Dagblaðið Vísir - DV - 14.07.1988, Blaðsíða 22
22
FIMMTUDAGUR 14. JÚLI 1988.
íþróttir
Frétta-
stúfar
Napolí-menn sektaðir
Tíu leikmenn ítalska stórliðsins
Napolí voru um helgina sektaðir
af ítalska knattspyrnusamband-
inu fyrir að lenda í útistöðum við
þjálfara liðsins, Ottavio Bianchi.
Markvörðurinn Claudio Carela
fékk hæstu sektina eða sem svar-
ar yfir 8 þúsund dollara. Aðrir
leikmenn liðsins fengu hins vegar
minni sektir.
Göhr með besta tíma
Mjög góður árangur náðist á
frjálsíþróttamóti í Austur-Þýska-
landi um síðustu helgi. Til aö
mynda var Heike Drechsler aö-
eins flóra sentímetra frá heims-
metinu í langstökki kvenna. Hún
stökk 7,48 metra og setti nýtt
austur-þýskt met. Þá hljóp landa
hennar, Marlies Göhr, 100 metr-
ana á 10,89 sekúndum sem er
besti tími sem náðst hefur í grein-
inni í heiminum í ár.
Kristiansen getur andað
Norska hlaupadrottningin Ingrid
Kristiansen, sem verið hefur í
nokkrum sérflokki í heiminum
undanfarin ár í lengri vegalengd-
um, er meidd og verður frá
keppni i sex vikur. Meiðslin eru
þó ekki eins alvarleg og talið var
í fyrstu. „Ég get andað núna og
veit hvað er að mér. Ég mun mjög
fljótlega fara af stað með léttar
æfingar," sagði Kristiansen sem
á heimsmetið í 5 km og 10 km
hlaupi og hefur hlaupið mara-
þonhlaup á betri tíma en nokkur
önnur kona í heiminum.
Atlanta til Sovétríkjanna
Bandaríska körfuboltaliðið, Atl-
anta Hawks, sem leikur í NBA-
deildinni, er í þann veginn að
leggja upp í langferð. Ferðinni er
heitið til Sovétríkjanna þar sem
liðið leikur nokkra æfmgaleiki
gegn sovéskum félagsliðum auk
þess að æfa í nokkra daga. Punkt-
urinn yfir i-ið verður síðan leikur
Atlanta gegn sovéska landslið-
inu.
McNulty vitlaus yfir
seinaganginum í golfinu
Opna skoska meistaramótið í
golfi fór fram um síðustu helgi
og sigraði Barry Lane eins og
fram hefur komið í DV. Mark
McNulty frá Zimbabwe stal þó
senunni á mótinu en hann kvart-
aði sáran yfir rólegri spila-
mennsku keppenda. „Við kvört-
uðum nokkrir yfir rólegri spila-
mennsku á opna franska meist-
aramótinu fyrir hálfum mánuði
en það hefur ekkert gerst,“ sagði
McNulty og beindi spjótum sín-
um að skipuleggjendum „Evr-
óputúrsins". „Það voru langar
biðraðir á fyrsta degi opna skoska
mótsins og ég þurfti einu sinni
að bíða í hálfa klukkustund,"
sagði McNulty og var allt annaö
en ánægður.
McNulty getur þó huggað
sig viðfjármálin
Þó Mark McNulty kvarti yfir
seinagangi hér að ofan getur
hann ekki kvarttað yfir innkom-
unni hjá sér á mótunum í sumar.
Hann hefur unnið sér inn rúmar
10 milljónir það sem af er keppn-
istímabilinu í Evrópu. Næstur
honum kemur Nick Faldo frá
Bretlandi meö 9,2 milljónir og í
þriðja sæti er Jose-Maria Olazab-
al frá Spáni með 8 milljónir.
Boð FIFA þegið
Guatemala hefur þegið boð Al-
þjóða knattspymusambandsins,
FIFA, um að taka sæti Mexíkana
í knattspymukeppni ólympíu-
leikanna í Seoul. Mexíkanar hafa
verið dæmdir í bann frá alþjóð-
legum mótum til ársins 1991 eins
og áður hefur komið fram. Guate-
mala leikur í riðli með Ítalíu,
Zambíu og írak í Seoul.
