Dagblaðið Vísir - DV - 26.07.1988, Síða 32
32
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1988.
Lífcstfll
\ ■ ’
Álfa- og lukkusteinaverksmiðjan í Borgarflrði
Hvorki fleiri né færri en 6 börn forfeðra Bryndísar, á aldrinum 6 til 12 ára, létust úr barnaveiki árið 1862. Hér
sést Bryndís Snjólfsdóttir votta forfeðrunum virðingu sína með því að gera legstein sem hún ætlar að gefa í kirkju-
garðinn í Berufirði. Sonur Bryndísar fylgist sposkur með.
..Við getum bókað það að 95 pró-
sent allra ferðamanna, sem heim-
sækja Borgarfjörð eystra, líta inn í
Álfasteini. Þannig er verslunin aðal-
ferðamannamiðstöð sveitarinnar og
lifæð hennar að auki,“ sagði Helgi
Arngrímsson, framkvæmdastjóri
Álfasteins. í samtali við DV.
..En í versluninni seljast aðeins um
20 prósent af framleiðslu verksmiðj-
unnar. 80 prósent seljast sem svo-
kallaðir minningarsteinar. Til dæm-
is ef eitthvert kauptún á afmæh þá
leita gjarnan einhverjir aðilar til
okkar og fá áritaða steina,“ sagði
Helgi og sýndi okkur mynd.af áletr-
uðum steini sem gefmn var þegar
Blönduós fékk kaupstaðarréttindi á
dögunum.
„Einnig höfum við nokkuð haft að
gera í legsteinaframleiðslu," sagði
Helgi.
Hver man til dæmis ekki eftir
lukkusteininum sem Jóhann þakk-
aði sigurgöngu sína gegn Kortsnoj?
Þriðjungur íbúanna hluthafar
Hlutafélagið Álfasteinn dregur ein-
mitt nafn sitt af trú manna þar í sveit
á mátt steinsins ýmist í þjóðsagna-
trúnni eða mátt steinsins til aö lyfta
Borgarfirðinum upp í atvinnutæki-
færum. Mikil þörf þykir á því, ekki
síst eftir að fé var skorið niður vegna
riðu. Hvorki meira né minna en
þriðjungur íbúa Borgarfjarðar hefur
sameinast um fjTirtækið, þ.e. 80 af
220 íbúum eru hluthafar. Þetta fyrir-
tæki fæst við að vinna stein til
ýmissa nota eða til skrauts.
Steinninn kemur að mestu úr sveit-
inni enda er Borgarfjörðurinn þekkt-
ur fyrir ægifagurt svipmót af fjöllun-
um sem ýmist hafa að geyma mikið
líparít eða blágrýti og má margt finna
þar sérkennilegra steina.
Flókinn ferill
Steinaverksmiðjan og verslunin
eru til húsa í iðngörðum sem byggðir
voru árið 1983 og eru fyrstu iðngarð-
ar landsins. En lög gera ráð fyrir að
ný fyrirtæki leigi þá til fimm ára eða
á meðan þau eru að skjóta rótum.
Eftir þann tíma þurfa þau að kaupa
húsnæðið eða finna sér annað.
Ferill steinins er ansi flókinn frá
því hann er aðeins eins og hvert ann-
að grjót þar til hann verður að ein-
hverjum nytjamun, til dæmis að
eymalokk, hálsfesti, klukku, hita-
mæli, minnismerki, legsteini eða
jafnvel „bara“ að slípuðum lukku-
steini.
Náttúruauðlindir
verða nytjahlutir
Tíðindamaður DV fylgdist með
steinavinnslu í Álfasteini og varð
margs vísari um hvemig auðlind
náttúrunnar getur orðið að dýrmæt-
um nytjahlutum. Að sjálfsögðu þarf
fyrst og fremst að sækja steininn í
námur Borgaríjarðar. Ennfremur er
fyrirtækið nýbyrjað að flytja inn
steina frá BrasÚíu til legsteinagerð-
ar. Helgi sagði að það væri ekki af
skorti á Borgarfjarðarsteini. Það
væri einfaldlega vegna þess að þeir
byggju ekki yfir nógu stómm tækj-
um til þess að bijóta upp svo stóra
steina.
Fyrsta skrefið í vinnslu steinsins
er að slípa hann og er það í höndum
yfirslípara, Kristjáns Þorsteinsson-
ar. SUpunarvélamar líkjast einna
helst stómm gamaldags þvottavél-
um; steinum er raðað á plötur og
ofan á þá em lagðir þungir hlutir.
Síðan er allt sett á hreyfingu. Þannig
nuddast þetta saman í tæpan klukku-
tíma á hvorri plötu uns steinninn er
tahnn fuhshpaður. Að því búnu er
grafið í steininn það sem á að standa
á honum. Þar er farið eftir fyrir-
myndum og sér Bryndís Snjólfdóttir,
eiginkona Helga, um þá hhð mála.
6 börn dóu á 13 dögum
Þegar við vorum að fylgjast með
vinnu Bryndísar kom í ljós að hún
var að handleika ansi merkilegan
legstein. Á hann vom rituð nöfn
hjónanna Magnúsar og Ingibjargar
sem höfðu misst 6 börn á 13 dögum
árið 1862, eða frá 20. maí til 2. júní.
Bömin vom á aldrinum 6 til 12 ára
þegar þau dóu. Bryndís var að vinna
þennan legstein í kirkjugarð Beru-
íjarðar og var hér um ^ð ræða forfeð-
ur Bryndísar. En langalangamma
Bryndísar var dóttir hjónanna Ingi-
bjargar og Magnúsar og hét Jónína.
Bömin dóu öh úr barkabólgu sem
þá var kölluð bamaveiki en í dag
mundi hún einfaldlega vera kölluð
inflúensa. Bamaveikin heijaði
grimmt á landslýö á þessum árum
og sýnir þetta thfelli aðeins eitt af
mörgum. - Hún hefur verið mikU
sorgin sem kvatt hefur dyra á ámm
áður.
En áfram með feril steinsins.
Bryndís byijar á því að teikna upp
form með hjálp kalkipappírs og legg-
ur svo sandhmpappír yfir og sker út
mótið. Síðan er steinninn látinn í
sandblástursvél og grafast þá stafim-
ir niður í steininn. En jámsandur-
inn, sem notaður er í sandblásturinn,
heijar ekki á sandpappírinn sem fyr-
ir er heldur grefur sig ofan í rifumar.
Smáu steinarnir
auðveldari í vinnslu
Jóhanna Amgrímsdóttir, systir
Helga, sér um sandblásturinn og seg-
ir hún að venjulega taki hátt í
Baggalútar, tröllskessur og ýmsar furðuverur prýða hlllur Álfasteins. DV-myndir GVA