Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. fþróttir Jón Krísljáii Sígurðsson, bSaðamaður ÐV, skrifar frá A-Þýskalandi Heimamenn oftast unnið Austur-þýska handknattleiks- mótiö er nú haldiö í 19. sinn. A- Þjóöverjar hafa oftast boriö sigur úr býtum eöa alls 14 sinnum. Rúraenar, Júgóslavar og Pólverj- ar hafa unnið í eitt skipti hver þjóö en Pólveijar sigruðu á mót- inu í fyrra. íslendingar hafa þrisvar áður tekið þáttí mótinu. Árið 1973 höfnuðu íslendingar í neðsta sæti, 1982 lenti liöiö í næstneðsta sæti og 1983 hafnaði liðið í flóröa sæti. Mótið nýtur töluverðra vin- sælda og komast iærri að en vilja. Þýsku rikin sem eitt Vestur-Þjóðverjar og Kúbumenn léku á undan leik Islendinga og Pólverja í gærkvöldi. Mikla at- hygli vakti meöal íslendinga að A-þýsku áhorfendumir, sem fylltu höllina, voru allir á bandi Vestur-Þjóðverja og hvöttu þá óspart í leiknum. I samtali viö nokkra A-þýska áhorfendur kom fram að þeir hta á Austur- og Vestur-Þýskaland sem eina þjóð. Aö sögn heimamanna ríkti ávallt mikil eftirvænting þegar landslið Vestur-Þjóðveija kæmi yfir landamærin til að leika. Ivanescu hrifinn Ivanescu, landshðsþjálfari V- Þjóðveija, hreifst mjög af ís- lenska liðinu í gærkvoldi. Hann sagöist sjá mikinn mun á hðinu frá því það lék í Hamborg á dög- unum og hðið yrði augljóslega betra með hveijum leik. Hann sagöist oft hugsa um hveroig þjóð með 260 þúsund íbúa gæti fætt af sér svo góða handboltaleik- menn. Kjartan aflar atkvæða Hjartan Steinbach, í stjóm HSÍ, kom til móts við íslenska hðið í Halle. Tilgangur ferðar hans hingað til Austur-Þýskalands var að vera Jóni Hjaltalín Magnús- syni innan handar við að afla umsókn íslendinga til að halda heimsmeistarakeppnina fylgis hér í A-Þýskalandi. Kjartan hélt í gær áleiöis til HoÚands og Belgiu til viðræöna við formemi handknattleikssam- bandanna til að reyna að afla at- kvæða. Erfitt að gera upp á milli Forsvarsmenn austur-þýska handknattleikssambandsins leggja til að íslendingar og Svíar komist að samkomulagi um hvor þjóðin haldi HM 1993 því miklar líkur séu á aö HM keppnin verði haldin annaö hvert ár eftír keppnina 1993. Austur-Þjóðveijar segjast haía átt góð samskipti við Islendinga og Svía og geti því ekki gert upp á milli þjóðanna, Olson leikur með Kristjáni Mats Olson, markvörður sænska landshðsins, hefúr skrifað undir eins árs samning við spánska hö- ið Teka sem Kristján Arason mun leika með í vetur. Lið Teka verð- ur því augljóslega mjög sterkt á næsta keppnistimabUi en meö Uöinu leika einnig nokkrir spánskir landshðsmenn. Það býr meira í liðinu en kom í Ijós í þessum leik Fá lið standast því íslenska snúning, sagði pólski þjálfarinn lón Kristján Sigurðsson, DV, Halle: „Það var meiri leikgleði í leiknum hjá okkur í kvöld heldur en hefur verið upp á síðkastið. Þá var sigur- viljinn mjög svo fyrir hendi og þaö hefur greinilega haft góð áhrif. Við höldum vonandi áfram á sigurbraut en ég er fullviss um að þaö býr enn meira í liðinu en kom í ljós í þessum leik,“ sagði Þorgils Óttar Mathiesen, fyrirliði íslenska liðsins, en