Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Side 8
8
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988.
Viðskipti
Forstjóri Daihatsu er óbreyttur
bHvélavirki úr Þingeyjarsýslu
Jóhann Jóhannsson, annar for-
stjóra Daihatsuumboösins. Brim-
borgar hf., fyrirtækisins sem keypti
Volvoumboðiö, Velti hf„ á föstudag-
inn, er fimmtugur, óbreyttur bif-
vélavirki noröan úr Þingeyjarsýslu,
frá Þórshöfn, eins og Hans Gíslason.
sölumaöur hjá Daihatsuumboðinu,
orðar þaö, en hann hefur unniö í
áraraöir meö þeim Jóhanni og Sig-
tryggi Helgasyni, aöaleigendum
Brimborgar. og er mikill kunningi
þeirra. Sigtr>'ggur, viöskiptafræö-
ingur aö mennt. er Vestmannaeying-
ur. Hann er sonur Helga Benedikts-
sonar, hins fræga athafnamanns þar
í bæ.
Þannig hófst ævintýrið
Ævintýri þeirra Jóhanns og Sig-
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 23-26 Sp.lb
Sparireikningar
3jamán. uppsogn 23-28 Sp.Ab
6 mán. uppsogn 24-30 Sp.Ab
12mán. uppsogn 26-33 Ub
18mán. uppsogn 39 Ib
Tékkareikningar, alm. 9-15 Ib.S- b,Ab
Sérték-kareikningar 10-28 Vb
Innlán verðtryggð
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2 Allir
6mán uppsogn 4 Allir
Innlánmeðsérkjörum 20-36 Lb.Bb,- Sp
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 6-7,25 Úb.Bb,- Ib Úb
Sterlingspund 7-9,50
Vestur-þýsk mork 2,75-4,25 Úb
Danskarkrónur 7,25-8,50 Vb,Ab,- Sb
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 38-39 Ab
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi
Almennskuldabréf 41 Allir
Vióskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 39-42 Lb.Bb,-
Sb
Utlán verötryggö
. Skuldabréf 9,25 Vb.1b
Útlán til framleiðslu
Isl. krónur 36-41 Úb
SDR 8,50-9,25 Lb.Úb,- Sp.Bb
Bandaríkjadalir 9.75-10.50 Bb.Úb,- Sp
Sterlingspund 12-12,75 Úb.Sp,- Bb
Vestur-þýskmórk 5,25-7,25 Úb
Húsnæðislán 3.5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 52,8 4,4 á mán.
MEÐALVEXTIR
överðtr. júli 88 38.2
Verötr. júlí 88 9.5
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala júli 2154 stig
Byggingavísitalajúli 388 stig
Byggmgavisitala júlí 121,3 stig
Húsaleiguvisitala Hækkaði 8% 1 júli
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Ávóxtunarbréf 1,6930
Einingabréf 1 3,131
Einingabréf 2 1,809
Einingabréf 3 1,994
Fjolþjóðabréf 1,268
Gengisbréf 1,340
Kjarabréf 3,122
Lífeyrisbréf 1,574
Markbréf 1,633
Sjóðsbréf 1 1,504
Sjóósbréf 2 1,326
Tekjubréf 1,497
Rekstrarbréf 1,2299
HLUTABRÉF
Soluverð að lokinni jófnun m.v. 100 nafnv.:
Almennar tryggingar 115 kr.
Eimskip 269 kr
Flugleiðir 240 kr.
Hampiðjan 116 kr.
lönaöarbankinn 168 kr.
Skagstrendingur hf. 158 kr.
Verslunarbankinn 120 kr.
Útgerðarf. Akure. hf. 123 kr.
Tollvörugeymslan hf. 100 kr.
(1) Viö kaup á viðskiptavlxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki
kaukpa viðskiptavíxla gegn 31% ársvöxt-
um og nokkrir sparisj. 30,5%.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb = Landsbankinn. Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýslngar um peningamarkað-
inn birtasi i DV á fimmtudögum.
tryggs hófst á því að Sigtryggur ann-
aðist bókhaldið fyrir Jóhann. Síöan
þegar Brimborg var stofnaö kom Sig-
tryggur inn í fyrirtækiö með Jóhanni
sem eigandi. Þetta var í kringum
áriö 1976.
„Þeir hugsa mjög svipað og eiga
sérlega auðvelt með að vinna sam-
an," segir Hans Gíslason.
Brimborg hefur flutt inn ýmislegt
annað en Daihatsu-bíla. Fyrirtækið
haföi umboð fyrir Toyota-varahluti
og margir kannast eflaust viö Toy-
ota-saumavélarnar. Sú þekktasta
þeirra er Páhna. Fyrirtækið hefur
ennfremur flutt inn svonefnda þrek-
gorma, heilsugorma, sem notið hafa
vinsælda. Nýjast er innflutningur
arinkubba frá Bandaríkjunum.
Fyrsti Daihatsuinn árið 1977
Daihatsu-bílarnir eru aöall fyrir-
tækisins. Þeir fyrstu komu til lands-
ins áriö 1977. „Þeir seldust fremur
hægt í byrjun. En áriö 1980 fengum
við þúsund ódýra bíla frá Svíþjóð og
Belgíu. Þetta voru 1 og 2ja ára bílar.
Þeir uröu á sínum tíma þekktir und-
ir heitinu útsölubíiarnir. Svo mikil
sala var í þeim aö fólki var hleypt inn
í hollum. Upp frá þessu var síðan
gert aprílgabb, þar sem svo og marg-
ir bílar, sem áttu aö vera geymdir í
Hafnarfirði, voru auglýstif til sölu.
