Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988.
Viðskipti_____________________________________
Eviendir markaðir:
Enn styrkist dollarinn
Dollarinn hefur rofið 46 króna
múrinn á íslandi. Kaupverð hans var
46 krónur bæði á mánudaginn og
þriðjudaginn. Þetta er met. Fyrir
rúmum sex mánuðum, á gamlárs-
dag, var dollarinn á 35,60 krónur.
Munurinn þarna á milli eru rúm 29
prósent. Með öðrum orðum; krónan
hefur fallið um 29 prósent frá ára-
mótum.
Þrumuflug dollarans sést best á
línuritinu hér að neðan. Stefna hans
er aðeins ein frá því gengi krónunnar
var fellt um 10 prósent þann 16. maí.
Þessi leið er upp. Dollarinn klifrar
og klifrar.
Á sama tima sígur hráoliuverðið
ótrúlega. Hráolían Brent úr Norður-
sjónum er núna seld á um 14 til 14,08
dollara tunnan. Svo lágt hefur verðið
Peningamarkaður
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn
Stjörnureikningar eru fyrir 15 ára og yngri
og 65 ára og eldri. 65 ára og eldri geta losað
innstæður sínar með 3ja mánaða fyrirvara.
Reikningarnir eru verðtryggðir og með 8% vöxt-
um.
Þriggja stjörnu reikningar eru með hvert
innlegg bundið í tvö ár, verðtryggt og meö 9%
nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyris-
sjóöum eða almannatryggingum. Innstæður eru
óbundnarog óverðtryggðar. Nafnvextireru 28%
og ársávöxtun 28%.
Sérbók. Við innlegg eru nafnvextir 25% en
3% bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttekt-
ar upp í 32%. Hvert innlegg er meðhöndlað
sérstaklega. Áunnið vaxtastig helst óbreytt óháð
úttektum en vaxtahækkun seinkar um þrjá mán-
uði ef innleggið er snert. Á þriggja mánaða
fresti er gerður samanburður við ávöxtun þriggja
mánaða verðtryggðra reikninga, nú með 2%
vöxtum, og sú tala.sem hærri reynist færð á
höfuðstól. Úttekt vaxta fyrir undangengin tvö
vaxtatímabil hefur ekki áhrif á vaxtahækkanir.
Búnaðarbankinn
Gullbók er óbundin með 36% nafnvöxtum
og 39,2% ársávöxtun á óhreyfðri innstæóu eöa
ávöxtun verðtryggös reiknings með 4,0% vöxt-
um reynist hún betri. Af hverri úttekt dragast
0,85% í svonefnda vaxtaleiðréttingu. Vextir fær-
ast hálfsárslega.
Metbók er með hvert innlegg bundið í 18
mánuði á 38% nafnvöxtum og 41,6% ársávöxt-
un, eða ávöxtun verðtryggðs reiknings með
4,0% vöxtum reynist hún betri. Hvert innlegg
er laust að 18 mánuðum liðnum. Vextir eru
færöir hálfsárslega.
Iðnaðarbankinn
Bónusreikningur er óverðtryggður reikningur
meó 31-34% nafnvöxtum, eftir þrepum, sem
gera 36,8-40,42% ársávöxtun. Verötryggð bón-
uskjör eru 4-7% eftir þrepum. Á sex mánaöa
fresti eru borin saman verðtryggð og óverö-
tryggö kjör og gilda þau sem hærri eru. Heim-
ilt er aö taka út tvisvar á hverju sex mánaða tíma-
bili. Vextir færast misserislega á höfuðstól.
18 mánada bundinn reikningur er með 39%
nafnvöxtum og 39% ársávöxtun.
