Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. Sandkom Hvað ersvonafor- kastanlegt...? „Hvaðersvona forkastanlegt viðárásinaá írönskuþot- una?"spyr Moggiílýrir- sögnáfrétta- skýringan>istli ígær.íheilagri vandlætingu yfir því gaðra- foki sem skotæfing bandariska Qot- ans á Persaflóa olli. Vissulega eru hörmuð þau hræðiJegu mannlegu mistök að 290 saklausir borgarar skyldu láta lífið í æfingunni en ýmis- legt er nú hægt að tína til, mönnunum til málsbóta. Það kom í ljós að loft- vamakerfiö, sem talið erþaðfuli- komnasta i heimi, ogvarum borð í herskipinu, hefur aldrei verið próiað fyllilega. Svo er einnig bent á að koll- egi skipherrans á Vincennes hikaöi við að skjóta á aðvifandi flugvél fyrir rúmu ári. Þar reyndist um herþotu að ræöa og 37 sjóliöar týndu lífi. Því hefði verið fullkomlega réttlætanlegt núna að hika ekki heldur skjóta. Skjótafyrstogspyijasiðan! Eins og sagt er í kúrekamyndunum. Meirl skilningur! ífréttaskýring- unnierárásiná írönskufar- þegavéiinabor- insamanviö þaðvoðaverk ersovéskar herþoturskutu niðurs-kóreska farþegavélmeð 269mannsinn- anborðsfyrir fimm árum....má telja hinum sið- arnefndu (Bandaríkjamönnum) til tekna að þeir viðurkenndu mistök sin 10?; stundu eftir atvikið en langur tími ieið áður en Sovétmenn viöur- kenndusínmistök." Þessistaðreynd hiýtur að sefa sorg ættingja hinna látnu og fá þá til að gleyma þessu leiöinlega óhappi! Fréttaskýringin heldur áfram:, ,Þessi staðreynd kann líka aðeiga sinn þátt í því að árásin á Persaflóa, á alþjóðlegri fiugleið, skuli mæta meiri skilningi en atvik þaö er Sovétmenn „eyddu skotmarki sínu“ innan sovéskrar lofthelgi.'‘ Þar höfum við þaö! Sovétmenn, ,eyddu skotmarki sínu“ á meðan Banda- rikjamönnum urðu á „hræðileg tnis- tök“! Tvö hundruð og tuttugu dagar! Þorstlátir mennhalda áfram að rífa af þjórdagatalmu sínu.Meðdeg- inumídageru : nákvæmlega tvöhundruðog tuttugudagar þartilíslend-:: ingargeta keyptbjórlög- lega, ánþessað þurfaaðleggja á sig langar og strangar utanlands- ferðir. Bjórdagatalið er reyndar ekki eini undirbúningur bjórunnenda hér á landi fyrir daginn stóra. Einn góö- kunningi Sandkoms vildi hafa vaðiö fýrir neðan sig og er þegar búinn að sækj a um vikufW fr á störfum frá og með 1. mars! Hann hefur einnigkvatt vini sína til aö gera slíkthiö sama svo að þeir geti i sameiningu fagnað bjór- komunni á viðeigandi hátt. Rómantíkin lifi! Miðaldrahjón síitusíimaní stofunnieitt laugardags- kvöldoglásu, hann dagblað enhúnljóða- bók.þarsem sjónvarpið þeirra varbil- að. Skyndilega hróparkonaní heilagrivand- lætingu:„Þetta er þó það grófasta og frekasta sem ég hef séð! Hér er einh ver náungi sem kallar sig Tómas Guðmundsson bú- hm að stela frá orði til orðs kvæðinu • sem þú ortir til mín þegar viö trúlof- uðumokkur!“ Umsjón Axel Ammendrup Fréttir Merkingar á matvælum í hrikalegum ólestri - allt fljótandi í litar- og rotvamarefnum sem enginn veit af Að undanfórnu hafa aukaefni þau sem í matvælum finnast orðið að umtalsefni í kjölfar margendurtek- inna brota matvælafyrirtækis. Við- brögðin við þessum fréttum hafa ver- ið sterk og margir orðið til að lýsa yfir óánægju sinni með ástandið hér. Einn viðmælenda blaðsins tók svo sterkt til orða að segja að við íslend- ingar værum áratug á eftir öðrum þjóðum hvað varðar eftirlit og um- fjöllun um þessi efni og væri í raun ótrúlega lítil umræða um það hvað við látum ofan í okkur. Blaðamaður DV fékk tvo einstakl- inga, sem hafa látið þessi mál mikið til sín taka, í verslunarleiðangur með sér. Var ætlunin að rýna lítillega í þau matvæli sem á boðstólum eru og reyna aö velta fyrir sér raun- verulegu efnainnihaldi þeirra og hve auðvelt væri að komast