Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988. 15 Hvað ræður launum fólks? ísland er býsna merkilegt land - svona í samanburði við önnur lönd. Eitt það sem gerir landið svona merkilegt er að hér býr bara ein stétt. Eða svo segir sagan. Hér vinna nefnilega allir myrkranna á milli (svona næstum því) og eru þvi allir eins konar verkamenn. Þetta stafar þó ekki af því að menn séu svona óskaplega duglegir heldur finnst flestum að þeir þurfi að vinna mikiö því að öðrum kosti séu launin svo óskaplega lág. Nokkur dæmi En hvað er það sem ræður laun- um fólks á íslandi? Hvað veldur því að húsýörður í bamaskóla hefur 42.000 kr. í mánaðarlaun eftir aid- arflóröungs starf og nær ómenntuð vélritunarstúlka hjá verðbréfafyr- irtæki fær 84.000 kr.? Og hvað veld- ur því að nýbyrjaður lektor við Háskóla íslands hefur helmingi lægri laun en kunningi hans úr viðskiptafræðinni sem gafst upp í miðju námi og fór að vinna hjá samtökum atvinnurekenda? Framboö og eftirspurn Fljótt á litið viröist sem annars vegar ráði samningar og hins vegar framboð og eftirspurn markaðar- ins. Sem sagt, í ööru tilfellinu er um opinbera starfsmenn að ræða og í hinu starfsmenn á hinum frjálsa vinnumarkaði. En hvað skyldi þá valda því að verkamaður hjá alfrjálsum byggingarverktaka hefur helmingi lægri laun en sú eða sá sem reiknar út kaupiö hans? Ekki svo að skilja aö ég viti svar- ið og sennilegast veit það enginn. En hitt fer vart milli mála að eitt- hvað er stórlega bogið við hvemig vinna manna er verðlögö. Það er fjarri mér að halda því fram að all- ir ættu að hafa sömu laun gegnum- sneitt í þjóöfélaginu. En launamun- ur manna hlýtur að eiga að byggj- ast á einhveijum rökum. Ábyrgð var til dæmis í eina tíö talin rökstyðja hærri laun. Og svo er enn KjaUarinn Ágúst Hjörtur verkamaður í dag, það er bara ekki sama á hveiju maður ber ábyrgð. Ábyrgðarstörf Tökum sem dæmi bamfóstm sem allan daginn ber ábyrgð á tölu- verðum hópi barna. Hún ber ábyrgð á lífi þeirra og limum en ekki síður andlegum þroska þeirra. Ef eitthvað er að marka það verö- mætamat, sem viö dagsdaglega þykjumst játa, þá ber bamfóstran ábyrgð á því verðmætasta sem við eigum, bæði sem foreldrar, þar sem um er að ræða þömin okkar, og sem þjóðfélag, þar sem um er að ræöa framtíð okkar. Samt er þetta „ábyrgöarstarf1 sennilega lægst launaða starfið í landinu. Ef barnfóstra bregst í starfi er skaðinn stundum óbætanlegur um aldur og ævi. Bregðist hins vegar maður í ábyrgðarstöðu hjá stórfyr- irtæki er tjóniö af hans völdum ávallt bætanlegt, þó eigendum fyr- irtækisins kunni að finnast það til- finnanlegt um stundarsakir. Þessu til viðbótar má kannski nefna að grundvallarlögmálið um framboð og eftirspurn virðist ekki láta til sín Aukinheldur hefur þessi launastefna, ásamt því flokksskipulagi sem viö bú- um við, leitt til þess að á Alþingi velj- ast aðallega meðaljónar sem litlu fá áorkað en ekki það einvala lið sem þar þyrfti að sitja taka hér. Þannig em fóstrur eftir- sóttar mjög og hafa lengi verið en þaö hefur engan veginn skilað sér í hærri launum. Það virðist því vera stórt bil milli þess verðmæta- mats sem við opinberlega fylgjum og þeirra launa sem við raunveru- lega greiöum. Hverju er um að kenna? En hveiju eða hveijum er svo um að kenna? Er það ríkið sem heldur uppi þessari láglaunastefnu? Það fer ekki milli mála aö svo hefur verið um langt árabil. En hvað er þá þetta „ríki“ sem mörgum finnst svo notalegt að andskotast út í? Jú, blessaðir stjórnmálmennirnir okk- ar sem við kjósum af svo mikilli trúmennsku skipti eftir skipti. Og oftar en ekki eru þetta sömu menn- imir og við kjósum líka í trúnaðar- stöður í stéttarfélaginu okkar. Þetta veit náttúrlega hvert manns- barn og því er bölsótast í þessum mönnum ár og síð. Illa launaðir þingmenn Þessir stjómmálamenn eru kannski besta dæmið um hvert þessi láglaunastefna hefur leitt okkur. Þingmannslaun eru og hafa lengi verið lág á flestra mæli- kvaröa, nema kannski þeirra sem enn lægra eru launaðir. Þetta hefur leitt til þess að flestir þingmenn sinna öðrum störfum meðfram þingmannsstarfi. Og það segir sig sjálft að þá sinna þeir ekki þing- störfum sínum sem skyldi. Aukin- heldur hefur þessi launastefna, ásamt því flokksskipulagi sem viö búum við, leitt til þess að á Alþingi veljast aðallega meðaljónar sem litlu fá áorkað en ekki það einvala lið sem þar þyrfti að sitja. Hver er lausnin? Og hver er svo lausnin? kunna