hann átti mjög góðan leik í gærkvöldi. „Við lékum allan tímann af festu og öryggi og gáfum Pólverjunum aldrei neinn frið til að athafna sig. Sóknirnar gengu vel í leiknum og hraðaupphlaupin heppnuðust betur en oft áður,“ sagði Þorgils Óttar. Fórum illa með dauðafæri „Við gátum unnið enn stærri sigur en fórum illa með nokkur dauða- færi. Það vantaði að vísu tvo leik- menn í pólska liðið en ég held að það hafi ekki skipt neinu máli. Það var aldrei spurning hvorum megin sig- urinn mundi lenda því við náðum okkur mjög vel á strik strax í byrjun og kaffærðum þá á fyrstu augnablik- unum,“ sagði Bjarki Sigurðsson, hornamaðurinn snjaUi, í samtali við DV eftir leikinn. „Viö erum greinilega á góðri sigl- ingu og þetta lítur mjög vel út hjá okkur,“ sagði Bjarki að lokum. Bogdan hefur náð undraverðum árangri „Það standast fá lið íslenska lands- liðinu snúning eins og það lék í kvöld. Að vísu vantaði tvo sterka leikmenn í lið mitt en íslendingar léku samt sem áður frábærlega vel og þeir skildu okkur hreinlega eftir í byrjun leiksins. Bogdan hefur náð undraverðum árangri með liðið og það ætti að ná verðlaunasæti á ólympíuleikunum ef allt er með felldu," sagði Mikanovski, þjálfari Pólveija, í samtali við DV í gær. Komin svolítil þreyta í liðið „Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með leikinn og úrslitin því það er ekki á hverjum degi sem maður vinnur lið frá Austur-Evrópu með 11 marka mun. Ég er nokkuð ánægður með minn hlut í leiknum en samt fannst mér ég virka dálítið þungur á köflum. Það er sjálfsagt komin svolít- il þreyta í liðið eftir 5 vikna þrekæf- ingar og svo þrjá erfiða leiki í röð en ég vona bara að við höldum áfram á sigurbraut," sagði Alfreð Gíslason, en hann skoraði fimm mörk fyrir íslenska hðið, flest með þrumuskot- um fyrir utan. Grikkimir keyptu Detari fyrir stórfé Sigurðux Bjömsson, DV, V-Þýskalandi: Gríska knattspyrnufélagið Olympiakos Pireus keypti i gær ung- verska landsliðsmanninn Lajos Det- ari frá Frankfurt fyrir fáheyrða upp- hæð sem mun vera á bilinu 16-19 milljónir vestur-þýskra marka. Þaö gerir vel á fjórða hundrað milljónir íslenskra króna. Detari, sem er 25 ára gamall, var útnefndur besti erlendi leikmaður- inn í vestur-þýsku úrvalsdeildinni sl. vetur og hann átti stóran þátt í sigri Frankfurt í bikarkeppninni. Grikkir hafa hingað til ekki verið þekktir fyrir að greiða shkar upp- hæðir fyrir knattspyrnumenn enda er sérstök skýring að baki þessum viðskiptum. Grikki nokkur, sem fáir vita deili á, er nýkominn til heima- landsins frá Ameríku þar sem hann hagnaðist verulega á hreingerninga- fyrirtæki sem hann rak þar. Sá ný- ríki er ákveðinn í að styðja lið Olympiakos meö ráðum og dáð og byrjar svo sannarlega af krafti! 1 Úrslit og staða Jón Kristján Sigurösson, DV, HaBe: Úrsht í gærkvöldi og staða í riðlum handknattleiksmótsins í Austur-Þýskalandi er sem hér segir: A-riðill: ísland - Pólland........ .....(14-5) 26-15 A-Þýskaland-Kína ....(16-11)32-18 A-Þýskaland 2 2 0 0 54-39 4 ísland......2 1 0 1 47-37 2 Pólland......2 1 0 1 47-41 2 Kína.........2 0 0 2 33-64 0 B-riðill: Sovétrfkin - A-Þýsk .b ..