að því. Það voru þau Davíð Gislasson læknir og Sigríður Jóhannsdóttir sem góðfús- lega féllust á að koma í þennan leið- angur. „Náttúruleg litarefni og leyfileg rot- varnarefni" voru merkingar sem skreyttu pakka af islenskri sild. „Þetta segir okkur ekkert um inni- haldið," sögðu Davíð og Sigriður. DV-myndir GVA Ofnæmisvaldar eru víða Davíð hefur fengist við ofnæmis- sjúkdóma og því kynnst mjög vel áhrifum þeirra aukaefna sem í mat finnast. Davíð var ómyrkur í máli yfir ástandinu og sagði að brýnt væri að grípa til einhverra aðgerða strax. Ofnæmisvaldar væru geysilega víða í mat og það án þess að þaö sé tekið fram á viðunandi hátt. Viðunandi lagasetning hefur látið á sér standa þótt brýnt sé að herða reglur um merkingar matvæla. Sigríður hefur ofnæmi fyrir fiski og fiskafurðum og hefur á liönum árum þurft að hafa mikiö fyrir því að finna þau efni sem koma henni illa. Sagði hún aö það væri ótrúlegt hve víða fiskafuröir væru notaðar. Það kæmi mjög oft fyrir að ekki væri unnt aö sjá á umbúðum hvað væri í matvælum og hún þyrfti á kvalafullan hátt að prófa sig áfram. Fimmtán prósent þjóðarinnar með ofnæmi Það eru kannski margir sem velta því fyrir sér hvort það skipti í raun nokkru máh hvaða efni eru notuð í matvæli, svo framarlega sem þau eru ekki bráðhættuleg. Það er hins vegar svo að mörg aukaefni, sem í matvæl- um eru, valda ofnæmi hjá stórum hluta fólks. Það er svo að sjálfsögðu misjafnt hve iila fólk fer út úr þessu ofnæmi, einkenni geta verið væg hjá sumum meðan þau eru lífshættuleg hjá öðrum. Davíð sagði að um 15% þjóðarinnar þjáðust af svokölluöu bráðaofnæmi. Fæðuofnæmi, eins og Sigríður er með, er hins vegar sjaldgæfara. Það er hins vegar ljóst að nútíma- maðurinn býr við langvarandi neyslu á alls kyns aukaefnum í mat sem mörg hver eru bæði tilgangslaus og hættuleg. Ýmsar vangaveltur hafa sprottið upp um áhrif þess á hkam- ann aö innbyrða allt þetta magn og hafa sumir bent á mögulega fylgi- fiska. Heyrst hefur sú saga frá Bandaríkjunum, sem hafa lengst allra búið við þessi efni, að svo hátti nú þar að lík séu hætt að rotna í kirkjugörðum vegna áratugalangrar neyslu á rotvarnarefnum. Þessi saga er sögð innan bandaríska heilbrigð- iskerfisins án þess að hún sé studd vísindalegum rökum. Margir segja þó að hún sé um margt táknræn um ástandið. „Leyfileg litarefni“: Fullyrðing sem mikið er notuð Eitt af-því fyrsta sem þau Davíð og Sigríður bentu á var furðuleg merk- ing sem var víða á umbúðum. í stað þess að gera grein fyrir hvaða htar- og rotvamarefni eru í matnum stóð aöeins: „Leyfileg litarefni“ eða „Leyfileg rotvarnarefni.“ „Þetta segir manni auðvitað ekkert um þaö hvaða efni eru í vörunni," sagði Sigríður og Davíð benti á að það væri varla nóg aö gefa upp núm- erið á efnunum, helst þyrfti að taka fram hvaða efni er um að ræða. Dav- íð tók síldardós úr hillu og benti á áletrunina: „Náttúruleg htarefni og leyfileg rotvarnarefni." „Þetta er hrikalegt dæmi um merkingu sem segir manni ekkert." „Óhugnanlegt hvað rotvarnarefni eru víða“ „Eitt af því sem mér þykir óhugn- anlegast er hvað rotvarnarefni eru víða í matvælum. Hefur þú t.d. at- hugað að flatkökur sem keyptar eru í búö geymast mjög lengi og harðna ekki eins og kökur sem eru bakaðar heima," sagði Sigríður. Hún sagði að fólk áttaði sig ekki á því í hve mörg- um matvörum rotvamarefni væru. Sagði hún að þau fyndust í hveiti og sykri og mörgum öðrum matvörum. Þetta væru vörur sem engum dytti í hug að óreyndu að innihéldu rot- varnarefni. Þau Davíð og Sigríður voru þó sam- mála um að alvarlegast væri þegar rotvarnarefni væru í ferskum mat. „Fólk verður að geta treyst því að vara sem seld er sem fersk sé án rotvarnarefna, það á aö vera vara sem fólk getur borðað umhugsunar- laust,“ sagði Davíð. Hann benti á að í ferskt kjöt væri oft blandað saltpétri til að tryggja að það sé rautt og ferskt 1 útliti. Salt- pétur væri hins vegar efni sem hefði margvíslegar aukaverkanir. Þá sagð- ist Sigríður hafa rekið sig á að græn- meti væri úðað rotvamarefni. Þar væri þó helst um að ræða innlent efni. „Hvarer appelsínið og grapeið?“ Forvitnilegt var að athuga ýmsar vörur sem flestir ganga út frá sem vísu að innihaldi ákveðin efni. Þau Davíð og Sigríður tóku fram eina flösku af „þjóðardrykk“ íslendinga, appelsíni frá Agli, og sýndu blaða- manni merkimiða: „Hvar er appelsí- nið, hér stendur aðeins að í drykkn- um séu sítróna og litarefni, ekkert um appélsínur," sögðu þau og bættu við: „Það er líklega af og frá aö þetta komi í stað þess að boröa appelsín- ur.“ Sama mátti segja um grape- drykk, þar var ekki nema sítróna. Litarefni sáu hins vegar um aö gefa vörunni rétt yfirbragð. Þau sögðu að merkingar á gos- drykkjum væru yfirleitt bágbornar og tóku sem dæmi klassískan drykk eins og Coke í glerflöskum. Þar var ómögulegt að sjá nokkra innihalds- lýsingu. Ekki var ástandið betra í djúsnum. „Mér hefur nú alltaf fundist þessi vöruflokkur dáhtið ótrúlegur, en það veröur þó að segjast að hann hefur batnað mikiö,“ sagöi Davíð. Fátæklegar merkingar á kryddi Á ýmsum vörum voru merkingar ákaflega fátæklegar og voru íslensk- ar vörur margar hverjar sérstaklega slæmar. Á merkimiöa sást aöeins nafn vöru og framleiðanda. Á sum- um erlendu vörunum eru merkingar til fyrirmyndar en á öörum síðri. Erlendar vörur eru oft merktar með tilliti til trúarskoðana neytenda, sem t.d. borða ekki svínakjöt. Sagði Sig- ríður að það kæmi henni stundum vel. Nokkrar íslenskar kryddvörur voru nánast ómerktar og sögöu Dav- ið og Sigríður aö það væri slæmt vegna þess að í kryddi væri mikill fjöldi vafasamra aukaefna. -SMJ Heilbrigðiseftirlitið: Ætlar í hörku út af bannefnum nöfn fyrirtækja sem nota ólögleg efrii verða birt „Við höfum fundið vörur frá Efnagerðinni Val hingað og þangað og viö höfum reynt að hreinsa þær út eftir því sem efni og ástæður segja til um,“ sagði Oddur Rúnar Hjartarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, þegar hann var spurður aö því hvemig gengi að hreinsa úr versl- unum vörur frá Efnagerðinni Val. Þær reyndust sem kunnugt er innihalda litarefnið azurrubin sem lengi hefur verið bannað að nota hér. Þó langt sé um liðið síöan komst upp að efnið hefði verið not- að er ekki enn búið að hreinsa allar verslanir af vörum með efninu. Það tefur vitaskuld fyrir að efnagerðin hefur ekki sýnt neitt frumkvæði í þvi að innkalla vörur meö þessu efni. „Sem betur fer er framferði þeirra hjá Val einstakt. Þeir virðast ekki gefa sig fyrr en við alvarlegar hótanir," sagði Oddur Rúnar þegar samskiptin við Efnageröina Val voru rædd. Það hefur vakiö furðu margra hve lengi verksmiðjan hefur kom- ist upp með að hundsa fyrirmæli heilbrigðisyfirvalda. „Það má segja að við höfum sýnt ótrúlega þolin- mæði enda seinþreyttir til vand- ræða. Því er hins vegar ekki að neita að við erum orðnir lang- þreyttir á Val. Við höfum því ákveðið að stytta okkur leiöina í framtíðinni og birta nöfn þeirra fyrirtækja sem fara ekki aö fyrir- mælum okkar.“ Oddur sagði að merkingar á mat- vælum væru ekki góðar. Sérstak- lega ætti það við um innlendar vör- ur og einnig sumt af því erlenda. Oddur sagði að nú væru mjólkur- vörur í sérstakri athugun hjá heil- brigðiseftirlitinu en síðan væri ætl- unin að snúa sér að kjötvörum. Þær væru í flestum tilvikum mjög illa merktar. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.