Landsbankinn
Kjörbók er óbundin meö 36% nafnvöxtum
og 39,2% ársávöxtun. Af óhreyföum hluta inn-
stæðu frá síðustu áramótum eða stofndegi
reiknings síðar greiðast 37,4% nafnvextir (árs-
ávöxtun 40,9%) eftir 16 mánuði og 38% eftir
24 mánuði (ársávöxtun 41,6%). Á þriggja mán-
aða fresti er gerður samanburður á ávöxtun 6
mánaða verðtryggðra reikninga og gildir hærri
ávöxtunin. Af hverri úttekt dragast 0,85% í svo-
nefnda vaxtaleiðréttingu. Vextir færast tvisvar á
ári á höfuöstól. Vextina má taka út án vaxtaleiö-
réttingargjalds næstu tvö vaxtatímabil á eftir.
Samvinnubankinn
Hávaxtareikningur hefur stighækkandi vexti
á hvert innlegg, fyrstu 3 mánuðina 24%, eftir 3
mánuði 37%, eftir 6 mánuði 38%, eftir 24 mán-
uði 39% eða ársávöxtun 42,80%. Sé ávöxtun
betri á 6 mánaða verðtryggðum reikningum
gildir hún um hávaxtareikninginn. Vextir færast
á höfuðstól 30.6. og 31.12.
Hávaxtabók er óbundin bók sem ber 38%
nafnvexti og 41,6% ársávöxtun á óhreyfðri inn-
stæðu. Ef ávöxtun 6 mánaða verðtryggðs reikn-
ing^- reynist betri gildir hún. Vextir færast hálfs-
árslega. Af útttekinni upphæð reiknast 0,75%
úttektargjald, nema af uppfærðum vöxtum síð-
ustu 12 mánaða.
Útvegsbankinn
Ábót ber annaðhvort hæstu ávöxtun óverð-
tryggðra reikninga í bankanum, nú 29,96% (árs-
ávöxtun 30,79%), eða ávöxtun 3ja mánaða
verðtryggös reiknings, sem ber 2% vexti, sé hún
betri. Samanburður er gerður mánaðarlega og
vaxtaábótinni bætt viö höfuðstól en vextir færð-
ir í árslok. Sé tekið út af reikningnum gilda al-
mennir sparisjóösvextir, 24%, þann mánuð.
Heimilt er að taka út vexti og vaxtaábót næsta
árs á undan án þess að ábót úttektarmánaðar
glatist. Ef ekki er tekið út af reikningnum í 18-36
mánuði tekur hann á sig kjör sérstaks lotusparn-
aðar með hærri ábót. Óverðtryggð ársávöxtun
kemst þá í 31,38-33,15%, samkvæmt gildandi
vöxtum.
Verslunarbankinn
Kaskóreikningur. Meginreglan er að inni-
stæöa, sem er óhreyfð í heilan ársfjórðung, ber
34% nafnvexti, kaskóvexti, sem gefa 38,59%
ársávöxtun, eöa nýtur kjara 6 mánaða verð-
tryggðs reiknings, nú með 4% vöxtum, eftir því
hvor gefur hærri ávöxtun fyrir þann ársfjórðung.
Vextir og verðbætur færast á höfuðstól í lok
hvers ársfjórðungs, hafi reikningur notiö þess-
ara „kaskókjara". Reikningur ber kaskókjör þótt
teknir séu út vextir og verðbætur sem færðar
hafa verið á undangengnu og yfirstandandi ári.
Úttektir umfram það breyta kjörunum sem hér
segir.
RentubókRentubókin er bundin til 18 mánaða.
Hún ber 41 prósent nafnvexti. Ávöxtunin er
borin reglulega saman við verðtryggða reikn-
inga.
Sparisjóðir
Trompreikningur er verðtryggður með 4%
vöxtum. Sé reikningur orðinn 3ja mánaóa er
geröur samanburöur á ávöxtun með svokölluð-
um trompvöxtum sem eru nú 36% og gefa
40,20% ársávöxtun. Reynist trompvextir gefa
betri ávöxtun er þeim mun bætt á vaxtareikning-
inn. Hreyfðar innstæður innan mánaöar bera
trompvexti sé innstæðan eldri en 3ja mánaða,
annars almenna sparisjóðsvexti, 26%. Vextir
færast misserislega.
