Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Qupperneq 6
6
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988.
Sandkom
Foringjatréð
Foringjadýrk-
unþeirrafram-
soknaimanna
villofltakaá
sighinar
skemmtileg-
usiu niynrtir
semminnaaf
ogtDádýrkun
áKimDSungí
Norður-Kóreu.
Þóaöekkisé
nemagotteitt
um það aö segja að firamsóknarmenn
skuli vera ánægöir með formann
sinn, gátu menn ekki annað en bros-
að i kampinn viö að lesa frásögn í
Tímanum af skógræktarferð ungra
framsóknarmanna. Þar segir:, JÞá
var komið að hápunktinum, gróður-
setningu Foringjatrésins. Foringja-
tréö er tileinkað Steingrími Her-
mannssyni...,“ síðan segir aö tréð
sé stærsta birkitréð sem gróöursett
verði í gróðurreit ungu mannanna.
Nú velta menn bara íyrir sér hvort
ungir framsóknarmenn vilji ekki aö
Laxá i Aðaldal, þar sem foringinn
fékk sér sundsprett um daginn, verði
gefið nýtt nafn og kölluö Foringjaá.
Stormsveitir
Davíðs
AsgeirÞórÁs-
geirssonheitir
inaöuroger
verkfræðingur
hja Reykjavik-
urborg. Það
væri ekkiífrá*:
sognrfærandi
efþessisami
Asgeirværi
ekki „yfiriiers-
höíðingi''
stöðuvarðanna
semnúþrammaurogötumar. Þessi
vaska sveit hefur vakið mikla athygli
og því viidi DV gjaman ná mynd af
hópnum. Þegar fiósmyndari mætti tíl
þeirra starfa harðbannaöi Ásgeir
honum aö taka mynd af hópnum
þrátt fyrir sögulegt og fréttalegt gildi
rayndarinnar. Rökin, sem Ásgeir
færði fyrir þessari stjómsýslu-
ákvörðun sinni, voru þau að hann
óttaöist aö blaðið myndi kalla hópinn
„Storrasveitir Davíðs". Margur held-
ur mig sigog þama mælir maður sem
gerst þelddr þessa nýju sveit og til-
gang hennar. Nafnið er heldur ekki
svoafleitt?
Vaskleg
framganga
Fyrsthyrjaðer
aðfjaliaum
hinanýjusveit
stöðuvarðaer
ekkihægtað
hættaánþess
aðgetaum
vasklegafi'am-
gönguþeirra.
Þeirfaraein-
kenniskiaxidir
umbæinn.með
talstöðogábúð-
arfúUir á svip og vei þeim sera ekki
borgar í stöðumælinn. Stöðuverðim-
ir hafa nefriilega gengiö hart fram og
viröast vera alis staðar. Nú segja gár-
ungamir að strætó sé hættur að þora
aö stoppa i miðbænura af ótta við að
fa sekt, gamlir rónar sj áist ekki í
Austurstrætinu því þeir hafi ekki efni
á stöðusektum og slökkvibíiar verði
að vara sig ef bleikur miði á ekki að
vera kominn á rúöuna áöur en eldur
hefúrveriðsiökktur.
Snemmbúin
kosningaferð
ÞorsteinnPáls-
sonforsætis-
ráöherra hrtúr
notaötímasinn
aðundanförnu
filaðferðast
umlandiðog
kynnasérsjón-
armiðfólksí
atvinnulífinu.
Ýmsirhafa
hentgamanaö
þessuferðalagi
og sagt aö það sé lítiö annað en
snemmbúið kosningaferöalag og Þor-
steinn vflji hafa vaöið fyrir neðan sig
ef kosið yrði í haust. Þá væri Þor-
steinn einfaldlega búinn með yfirreiö
sína um landið á meðan aðrir œttu
slikteftir.