DV
íslandsmótið í knattspymu - 3. deild:
Stjarnan og Grindavík
unnu bæði örugga sigra
- Huginn skoraði sjö gegn Dalvík - sókndjaifir markverðir fengu á sig mörk
SV-riðill
Víkverji - Grindavík 1-5
Grindvíkingar fóru hamfórum á
gervigrasinu í gærkvöldi og voru
komnir í 4-0 í hálfleik. Fimmta mark-
inu bættu þeir við í byrjun síðari
hálfleiks en létu síðan þar við sitja.
Finnur Thorlacius náði að koma Vík-
verjum á blað og laga örlítið stöðuna
fyrir þá. Ólafur Ingólfsson gerði tvö
marka Grindvíkinga, Freyr Sverris-
son, Pálmi Ingólfsson og Július Pétur
Ingólfsson eitt hver. Grindvíkingar
fylgja Stjörnunni eins og skugginn í
slagnum um sæti í 2. deild.
Stjarnan - Njarðvík 4-1
Stjarnan heldur efsta sætinu eftir
auðveldan sigur á botnliðinu. Garð-
bæingar fengu íjöldann allan af
marktækifærum en nýttu aðeins
fjögur þeirra. Það gerðu Jón Árna-
son, Valdimar Kristófersson, Árni
Sveinsson og Bjarni Benediktsson.
Björn Oddgeirsson náði að svara fyr-
ir Njarðvikinga seint í leiknum,
sendi þá boltann í tómt mark Stjörn-
unnar eftir að markvöröurinn hafði
hætt sér heldur langt fram á völlinn!
Fimm Njarðvíkingar fengu að líta
gula spjaldið í leiknum og Helgi Arn-
arsson það rauða.
Leiknir R. - ÍK 0-3
Fyrstu stig og mörk ÍK í fimm leikj-
um og úrslitin voru ráðin eftir hálf-
tíma á Fellavellinum - þá haföi Kópa-
vogsliðið skorað þrívegis. Fyrst
Hörður Sigurðarson og síðan bætti
Steindór Elísson tveimur mörkum
við. ÍK hafði nokkra yfirburði og
heföi getað bætt enn frekar við
markatöluna.
Afturelding - Reynir S. 2-2
Varamaðurinn Viktor Viktorsson
var maður leiksins hjá Aftureldingu.
Hann kom inn á um miðjan síðari
hálfleik og jafnaði fljótlega, 1-1.
Hann var aftur á ferðinni tveimur
mínútum fyrir leikslok, tryggði þá
Mosfellingum stig með öðru jöfnun-
armarki sínu. ívar Guðmundsson
hafði komið Reyni yfir með skalla-
marki eftir aukaspyrnu Ómars Jó-
hannssonar undir lok fyrri hálfleiks
og Ásgeir Þorkelsson kom Sandgerð-
ingum í 1-2 tíu mínútum fyrir leiks-
lok.
-ÆMK/VS
NA-riðill
Magnús Jónasson, DV, Austurlandi:
Huginn - Dalvík 7-1
Miklir yfirburðir hjá Seyöflrðingum
í þessum þýðingarmikla fallbaráttu-
leik í gærkvöldi. Sveinbjörn Jó-
hannsson skoraði úr tveimur víta-
spyrnum í fyrri hálfleik og Hugins-
menn bættu fimm mörkum við eftir
hlé. Halldór Róbertsson gerði 2,
Valdimar Júlíusson tvö og Jón Pétur
Róbertsson eitt. Undir lokin var
dæmd vítaspyma á Dalvíkinga og
markvöröur Hugins tók hana. Hann
skaut framhjá. Dalvíkingar voru
fljótir upp völlinn og Garðar Jónsson
skoraði í tómt mark Hugins!
Staðan í riðlum 3. deildar er þannig
eftir leikina í gærkvöldi:
• Karl Þóróarson - fjórum sinn-
um í liði vikunnar.
• Sigurður Björgvinsson - iimm • Guðni Bergsson - fjórum
sinnum i liði vikunnar. sinnum i iiði vikunnar.
