Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1988, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1988. Iþróttir Þaö gekk á ýmsu er Frakkar glímdu viö Argentínumenn í íþrótt- inni rugby á dögunum en franska liðið hefur verið í keppnisför um Suður-Ameríku. Slagsmál brutust margsinnis út í viðureigninni og kunni enginn aö stilla til friðar þegar verst lét. Létu leikmenn ekki af þess- um ósóma fyrr en þeir voru orðnir móðir af tómum slagsmálum. Þess má geta að Argentínumenn unnu leikinn,-18-0. Frakkar létu þó ekki deigan síga þótt þeir hefðu beðið lægri hlut fyrir Argentínumönnum. í síöasta leik sínum í keppnisförinni unnu þeir nefnilega stærsta sigur í sögu Rug- by-íþróttarinnar. Lögðu þá Paragvæ, 106-12. -JÖG L'ORÉAL NÝJAR ANDLITSSNYRTIVÖRUR SEM VIÐ- HALDA EIGINLEIKUM UNGRAR HÚÐAR. PLÉNITUDE línan er afrakstur 10 ára rannsóknar- starfs og sérstaklega framleidd til þess að koma í veg fyrir ótímabærar aldursbreytingar húðarinnar. PLÉNITUDE snyrtivörurnar verða kynntar í Kjöt- miðstöðinni, Garðabæ, á morgun, föstudag. Notið tækifæriö og þiggið góð ráð um rétta umhirðu húð- arinnar. Dreifingaraöili: ifjifl mojlw vmmMWwmw & mWuWWu Skútuvogi lOa, 104 Reykjavík, sími 686700 Þungbrýnn kylfingur Greg Norman, einn fremsti kylf- ingur heimsins, hafði ekki erindi sem erfiði á opna bandaríska meistara- mótinu, en sú keppni fór einmitt fram á dögunum. Norman, sem er Ástralíumaður og efstur á heimsaf- rekalista kylfmga, setti kylfuhausinn í grjót í einu högginni og fékk fyrir bragðið áverka á vinstri höndina. Mátti hann draga sig í hlé vegna þeirra meiðsla. Curtis Strange varð hlutskarpastur á mótinu eins og áður hefur komið fram í DV. Þótt Norman standi framarlega í golfmu er hann ekki meðal tekju- hæstu manna í íþróttinni en listi tekjuhæstu manna er þannig: 1 Nick Faldo 111,304 pund 2 Mark McNulty 104,328 3 Jose-Maria Olazabal 94,845 4 MarkJames 81,790 5 Severiano Ballesteros 75,356 6 Eamonn Darcy 66,798 7 Ian Woosnam 66,094 8 RodgerDavis 61,459 9 Ronan Rafferty 60,061 10 Denis Durnian.......58,967 11 Bernhard Langer.....57,740 12 BarryLane...........52,795 13 SandyLyle...........49,400 14 Christy O’Connor....48,403 15 MikeHarwood.........48,384 16 WayneRiley..........46,434 17 DerrickCooper.......45,395 18 RogerChapman........42,321 19 MiguelMartin........42,210 20 GordonBrand.........41,348 -JÖG Stórstjömur piyddu bekkina Þessar kempur, þeir Jack Nichol- son og Warren Beatty, voru mættar á pallana er rotarirtn Mike Tyson tók -nafna sinn Spinks í karphúsið á dög- unum. Leikararnir eru báöir miklir áhugamenn um íþróttir og hafa sjálf- sagt ekki sleppt augum af hringnum meðan Spinks stóð uppi. Þess má geta að viðureign þeirra Tysons og Spinks stóð aðeins í 90 sekúndur og fékk meistarinn rúmar 10 milljónir fyrir hverja þeirra en áskorandinn sýnu minna eða rúmar 6. Dýrt var að festa sér sæti í keppnissalnum og má ætla aö þeir hafi fengið lítið fyrir sinn snúð sem skruppu á pylsubar- inn á meðan hinn örskammi leikur stóð yfir. -JÖG Becker kátur Boris Becker leikur í undanúrslit- um Wimbledon-mótsins í tennis ásamt þeim Miroslav Mecir, sem lagði Mats Wilander í átta manna úr- slitum, Stefan Edberg, sem vann Patrick Kuhnen, og Ivan Lendl, sem bar sigurorð af Tim Mayotte. Sjálfur vann Becker meistara síðasta árs, Ástralann Pat Cash. -JÖG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.