menn að spyija. Við því er ekkert einhlítt svar. Hins vegar verða menn að gera sér grein fyrir því að laun manna eru ekki ákveðin af einhverjum fjarlægum guði eða ósýnilegri hönd markaöarins held- ur af mönnunum sjálfum í þeim kringumstæöum sem þeir búa við. Séu menn því sammála að launa- mál á íslandi séu á hálli og afar óskynsamlegri braut er ekkert annað að gera en setjast niður og upphugsa hvernig þeirri þróun veröi stýrt í skárri farveg. Menn geta ekki firrt sig allri ábyrgð á því hvernig samfélagið er og kennt ein- hverju óskilgreindu „kerfi“ og ómögulegum stjómmálamönnum (sem menn sjálfir kusu) um allt saman. Menn vita þaö af gamalli reynslu að „kerfið“ breytir fáu til batnaðar. Þess vegna verða menn aö gera þetta sjálfir, hver á sínum vinnustað, í sínu verkalýðsfélagi, i sínum stjórnmálaflokki. Ágúst Hjörtur Barnfóstran ber ábyrgð á þvi verðmætasta sem við eigum ..., segir m. a. i greininni. Ræktum happaskóg og lukkusand „Hér er komið með þá tillögu að sam- einast verði um að veita skógrækt og sandgræðslu einkaleyfi á skafmiðan- um og verja síðan hagnaðinum til að bjarga landinu frá meiri auðn og eyði- leggingu.“ I dag er uppblástur og gróðureyð- ing einn mesti blettur á þjóðinni og það er okkur til skammar aö snúa ekki vörn í sókn. Við höfum enga afsökun. Forfeður okkar beittu landið til að hafa ofan í sig og á. Sauðkindin hélt í okkur líf- inu. Nú er þetta breytt og græða þarf upp aftur þaö sem búið er að ofnota og eyðileggja. Happa- og lukkuæðið Happdrætti hafa lengi verið vin- sæl með þjóðinni og nú hefur skaf- miðinn komið til viðbótar. Af þessu hafa mörg þörf samtök verulegar tekjur, sem koma þeim vel. Samt væri það enn betra og þarf- ara, ef hægt væri að beina öllu þessu happa- og lukkufé í þjóðará- tak til skógræktar og sandgræðslu. Hér er komið með þá tillögu, að sameinast verði um að veita skóg- rækt og sandgræðslu einkaleyfi á skafmiðanum og veija síðan hagn- aðinum til að bjarga landinu frá meiri auðn og eyðileggingu. Þetta er í dag verðugasta verkefnið. Happaskógur Víða má taka fyrir stór og sam- felld svæði og rækta skóg. Þetta verða friðlönd fyrir okkur mennina og með gróðrinum kemur aukið fuglalíf svo dæmi sé tekið. Ef þetta væri kostaö með sölu skafmiða, mætti nefna þetta „happaskóg" svo mið sé tekið af happaþrennu. Nokkuð hefur gengið í skógrækt- inni, en með miklu íjármagni má koma af stað byltingu í þessari ræktun, sem sjá myndi stað fljót- lega. Borgarbúar þurfa að komast Kjallarinn Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður út á grasið á sumrin og þarna yrðu kjörin útivistarsvæði, ef rétt væri á haldið. Lukkusandur Þótt skógræktin sé til mikilla framfara, þá er sandgræðslan nauðsyn. Stór landsvæði blása enn upp eða þeim skolar burtu í rign- ingu. Með nútímatækni er auðvelt að snúa þessu við og rækta upp auðnina og sandana. Þá mætti kalla þá gróðurreiti „lukkusand“, þegar sandgræðsla heíði tekið við af sandfokinu, sbr. lukkumiðana í smámiðahappdrættinu. Leigjum afréttina Ef nægt fé væri fyrir hendi, mætti taka hluta afréttanna á leigu hjá bændum og friða fyrir beit. Ef þarna væri sáð lúpínu í auðnina á afmörkuðum, girtum svæðum, þá væri þetta á stuttum tima þakið gróðri, þar sem lúpínan framleiðir sinn áburð sjálf og allt verður grænt í kringum hana. í raun og veru mætti svo beita c þessi ræktunarhólf eftir nokkur ár, þar sem gróöurinn væri þá búinn að ná völdum og vöm hefði veriö snúið í sókn. Slík beit yrði þá innan þeirra marka, sem bjóða mætti landinu. Stór landflæmi eru í dag svo illa farin að ekkert getur bjargað þeim nema algjör friðun. Einnig yrði að sá í þessar óbyggðir lúpínu, birki og grasfræi ásamt áburði. í miklu magni sigrar þetta uppblásturs- sandinn og allt er hægt aö gera, þegar fjármagnið er nógu ríflegt og ekkert er til sparaö. Nióurlag Viö eigum ekki að sóa lukku- 'og happapeningunum i smáu tökin. Gerum skafmiðann að sigurvopni í baráttunni við eyðingu lands og gróðurs. Eftir nokkur ár getum við þá ferðast um okkar fallega land og litiö augum grænan happaskóg og gróinn lukkusand, þar sem áður nauðaði svartur moldarbylur, á sólríkum sumardegi, ef þum var og vindur. Lúðvik Gizurarson. ,Forfeður okkar beittu landið til að hafa ofan ► sig og á. Sauðkindin hélt í okkur lífinu. Nú er þetta breytt og græða þarf upp aftur það, sem búið er að ofnota og eyðileggja," segir greinarhöfundur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.