Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. Lífsstíll Ekki þarf flókinn útbúnað til að grilla silunginn strax að veiði lokinni. Kol, kveikilög, grind og álpappir. Steinar settir með hliðunum til að halda grindinni. DV-myndir JAK Silungur Nú stendur veiði í ám og vötnum sem hæst. Menn draga að landi fall- ega fiska tii matar en margir hverjir standa ráðþrota þegar kemur að matreiðslunni. Einfaldasta matreiðsluaðferðin á veiðistaðnum er að grilla fiskinn viö kol. Samt sem áður er engin nauðsyn að taka með sér að heiman grill, nóg er að hafa kol, kveikilög og grind. Hins vegar fást hér í búðum lítil, ódýr grill sem þægilegt er að hafa með sér í stuttar ferðir. Þegar grillað er án sérstaks grill- tækis verður aðeins að muna eitt og það er að skilja vel við og skemma ekki neitt. Grillaður heill silungur 1 silungur á mann (u.þ.b. 500 g) Smjör kryddsalt eða venjulegt salt sítrónupipar eða venjulegur pipar Silungurinn er hreinsaður og hreistraður vel. Smjörið er kryddaö eftir smekk með kryddefnunum og brætt við vægan hita. (Ath. að bræða má smjöriö í íláti ofan á glóðunum). Silungurinn er penslaður með smjör- inu að utan og innan. Silungurinn er lagður á grindina og glóöaður þar til hann losnar frá beinunum. Fiskin- um er snúið einu sinni eða tvisvar og penslaður með smjörinu í hvert skipti. Borið fram með grænmeti og bökuðum kartöflum. Sérstaklega er gott að kreista sítrónu yfir. Gott er að nota sérstaka glóðar- grind fyrir fisk. Grindin er þannig að hún klemmist utan um fiskinn og minni hætta er á að hann losni í sundur þegar honum er snúið. Einn- ig eru til hentugar grilltangir með stórum, flötum spaða sem nær vel yfir fiskinn. Nætursaltaður og soðinn Gott er til tilbreytingar að nætur- salta silunginn. Silungurinn er flak- aður og stráð yfir þunnu lagi af salti. Látiö bíða á köldum stað yfir nótt. Fiskurinn er síðan soðinn á venjuleg- an hátt. Varist að silungurinn er þunnur fiskur og þolir ekki mikið salt né mikla suðu. Jurtakryddaöur silungur a marga vegu Silungurinn er flakaöur og lagður á álpapir. og kryddblanda þar yfir. Síðan er hitt flakið lagt yfir og að lokum krydd- blöndu stráð yfir. Siðan er silungnum pakkað vel inn í pappírinn og farg sett ofan á hann. Geymt í kæli undir fargi í einn sólarhring. Borið fram með soðnum eða bök- uðum kartöflum og salati. Grafinn silungur Grafinn silungur er ekki síðri en grafinn lax. Mjög einfalt er að grafa silunginn og ánægjan með heima- grafinn silung er mikil. 1-2 flakaðir silungar (eftir stærð) 1 msk. sykur 1 msk. salt 1 msk. dill (kúfuð ef notað er ferskt dill, sléttfull ef notað er þurrkað) nýmulinn pipar Jurtakryddaður silungur Eftir aö heim er komið með feng- inn, sem veiðst hefur, er hægt að matreiða silunginn á margan máta. Hér er silungurinn bakaður í ofni. 4-6 sneiðar silungur '/« tsk. salt ló dl smátt skorin steinselja /2 dl smátt skorinn graslaukur '/2 dl smátt skorið dill 1- 2 dl vatn 2- 3 msk. smjör Blandið öllum jurtunum saman. Setjið helminginn í botninn á eld- fóstu móti. Leggið silungssneiðarnar þar yfir og saltið. Hellið vatninu í mótið og leggið smjörklípur yfir fisk- inn. Steikið flskinn í 30-35 mínútur í 225° heitum ofni. Berið fram með soðnum kartöflum og bræddu smjöri. Grillaður silungur með tsatsiki Silungur í sneiðum (200 g á mann) olía til að pensla með salt og pipar Hafið sneiðarnar ca 2 'A sm þykkar. Penslið sneiðamar og glóðið á báðum hliðum. Færið ristina ofar og glóðið sneiðamar áfram þar til þær em steiktar í gegn. Tsatsiki 1 litil agúrka 1 dós sýrður rjómi '/2 dós hrein jógúrt 2 tsk. sykur 2 marin hvítlauksrif Rífið agúrkuna niður og sigtið vökvann frá henni. Blandið saman sýrðum rjóma og jógúrt. Setjið sykur og hvítlauk saman við. Rifna agúrk- an er hrærð saman við og tsatsikið látið bíöa í kæli í tvo tíma minnst. Helst þyrfti að fjarlægja öll beinin úr flakinu með flísatöng, en beinin í silungnum em mjög smá svo hægt er að sleppa því. Kryddinu er blandað vel saman og síðan er V, af blönd- unni stráð á álpappír. Flakiö er lagt á álpappírinn með roðhlið niður. Helmingnum af kryddblöndunni stráð yfir og hitt flakið lagt ofan á. Afgangurinn settur yfir roðhlið efra fiaksins. Álpappímum er pakkað þétt utan um fiskinn og ;hann geymdur undir léttu fargi í kæh í 1-2 sólarhringa. Snúið flökunum einu sinni á sólar- hring. -JJ Grillaður silungur með tsatsiki Matur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.