Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988. 3 Fréttir Verkamannabústaðir: 50 missa íbúðir sínar á nauðungaruppboðum sumir verða bráðlega bomir út með lögregluvaldi Fimmtíu eigendur íbúöa í verka- mannabústaðakerfinu hafa misst íbúöir sínar á nauðungarsölu og geta enga björg sér veitt. Fólkið býr e'nn í íbúðum sínum því þaö fær hvergi annars staðar inni. Sumir verða bráðlega bomir út með lög- regluvaldi. Þrátt fyrir mjög lágar afborganir, undir 10 þúsund krónum á mán- uði, missir fjöldi fólks heimili sitt vegna þess að það stendur ekki í skilum við lánardrottna. Þegar íbúð er seld undan eiganda á hann þess kost að gera upp skuld- ir sínar innan tveggja mánaða og halda íbúðinni en flytjast úr henni ella. Bornir út nauðugir Þeir 50 eigendur verkamannabú- staða sem selt hefur verið ofan af skiptast í tvo hópa að sögn Páls R. Magnússonar, formanns stjómar verkamannabústaða. Annars veg- ar þeir sem samningar eru að ta- kast viö og fá aðlialda íbúöinni eða fara í annað húsnæði. Hins vegar um 20 eigendur og fjölskyldur þeirra sem em á lokafrestí og verða bomir út nauðugir, ef þeir fara ekki viljugir. Páll segir þar áberandi að aörar skuldbindingar en húsakaupin sjálf leiða til nauðungamppboðs á íbúðum fólks. Hann nefndi að eig- endur fara út í sjoppu- og mynd- bandaleigurekstur sem ekki skilar þeim aröi sem ætlast er til og lána- drottnar krefjast nauðungarupp- boðs á eignum fólksins. Einnig era þess dæmi að eigendur verka- mannabústaða ganga í ábyrgð fyrir skuldum vina og vandamanna sem ekki borga og þá er gengið á íbúðir ábyrgðarmanna. íbúðunum endurúthlutað Stjóm verkamannabústaða verð- ur lögum samkvæmt að kaupa íbúðir verkamannabústaða sem seldar eru á nauðungaruppoði. íbúðunum er endurúthlutað og eru tæplega 600 umsækjendur og fjöl- skyldur þeirra á biðhsta eftir íbúð- um. Alls era rúmlega 3000 íbúðir í verkamannabústaðakerfmu. Nauðungaruppboðum á íbúðum í verkamannabústöðum fer fjölg- andi. Árið 1986 voru 12 íbúðir seld- ar á nauðungaruppboði, talan í fyrra var 19 og í ár hafa 12 íbúðir þegar verið seldar nauðungarsölu. pv Pétur Ingólfsson verkfræöingur með líkan af nýju Arnarnesbrúnni. Bílar keyra yfir brúna á milli Garðabæjar og Arnarness en undir brúna er keyrt á milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. DV-mynd GVA Brú yfir Amameshæðina: Kostar hátt í 200 milljónir „Það mun fara fram útboð á verk- þáttum í desember en verkfram- kvæmdir munu ekki hefjast fyrr en fljótlega eftir áramótín. Þegar þær hefjast verður að vinna hratt og vel vegna mikils umferðarþunga sem þarna er. Þetta er þó framkvæmd sem tekur eitt til eitt og hálft ár að vinna,“ sagði Pétur Ingólfsson, verk- fræðingur hjá Vegagerð ríkisins. Eitt af forgangsverkefnum í vega- gerö mun vera að byggja brú yíir Arnameshæðina en hún mun tengja saman umferð á miUi Amames- hverfisins og Garðabæjar. Jafnframt verður sprengdur vegur í Arnarnes- hæðina og mun hann liggja á milh Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Pétur sagði að ekki væri búið aö skipta framkvæmdum í verkhluta en ljóst væri að framkvæmdirnar myndu kosta á annað hundrað miUjónir. Um arðsemiútreikninga sagði Pétur að þeir hefðu verið gerðir en hann vissi ekki nákvæmlega niðurstöðuna úr þeim en þungavigtarástæðan fyrir þessari brúargerð væri sú aö þessi staður væri mikUl slysastaður og þessar framkvæmdir ættu að auka umferðaröryggi. JFJ Keyptu formanninn út Eftir deilur innan stjórnar Vímets hf. í Borgamesi keyptu nokkrir hlut- hafar Hannes Guðmundsson, fyrr- verandi sendifuUtrúa hjá varnar- málaskrifstofu utanrUdsráðuneytis- ins, út úr fyrirtækinu. Hannes, sem var stjómarformaður fyrirtækisins, var stærsti hluthafmn í Vímeti, áttí um 30 prósent hluta- flár. Hann hafði um nokkurra miss- era skeið gert kröfu um aukin um- svif fyrirtækisins. Hvorki aðrir stjórnarmenn né framkvæmdastjóri fyrirtækisins tóku undir þessi sjón- armið. Að endingu varð það að sam- komulagi að Hannes sagði af sér stjórnarformennsku og seldi sinn hlut. -gse MV SENDING SUBARU JUSty Vinsælasti fjórhjóladrifni smábíllinn! TIL AFGREIÐSLU STRAX Verð frá kr. 442.000.- Ingvar Helgason hf. sýningarsalurinn, Rauðagerði Ö) 91-3 35 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.