virkni sem orðiö hefur á San Andreas-sprungunni síðan 1906 er skjálftar ollu gífurlegu tjóni og eyðileggingu í San Francisco. Stór- ir skjálftar með miklum náttúru- hamfóram hafa or ðið á þessu s væði með nokkuð jöfnu millibili og er nú kominn tími á slikan jarð- skjálfta líkt og íslenskir jarðfræð- ingar telja varðandi Suðurlands- skjálfta. Yfirvöld í Suður-Kóreu siepptu fjörutíu og sex samviskuföngum í morgun og var Kim Kun-Tae, sá þekktasti þeirra, þar á meðal. Símamynd Reuter Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson Hópar vinstri sinnaðra í E1 Salva- dor hafa undanfarna daga haft í frammi nokkrar mótmælaaðgerðir í tengslum viö fyrirhugaða komu Ge- orge Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, til landsins. Shultz kemur til E1 Salvador í dag frá Guate- mala. Vinstrisinnar kveiktu í gær í vöru- flutningabifreið fyrir utan háskól- ann í San Salvador, höfuðborg lands- ins, í mótmælaskyni vegna heim- sóknarinnar. Sjónarvottar segja að hópur grímuklæddra og vopnaðra manna hafi komið út úr háskólalóð- inni. Hafi þeir stöðvað sendiferðabif- reið frá brauðgerð í borginni svo og strætisvagn og kveikt í báðum. Brennuvargarnir ílúðu síðan eftir að hafa dreift flugriti þar sem eftir- farandi yfirlýsing birtist: „Fyrir hverja handtöku og morð sem framið Slökkviliðsmenn i San Salvador slökkva eld i bifreið sem mótmæl- endur kveiktu i. Simamynd Reuter George Shultz, utanríkisráðherra Bandarikjanna, ræðir við Vinicio Cerezo, forseta Guatemala, í gær. Shultz lofaði forsetanum meðal annars framlagi frá Bandarikjamönnum til Guatemala sem nemur sjötíu og fimm milljónum dollara. Símamynd Reuter er af hermdarverkamönnum stjórn- arhersins mun þjóðin svara með hertri byltingarbaráttu." Shultz kemur sem fyrr segir til E1 Salvador í dag til viðræðna við leið- toga hers og ríkisstjórnar landsins. I gær var Shultz í heimsókn í Gu- atemala þar sem hann átti meðal annars viðræður við Vinicio Cerezo, forseta landsins. Shultz hrósaði mjög efnahagsleg- um og stjórnmálalegum framförum sem hann telur hafa orðið í þeim Qór- um ríkjum Mið-Ameríku sem hann telur lýðræði ríkja í. Við sama tæki- færi gagnrýndi Shultz harkalega stjómvöld í Nicaragua en það land telur hann undantekninguna í fram- faramálum í þessum heimshluta. Samviskuföng um sleppt Þekktasti samviskufanginn í Suð- ur-Kóreu, Kim Kun-Tae, var látinn laus í morgun með takmarkaða sak- aruppgjöf. Hann hét því að hefja þeg- ar baráttu fyrir frelsi annarra fanga. Kim Kun-Tae var árið 1986 dæmd- ur til fimm ára fangelsisvistar og gefið aö sök að hafa reynt að steypa stjórninni. Fanginn, sem árið 1987 hlaut mannréttindaverðlaun Roberts Kennedy, sakaði í morgun stjórn Suður-Kóreu um að vera að reyna blekkja þjóðina með því að sleppa honum úr fangelsi. Sagði hann stjórn Roh Tae-Woos sleppa nokkrum en setja síðan miklu fleiri bak við lás og slá. Fjörutíu og sex samviskufangar voru látnir lausir í morgun. Stjórn- völd segja aðeins áttatíu og einn sam- viskufanga vera enn í haldi. Stjórn- arandstöðuflokkar og mannréttinda- samtök telja að þeir séu að minnsta kosti fjögur hundruð. Mótmæli vegna komu Shultz til B Salvador

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.