Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Side 18
18
FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988.'
FRÍKIRKJUSÖFNUÐURINN
í REYKJAVÍK
Almennur safnaðarfundur verður haldinn í Gamla
bíói mánudaginn 12. september nk. kl. 20.00.
Fundarefni: 1. Kosning sjö manna í kjörstjórn vegna væntanlegra prestkosninga skv. 22. gr. laga Fríkirkjusafnaöar- ins í Reykjavík.
2. Ósk 70 meölima safnaðarins um safnaðarfund vegna „uppsagnar safnaðarprests"
3. Önnur mál.
Athugið: Þeir einir eiga rétt til fundarsetu sem skráðir voru í söfnuðinn þann 1. des. 1987 og náð höfðu þá 16 ára aldri.
Vinsamlegast hafið persónuskilríki tiltæk við inngang
og mætið tímanlega.
Stjórn Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík
LADA LADA
þjónusta
Erum með:
Smurþjónustu fyrir Lada
Ljósastillingar
Mótorstillingar
10.000 km skoðun
Hemlaviðgerðir
Pústviðgerðir
Endurskoðun fyrir Bifreiðaeftirlitið
Allar almennar viðgerðir fyrir Lada
Ath. Reglulegt eftlrllt eykur öryggl og endingu bílslns
Opið: mán-fimmtud. 8-18
föstudaga 8-15.30
Menning ^ dv
Monica Kristensen: Ferðin á Suðurskaut var jafnframt ferð um mín eigin sálardjúp. DV-mynd Brynjar Gauti
BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ DALBREKKU 4
KÓPAVOGI SlMI 46940
SK0LARI1VELAR
fllíEVDIC kennslubók í vélritun fylgir
vWC 1 ■ l^# öllum ritvélunum frá okkur.
TÓLVULAND - B BRAGA
LAUGAVEG1116-118 V/HLEMM-S. 621122
frá kr.
13.950,-
BR0THER AX 15 m/leiðréttingarborða, kr. 18.760 stgr.
0LYMPIA CARRERA m/leiðréttingarborða, kr. 18.300 stgr.
SILVER REED EZ20 m/leiðréttingarborða, kr. 18.800 stgr.
SILVER REED ÉP10, lítil og létt, kr. 13.950 stgr.
SILVER REED EB50, lita- og blekpunktar, kr. 18.900 stgr.
SENDUMí PÓSTKRÖFU
VISA
Hér fara saman
gervileiki og ógæfa
Sturlunga 1 útgáfu Svarts á hvitu
Sú er ætlun mín, að íslenzkum al-
menningi hafi veriö Sturlunga saga
lítt tiltæk og þar með lítt kunn fyrr
en út kom fjögurra binda útgáfa
hennar á vegum Siguröar Krisfjáns-
sonar á árunum 1908-1915, en um þá
útgáfu sáu þeir Benedikt Sveinsson
og dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði.
Útgáfa Guðbrands Vigfússonar frá
1878 hefur varla verið í margra
manna höndum, en það er þó í fram-
haldi af henni, að skáld úr hópi ís-
lenzkra menntamanna taka að velja
sér yrkisefni úr henni. Það gæti t.d.
átt við sr. Matthías, sem mun hafa
lokið við kvæði sitt um Víg Snorra
Sturlusonar um 1880. Hann minntist
á persónur úr Sturlungu í kvæöi til
Vestur-íslendinga 1898. í Söngbók
Stúdentafélagsins 1894 birtist kvæði
Hannesar Hafstein um Þórð kakala
og einnig kvæðið um Snorra („Þegar
hnígur húm að þorra“), sem Hannes
á sennilega hlut í. Áriö 1899 kom út
leikrit Indriða Einarssonar, Sverð og
bagall, sem gerist á Sturlungaöld.
Ekki hef ég rekizt á fleira af þessu
tagi frá síðustu öld, en það segir út
af fyrir sig ekki mikið.
