Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988.
13
Menning
„Bjstia margir
yrkja ágætlega“
Ljóðaárbók 1988
AB, 119 bls.
Þetta er væntanlega fyrsta bindi
árlegs safns. í þessari bók eru ljóö
eftir 75 skáld, þ. e. rúman þriðjung
þeirra senj sendu AB ljóð í bókina.
Ljóðunum er raðað í aldursröð
skálda, þannig að þau yngstu koma
fremst. En efnisyfirlitið er í stafrófs-
röð höfunda. Þetta fmnst mér vel til
fundið, þó ekki væri nema af því að
ljóðunum er þá ekki raðað eftir „við-
fangsefni", eins og töluvert hefur
tíðkast undanfarið, en það segir afar
litiö um ljóö.
Ritnefnd fékk ljóð frá um 200 höf-
undum og má nærri geta að erfitt
hefur verið að velja úr öllu því efni.
Ekki hefði safniö mátt verða miklu
stærra, þá læsu það færri, býst ég
við. Við yfirlestur fann ég ekkert sem
mér þótti slæmt en mörg ljóðanna
fannst mér vera dauf. Það er e.t.v.
eins og við var að búast af svo stóru
safni og kunna að vera einstaklings-
bundin viðbrögð. En ég held að það
stafi af því hve htið er eftir hvert
skáld, einstaklingssérkenni fá ekki
rúm til að koma í ljós. Vissulega er
hvert ljóð sjálfstæð heild og getur
staðið eitt sér en á hinn bóginn er
erfitt að mynda sér hugmynd um
skáld af einu eða tveimur ljóðum
þess. Því efast ég um að bókin verði
„Hungurvaka", veki lesendum
áhuga á að kynnast mörgum skáld-
anna betur. Og mér finnst þessi ár-
bók ekki gefa neina sérstaka hug-
mynd um stefnu eða strauma í ís-
lenskri ljóðagerð samtímans - annað
en það að býsna margir yrkja ágæt-
lega. Ég held að bókin hefði getað
orðið mun sterkari ef einungis hefðu
verið vahn ljóð eftir þriðjung þessara
skálda og þá meira eftir hvert. Von-
andi hefðu flest skáld getað skihð að
vahð hveiju sinni þýddi ekki endi-
lega: tuttugu bestu skáld íslands og
þá „öh betri en þú, góði“. Velja þyrfti
skáldin saman með þaö fyrir augum
aö sýna breidd hverju sinni, sá sem
ekki kæmist með að þessu sinni nyti
sín þá kannski þeim mun betur næst.
Mikih kostur væri ef bókaskrá skáld-
anna fylgdi. Meðal ljóðanna eru þýð-
ingar ljóða eftir Josip Brodsky, Hans
Borli, Emesto Cardenal, Paal Helge
Haugen, Seamus Heaney, Henrik
Nordbrandt, Ezra Pound, César
Vallejo, Wilham Carlos Wilhams og
auka þau mjög á fjölbreytni bókar-
innar, enda yfirleitt góð verk.
Meira get ég ekki sagt um bókina
almennt og síst gefur hún tilefni til
að flokka skáldin í sauði og hafra.
Þrátt fyrir framangreindar athuga-
semdir er fengur aö ljóðunum, þökk-
um þá fyrir og htum á tvö þeirra -
það er ekki rúm fyrir meira!
