Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. 19 I>V anna á Bíennalnum oftsinnis til þess að vekja athygli á markverðum lista- mönnum sem af ýmsum ástæðum hafa ekki fengið inni á alþjóölegum listmörkuðum og söfnum. t Rússar og Baskar Á þessum Bíennal draga Sovét- menn til dæmis fram í dagsljósið löngu dauðan listamann, Aristarkh Lentulov (d. 1943), sem aðeins örfáir Vesturlandabúar þekkja, en hann tók virkan þátt í formbyltingunni í rússneskri hst á öðrum og þriðja ára- tug aldarinnar. Lentulov þessi var kannski ekki meðal frumheijanna en hann vann mjög smekklega og skynsamlega úr helstu forsendum fútúrisma og kúb- isma. Líka efast ég um aö maður hefði fengið tækifæri til að berja augum verk bráðsnjalls Ungverja, Imre Bukta, annars staöar en á Bíenn- alnum en hann setur meðal annars saman mikil skúlptúrverk með ritú- alísku inntaki úr ýmiss konar trjá- viði. Mikið er ég líka feginn að hafa loks- ins fengið að sjá skúlptúra baskneska listamannsins Jorge Oteiza í spænska skálanum (ásamt Súsönnu Solano). Þeir voru gerðir á árunum 1957-59 og eru að mörgu leyti undan- fari naumhyggjunnar í síðari tíma skúlptúr en hafa þó metafýsíska vídd sem naumhyggjan kaus að snið- ganga. Þótti mér spænski skálinn einn sá fallegasti á Bíennalnum. Málari frá Venezúela, Jacobo Borg- Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson es, mitt á milli impressjónisma og „villta“ málverksins, fannst mér einnig býsna góöur. Veröld án vopna Ætti ég samt að nefna til sögunnar áhrifamestu sýningarnar á sýning- arsvæði þjóðanna gæti ég tæplega gengið framhjá framlagi Vestur- Þjóðverja, Breta og Bandaríkja- manna. í hinum risastóra skála Vestur- Þjóöverja hafði Felix Droese hreiðr- að um sig meö miklu og samstæðu verki sem fjallar að hluta um veröld án vopna og er það gert úr stórum svörtum klippimyndum, trébitum, pappírsrúllum, teikningum og fleira tilfallandi. Þama er á ferðinni samsetningur meö heimspekilegu, mýtísku og póh- tísku ívafi. Andi Beuys svífm- aug- ljóslega enn yfir vötnum Þjóðveija. Bretar sýndu gott úrval skúlptúr- verka eftir Tony Cragg sem hefur getið sér frægð fyrir endurnýtingu ýmiss konar úrgangs í myndverkum sínum. Á sýningu Craggs í Feneyjum ber mest á stækkuðum útgáfum hvunndagslegra íláta, þar sem lista- maðurinn spilar á blendnar tilfmn- ingar okkar gagnvart fjölfólduöum hlutum, magnar upp mystík þegar best lætur en framkvæmir ódýrar sjónbrellur þess á milli. Bandaríkjamenn slógu sér upp með nýjum verkum gömlu kemp- unnar Jaspers Johns, sem er sjálfum sér líkur, að viðbættri nýrri angur- værð, jafnvel lífsþreytu. En engum duldist samt að þar fór einn af lykilmönnum nútíma mynd- listar enda hlaut Johns stóraprísinn á Bíennalnum, gullljónið svonefnda. Mönnum þótti þessi prísveiting að vísu ekki mjög djarfleg en þess ber að geta að þessar úthlutanir Bíenn- alsins hafa sjaldnast borið vott um dirfsku, nema kannski þegar Merming Mörkin milli veruleika og ímyndunar voru ekki alltaf skarpt dregin á þessum Bíennal. Hér stendur ungt íslenskt tónskáld, Atli Ingólfsson, í gríska sýningarskálanum. Rauschenberg hlaut hnossið fyrir tveimur áratugum. Norrænar tuggur Hvemig taka Norðurlöndin sig svo út á þessum vettvangi? Það er nú það. Sjálfum þótti mér norræni skálinn, sem