Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988. LífsstQl DV Færri íslendingar fara út að borða: dýrtíðinni væri að finna í skatt- lagningunni. Hún skipti sköp- um fyrir rekstur veitingahúsa. „Aðsóknin hjá okkur er orðin miklu sveiflukenndari en hún hefur nokkru sinni verið. Við getum ekki eins og áður treyst á aö fylla húsið hvert kvöld. Þó teljum við okkur vera með öðruvísi veitingastað en aðrir,“ sagði Sigríður Auðunsdóttir. „Fólk „droppar" ekki lengur inn af götunni eins og það gerði áður heldur lítur í budduna og hugsar sig tvisvar um.“ Vatn og kaffi Guðvarður á Gauki á Stöng sagði að veltan hjá sér væri nákvæmlega sú sama og hún var í fyrra sem þýddi að sjálf- sögðu miklu minni tekjur. Hann taldi ekki að aðsóknin hefði minnkað mikið hjá sér heldur að nú drykki fólk vatn og kaffi í stað víns áður. Það v.æri augljóst að fólk hefði minni peninga á milli hand- anna. „Ég er að reyna að koma til móts viö fólkið með því aö hafa uppákomur og fleiri smárétti en ég hef hingað til gert. Þaö þýðir einfaldlega ekki að bjóða upp á dýran mat eins og málin standa núna. Stjórnvöld verða að setja harðari reglur um veitingaleyfi. Mér finnst óhæft að í sjoppum, sem hafa ekki einu sinni hrein- lætisaðstöðu, sé hægt að steikja og selja franskar kartöflur. Ráðamenn hafa hingaö til sett kvóta á fiskinn og landbúnað- inn. Af hverju geta þeir ekki sett kvóta á veitingahúsaleyfin? Það er ófært að borgaryfirvöld séu alltaf að troða veitingahús- um inn í öll framtíðarskipulög og velja sér svo menn til að reka þau á meðan önnur berjast í bökkum," sagði Guðvarður. Fá ungmenni fá vinnu með skólanum Úlfar Eysteinsson sagðist ætla aö draga saman seghn á næstunni en í Gauki á Stöng og á Arnarhóli hefur starfsfólki þegar verið fækkað. Úlfar ætlar að fækka starfs- mönnum úr 25 í 7 og einungis hafa opið frá 7 á morgnana til 15 á dagiiin og hafa lokaö á sunnudögum og mánudögum. „Ég kem ekki til með að hafa aukafólk í vetur eins og ég hef gert undanfarin ár. Ég efast um að mörg ungmenni eigi eftir að fá vinnu með skólanum í vetur. Það þýðir að þau eiga eftir að verða byrði á foreldrum sínum og skerða því fjárhag heimil- anna til muna. Hjá okkur hafa starfað 10 til 15 skólaungmenni síðstliðna vetur,“ sagði Úlfar. Skattpíningin Á Arnarhóli er nú ein vakt í staö tveggja áöur og þar hefur einnig verið lokað á sunnudög- um og mánudögum. Á Gauki á Stöng hefur starfsfólki fækkaö um allt að helming. Guövaröur sagði aö þrátt fyrir að starfs- fólkinu hefði fækkað um helm- ing væri mjög erfitt að fá auka- fólk i vinnu vegna nýja skatta- kerfisins. Hard Rock Café er eitt þeirra fyrirtækja sem virðast ætla aö halda nokkurn veginn sínu striki, eða svo segir Gunnar Kristjánsson framkvæmda- stjóri. „Ég neita því ekki að það er minna að gera hjá okkur núna miðað við árið í fyrra, en ég kvarta ekki enda opnuðum við í fyrra og það er nánast búin aö vera „geggjun" að gera þar til nú. Ef minna er að gera ein- hver kvöld heldur en venjulga ek ég niöur í bæ og sé að þar er enn minna um að vera. Svo er aftur skattpíningin á okkur veitingahúsamönnum allt ann- ar handleggur. Til dæmis þurf- um við sem byggjum mikiö á mat sem víni að greiða allt að 50% aftur beint í ríkiskassann. Ég tala ekki um fyrirtæki eins og Gauk á Stöng enda er ekki að ástæðulausu sem Guífi hmdi upp á vegg hjá sér spjald sem stendur á Skömmtunarstofa ríkisins. Það er ekki að ástæðulausu sem Guðvarður á Gauki á Stöng setti upp skiltið, Skömmtunarstofa ríkisins, fyrir ofan barinn á veitingastað sín- um. Sakna fjölskyldufólksins „Ég var á framkvæmdastjóra- fundi hjá Hard Rock í Banda- ríkjunum á dögunum þar sem þeir voru að kvarta yfir 5% söluskatti og þeir þurfa nánast engin laun að borga vegna þess að þjónustufólkið fær „tips“,“ sagði Gunnar. Það er ljóst á tali veitinga- húsaeigenda að íslendingar hafa minnkaö töluvert að fara út að borða og segir Úlfar Ey- steinsson að hann sakni helst þess að fjölskyldufólk, hjón með fvö börn eða fleiri, láti sjá sig á sínum veitingastað en hins veg- ar koma bisnesskarlarnir títt enda er venjulega borgaö fyrir þá, ýmist af hinu opinbera eða afeinstökum fyrirtækjum. Aðr- ir veitingamenn, sem DV náði tali af, voru sammála Úlfari um þettaatriði. Bæði Úlfar og Guðvarður sögðust horfa öfundaraugum til ríkisreknu veitingastaðanna eins og þeir kölluðu þá. Hér er átt við mötuneyti ríkisstofnana. Þeir voru sammmála um aö rík- inu væri mun meiri