(13-8) 29-21 V-Þýskaland - Kúba. ..(12-11) 27-23 Sovétríkin ....2 2 0 0 64-46 4 V-Þýskaland .2 2 0 0 47-42 4 A-Þýsk. b....2 0 0 2 40-49 0 Kúba.........2 0 0 2 48-62 0 I dag leika Ísland-Kína og Pól- land - A-Þýskaland í A-riöli og V-Þýskaland - Sovétríkin og Kúba - A-Þýskaland-b í B-riðli. Teitur enn í sterkri • Páll Ólafsson átti mjög góðan leik með ís stöðu hjá Brann Hermundur Sigmundsson, DV, Noregi: Slakt gengi Brann í 1. deildar- keppninni er vinsælasta umræðuefni norskra knattspyrnuáhugamanna það sem af er sumri og endalaus matur fyrir fjölmiðla. Hvorki gengur né rekur hjá Brann þrátt fyrir að lið- ið sé sterkt á pappímum og það er nú í þriöja neðsta sæti deildarinnar. Teitur Þóröarson, þjálfari Brann, er í mjög erfiðri aðstööu en Brann er þekkt fyrir að reka þjálfara sína þegar Ola gengur. Ekkert slíkt virðist þó í aösigi enn sem komið er. DV ræddi þessi mál við Sturlu Fjen, knattspyrnusérfræðing hjá stórblað- inu Verdens Gang, og hann segir að Teitur standi enn sterkur í stöðu sinni. Hitt sé annað inál að liðið verði að fara að skila árangri - en sem stendur sé barátta og vilji leikmanna þess í algeru lágmarki. Vestur-þýska tímaritið Kicker: Enginn í heimsklassa Sigurður Bjömsson, DV, Þýskalandi: Vestur-þýska knattspymutímarit- ið Kicker hefur „dregið erlenda leik- menn í Vestur-Þýskalandi í dilka“ og raöað þeim niður í ákveðna gæða- flokka. Enginn erlendu leikmánnanna kemst í heimsklassa en flmm komust í landshðsklassa. Þar á meðal er Ás- geir Sigurvinsson og segir blaðið aö hann hafi átt einna mestan þátt í því að tryggja Stuttgart Evrópusæti á síöasta keppnistímabih. Hinir fjórir eru Ungverjinn Lajos Detari, sem leikur með Eintracht Frankfurt, Norðmaðurinn Rune Bratseth hjá Werder Bremen, Robert Prytz, Sví- þjóð, sem leikur með Bayer Uerding- en, og Brasilíumaðurinn Tita sem leikur með Bayer Leverkusen. Jafntefli nágrannanna Efling og HSÞ-b skildu jöfn, 2-2, í Norðurlandsriðh 4. deildarinnar í knattspymu í síðustu viku. Þessum leik, sem fram fór að Laugum, var frestað fyrr í sumar. Hinrik Jónsson og Vilhjálmur Sigmundsson gerðu mörk Eflingar en Einar Jónsson og Ari Hallgrímsson skomðu fyrir ná- grannana úr Mývatnssveitinni. -VS leik mótsins í Austur-Þýskalandi í fyrrakvöld. Símamynd/Reute Toppslagur í deild - Valur mætir Fram á Hlíðarenda í kvóld Fram, efsta liö l. deildar, mætir Framara. Val í sannkölluðum toppslag á Hlíða- Bæði lið veröa án fastamanna í leikn- renda í kvöld klukkan 20. um í kvöld. Guðmundur Steinsson, Leikur hðanna er gifurlega mikilvæg- markahæsti maður deildarinnar, er ur varöandi framhald mótsins en fyrir Ijarri góöu gamni og leikur ekki meö leikinn hafa Framarar 8 stig umfram Fram vegna meiösla og sama er að segja Valsmenn sem eru í öðm sæti deildar- um Hilmar Sighvatsson sem leikur ekki innar. Ljóst er að íslandsraeistarar Vals með Valsmönnum í kvöld. verða að sigra í kvöld ef þeir ætla að -RR eiga möguleika á að vinna upp forskot

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.