hýsti þá Rolf Hanson (Sví.), Per Inge Björlo (Nor.), Jukka Makela (Finnl.) og Poul Gernes (Danm.), af- skaplega lítið spennandi. Heyrði ég á starfsbræðrum mínum, jafnt Skand- ínövum sem öðrum, aö þeir voru sama sinnis. Þaö var engu líkara en sýningar- nefndirnar hefðu kappkostað að renna stoðum undir helstu bábiljur sem nú eru í umferð um eöli norr- ænnar hstar. Rolf Hanson er þungbúinn lands- lagsexpressjónisti, sem hefur tileink- að sér ýmsa takta frá Bandaríkja- manninum Clyfford Still, Björlo heldur að installasjónir með gleri séu enn efst á baugi, Makela er kröftugur málari en ef til vill ekki nógu afger- andi og Gemes er einfaldlega huggu- legur danskur dekoratör. I blaðaumsögnum hefur hvergi verið fjallað sérstaklega um framlag Gunnars Amar en þeir gagnrýnend- ur, sem ég talaði við, voru margir á því að af Norðurlandalistamönnun- um væri mesta slátrið aö finna í Gunnari Erni. Stöðugur straumur gesta lá inn í hinn snyrtilega íslenska skála allan opnunardaginn og naut hann aug- Ijóslega staðsetningar sinnar við ít- alska skálann og bóksöluna. Saknaði ég þess að sjá ekki lista- manninn og nefndarmenn í íslenska skálanum við opnunina, eins og í flestum skálum annarra þjóða. Vonarpeningar Ekki gekk allt upp hjá sýningar- höldurum. Sýningin á myndhöggvurunum 25 í garðinum kringum skála þjóðanna gengur til dæmis ekki fyllilega upp. Bæði er þaö að til sýningarinnar hafa valist of mörg buröarlítil verk frá Bandaríkjunum og umhverfið er of íhlutunarsamt fyrir skúlptúra. Hins vegar vegur kynningarsýn- ingin „Aperto 88” upp á móti ann- mörkum þessarar skúlptúrsýningar. í 17. aldar verksmiðjuhúsnæði, sem sennilega er um 500 metrar á lengd, gengur maður framhjá áttatíu og sex 50 fm básum, þar sem finna má þá listamenn sem nefnd virtra listgagn- rýnenda bindur vonir sínar helst við - þ.á m. aðeins einn Norður- landabúa, Finnann Kari Cavén. Þar er vissulega að finna margan misjafnan sauðinn. Og fátt kemur þar stórkostlega á óvart - nema þá hve „alþjóðlegir" listamennirnir eru í skírskotunum sínum, hvort sem þeir eru frá Þýskalandi eða Indlandi. Málverk á undanhaldi En mér þótti óvenjumargir þessara ungu listamanna vinna vel úr fyrir- liggjandi forsendum í nútímalistum, arfleifð þeirra Duchamps og Beuys. Málverkið, villt eða tamið, virðist á undanhaldi. Þó er maleríska ný- sköpun að finna á sýningunni, sjá Tony Bevan (Bretl.), Juan Carlos Salvater (Spáni) og Michael Rittstein (Tékkó.). Menn hugsa mikið í niðursetning- um (installasjónum), tefla saman máluðum hlutum, ljósmyndum og teikningum í víðasta skilningi eða þá að þeir meðhöndla þrívíð form mjög malerískt. Þama vakti einna mesta athygli bandarísk listakona, Barbara Bloom, sem setti saman fjögur herbergi sem stigmögnuðu sjálfa sjónupplifunina, enda hlaut hún sérstök verðlaun Bíennalsins fyrir hugkvæmni sína. Bandaríkjamaöurinn Jasper Johns hlaut aðalverðlaun Bí- ennalsins, gullljónið. DV-myndir Al Þó var mönnum kannski mest star- sýnt á mikinn fleka eftir 55 ára gaml- an listamann, Eric Bulatov frá Sovét- ríkjunum, ekki sist fyrir heiti verks- ins : „Bylting og perestrojka". I grænum lundi á sýningarsvæðinu miðju stendur íslenski sýningarskálinn með myndum Gunnars Arnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.