Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988. Frjálst,óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvaemdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 800 kr. Verð i lausasölu virka daga 75 kr. - Helgarblað 90 kr. Blandin ánægja af áli Þótt nýtt álver í Straumsvík auki þjóðarframleiðslu, er margt, sem getur komið í veg fyrir, að það verði okk- ur óblandið ánægjuefni. Sumt af því þekkjum við frá ísal, sem þar er fyrir, eða getum gert okkur grein fyrir, einmitt í ljósi reynslunnar af fyrsta stóriðjuverinu. Að þessu sinni eru sjónarmið byggðastefnu miklu harðvítugri en þau voru, þegar ísal var reist. Reyðfirð- ingar, Akureyringar og Sunnlendingar hafa heimtað þetta álver eða annað álver til sín. Málgagn iðnaðarráð- herra þræðir slík ver daglega upp á fréttakrókinn. Einn gæludýraforstjórinn á Akureyri hefur lagt til, að gerð verði byggðakaup um álverið. Reykvíkingar og Reyknesingar afsah sér einhverjum öðrum gæðum í skiptum fyrir álver í Straumsvík, til dæmis fiskveiði- kvóta. Ummæh hans gefa tóninn um framhaldið. Reykvíkingar og Reyknesingar hafa ekki verið spurð- ir um, hvort þeir vilji fá álver. Óhklegt er, að þeim sé það shkt hjartans efni, að þeir séu reiðubúnir að fórna því sínum htlu molum af nægtaborði skömmtunarstjór- anna í ráðherrastólum núverandi ríkisstjórnar. Líklegra er, að Reykvíkingar og Reyknesingar væru fegnir að sjá á eftir álverinu og vandamálum þess th Reyðarfjarðar, Akureyrar eða Þorlákshafnar. Galhnn er bara sá, að útlendingarnir, sem borga brúsann, vilja ekki leggja krónu í hina séríslenzku byggðastefnu. Kíshmálmverksmiðjan varð aldrei að raunveruleika, af því að hún var bundin við Reyðarfjörð. Ef hana hefði mátt byggja við hhð járnblendiverksmiðjunnar í Hval- firði, væri hún nú í smíðum, af því að útlendingarnir hefðu þá tahð hana nokkurn veginn arðbæra. Ætlunin er að nota fyrirhugað álver í Straumsvík til að heíja nýjan öfundarsöng í garð Reykjavíkursvæðis- ins. Því er nærtækt að sleppa álverinu, alveg eins og við létum kísilmálmverksmiðjuna eiga sig. Næg er spenna dreifbýhs og þéttbýhs, þótt álver bætist ekki við. 700-900 manns þarf til að reisa álverið nýja og virkjan- ir, sem því fylgja. 400-500 manns þarf til að reka verið, þegar það er fuhgert. Hvort tveggja veldur töluverðri þenslu, þótt á Reykjavíkursvæðinu sé. Hún leggst ofan á hina miklu þenslu, sem fyrir er á þessu svæði. Stjórnvitringar okkar geta varla htið upp úr vand- ræðalegri og vonlausri baráttu sinni við að koma niður verðbólgu og vöxtum í landinu og að ná jafnvægi í at- vinnulífi þjóðarinnar. Nýtt álver mun gera þetta eilífðar- stríð þeirra enn minna marktækt en það er núna. Ekki hefur verið mikið fjahað um, hve hættulegt er að hafa mörg egg í einni körfu. Ef við gerum útflutning áls að uppsprettu þriðjungs útflutningstekna okkar, er- um við orðin eins háð heimsmarkaðsverði áls og sumar þjóðir þriðja heimsins eru háðar sinni einhæfu stóriðju. Ekki er nóg með, að við lendum í dæmigerðum þriðja heims vanda í sveiflum verðs á áh sem útflutningsafurð- ar. Að auki koma svo sveiflur orkuverðs, sem sennhega verða látnar fylgja heimsmarkaðsverði áls. Það hefur nú á hálfu öðru ári sveiflazt milh 12,5 og 18,5 mhls. Einnig er áhyggjuefni, að hugsjónamenn stóriðju gera ráð fyrir, að nýtt álver í Straumsvík gleypi flesta hag- kvæmustu virkjanakostina. Það þýðir óbeint, að við þurfum síðar að virkja dýrar fyrir okkur sjálf, og hækk- ar þannig óbeint orkuverð th almennings í framtíðinni. Aukin byggðaöfund, þensla, mengun og einhæfni og hækkað orkuverð almennings eru atriði, sem við verð- um að hafa í huga, áður en við fógnum nýju álveri. Jónas Kristjánsson „Evrópubandalagið gerir ráð fyrir frjalsum fjármagnsflutningum milli landa sem einu þeirra atriða sem í gildi eiga að ganga með innri markaðnum 1992,“ segir í greininni. - Leiðtogar Evrópubandalagsríkjanna. Lánsfjármark- aður í ólestri Menn ræða nú mikið sín á milli um ástand á lánamarkaði. Nefnd hefur riýlega skilað áliti og telur ekki ástæðu til breytinga á grund- velli lánskjaravísitölu að svo stöddu. í raun