Umajón: Jónus Fr. Jónsaon
Fréttir
Kaupa land fyrir
hross og skógrækt
„Við erum með um 40 til 50 jarðir
á sölu. Það er búið á þeim flestum
en það þarf ekki að þýöa að þar sé
verið með búskap. Þetta eru oft jarð-
ir sem menn eiga heima á en vinna
annars staðar. Þessar jarðir eru aðal-
lega á Suðurlandi, einnig eitthvað á
Vesturlandi. Efitirspumin er ekki
mikil eftir jöröum til ábúðar. Þaö eru
aðeins einn eða tveir sem hafa áhuga
á því,“ sagði Magnús Leópoldsson
hjá Fasteignamiðstöðinni við DV.
Hann er einn fárra fasteignasala sem
sérhæft hafa sig í sölu á jörðum.
Hann sagðist aðallega selja þétt-
býlisbúum jarðir, sem væru þá með
hross eða áhugafólk um skógrækt.
Væri nokkuö um að Selfyssingar og
Borgnesingar hefðu áhuga á að
kaupa jarðir í nágrenni sínu.
„Það er bara ákveðið ósamræmi í
þessu sem felst í því að fólk vill helst
ekki borga of mikið fyrir jarðirnar.
Vilja margir fá þær fyrir lítið. Svo
eru menn að selja bústaði á smá-
landskikum fyrir allt að 2 miHjónir.
Ég er varla með jörð undir 4 milljón-
um. Það getur verið 150 hektara jörð
án húsa. Annars er svo margt sem
spilar þarna inn í þegar verð er ann-
ars vegar, eins og staðsetning jarð-
anna. Fólk sækir í ákveðna róman-
tík.“
Aðspurður um afskipti jarðanefnd-
anna sagði Magnús að þau færu
minnkandi. Væri minna framboð á
jörðum en maður skyldi ætla miöaö
við ástandið í hjá bændum. Væri
dýrt fyrir bændur að kaupa í Reykja-
vík. Fengist ekki mikið fyrir ævi-
starfið sem væri oft skuldum vafið
og því ekki hægt að gera stóra hluti
í þéttbýlinu. Því sætu bændur sem
fastast á jörðum sínum. -hlh
Ekki mikið um ásókn þéttbýlisfólks í bújarðir:
„Bændur eru ekki ginn-
keyptir fyrir gylliboðum“
Bústaðir prentara í landi Miðdals skammt frá Laugarvatni.
„Bændur eru ekki sérstaklega
ginrkeyptir fyrir gylliboðum í jarð-
irnar nema þeir ætli að fara af þeim.
Þeir láta ekM kaupa sig af jörðunum.
Það er ekki mikil hreyfing á jörðum
hér í Borgarfirði. Ég hef ekki orðiö
var við sérstaka ásókn þéttbýlisfólks
eða sunnanmanna í bújarðir hér
undir hrossarækt eða slíkt. Hreppur-
inn hefur yfirleitt forkaupsrétt að
þessum jörðum og bændur vilja oft-
ast að hreppurinn fái jörðina eða ein-
hverjir sem hyggjast stunda hefð-
bundinn búskap frekar en einhveijir
hrossaræktarkarlar," sagði Bjarni
Arason, fyrrverandi búnaðarráðu-
nautur í Borgarfirði, við DV.
DV hafði samband við búnaðar-
samböndin á nokkrum stöðum á
landinu til að spyijast fyrir um ásókn
þéttbýlisfólks í bújarðir undir
hrossarækt, sumardvöl eða skóg-
rækt. Svörin voru flest á sama veg
og hér að ofan, að ekki væri mikið
um ásókn í bújarðir og ekki mikil
hreyfmg í sölu á þeim. Þó væru ein-
staka undantekningar hér á sem
margir á viðkomandi stað sæju of-
sjónum yfir. Virðist það þó fara
nokkuö eftir aöstæðum í landbúnaði
á hverjum stað, landgæðum og ná-
lægð við höfuðborgarsvæöið hvernig
málum þessum er háttað. Þannig er
mest ásókn í bújarðir á Suður- og
Vesturlandi. Ásókn í jaröir á Austur-
landi þar sem ástandið hjá bændum
er slæmt, meðal annars vegna niður-
skurðar á fé, er aftur á móti lítil sem
engin.
