Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Síða 5
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988.
5
Fréttir
Verslunarmannahelgin:
Búast viðyfir 20 þúsund
manns á fimm útihátíðir
Búist er við að mllli 20 og 23 þús- tnanns, á Melgeröismelum í Eyja- krónur á þær hátíðir þar sem borg- og 3000 fyrir 13-15 ára í Galtalæk.
und manns muni sækja útihátíö- firðimiUi7og8000,iGaItalækmilli aö er sérstaklega inn á svæðið. í Vík kostar nóttin 500 krónur fyrir
imar fimm sem haldnar verða um 4 og 6000 og loks 1500 til 2000 manns Kostar 4500 krónur inn á skemmt- tjald með tveimur eða fleiri.
verslunarmannahelgina. í Vest- íVik. unina á Melgeröismelum, 4000 i Fyrir utan þessar skipulögöu há-
mannaeyjum er búist við 7000 Miöaverö er á bilinu 3000 til 4500 Eyjum, 3500 fyrír 16 ára og eldri tíðir má samkvæmt venju reikna
með straumi fólks til Þingvalla,
Laugarvatns, í Þjórsárdal, Þórs-
mörk, Húsafell og fleiri staöi - ef
veður leyfir.
-hlh
Mikið um tónlist í Atlavík:
„Stefnum að
stórri hátíð“
„Það verða hefðbundnir dansleikir
öll kvöldin og þess utan mikið um
tónleika. Við stefnum að stórri hátíð,
en það er alltaf erfitt að geta sér til
um fjöldann sem kemur. 1985 voru
7000 manns í Atlavík. í ár mundi ég
segja að 4000-5000 manna helgi væri
góð helgi,“ sagði Magnús Stefánsson
hjá Ungmenna- og íþróttasambandi
Austfjarða viö DV.
Tónlistin mun setja mikinn svip á
verslunarmannahelgina í Atlavík.
Þar verða Stuðmenn, Strax, Bubbi
Morthens og hljómsveit, Megas, Sú
Ellen, Stuðkompaníið, Bjami Arason
og hljómsveit og Bjartmar Guðlaugs-
son.
Á laugardag og simnudag verður
látúnsbarkakeppnin sem hljómsveit-
in Strax stendur fyrir. Eru það und-
anúrslit þar sem 5 söngvarai- úr
hverju kjördæmi keppa um aö verða
fulltrúar síns kjördæmis í úrslita-
keppninni í ríkissjónvarpinu í haust.
Fyrir utan tónlistina verða kraft-
lyftingamennimir Magnús Ver
Magnússon og Hjalti Úrsus mættir á
staðinn. Þeir munu sýna og leyfa
fólki að taka á. Tívólí eða leiktækja-
svæði verður einnig til staöar.
Einstök félög ungmennasambands-
ins munu sjá um hluti eins og veit-
ingasölu, aðgöngumiða og gæslu.
Áfengisbann er á hátíðinni og mun
lögregla sjá um leit að áfengi. Aldurs-
takmark á Atlavíkurhátíðina er 16
ár. Veröur yngra fólk að vera í fylgd
með forráöamönnum.
Verð aðgöngmniða er 4500 krónur.
-hlh
Oft hefur verið fjölmennt á útihátíðum í Atlavik.
Vík í Mýrdal:
Fyrst og fremst fjölskylduhátíð
„Við munum hafa upp á ýmislegt
að bjóða úti viö, eins og hestaleigu,
varðeld, siglingar, minigolf, útsýnis-
flug, gönguferðir og útigrill. Viö ger-
um okkur vonir um að hingað komi
1500-2000 þúsund manns ef vel viðr-
ar. Við ráðum eiginlega ekki við
meira,“ sagði Páll Pétursson, einn
aðstandenda Vík 88, við DV.
Það er Ungmennafélagið Drangur
og Björgunarsveitin Víkverji sem
standa fyrir útihátíöinni í Vík.
Auk fyrrnefndra atriöa mun
hljómsveitin Kaktus spila á dans-
leikjum öll kvöldin ásamt hljóm-
sveitinni Ofris á laugardagskvöldið.
Eins kemur Jón Páll Sigmarsson í
heimsókn og sýnir.
„Hér verður ekki selt inn á svæöið.
Kostar 500 krónur nóttin fyrir hvert
tjald með tveimur eða fleirum í. Við
höfum ekki eins ofan af fyrir fólki
og gert er á hinum hátíðunum. Hér
verður ýmislegt í boöi þar sem fólk
skemmtir sér sjálft."
í óbeinum tengslum við Vík 88 er
hægt aö komast í vélsleðaferðir upp
á Mýrdalsjökul. Ekkert aldurstak-
mark er á hátíðina, nema á dansleik-
ina, 16 ára aldurstakmark. -hlh
Galtalækur:
Venjubundin útihátið fyrir alla fjölskylduna
„Við verðum með venjubundna
útihátíð eins og síðastliðin 20 ár. Það
er boðið upp á dagskráratriði frá
morgni til kvölds alla dagana þar
sem sérstaklega er tekið mið af hverj-
um aldurshópi auk einhvers fyrir
alla. Við reiknum með um 5000
manns en getum hæglega tekið á
móti 7000,“ sagði Guðni Björnsson
hjá Galtalækjarhátíðinni.
Verður góð aöstaða fyrir börn þar
sem sjaldséð leiktæki og tívolí eru
meðal möguleikanna. Sérstakir
bamadansleikir verða og svo kemur
Brúðubíllinn í heimsókn. Á sunnu-
dag munu Ómar Ragnarsson og Jón
Páll Sigmarsson koma og skemmta
bömunum.
Unghngamir fá sérsvæði fyrir sig
á tjaldstæðinu svo þeir geti haldið
hópinn. Verða þijár unglingahljóm-
sveitir á staönum, Que frá Dan-
mörku, Kvass frá Stykkishólmi og
Fjörkallar frá Reykjavík. Eins verð-
ur danssýning og hæfileikakeppni.
Hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar
sér sérstaklega um að leika fyrir
dansi hjá þeim eldri öll kvöldin.
Á kvöldvökum, sem ætlaðar eru
öllum, veröa Ómar Ragnarsson,
Pálmi Gunnarsson, Jóhann Krist-
jánsson eftirherma, Þorvaldur Hall-
dórsson og fleiri.
Loks má nefna gönguferðir í ná-
grenninu, íþróttavöll og svæðisút-
varp þar sem útvarpað verður frá
dagskráratriðum og fluttar tilkynn-
ingar.
Verð fyrir 16 ára og eldri er 3500
krónur. 13, 14 og 15 ára borga 3000
krónur inn en 12 ára og yngri fá frítt
inn. Sérstakt sunnudagsverð verður
að svæðinu en hefur ekki verið
ákveðið enn.
-hlh
Farsíma til lengri og skemmri tíma
til einstaklinga og fyrirtækja
Sjónvörp í sumarbústaðinn og við önnur tæki-
færi, t.d. á sjúkrahús eða þegar tæki þitt bilar.
Video-myndatökuvélar.
Taktu mynd af fjölskyldunni, vinum og
ævintýrum sem aldrei koma aftur.
Sendum ef óskað er. Góð tæki - góð þjónusta.
Pöntunarsímar 651877 og 53776.
HLJÓÐRITI