12 mánaöa sparibók hjá Sparisjóði vélstjóra
er með innstæóu bundna í 12 mánuði, óverö-
tryggða, en á 41,5% nafnvöxtum. Árlega er
ávöxtun Sparibókarinnar borin saman við
ávöxtun verðtryggöra reikninga og 5% grunn-
vaxta og ræður sú ávöxtun sem meira gefur.
Vextir eru færðir síðasta dag hvers árs.
Topp-bók nokkurra sparisjóða er með inn-
stæðu bundna í 18 mánuði óverðtryggða á 38%
nafnvöxtum og 42,68% ársávöxtun eða á kjör-
um 6 mánaöa verðtryggðs reiknings, nú með
5,0% vöxtum. Vextir færast á höfuðstól misseris-
lega og eru lausir til útborgunar á næsta vaxta-
tímabili á eftir. Sparisjóðirnir í Keflavík, Hafnar-
firði, Kópavogi, Borgarnesi, á Siglufirði, Ólafs-
firði, Dalvík, Akureyri, Árskógsströnd, Neskaup-
stað, Patreksfirði og Sparisjóður Reykjavíkur og
nágrennis bjóða þessa reikninga.
Látum fara vel um barnið
og aukum öryggi þess
um leið!
IUMFERÐAR
RÁÐ
ekki farið frá því að Viðskiptasíðan
fór að segja reglulega frá erlendum
mörkuðum síðastliöið haust.
Verð á bensíni, súperbensíni, gas-
olíu og svartolíu hefur á hinn bóginn
hækkað nokkuð frá því í síðustu
viku. Munurinn er um 10 dollarar á
hverju tonni af bensíni og súperbens-
íni.
Álmarkaðurinn virðist kominn í
jafnvægi. Aðra vikuna í röð lónar
tonnið af áh í kringum 1.510 sterl-
ingspund. 3ja mánaða verðið, samið
um núna en afhent og greitt eftir 3
mánuði, er lægra. Það er núna um
1.465 sterlingspund. Munurinn þarna
á milli heitir einfaldlega eftirspurn.
Menn eru ekki tilbúnir að bíða í þrjá
mánuði eftir áhnu.
Álverið í Straumsvík selur á svo-
nefndu 3ja mánaða verði. Það er ekki
það sama og 3ja mánaða verðið í
London sem áður var minnst á. Ál-
verið selur samkvæmt föstum samn-
ingum. Slíkir samningar eru lang-
mest í gildi. Markaðurinn í London
er afgangsmarkaður fyrir ál. Hann
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 23-26 Sp.lb
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 23-28 Sp.Ab
6mán. uppsögn 24-30 Sp.Ab
12 mán. uppsögn 26-32 Ab
18mán. uppsögn 39 lb
Tékkareikningar, alm. 9-13 Ib.Sp
Sértékkareikninqar 10-28 Ab
Innlán verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán. uppsögn 4 Allir
Innlán með sérkjörum 20-36 Lb.Bb,- Sp
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 6-7 Vb
Sterlingspund 7-8 Vb.Ab
Vestur-þýsk mörk 2,25-3 Ab.Vb
Danskarkrónur 7,25-8,50 Vb.Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 37-39 Vb.Sb,- Úb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 37-41 Sb
Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 39-42 Lb.Bb,-
Sb
Utlán verðtryggð
Skuldabréf 9,25 Vb.lb
Utlántilframleiðslu
Isl. krónur 34-41 Vb.Úb
SDR 7,75-8,50 Lb.Úb,- Sp
Bandarikjadalir 9,25-10 Lb.Úb,- Sp
Sterlingspund 10-10,75 Úb.Sp
Vestur-þýsk mörk 5,25-6,00 Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 52,8 4,4 á mán.