DV-lið fyrri umferðar
Guðmundur Hreiðarsson
Víkingi (3)
Jón Sveinsson
Fram (3)
Guðni Bergsson
Val (4)
Sigurður Björgvinsson
ÍBK (5)
Erlingur Kristjánsson
KA (2)
Karl Þórðarson
ÍA (4)
Pétur Ormslev
Fram (3)
Atli Eðvaldsson
Val (2)
Heimir Guðmundsson
ÍA (2)
Arnljótur Davíðsson
Fram (3)
Guðmundur Steinsson
Fram (4)
• DV-Iið fyrri umferðar 1. deildarinnar í knattspyrau skipa þeir sera oftast hafa verið valdir í lið vik-
unnar i sumar. Þeir sem valdir hafa verið tyisvar en fá ekki náð fyrir augum „landsliðseinvalds“ DV
eru eftirtaldir: Viöar Þorkelsson og Ormarr Örlygsson úr Fram, Sigurður Lárusson, ÍA, Bjöm Rafnsson
og Gunnar Oddsson úr KR, Gauti Laxdal úr KA, Þorvaldur Jónsson úr Leiftri, Hlynur Birgisson úr
Þór, Trausti Ómarsson úr Víkingi og Völsungarnir Theodór Jóhannsson, Guömundur Þ. Guðmundsson
og Þorfmnur Hjaltason.
SV-riðill:
Stjarnan..........8 7 1 0 22-6 22
Grindavík.........8 7 0 1 27-8 21
Grótta............8 5 1 2 13-9 16
Reynir, S.........8 4 1 3 16-8 13
Víkverji..........8 3 1 4 18-19 10
ÍK................8 3 0 5 10-12 9
Leiknir, R........8 2 1 5 12-29 7
Aftureld.........8 1 .3 4 8-15 6
Njarðvík..........8 0 0 8 4-24 0
NA-riðill:
Þróttur, N........6 4 11 13-6 13
Reynir, Á........7 4 0 3 14-11 12
Magni............6 2 3 1 6-4 9
Hvöt.............7 2 3 2 5-4 9
Einherji.........5 2 2 1 11-4 8
Huginn...........8 2 2 4 15-21 8
Dalvík...........7 2 2 3 10-21 8
Sindri...........6 1 1 4 9-12 4
Markahæstir:
Guðbjartur Magnason, Þrótti, N...8
Níels Guðmundsson, Víkverja......7
Árni Sveinsson, Stjörnunni.......7
GrétarKarlsson, Reyni, Á.........6
Páll Björnsson, Grindavík........6
Steindór Elísson, ÍK.............6
Norðmenn
ráða nýjan
þjálfara
Hermundur Sigmundsson, DV, Noregi:
Norðmenn hafa loksins ráðið
nýjan landsliösþjálfara í knatt-
spyrnu, aðeins viku fyrir vináttu-
landsleik gegn sjálfum Brasilíu-
mönnum sem háður verður á
Ullevál-leikvanginum í Osló.
Hann heitir Ingvar Stadheim og
leysir af hólmi Svíann Tord Grip
sem hætti með liðið eftir bág-
borinn árangur í Evrópukeppni
landsliöa.
ísland
gegn
Noregi
Dregið hefur verið í Evrópu-
keppni landsliða, undir 16 ára, og
fékk ísland landslið Noregs sem
mótherja. Leikið verður heima
og heiman og verða leikirnir
leiknir í september. Ekki hefur
verið samið nákvæmlega um
leikdaga en það verður gert á
næstu dögum.
-RR
Búlgarar koma í águst
- fyrsti landsleikur þjóðanna í knattspymu á Laugardalsvellinum
Knattspymusambandi íslands hef-
ur boðist landsleikur við búlgarska
landsliðið í knattspyrnu og hefur
veriö ákveðið að leika hann 7. ágúst
næstkomandi. Munu Búlgaramir
koma til landsins 6. ágúst og leika
daginn eftir. Þeir halda síöan af landi
brott þann 8. ágúst.
Umferðin sem vera á í 1. deild þann
dag hefur veriö flutt til 4. ágúst og
einn leikur til 5. ágúst.
Þetta verður fyrsti landsleikur ís-
lendinga og Búlgara í knattspyrnu.
Búlgarar hafa mjög sterku liði á að
skipa en þeir komust í úrslitakeppni
heimsmeistaramótsins í Mexíkó 1986
og voru aðeins hársbreidd frá því að
komast í úrslit Evrópukeppninnar í
ár. Leikurinn verður því góður und-
irbúningur fyrir íslenska landsliðið
áður en undankeppni heimsmeist-
aramótins hefst í lok ágúst en þá
leika íslendingar við Sovétmenn á
Laugardalsvellinum. -RR