Ingibjörg Haraldsdóttir hefur lengi
ort vel en þó kemur hún skemmtilega
á óvart með háðska mynd í skörpum
dráttum. Hráefnið er alls kyns khsj-
ur um kvenmynd eilífðarinnar í
ýmsum gerðum - í allri þeirri fjöl-
breytni eftirlíkinga sem borið gæti
fyrir augu á kaffihúsi. Ingibjörg tálg-
ar þær niður í það allra sérkennileg-
asta fyrir hveija. La vie en rose er
titiU á dægurlagi sem gekk fyrir
meira en þijátíu árum; lífið var í
rósrauðum ht af því að syngjandinn
var ástfanginn eða aht var svo
huggulegt. Frasinn: „athyghsveröar
ástir“ viröist koma úr einhveiju
glanstímaritinu, „á útopnu" hins
vegar úr tali inn bíla eða popptón-
hst. Síðan kemur fágaður lífsleiðinn,
andstæða skelmisglotts. Khsjurnar
um kvenhegðun koma hvaðanæva
en andstæðan kemur í síðustu línu,
aht í einu gæti henni orðið um megn
að þykjast bara, lifa eingöngu eftir
ýmsum formúlum.
Á kaffihúsinu
Maður sér það allt fyrir sér:
la vie en rose og
athyghsverðar ástir
á útopnu með
skelmisglott á vör einsog
aht hafi þegar verið reynt
og ekkert sé lengur neins virði
ekki einu sinni þessi fágaða
þreyta þessi föh vangi
eða höndin sem strýkur
hárlokk frá enni. Drottinn minn
meö uppgjöf í svipnum hvílík
veröld að vasast í.
Maður sér það allt fyrir sér:
thgangsleysið ó guð hvers
eigum við að gjalda?
Svo springur hún kannski.
Þegar minnst varir.
í bókinni er fátt um óþekkt nöfn,1
jafnvel meðal hinna yngstu. Athygh
mína vakti þó ljóð eftir höfund sem
ég man ekki th að hafa séð neitt eftir
áður, Valgeröi Benediktsdóttur.
Þetta er vandað ljóð, jafnvel greinar-
merkjaleysið hæfir hugblæ ljóðsins,
sem er hálfgert óráð. Skyndileg stökk
frá einu sviði til annars sýna að hér
er lýst hugarástandi fremur en um-
hverfi, þótt meginhluti ljóðsins gerist
á sjávarströnd, það svið er virkt á
margvíslegan hátt. í fyrstu klau-
sunni er talandi ljóðsins að vakna
að morgni, hugurinn heiður en það
að „aht er einhvem veginn orðið eins
og saklaust barn“ vekur grun um að
áður hafi andstæðan ríkt. í annarri
klausu kemur skyndilega martröð
og frostið og hreyfingarleysið vekur
grun um tilfmningakulda eins og í
lok ljóðsins. „Afskræmt ópið“ (í 2.k-
lausu) verður óhugnanlegra vegna
þess aö við vitum ekki hvaðan það
kemur en grunar að það sé frá ta-
landanum sjálfum. Ljóðið líður aht
áfram í andstæðum, á yfirboröinu
ástarsaga sem lýkur með dauða konu
og barns en undir niðri er ahan tím-
ann myrkur, kuldi og örvænting sem
forboði endalokanna. Þarna er stikl-
að á meginatriðum sögunnar. Það er
líka sterkt að þessi örvænting er ekki
sögð heldur sýnd í andstæðum: sand-
urinn fyllir öll vit (í 6. klausu), síðan
er maðurinn einn í tóminu á eyði-
legri strönd (í 8. klausu). Rughngsleg
vitund talandans birtist m.a. í því aö
sólin ummyndast í ástvin hans (í 4.-5.
klausu), þó er „hún“ þar karlmanni
líkust, seinna verður hún ólétt og
elur barn. Einangrun talandans sést
m.a. á því að einu lífverumar sem
fyrir ber em fiskar og sjófuglar og
þeir em eingöngu í klausunum sem
sýna þá einangrun; í ástarsögunni
eru þeir fjarri. Fiskamir eru eins
konar dæmi um meiningarlaust líf;
„stara á ekkert, synda stjómlaust",
eins og fuglamir fljúga endalaust.