MEÐALVEXTIR
Óverötr. júlí 88 38,2
Verötr. júlí 88 9,5
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala júli 2154 stig
Byggingavísitalajúlí 388 stig
Byggingavísitala júlí 121,3 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 8% 1. júli.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Ávöxtunarbréf 1,6759
Einingabréf 1 3,033
Einingabréf 2 1,752
Einingabréf 3 1,901
Fjölþjóöabréf 1,268
Gengisbréf 1,340
Kjarabréf 2,893
Lífeyrisbréf 1.525
Markbréf 1,507
Sjóösbréf 1 1,486
Sjóðsbréf 2 1,310
Tekjubréf 1,428
Rekstrarbréf 1,2126
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 115 kr.
Eimskip 263 kr.
Flugleiðir 231 kr.
Hampiðjan 112 kr.
Iðnaðarbankinn 168 kr.
Skagstrendingur hf. 158 kr.
Verslunarbankinn 114 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 123 kr.
Tollvörugeymslan hf. 100 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31 % ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb= Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
mælir eftirspurnina mjög vel.
Mjög lítið er til af birgðum af áh
núna, eða aðeins um 30 daga notkun.
Það sýnir vel hve eftirspumin á
heimsmarkaðnum er í raun mikil.
-JGH
Svartolía
feb. mars apríl mai júni júli
Pund
Ál
Verð á erlendum
mörkuðum
Bensín og olía
Rotterdam, fob.
Bensin, venjulegt...172$ tonnið
eða um......6,02 ísl kr. lítrinn
Verð í síðustu viku
Um..................164$ tonnið
Bensín, súper.......184$ tonnið
eða um......6,39 ísl. kr. htrinn
Verð í síðustu viku
Um..................175$ tonnið
Gasolia.............130$ tonnið
eða um......5,08 ísl. kr. htrinn
Verð i síðustu viku
Um..................128$ tonnið
Svartolía............82$ tonnið
eða um......3,49 ísl. kr. lítrinn
Verð í síðustu viku
Um...................81$ tonnið
Hráolía
Um.............14,08$ tunnan
eöa um......644 ísl. kr. tunnan
Verð i síðustu viku
Um.............14,60$ tunnan
Gull
London
Um.................43&S> únsan
eða um......20.056 ísl. kr. únsan
Verð í síðustu viku
Um..................438$ únsan
Ál
London
Um....l.510 sterlingspund tonnið
eða um....117.629 ísl. kr. tonnið
Verð í síðustu viku
Um....l.515 sterlingspund tonniö
Ull
Sydney, Ástraliu
Um..........11,70 dollarar kílóið
eða um.........538 ísl. kr. kílóið
Verð í síðustu viku
Um..........11,60 dollarar kílóið
Bómull
New York
Um.............60 cent pundið
eöa um.........61 ísl. kr. kílóið
Verð i síðustu viku
Um.............66 cent pundið
Hrásykur
London
Um..........352 dollarar tonnið
eða um......16.192 ísl. kr. tonnið
Verð i síðustu viku
Um..........285 dollarar tonnið
Sojamjöl
Chicago
Um..........276 dollarar tonnið
eða um......12. ísl. kr. tonnið
Verð í síðustu viku
Um..........305 dollarar tonnið
Kaffibaunir
London
Um ...........116 cent pundið
eöa um-........117 ísl. kr. kílóið
Verð í slðustu viku
Um ...........117 cent pundið
Verð á íslenskum
vönim eriendls
Refaskinn
K.höfn., febr.
Blárefur.........298 d. kr.
Shadow...........299 d. kr.
Silfurrefur......692 d. kr.
Bluefrost........312 d. kr.
Minkaskinn
K.höfn., febr.
Svartminkur......220 d. kr.
Brúnminkur.......227 d. kr.
Grásleppuhrogn
Um....1100 þýsk mörk tunnan
Loðnumjöl
Um...........665 dollarar tonnið
Loðnulýsi
Um........430 doharar tonniö