Þetta gabb heppnaðist víst mjög vel.“
Galdurinn á bak við
velgengnina
- Hver er aö þínu mati galdurinn
viö velgengni þeirra Jóhanns og Sig-
tryggs?
„Það er þetta gífurlega aðhald sem
hér ríkir í fjármálum. Það er ekkert
bruöl, heldur er haldið stíft utan um
Félagarnir Sigtryggur Helgason, til vinstri, og Jóhann Jóhannsson, aðaleigendur Daihatsuumboðsins, fyrirtækisins
Brimborgar hf. Þeir keyptu Volvoumboðið seinnipartinn á föstudaginn. Þessi mynd var tekin skömmu eftir að
skrifað var undir. DV-mynd JAK
hlutina. Öll þessi ár hér hjá fyrirtæk-
inu hef ég aldrei orðið var við neinn
flottræfilshátt á neinu sviði. Hingað
berast ekki langir matarreikningar
af veitingahúsum.“
Þeir Jóhann og Sigtryggur skrifuðu
undir kaupsamninginn á hlutabréf-
unum í Velti seinni partinn á föstu-
daginn. Um helgina voru síðan allir
starfsmenn Brimborgar í vinnugöll-
unum við að gera þjónustuverkstæð-
ið upp við Bíldshöfðann klárt.
Gáfu sér ekki tíma til að skála
fyrir kaupunum
„Eg veit ekki til þess að þeir hafl
gefið sér tíma til að skála fyrir kaup-
unum á föstudaginn," segir Hans
Gíslason. .jqH
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Verslunarráðs:
Hundruð fýrirtækja verða
gjaldþrota á næstu mánuðum
- „árið 1989 verður ár hinna móigu gjaldþrota“
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Verslunarráös ís-
lands, segir að útht sé fyrir að hundr-
uð fyrirtækja fari á höfuðið á næstu
mánuðum. Þetta byggir hann á við-
tölum viö stjómendur fyrirtækja. Þá
spáir annar franunámaður í atvinnu-
lífinu, Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðn-
tæknistofnunar íslands, aö mörg fyr-
irtæki veröi gjaldþrota á næsta ári.
„Árið 1989 verður ár hinna mörgu
gjaldþrota," segir Páll.
Að sögn Vilhjálms eru þetta fyrir-
tæki í öhum greinum sem em að
verða gjaldþrota. „Ástæðumar eru
nokkrar fyrir þessari stöðu. Fyrir-
tæki hafa reist sér hurðarás um öxl
í launamálum og íjárfestingum. Enn-
fremur hefur gengi krónunnar verið
vitlaust skráð og svo er raunar enn-
þá.“
Vilhjálmur segir að verið sé halda
uppi of háum lífskjörum á íslandi
miðað viö getu. „Þjóðartekjur á
mann á íslandi í fyrra vom 21.700
dollarar. Það er með því allra hæsta
i heimi. Þrátt fyrir samdrátt um 5
prósent, sem sýnist nauðsynlegur til
að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum,
em þjóðartekjur á mann á Islandi
með því allrajiæsta sem þekkist í
heiminum."
Páll Kr. Pálsson segist byggja orð
sín um árið 1989 sem ár hinna mörgu
gjaldþrota á því að eiginfjárstaða fyr-
irtækja sé orðin mjög slæm.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmda-
stjóri Verslunarráðs íslands. „Menn
hafa reist sér hurðarás um öxl í
launamálum og fjárfestingum.“
„Góð og gróin fjölskyldufyrirtæki,
sem voru með mjög sterka og trausta
eigmfjárstöðu fyrir nokkrum ámm,
em nú komin niður í um 10 prósent
eiginfjárhlutfall og jafnvel neðar.“
Páll segir ennfremur: „Menn em
aö keyra reksturinn á þetta 10 til 20
prósent raunvöxtum. Það þýðir að
fyrirtækin eru komin með fjár-
magnskostnað sem er út í hött.“
Að sögn Páls er ekki hægt aö kenna
of háum vöxtum eingöngu um heldur
sé ekki hægt að horfa framhjá því
að um óskynsamlegar og rangar fjár-
Páll Kr. Pálsson, forstjóri Iðntækni-
stofnunar íslands. „Eiginfjárstaða
fyrirtækja er oröin mjög slæm.“
festingar hafi líka verið að ræða í
mörgum tilfellum.
Fari mörg fyrirtæki á höfuðið verð-
ur framhaldiö líklegast að fólk missir
vinnuna. Þau fyrirtæki sem eiga inni
hjá gjaldþrotafyrirtækjunum lenda
líka í greiösluvandræðum. Bankar
og lánasjóðir komast ennfremur í
klemmu vegna gjaldþrotafyrirtækj-
anna, þannig aö erfiðara verður að
fá lán fyrir önnur fyrirtæki.
Niðurstaðan er sú að spennan, eft-
irspurain, í þjóðfélaginu minnkar.
-JGH
Roth forstjóri
kemur 6. ágúst
Hinn nýi forstjóri ísal, Þjóðvetj-
inn Christian Roth, kemur til
landsins laugardaginn 6. ágúst.
Daginn eftir heilsar hann upp á
mannskapinn en fyrsti heih
starfsdagurinn veröur mánudag-
urinn 8. ágúst. Roth var tæknileg-
ur framkvæmdastjóri í Straum-
svík á árunum 1977 til 1979.
Christan Roth er dyggur um-
hverfisverndarsinni Það lætur
hann óspart í ljós manna á miUi.
Hann er jafnframt raikil fugla-
skoðari og náttúruunnandi.
Roth er fimmtugur aö aldri.
Hann er Bæjari, ólst upp skammt
frá Munchen. Hann er eðlisfræö-
ingur að mennt.
-JGH
Christian Roth, forstjóri Isal.
Mætir til starfa um aðra helgl.