Þeir em þó enn neikvæðari, garga
og steypa sér að lokum yfir taland-
ann sem er þá ofurseldur þeim eins
og hðið lík. Það vekur athygh hve
vel hér eru notaðar khsjur, t.d. parið
sem hleypur eftir sjávarströnd, ker-
taljós lýsir bhölega ásjónu líks ást-
vinar. Enda er bara fordómur að
/
CQ
.0
GA1*v
Eitthvað
FYRIR
ALLAi
o
o
88
%
<J
Bókmenntir
Örn Ólafsson
skáld forðist shkt, khsjur geta verið
virk aðferð th að höfða th þess sem
lesendur þekkja fyrir, líkt og vísanir.
Prófsteinninn er hvort höfundur læt-
ur sér nægja að endurtaka khsjur eða
beitir þeim á markvissan hátt, eins
og í fyrrnefndu ljóði Ingibjargar og
þessu:
tileinkað
ég sé í móðu að dagurinn hefur
komist gegnum nóttina og regnið
hefur rutt honum leið og allt er ein-
hvern veginn orðið eins og saklaust
barn sem bankar uppá og
ég ligg með hálflokuð augun inni í
snjóhúsi sem er að hrynja það er
kalt og ég er frosið blóm i dvala það
er kalt og hljótt og enginn tii að taka
mig burt skerandi tónninn verður
sífellt sterkari afskræmt ópið berst
gegnum kyrrðina og endar i enda-
lausum dropum sem falla
ég stend upp og dreg gluggatjöldin
frá það glampar á haffiötinn þar sem
fiskarnir synda um í þögninni stara
útstæðum augum á ekkert
ég geng niðrí fjöruna og leggst i
volgan sandinn það er enginn á ferli
sóhn hlær við mér strýkur mig leggst
á mig með öllum sínum þunga hlýjan
streymir frá henni hún lýtur yfir mig
strýkur hárið gengur léttfætt í fjö-
runni við leiðumst út í öldurnar og
ég hleyp með hana til lands gef henni
dagana næturnar sandinn stjörnurn-
ar
ég ligg á grúfu og sólin er farin
þögnin skríður upp eftir bakinu og
deyr í garginu frá sjófuglunum sand-
urinn undir mér er kaldur ég er með
sand í munninum það er sandur í
augunum það sést ekki út úr augum
fyrir sandstormi og ég er týndur í
sandkornunum
hún grípur um kviðinn ég legg eyr-
að að hlusta hún talar um freknur
það á að verða með freknur við hlæj-
um og hún klappar á kviðinn
ég stend berfættur og dreg hringi í
sandinn hring eftir hring eftir hring
og fuglarnir fljúga endalaust úti á
sjónum hún er farin þau eru bæði
farin ég er maður sem dreg hringi í
sand
ég horfi á hana kyrrðin yfir blíðri
ásýndinni það logar á kerti og ég
snerti kaldar varir hennar þeir koma
og taka hana og ég er einn og sjófugl-
arnir steypa sér yfir mig og fiskarnir
synda stjórnlaust og sóhn er dáin og
það er endalaus vetur.
Menn með sjálfstœðan alvlnnurekslun
HÆKKUN
Á LÁGMARKI
REIKNAÐS
ENDURGJALDS
í STAÐGREÐSLU
Viðmiðunartekjur reiknaðs endurgjaids hækkuðu
1. júlí sl. í samræmi við þróun launa og tekna,
sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 45/1987.
Þannig hœkkar lágmark viðmiðunartekna í öllum
flokkum (A-G) um 6.7% mánuðina júlí-desember frá
því sem það var fyrir júnímánuð. Ekkiþarfað hœkka
viðmiðunartekjur þeirra sem áður hafa reiknað sér
endurgjald viðmiðunartekna 6,7% hœrri en lágmark.
Dæmi um lágmarks mánaðarlaun í flokki B1:
Mánaðarlaun janúar-júní lágmark 137.750
Mánaðarlaun júlí-desember lágmark 146.979
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI