Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988. Spumingin Hvað finnst þér um stöðu- veitingar menntamála- ráðherra? Brynjar Pétursson: Fráleitar. Þessi maður hafði engan stuðning Háskól- ans. Svala Nielsen: Ég sé ekkert athuga- vert við þær. Ég treysti honum full- komlega. María Jakobsdóttir: Eru þær bara ekki tómt rugl? Steina Helgadóttir: Mér finnast þær alveg til skammar. Kolbrún Valdimarsdóttir: Mér fmnast þær hálflélegar. Gunnar Þór Jónsson: Ég er á móti því að hann skuli taka fram fyrir hendurnar á háskólaráði. Lesendur dv Misskipt er gæðunum Verkakona hringdi: Ég las um það í DV á fimmtu- daginn að læknir á Landakotssp- ítala hefði um eina og hálfa millj- ón í kaup á mánuði. Árslaun þessa manns voru 18,2 milljónir. Ég trúði varla mínum eigin aug- um. Það er líklega ekki raikið lægri upphæð en ég get gert mér vonir um að vinna mér inn á allri ævinni. Hvar endar þessi vitleysa eiginlega? Hann er meö um 40 sinnum hærri laun en ég á mán- uði. Maður hefur heyrt að það sé gott að búa á íslandi, hér séu eng- ir mjög ríkir einstaklingar og launum sæmilega réttlátlega skipt. Erlendis aftur á móti tíð- kist svona launamismunur. En svo virðist þetta vera við lýði hér á íslandi. Má maður búast við að fleiri læknar séu með laun á við þetta? Nú er heilbrigðisþjónustan í heild einn dýrasti pakki fjárlag- anna. Ég hafði þá hugmynd að tækja- og lyfjakostnaður yllu þar mestu. En nú sér maður að launa- kostnaður er mjög stór hluti af pakkanum, því fyrir 18 milijóna árslaun er hægt að byggja sér eitt gott einbýlishús á hverju ári. Aumingja maðurinn hlýtur aö vinna mikið meira en 24 tíma á sólarhring. 2340-1622 hringdi: Ég brá mér í ferð í Kerlingarfjöll um daginn á skíði og fór á bensínf- rekum jeppa. Ég fyllti bíhnn í Reykjavík og ætlaði síðan að fylla hann aftur á síðustu bensínstöðinni á leiðinni í Kerlingaríjöll. Það mun vera bensínstöðin við Geysi í Haukadal. Þegar þangað kom var okkur til mikils hugarangurs til- kynnt aö bensíndælan væri biluð. Þetta kom sér mjög illa, en til allrar hamingju var ég með smávegis auka- lega með mér í bílnum. Mig vantaði trekt til að hella þessu á, og keyrði að nærhggjandi bæ. Bóndi tók vel á móti mér, lánaði mér trekt og gat selt mér örfáa lítra í viðbót af eigin birgðum. Hann innti okkur eftir því af hverju við værum í vandræðum með bensín, og við sögðum honum eins og var, að bens- índælan væri biluð hjá Geysissjopp- unni. „Jæja, þetta hefur oft komið fyrir áður,“ sagði bóndi. „Þeir á Geysissjoppunni eru mjög sparir í imikaupum á bensíni, því þeir vilja ekki liggja með birgðir, og hafa oft gripið til þess ráðs að segja að dælan sé biluð þegar minnka fer í tönkun- um. Þá fá sérútvaldir kúnnar síðustu dropana." Þetta var ekki faheg saga og gerði okkur ferðalangana reiða, en við ákváðum að reyna að láta bensínið duga í Kerhngarfjöh og th baka. Á leiðinni keyrðum við aftur framhjá umræddri bensínstöð, og var þá ver- ið að dæla bensíni á bifreið úr „bil- uðu“ dælunni. Við urðum íjúkandi vond, en gerðum ekkert í máhnu. Þetta hlýtur að vera mjög bagalegt fyrir ferðafólk sem ætlar í Kerlingar- fjöll eða yfir Kjöl að treysta svona á síðustu bensínstöðina því ef þeir hafa ekki nóg bensín verða þeir aö keyra 22 km th baka th Aratungu eftir bensíni, og að sjálfsögðu sömu leið til baka. Staðfestingargjald Ekkert varð úr ferö lesanda til Grikklands og tapaði hún þvi staðfestingar gjaldi upp á 7000 krónur. - Ferðamenn á Akrópólis í Grikklandi. Abending til Gjaldheimtunnar Skattgreiðandi hringdi: Ég er alveg yfir mig hissa á klaufa- legu kerfi hjá