Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Side 17
17 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 19b, Lesendur Afbakaður fréttaflutningur: Era þeldökkir sérfyrir- brigði? Harpa Karlsdóttir hringdi: Ég vil gera athugasemd við frétta- flutning hjá tveimur fjölmiðium hér- lendis! Annars vegar er það dag- blaðið Tíminn og hins vegar Stjaman sem telja sér skylt, að því er virðist, að taka fram sérstaklega.aö viðkom- andi aðili (einn eða fleiri) hafi verið „þeldökkur“! Þetta kann ég ekki við, ef til vill einkum og sér í lagi vegna þess að við íslendingar þykjumst vera al- gjörlega andvígir kynþáttafordóm- um og höfum lýst sérstökum stuðn- ingi við baráttu „þessara þeldökku" í Suður-Afríku. Mig langar einnig til að koma að í leiðinni smágagnrýni á Stjörnuna og Bylgjuna fyrir nokkuö einhæfan flutning tónlistar, a.m.k. að deginum til. Mér finnst sem uppistaðan sé mest gömul diskólög, ásamt vin- sældalistunum margþvældu. Ein- hver mætti nú fjölbreytnin vera og t.d. mætti spyrja; Hvar er David Bowie þessa dagana? Og eflaust mætti spyrja um fleiri, eftir smekk og tilfinningu. Hér er David Bowie í einni útgáfu af mörgum. í vellystingum í Hannes Tómasson hringdi: Ég hélt upp á 75 ára afmæh mitt Ég hringi til að láta í ljós þakk- þarna fyrir austan hinn 17. júní sl. læti mitt til starfsfólks Valhallar á og varð ekki fyrir vonbrigöum með Þingvöllum fýrir frábæra fyrir- það. greiöslu og þjónustu. Allt starfslið þarna á bestu þakk- Valholl ir skildar fyrir góða þjónustu í mat, kaffl og meðiæti. Maður naut þess svo sannarlega að vera þama. Kærar kveðjur Auglýsingin frá landlæknisembættinu: Siðferði kanínunnar Borgari skrifar: Ásdís Erlingsdóttir ritar hugvekju til landlæknis vegna þess sem ég vil kalla klámmynd embættisins. Hún fékk fremur kaldar kveðjur sem svar við henni, þar sem sá talaði sem þótt- ist vita. Hvað sem landlæknir eða stað- gengill hans segja, er þessi mynda- sýning emættisins afar ósmekkleg. - Myndir af þessum toga æsa fremur ti þeirra hluta sem varað er við, og virðist leikmanni sem þarna sé um aö ræða annarlegar hvatir. Það liggur beinast við aö spyrja, af gefnu tilefni: Var landlæknir eða staðgengill hans viöstaddur upptök- una? Það er því miður orðið þannig að bæði myndsóðar og ritsóðar hafa átölulítið fengið að vaða yfir almenn- ing með sýningar af þessu tagi með myndir og ritað mál, sem ekki hæfir til sýninga fyrir allan þorra fólks. Sem betur fer hafa íslendingar ennþá annað siðgæðismat en kanínan. Reynt hefur verið leynt og ljóst að brengla siðgæðismat fólks með klám- sýningum í sjónvarpinu, en sem bet- ur fer hefur meirihluti þess and- styggð á sýningum af þessu tagi. Það ber að fordæma landlæknis- embættiö fyrir ósmekklegan þátt á þessu sviði. Við erum ekki á sama þroskastigi og kanínan. Eða hvaö? Og enn er spurt: Megum við eiga von á að sýnd verði „homma-sena"? - Það væri miklu nær, þar sem þessi kyn- sjúkdómur er tengdur þess konar fólki, þótt aðrir geti einnig sýkst. Ósmekklegar auglýsingar, bæði í blöðum, sjónyarpi og jafnvel á plast- pokum sem fólk ber varning heim til sín í, ætti embætti landlæknis að láta hverfa og hafa til þess einurð að við- urkenna að þetta voru gróf mistök. Rakarastofan Klapparstíg Sími12725 Hárgreiðslustofan Klapparstíg B OD Timapantanir 13010 \ SELJUM OG LEIGJUM VERKPALLA OG STIGA Margar stærðir og gerðir Opið alla virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga 10-1 PALLALEIGAN STOÐI Síðumúla 22 - Sími 32280 IL HWA Ginsengte og -þykkni til forvarnalækninga (drykkir er auka athafnaþrótt) 1. Virmur ginseng gegn of háum blóðþrýstingi? 2. Virrnur ginseng gegn vöðvabólgum? 3. Vinnur ginseng gegn of háu kólestroli í blóði? 4. Vinnur ginseng gegn liðagigt? 5. Vinnur ginseng gegn stressi? 6. Vinnur ginseng gegn þunglyndi? Margt bendir til þess að svo sé. í 5000 ár hafa kín- verskir læknar gefið ginseng við fjölda kvilla. í Kóreu er gestum gefið ginsengte svo þeim líði sem best hjá gestgjafanum. Dreifing Lljlintttl, Skemmuvegi 6, Kópavogi Útsölustaðir: Hagkaup, heilsubúðir, apótek og nokkrar betri matvöruverslanir á höfuðborgarsvæðinu. Lyfsölujeyfi er forseti íslands veitir. Lyfsöluleyfi Borgarnessumdæmis (Borgarness Apó- tek) er auglýst laust til umsóknar. Fráfarandi lyfsala er heimilaö að neyta 11. gr. laga um lyfjadreifingu nr. 76/1982, vai-ðandi húsnæði lyfjabúðarinnar og íbúð lyfsala (húseignin Borgar- braut 23). Verðandi lyfsali skal hefja rekstur lyfjabúðarinnar 1. janúar 1989. Umsóknir um ofangreint lyfsöluleyfi skulu hafa bor- ist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu fyrir 28. júlí nk. Heilbrigóis- og tryggingamálaráðuneytið, 27. júní 1988. Það verður heilmikið að gerast hjá hesta- mönnum um helgina. Sjö hestamannafé- lög á Vesturlandi og Vestfjörðum munu standa aðfjórðungsmóti hestamanna á Kalármelum. Hafa 35 hryssur og 11 stóð- hestar áunnið sér rétt til þátttöku í mótinu sem einstaklingar. Heilmiklarframkvæmdir hafa veriðfyrir þetta stórmót. Búið er að gera nýjan hringvöll og setja upp tvö hús, annað fyrir skrifstofu og hitt fyrir dómpall. Einn- ig verður dancpallur á svæðinu. Nóg verður af tjaldstæðum og hægt verður að kaupa allan mat innan mótssvæðis- ins. Á kvöldin verður hægt að kaupa mat af útigrilli. Nánar verðursagtfrá Fjórð- ungsmóti Vesturlands í DV á morgun. Á hverju ári í nokkur ár hefur verið stað- ið fyrir sumartónleikum í Skálholtskirkju. Hefur mörgum þótt þetta gott innlegg í menningarlíf landsins á þeim árstíma sem það annars liggur í hálfgerðri lægð, ekki síst vegna þess að samhliða því að fá að hlusta á fagra tónlist í fallegri kirkju hafa tónlistarunnendur ástæðu til aö fá sér góðan sunnudagsbíltúr um frjósamar sveitirÁrnessýslu. Dagskráin á sumartónleikum Skálholts- kirkju er fjölbreytt og taka bæði innlend- ir og erlendir listamenn þátt í flutningi. Sagt verður frá fyrstu tónleikahelginni í DV á morgun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.