Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Side 36
36 Lífsstm FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. Fjallafatnaður er dýr á íslandi og úrvalið er mikið. Flestir þeir sem fjárfesta í útifatn- aði byrja á þvi að kaupa sér heppi- lega gönguskó. Hversu dýrir og íburöarmiklir þeir eru fer svo eftir því til hvers á að nota þá. Ef einung- is á að nota þá í útilegu í Skaftafelli eða í léttar gönguferðir á Þingvöllum verða menn aö velja á milli þess að kaupa sér dýra gönguskó eða ein- hverja skó á miðlungsverði. i Annan fatnaö til að nota í fjalla- ferðir kaupa menn yfirleitt smám saman. Flestir búa svo vel að eiga ýmiss konar fatnað sem hægt er að nota í útilegur og léttari göngur. En þegar menn eru komnir á bragðið og vilja helst eyða öllum sínum tíma í óbyggðum er nauðsynlegt að eiga góðan fjallafatnað því veður eru oft válynd fyrir ofan byggð. Og þá er nauðsynlegt aö huga vel að efnum og annarri gerö fatnaöarins. Tískan hefur yfirleitt ekki mikii áhrif á hvernig fatnað menn velja til að nota á fjöllum uppi. Er sennilega tvennt sem einkum veldur því; ann- ars vegar að menn kaupa fjallafatnað með því hugarfari að hann endist í nokkur ár og svo hins vegar að þessi fatnaður verður í senn að vera skjól- góður og hlýr og þýðir þá lítt að hafa dagskipunina: aðskoriö í dag en vítt á morgun. Mikilvægasti útbúnaðurinn Fótabúnaöurinn er einn mikilvæg- asti útbúnaðurinn fyrir alla þá sem hyggja á göngur, hvort sem þær eru langar eöa stuttar. Því eru góðir gönguskór eitt af því fyrsta sem menn fjárfesta í. Hægt er að skipta skóm í tvo flokka: skó úr leðri og skó úr öðrum efnum, til að mynda plasti eða gúmmíi. Leðurskór hafa þá kosti umfram skó úr plasti og gúmmíi að þeir anda en á móti kemur að þeir eru ekki vatnsþéttir og krefjast mik- illar umhirðu af eiganda sínum. Til eru tvenns konar leðurskór, stífir og mjúkir, og fer það eftir gerð sólans hvorum flokknum skómir tilheyra. Það er eins gott að klæðast hlýjum fatnaði þegar haldið er til óbyggða. DV-myndir KAE Búnaöurinn greinilega í góðu lagi og ekki mikil hætta á að fólk verði úti. Límdur sóli: Yfirleðrið er þá límt milli innri og miðsólans. Yflrleitt eru þetta mjúkir skór og henta aðeins í léttar göngur. Skór saumaðir að innan: Ekki ólík- ir skóm með límdum sóla. Yfirleðrið er klemmt inn á milli innri sóla og miðsóla, síðan er allt saumað saman. Að lokum er slitsólinn saumaður á. Norskur randsaumur: Yfirleöriö er fyrst saumað á sérstakan hátt við innri sólann og síðan er yfirleðriö aftur saumað við miðsólann. Þar undir kemur shtsóli. Þessi tegund af skóm er talin mjög sterk. Goodyear randsaumur: Fyrst er yfirleðrið saumað við innri sólann en um leið er fest leðurræma allan hringinn, sem síöan er brotin yfir sauminn og saumuö við miðsólann. Að lokum er slitsólinn límdur undir. Sennilega er auðveldara að vatns- verja skó sem saumaðir eru með Goodyear randsaum en með norsk- um saum. Til að hægt sé að vatnsveija leð- urskó með einhverjum árangri er mikilvægt að skórnir séu saumaðir eins fáum saumum og mögulegt er. Einnig er æskilegt að leðrið í skónum sé tvöfalt og aö saumar standist ekki á. Tungan ætti að vera saumuð fóst í skóinn allt upp aö ökkla til að halda vatni úti. Á vönduöum skóm er yfir- leitt brydding að ofna úr mjúku leðri. Blauta leðurskó á aldrei aö þurrka Léttur anorak sem hlífir vel gegn veðri og vindum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.