hagræðing í þvi að loka þessum „veitinga- húsurn" og gefa út matarmiða sem veitingahúsaeigendurnir gætu svo nýtt sér upp í sölu- skattinn. Ódýrir heimilismatseðlar Einar Olgeirsson kvaö öruggt að á stefnuskrá flestra veitinga- manna nú væri að taka með- fram upp ódýra heimilismat- seðla til þess að ná til fjölskyl- dufólks. „Fyrir nokkrum árum • varreyntaðhafasvokallaöa túristamatseðla á boðstólum en það gekk ekki þá vegna þess hve maturinn var þá á hagstæðu verði á a la carte matseölinum. En nú, þegar maturinn er orð- inn þetta dýr, er verðugt verk- efni fyrir veitingahúsaeigendur að reyna ódýra heimihsmat- seðla,“ sagði Einar. -GKr Menn eru sammála um að æ færri Islendingar fari með hverjum degin um á veitingafiús borgarinnar og margir spá gjaldþroti fjölda veitinga húsa í haust. hér að þaö var sól en nokkuð hvasst. Sunnudaginn 5. júlí 1987 komu 345 manns í mat og þann dag var rigning. Sunnudaginn 3. júlí síöasthðinn fékk ég hins vegar 210 manns í mat og viku síðar, sunnudaginn 10. júlí, voru 235 matargestir. Þessar tölur sýna að þaö hefur orðið ótvíræð fækkun á matargestum frá því í fyrra,“ sagði Úlfar Ey- stpínsson. „Fyrst og fremst vil ég kenna um matarskattinum og stórhækkuðu verði á græn- meti sem kemur sér afar iha fyrir mig þar sem ég sel aðal- lega grænmeti og fisk. Mér finnst hins vegar innflutta grænmetiö ekki hafa hækkað mikið í verði heldur innlenda grænmetið. Ég ætlaði t.d. að kaupa agúrku í Reykjavík um daginn en þegar ég komst að því að kílóiö átti aö kosta 490 krónur snarhætti ég við og keyrði til Hveragerðis og fékk kílóið þar á 199 krónur." Sveiflukennd aðsókn Sigríður Auöunsdóttir, veit- ingamaður Við Tjörnina, Guð- varöur Gíslason á Gauk á Stöng og Skúli Hansen á Arnahóh, aht þekktir veitingamenn, sögðu það sama og flestir höfðu sagt áður, að ástæðuna fyrir „Það er alveg ljóst að íslending- ar hafa minnkað við sig að fara út að borða og mörg veitinga- hús munu leggja upp laupana á næstunni," sagði Einar Olgeirs- son. formaður Sambands veit- inga- og gistihúsa, í samtali við DV. Tíðarandi „Fjársterku veitingahúsin, sem eru orðin gamalgróin, munu lifa þetta af en hin munu fara á hausinn, svo illa eru margirstaddirídag. Við vorum að funda um þessi mál í síðustu viku og við ætlum aö knýja á að fá að hafa frjálsa álagningu á áfengi á veitinga- stöðunum og viljum því hækka áfengið í stað matarins. En það er ekki okkar að ákveða það heldur er það stjórnvalda." Einar tjáði okkur að víða á hinum Norðurlöndunum, þar sem þessi staða hefði komiö upp, hefði verið tekin upp sú stefna að hafa vínið dýrara og matinn ódýrari. Veitingahúsum fjölgaði um 70 á tveimur árum Veitingahúsum í Sambandi veitinga- og gistihúsa hefur á síðastliðnu ári fjölgað úr 70 í 130 sem er næstum helmingsfjölg- un. „Við erum mjög jákvæðir á aö menn hafi frelsi til að fá að opna veitingahús á íslandi ef þeir hafa tilskihn leyfi en það er algjört fyrirhyggjuleysi að ætla sér að opna veitingahús eins og máhn eru í dag.“ Erfiðleikum veitingahúsanna má til dæmis líkja við erfiðleik- ana sem videoleigueigendur áttu við að etja fyrir rúmlega einu ári þegar skórinn kreppti að með tilkomu Stöðvar 2 eða við sólbaðstofurnar þegar taliö var að gervigeislarnir yllu húð- krabbameini. Það virðist sama hvað hittir fiárhagslega í mark á íslandi, ailtaf þurfa allir aö prófa. Svo endar allt með ósköpum. Helmingur aðilanna fer í gjaldaþrotaskipti eins og stefnir í með marga veitinga- húsamenn á næstunni. En þaö er örugglega með veitinga- húsabisnessinn eins og svo margar aðrar greinar - þvi fleiri sem deyja því sterkari verður bakhjarl hinna sem eftir lifa. Eins dauði er annars brauö.“ DV greindi frá því fyrir skömmu að „mönnum blö- skraði orðið verð á veitinga- húsamat" og að það kostaði orð- ið þrenn dagvinnulaun meöal- tekjufólks að fara út að boröa. En hins vegar voru menn tregir til að viðurkenna að hvert og eitt einstakt veitingahús ætti við vanda að etja uns Úlfar Ey- steinsson, matreiðslumaðurí Úlfari og Ljóni, opinberaði að- sóknartölur. Ótvíræð fækkun á matargestum „Ef við berum saman tölur annars vegar frá fyrsta sunnu- degi í júlí 1986 og 1987 og hins vegar frá þessu ári kemur í ljós að töluverð fækkun hefur orðið á matargestum. Til dæmis feng- um við sunnudaginn 6. júlí 1986 355 manns í mat yfir daginn og ég er meira að segja meö skráð Eins dauði er annars brauð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.