Ekki alþýðueign
fyrr en á þessari öld
Á árunum 1817-1820 birtist Sturl-
unga saga fyrst á prenti og þá^Kaup-
mannahöfn. Varla hefur hún komizt
í margra hendur hér á landi, en hef-
ur líklega verið heimild fáeinna
manna, sem sömdu greinargerðir í
rit það, sem á íslenzku nefnist Frá-
sögur um fornaldarleifar 1817-1823.
Jón Espólín, sá mikli sagnaþulur,
Bókmenntir
Páll Líndal
vitnar í Sturlungu í greinargerö frá
1818, sem þar birtist, hvort sem sú
tilvitnun byggist á framangreindu
riti eða einhveiju handriti. Það, sem
veldur mér nokkurri furðu er, að 1.
bindi hans frægu Árbóka hefst ekki
fyrr en með frásögn af Gamla sátt-
mála frá 1262, en um þær mundir er
Sturlungaöld taliö lokið. Hann hefur
e.t.v. litið á Sturlungu sem eins kon-
ar inngang að Árbókunum?
Þótt Sturlunga kæmist ekki fyrr á
prent en snemma á 19. öld, er iðulega
í hana vitnað í Feröabók Eggerts og
Bjarna, sem Eggert Ólafsson samdi
og út kom 1772, og í Annálsbrotum,
sem Gísli Oddsson, biskup í Skál-
holti 1632-1638, samdi, er minnzt á
eldgos við Reykjanes árið 1226 og
Sandvetur 1226-1227 svo og Flóabar-
daga 1244 og kemur þetta heim við
islendingabók Sturlu Þórðarsonar,
undirstöðurit Sturlungusafnsins.
Þetta bendir til, að vitneskjan um
Sturlungaöldina hafi geymzt meðal
lærðra manna, en alþýðueign hefur
sá fróðleikur ekki orðið eða getað
orðið fyrr en komið var fram á þessa
öld.
Dr. Guðni Jónsson sá um alþýðlega
útgáfu á Sturlungu árið 1948, en ný
útgáfa hafði komiö út 1946. Þetta var
langvandaðasta útgáfan, sem komið
hafði út til þessa, en hana önnuðust
þeir Jón Jóhannesson, Kristján Eld-
járn og Magnús Finnbogason. Þetta
var tímamótaútgáfa, bæði vönduð og
vísindaleg í bezta lagi.
Það verður því varla sagt, að ís-
lendinga hafi skort aðgengilegar
Sturlunguútgáfur þaö, sem af er
þessari öld.
Laus viðfræöilegan
rembistíl
En „maður getur aUtaf á sig blóm-
um bætf‘, stendur þar, og ekki alls
fyrir löngu hefur hið góðfræga og
athafnasama bókaforlag Svart á
hvítu sent frá sér nýja útgáfu þessa
merkisrits meö nokkrum fylgiritum.
Það veröur ekki sagt af neinni sann-
girni annað en þetta sé í senn frábær-
lega vönduð og aðgengileg útgáfa.
I þessari útgáfu er Sturlungusafnið
látið halda sér, en ekki bútað sundur
í einstakar sögur eftir því sem hægt
er, eins og gert var í útgáfunni 1946.
Þótt þar séu tilvísanir, þannig að
auðvelt ætti að vera að halda þræði,
þá þykir mér sá háttur, sem nú er á
hafður, mun þægilegri, enda fylgja
einnig tilvísaiúr, þannig að þeir, sem
vilja lesa „vísindalega" geta vissu-
lega gert það. Þá er verkið þægilegra
til lestrar, þar sem það er í þrem
handhægum bindum, en eldri út-
gáfan í tveim nokkuö stórum og
þungum. Skýringar eru bæöi miklar
og góðar í báðum útgáfum, þó eru
þær mun fyllri og notadrýgri í nýju
útgáfunni. Það er mikils virði t.d. að
fá orðaskýringar í stafrófsröð upp á
80 síður. í nýju útgáfunni er mikið
af alls konar fróðleik til skýringar
og viðmiðunar, t.d. um atburði er-