Gjaldheimtunni í Reykjavík, eina staðgreiðslustaðn- um í Reykjavík. Það er aðeins einn staður til þess að greiða skattana sína á hér í Reykjavík sem er alveg ómögulegt, sérstaklega þegar maöur þarf aö leggja það á sig að bíða í 20-30 m löngum biðröðum. Auk þess er víst hægt aö koma greiöslum í póst- kassa en það er svo meingallaö að hann er innandyra svo að ekki er hægt að komast að honum nema á skrifstofutíma. Það hefur víst verið reynt að hafa hann utandyra en þá var hann fylltur af brennivíni og rusli svo að sendingar í honum eyði- lögðust. En því mætti ekki hafa svipað kerfi og í bönkunum þar sem póstlúgur bankanna hggja inn í þá? Þá væri hægt aö losna við allt þetta tíma- og vinnutap sem er óhjákvæmhegt þar sem um er að ræða aöeins einn af- greiðslustað. 9541-6128 hringdi: Ég hafði hugsað mér gott til glóðar- innar og ætlaði th Rhodos í sumar með kunningjum. Ég bókaði því far hjá Samvinnuferðum/Landsýn og borgaði 7000 króna staðfestingar- gjald, en þegar th kom hættu kunn- ingjar mínir við ferðina. Ég gat ekki farið ein og afpantaði því. Mér var þá tjáð að staðfestingargjaldið fengist ekki endurgreitt. Kunningjar mínir tapa einnig staðfestingargjaldinu, en þau eru öh í skóla og þetta er því enn bagalegra fyrir þau. Eg var náttúrlega sársvekkt yfir því að tapa peningunum en komst að því að þetta er vaninn hjá ferða- skrifstofunum. Síðan kom þaö upp á að ég ætlaöi th Bandaríkjanna í stað- inn á vegum sama fyrirtækis. Fór ég þá fram á að fá staðfestingargjaldið yfirfært á þá ferð. Því var hafnað á þeirri forsendu að sú ferð væri ekki á bæklingi þeirra og ferðin því á mínum eigin vegum. Ég spurði hvort maður mætti þá eiga 7000 krónurnar inni hjá þeim fyrir annarri ferð síðar meir, en það var ekki hægt. Mér var boðið að láta 7000 krónurnar gilda sem staðfest- ingargjald fyrir ferð sem tilgreind væri innan bæklingsins ef hún yröi tekin fljótlega, en ég get því miöur ekki komið því við. Ég sé því ekki annað en að ég tapi 7000 krónunum. Mér finnst að Samvinnuferðir/Land- sýn gætu sýnt meiri mýkt í samskipt- um sínum við viöskiptavinina. Af hverju ökumaður skrifar: Ég geri mikið að því að keyra bif- reið sem eyðir bensíni og því kemur þáð alltaf við pyngjuna þegar maöur fylhr bílinn. Ég er alveg sáttur við aö borga fyrir þaö, en ég skh ekki af hveiju olíufélögin þurfa ekki að hhta heimsmarkaðsverði eins og hjá öðrum þjóðum. í júnímánuði síðast- hðnum og fyrst í júlí fór heimsmark- aðsverðiö lækkandi og komst niður í sjaldgæft lágmark. Á sama tíma Frábærir tónleikar Guðríður hringdi: Ég geri alls ekki mikiö af því að að fara út og skemmta mér, en ég vhlt- ist inn á tónleika um daginn í Duus- húsi, þar sem hljómsveitin Gildran spilaði. Ég þekkti ekkert th hljóm- sveitarinnar, en hún spilar þunga- rokk. Hún náði upp mikilh stemn- ingu og ég var yfir mig hrifin af flutn- ingnum, og kom hún mér því þægi- lega á óvart. Þaö jók enn á ánægjuna þetta kvöld, hve einstaklega þægilegt og jákvætt starfsfólkið á staðnum var, aht frá dyravörðum til afgreiöslu- stúlknanna á barnum. Takk fyrir ánægjulegt kvöld, Duus- hús og hljómsveitin Ghdran. hækkun? fóru olíufélögin fram á hækkun hjá verðlagsyfirvöldum og fengu hana. Hvernig skyldi standa á því? Höfðu grunnforséndurnar eitthvað breyst? Eða er nóg að fara fram á hækkun th þess að fá hana? Ég hef aldrei ski- liö hve auðvelt olíufélögin eiga með að fá hækkun, og oftast án teljandi mótmæla frá neytandanum. Nógu er hann þó fjölmennur hér á íslandi. Hringið í síma 27022 milli kl. 13 og 15, eða skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.