Jarðarpartar undir sumarhús
Iflá búnaöarsamhandi Dalamanna
kom fram að umræða um þessi mál
væri tæplega farin í gang. Það færi
þó í vöxt að bændur byöu hluta af
landi sínu undir sumarhús eða skóg-
rækt til að nýta annars ónýtt land.
„Hugmyndum um leigu lands und-
ir sumarbústaði hefur ekki verið illa
tekið í jarðanefndum sveitarfélag-
anna. Saia á jörðum hefur verið frek-
ar lítil en útlit er fyrir að einhveijir
flytji úr sýslunni í haust. Jaröirnar
seljast varla undir búskap en ástand
húsa ræöur miklu um það hvort
bændur verða kyrrir eða ekki. Ef
húsin eru léleg er ekki frá neinu að
hverfa. Þessi þróun er aö byija og
henni verður ekki snúið við. Margar
jarðir hér eru þannig að það verður
ekki búiö á þeim eftir að núverandi
ábúendur hafa flutt. Því er leiga eða
sala landskika undir sumarbústaði
ákjósanlegur kostur fyrir marga
bændur,“ sagði Friðrik Jónsson,
búnaðarráðunautur í Búðardal.
Aukin skógrækt
Aðalbjöm Benediktsson á
Hvammstanga sagði sjáifsagt að
bændur leigðu skika af jörðum sín-
um undir hrossarækt eða skógrækt.
„Skógrækt er vinsælt orð meðal
þeirra sem leitast eftir landskikum,
en það á eftir að koma á daginn með
efndimar. Ef fólk vill borga er tilval-
ið fyrir bændur að leggja til land-
skika undir ýmsa hluti.“
í samtölum við fleiri búnaðarsam-
bönd kom'fram að bændum væri
sárt að sjá lífsverk sitt fara „undir
leikaraskap“ eins og einn viðmæl-
andi sagði. Vildu þeir heldur að
hreppurinn keypti jörðina þótt þá
fengist minna fyrir hana. Væri þetta
oftast frekar tilfmningamál en
spuming um hagnað. Ef tala mætti
um stefnu í þessum málum væri hún
að halda jörðunum í byggð eins lengi
og kostur væri.
Arekstrar í Skorradal
Þó væri til í dæminu að stór land-
svæði seldust undir sumarbústaði,
eins og í Grímsnesi og Munaðarnesi,
og hafi það að mestu gengið árekstra-
laust fyrir sig. Hefðu einhveijir
árekstrar þó orðið milli heimamanna
í Skorradalshreppi og Verkamanna-
félagsins Dagsbrúnar vegna fyrir-
hugaðra kaupa félagsins á landi und-
ir sumarbústaði. Hagsmunir hrepp-
anna væru þó yfirleitt efstir á blaði.
Þá þætti mest um vert að hafa sem
flesta gjaldendur til að fá sem mest
í kassann og að íbúar yrðu ekki færri
en 50 í fámennum hreppum. Þá yrði
að sameina viökomandi hrepp öör-
um hreppi sem ekki þykir jafn fýsi-
legur kostur alls staðar.
-hlh
Einar Viðarsson fyrir framan brauðvagninn í göngugötunni á Akureyri.
DV-mynd gk
Akureyri:
Brauðvagn í
göngugötuna
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Þetta hefur gengið ljómandi vel,
en verslunin fer þó nokkuð eftir því
hvemig viðrar, það er mun meira að
gera þegar gott veður er,“ sagði Ein-
ar Viðarsson, bakarameistari á Ak-
ureyri, en hann hefur komið fyrir
„brauðbúö á hjólum“ í göngugötunni
í bænum.
Slíkir vagnar hafa verið til í
Reykjavík í nokkurn tíma og sagðist
Einar, sem rekur Einarsbakarí, hafa
keypt vagninn þaöan og látið síöan
gera hann upp. Ekki er annað að sjá
en að Akureyringar kunni vel að
meta þetta framtak sem vissulega
lífgar upp á lífið í göngugötunni í
sumar.