er svo komið að í landinu eru tveir lánsfjármarkaðir, annars vegar erlent lánsfé, hins vegar inn- lent lánsfé. Vegna gengisstefnunn- ar er erlenda lánsféð miklu hag- stæðara lántakendum. Skömmtun- ar- og úthlutunarstarfsemi er því komin í gang. Þeir sem hæst hafa talað um skömmtun og úthlutun lánsíjár á timum óverötryggös sparújár standa nú sjálfir í skömmtun og úthlutun erlendra lána. Þensla á lánamarkaði Ýmsir helstu forystumenn pen- ingamála þjóðarinnar hafa haldið margar ræður um að jafnvægi verði að nást á lánamarkaði. Þaö muni gerast með því að vextir hækki og nái hámarki þegar eftir- spum eftir lánsfé minnki vegna hárra vaxta. Fræg era orð utanríkisráðherra um að þessi lögmál gildi ekki hér. Ekkert slái á lánsfjáreftirspum. Menn taki öll lán sem þeir geti fengið og spyrji ekki einu sinni um kjör. Staðreyndin er sú að vaxtakerfið hefur reynst vanmegnugt að leysa þessi mál. Ytri aðstæður valda því að eftirspurn vex þannig aö jafn- vægið virðist alltaf fjarlægjast. Tvö dæmi í stöðunni í dag: 1. Ríkissjóöur þarf aö fá að láni ca. 6000 m. kr. fram á haustið. Þetta fé vill fjármálaráöherra taka á innanlandsmarkaði og er fræg deila hans við bankana um að annaðhvort kaupi þeir ríkis- skuldabréf eða bindiskyldan verði aukin. Halda menn að það verði til aö lækka vexti að ríkis- sjóöur tekur 6000 m. kr. út af yfirspenntum lánamarkaði núna? 2. Fastgengisstefnan hefur valdið rekstrarhalla útflutningsat- vinnuveganna. Þjóðhagsstofnun spáir auknum halla út árið. Væntanlega verður þessi halli að verulegu leyti fjármagnaður með lánsfé. Þessi halli mun auka Kjallariim Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður þrýstinginn á lánamarkaði um nokkra milljaröa. Þannig mætti lengi telja. Vaxta- kerfið ræður ekki við þessar breyt- ingar. Jafnvægið fjarlægist vegna annarra ákvarðana. Nýtt skömmtunarkerfi Við þessar aðstæður hefur verið búiö til nýtt skömmtunarkerfi. All- ir vilja fá erlend lán, þau eru miklu ódýrari og hin er heldur ekki að hafa. Úthlutun þessara gæða er síð- an í höndum skömmtunarstjóra, sem ákveður hverjir skuh njóta, hverjir skuli græða eða einfaldiega bjargast. Hvar er nú frjálsræð- ið? Ég er raunar þeirrar skoðunar að þessi skömmtun á erlendu fjár- magni, þessi ótti við innstreymi e'rlends fjármagns, sé leifar af gömlum haftahugsunarhætti. Raunar eru þetta „ný höft“. Hér áður töldu menn að allt færi yfir ef vörainnflutningur væri gef- inn frjáls. Nú vilja menn stjórna erlendri lántöku. Mér sýnist af ýmsum erlendum ritum um hagfærði að stjóm pen- ingamála hafi mjög breyst í okkar umheimi. Frjálsir fjármagnsflutn- ingar milli landa hafa breytt stjóm- tæki ríkisstjórna, þegar stjórna á með peningamagni í umferð. Það er í raun ekki hægt lengur, heyrir tímanum til. Evrópubandalagið gerir ráð fyrir frjálsum fjármagnsflutningum milli landa sem einu þeirra atriða sem í gildi eiga að ganga með innri markaðnum 1992. Ég held að við verðum aö laga okkur að þessu. Ríkisábyrgð á erlendum lánum á að vera undantekningaratriði. Að öðru leyti verður að opna lána- markaðinn hér á landi. Tvöfalt lánakerfi, eins og nú er í gangi, þar sem stjórnvöld úthluta gæðum úr öðru kerfmu og þiggja velvild fyrir, gengur auðvitað alls ekki. Það eru blindir menn sem sjá ekki að þetta gengur ekki upp. Lánskjaravísitalan Ég varð fyrir miklum vonbrigð- um með niðurstöður vísitölunefnd- arinnar. Mér virðist niðurstöðum- ar um að ekki sé ástæða til breyt- inga stangast á við rökstuðning nefndarinnar. Ég flutti tillögu á Alþingi um að ríkisstjórnin skipaði nefnd, sem endurskoöaöi grandvöll lánskjara- vísitölunnar. í kjölfar þess tillögu- flutnings var þessi nefnd skipuð. Lánskjaravísitalan okkar er ein- göngu kostnaðartengd. Hún tekur ekki mið af öðrum verðmætabreyt- ingum í þjóðfélaginu. Vonandi verður skýrsla nefndarinnar tilefni víðtækra umræðna í þjóðfélaginu. Guðmundur G. Þórarinsson. „Þeir sem hæst hafa talað um skömmt- un og úthlutun lánsfjár á tímum óverð- tryggðs sparifjár standa nú sjálfir 1 skömmtun og úthlutun erlendra lána.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.