Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 14. JÚLÍ 1988. 5 Fréttir Brunamálastofnun: Úttekt á hús- næði fatlaðra um allt land í framhaldi af frétt DV um aö unn- iö væri að uppsetningu eldvarna- kerfa í allt húsnæði Ríkisspítala, fengust þær upplýsingar hjá Bruna- málastofnun ríkisins aö verið væri aö gera úttekt á öllu húsnæði á landinu þar sem fatlað fólk býr, þar á meðal húsnæði Öryrkjabandalags- ins í Hátúnshúsunum. Væri búið að gera skýrslu um ástandiö á 26 stöð- um og búið að safna upplýsingum um alla aðra staði þar sem fatlaðir búa. Ekki fengust nánari upplýsing- ar um ástand þessa húsnæðis, þar sem verið er að vinna að skýrslum um málið. Er úttekt þessi gerð að beiðni fé- lagsmálaráðuneytisins. Þar fengust þær upplýsingar að þessi mál væru alltaf í skoðun. -hlh Fékk Ifik í trollið Ómar Garöaisson, DV, Vestmarniaeyjum: Togbáturinn Vonin ST 6 fékk lík í trollið í fyrri viku þar sem báturinn var að veiöum djúpt suö-austur af Stórhöfða. Líkið var sent til Reykja- víkur og rannsakað þar og að sögn lögreglu hafa verið borin kennsl á líkið. Um er að ræða líkamsleifar Guðfinns Þorsteinssonar, Brekastíg 6 hér í bæ, sem fórst með mb Hvít- ingi 2. september sl. Tveir voru á bátnum, auk Guöfmns var Óli Krist- inn Sigurjónsson á Hvítingi. Frábært úrval af jogginggöllum heimta heggur í kaupmáttinn - Þjóðhagsstofnun ræðst á stjóm ríkisfjármála í spá Þjóðhagsstofnunar er þungur áfellisdómur yfir ríkisfjármálum. Þar er bent á að tekjuhalli ríkissjóðs í maílok sé 3,2 milljörðum meiri en ætlað hafði verið að hann yröi í árs- lok. Hrein lánsþörf ríkissjóös fyrstu fimm mánuði ársins var því 4,1 millj- aröur sem hefur að langmestu leyti verið mætt með yfirdrætti við Seðla- bankann sem nemur tæpum 4,3 mill- jörðum. Þá er vakin athygli á því að fyrstu fimm mánuði ársins hefur ríkissjóð- ur aukið eftirspurn í hagkerfmu um 2,9 milljarða. En til samanburðar má nefna að stefnt hafði veriö að því að ríkissjóður drægi úr eftirspurn um rúmlega 4 milljarða þegar á allt árið er litið. Þetta gerist þó ríkissjóöur hafi auk- ið skattheimtu sína gífurlega. Gert er ráð fyrir að kaupmáttur atvinnu- tekna á mann verði því sem næst óbreyttur milli áranna 1987 og 1988. Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann er hins vegar tahnn dragast saman um 1%. Hagfræðingar Þjóð- hagsstofnunar útskýrðu þennan mun með aukinni skattheimtu. í lok spár Þjóðhagsstofnunar segir að veruleg umskipti þurfi að verða í ríkisfjármálum til að áætluð sam- dráttaráhrif ríkissjóðs birtist í efna- hagslífinu. -SMJ Ari Þorsteinsson, forstöðumaöur tækni- og þróunardeildar KASK, sem unnið hefur að undirbúningi fyrir þessa vinnslu síðasthðin tvö ár og að koma humrinum á markað er- lendis. Hingað til hefur aðeins hluti hum- arsins verið nýttur, þaö er halinn, en nú er skepnan öll sett í eins kílóa fahegar pakkningar. Humarinn þarf aö vera tandurhreinn og algjörlega laus við sortamyndun. í vor voru settar humarþvottavélar í tvo báta og hafa þær reynst vel. Allmikinn vélabúnað þarf fyrir þvott, hreinsun og kemíska efna- blöndu, sem þarf að vera mjög ná- kvæm og er breytileg eftir því hvert humarinn er seldur. Búið er að vinna 14 tonn og senda til Danmerkur, Frakklands og Sviss og voru kaup- Ari Þorsteinsson, forstöðumaður tækni- og þróunardeildar KASK, og Arni Scheving, verkstjóri í humarfrystingunni, með fallegan humar. DV-mynd Ragnar endur mjög ánægðir og hafa borist fleiri pantanir en hægt verður að sinna í sumar. Danir eru svo milhlið- ir um sölu á humrinum til Ítalíu. Sjómenn fá 25-30% hærra verð fyrir heilan humarinn en halana. Ari Þorsteinsson sagði að nú ættu ahir byrjunarörðugleikar í þessari framleiöslu aö vera úr sögunni. Nú væri bara að vinna og selja og það væri óneitanlega mjög gaman þegar framleiðandinn fengi tækifæri til að selja sína vöru beint til viðtakenda. Þettá væri byggðastefna í hnotskum, sú eina og sanna byggðastefna, sagði Arí. »hummel^ SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA 40 REYKJAVÍK SlMI 83555 Júlía Imsland, DV, Höfiv Ný aðferð í vinnslu humars hefur verið reynd með góðum árangri hjá fiskiðju KASK - Kaupfélagi Austur- Skaftfelhnga - í sumar og er hún í því fólgin að pakka humrinum heil- um í neytendapakkningar. Það er Aukin skatt- litur: blátt/ lilla/grátt Verö 4.380,- Póstsendum HUMMEL BARNA-JOGGINGGALLAR MEIRI HÁTTAR ÚRVAL Litir: rautt, blátt, grænt Verð 2.460,- Unnið við humarinn i fiskiðju KASK. DV-mynd Ragnar Heili humarinn slær í gegn - Ekki hægt að afgreiða í sumar allar pantanir sem berast

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.