Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988. íþróttir___________________________________ Ólafur fyrirliði ÍA gegn Ujpest Dozsa - UEFA-leikminn á Akranesi kl. 18 í kvöld Landsliðsmaðurinn ungi, Ólafur Þórðarson, verður fyrirliði Skaga- manna í fyrsta skipti í kvöld þegar þeir mæta Ujpest Dozsa frá Ung- verjalandi í UEFA-þikarkeppninni. Hann tekur við fyrirliðastöðunni af Guðbirni Tryggvasyni sem er í leik- banni eftir brottrekstur gegn Kalmar frá Svíþjóð í fyrra og missir af báðum leikjum ÍA við Ungverjana. Leikur ÍA og Ujpest fer fram á Akranesi og hefst kl. 18. „Ég á von á mikilli baráttu og það er vissulega gaman að vera fyrirliði í fyrsta sinn í svona stórleik. Við vit- um lítið um Ungverjana en þeir eru örugglega mjög sterkir og ég hef trú Nafn: Sigurður H. Bergmann. Aldur: 27 ára. Hæð: 1,87 m. Þyngd: 109,5 kg. Félag: UMFG. á að þeir leiki létta og skemmtilega knattspyrnu. Viö ætlum okkur að berjast af krafti og það verður dags- formið sem ræður mestu um hvemig okkur telst til,“ sagði Ólafur í spjalli við DV í gær. Slæmt að missa Guðbjörn Sigurður Lárusson, þjálfari ÍA, ætl- ar að stilla upp fimm manna vörn til að byrja með gegn Ungverjunum í kvöld með Alexander Högnason sem aftasta mann. „Það er slæmt að missa Guðbjörn úr vörninni í svona erfiðum leik því liðið er mjög ungt og reynslulítið. Við ætlum að heíja leikinn varlega og þreifa fyrir okkur --------------------------------1 DV kynnir íslensku ÓL-farana „Æfingar hafa verið erfiðar" „Æfingar fyrir ólympíuleikana hafa gengið mjög vel og það er enn æft af fullum krafti," sagði júdómaðurinn Sigurður Hauks- son Bergmann frá Grindavík í samtali við DV í gær en hann er annar tveggja júdómanna okkar sem keppir á ólympíu- leikunum í Seoul. Sigurður hef- ur um árabfi verið einn sterk- asti júdómaður okkar og oft- sinnis orðið íslandsmeistari í hinum ýmsu þyngdarflokkum. Hann hóf að æfa júdó þegar hann var 14 ára gamall og hefur æft af kappi síöan eða í 13 ár. „Áhuginn á júdóinu kviknaði hjá mér þegar ég var 14 ára og það var fyrir hreina tilviljun. Skólafélagarnir plötuðu mig í þetta.“ - Hvenær byrjaði undirbúning- urinn hjá þér fyrir ólympíuleik- ana? „Það má segja að hann hafi byijað af alvöru um mánaða- mótin maí/júní og síðan hef ég æft tvisvar á degi hverjum í um það bil þijár klukkustundir. Þetta hefur auðvitað verið mjög erfitt en maöur verður að leggja eitthvað á sig ef maður stefnir að góðum árangri." - Ert þú farinn að gera þér ein- hveija hugmynd um möguleika þína í yfirþungavigtinni í Seo- ul? „Nei, ég hef ekkert hugsað út í það og slíkar vangaveltur eiga ekki rétt á sér fyrr en búið er að draga um það hveijir glíma • saman. Maður fer að velta þessu fyrir sér daginn fyrir fyrstu ghmuna.“ - Hvemig leggst keppnin í þig? „Bara þokkalega. Þetta verð- ur án efa erfitt en ég geri mitt besta. Það er stórkostlegt aö fá tækifæri til að keppa á ólympíu- leikum og að sjálfsögðu er þetta toppurinn á mínum ferh. Það er ekki hægt að neita því að það er kominn fiðringur í mig,“ sagði Siguröur Hauksson Berg- mann. Sigurður varð árlega íslands- meistari í júdó frá 14 ára aldri þar til hann varð 21 árs í hinum ýmsu þyngdarflokkum. Síðustu sex árin hefur hann ýmist keppt í 95 kílóa flokki eöa þar yfir og þrívegis orðið íslandsmeistari. Oftsinnis hefur Sigurður hafn- að í öðru sæti á íslandsmóti á eftir Bjama Friðrikssyni, bronsverðlaunahafa frá síðustu ólympíuleikum í Los Angeles. -SK en sjá síðan hvernig leikurinn þró- ast,“ sagði Sigurður við DV. Skagamenn hafa skoðað upptöku af leik með Ujpest en Sigurður sagði að þeir hefðu þó haft takmarkað gagn af henni. „Upptakan var léleg og maður náði ekki að þekkja einstaka leikmenn á henni. En þó kom fram að liðið er með snögga og tekniska leikmenn en leikur þó nokkuð kerfis- bundna knattspyrnu. Ég er nokkuð bjartsýnn og vonast eftir þokkaleg- um úrslitum,“ sagði Sigurður. Eitt þekktasta lið Austur-Evrópu Ungverska liðið kom til landsins á þriðjudag og hefur dvahð í Reykjavík en er væntanlegt til Akraness eftir hádegið í dag. Það æfði á Valsvehin- um við Hlíðarenda í gærmorgun. Ujpest Dozsa er eitt af þekktustu hð- um Austur-Evrópu, hefur 18 sinnum orðið ungverskur meistari og er með í Evrópukeppni nánast á hverju ári. Þrír leikmenn þess eru fastamenn í ungverska landsliðinu, Ervin Kovács, Attila Herédi og István Koz- ma og má því reikna með að þeir komi aftur til íslands þann 21. sept- ember en þá mætast þjóöirnar í vin- áttulandsleik á Laugardalsvellinum. -VS • Olafur Þórðarson leiðir hið unga lið IA i Evrópuleiknum gegn Ujpest Dozsa Irá Ungverjalandi á Akranesvelli í kvöld. DV-mynd EJ Ferðin á ólympíuleikana: Stóri hópurinn fer á sunnudag Keppendur íslands á ólympíuleik- unum í Seoul, að undanskildum sundmönnum og sighngamönnum, sem þegar eru famir utan, munu halda til S-Kóreu síðdegis á sunnu- dag. Þá halda 24 keppendur af stað en sá hópur er skipaður 15 handbolta- mönnum, 2 júdómönnum og 7 fijáls- íþróttamönnum. Einnig fara þjálfar- ar, læknar og sjúkraliðar, flokkstjór- ar og fararstjórar utan á sunnudag. Hópurinn heldur frá íþróttamið- stöðinni í Laugardal skömmu fyrir kl. 15 og mun koma við á Lækjar- torgi og kveðja „opinberlega" um það bil sem heimshlaupið hefst þar. Ef tími vinnst til munu ólympíufaramir svo taka lagið áður en þeir halda áfram til Keflavíkur og að sjálfsögðu syngja þeir þá handboltalagið „Ger- um okkar besta“. Hópurinn gistir síðan eina nótt í New York á leið sinni til Seoul. Þeir sem verða í Seoul á vegum ólympíunefndar verða ahs 51 talsins. Keppendur em 32, þjálfarar 5, flokks- stjórar 4, læknar 2, einn sjúkraþjálf- ari, tveir aðstoðarmenn og fimm manna aðalfararstjóm. Frá ólympíunefnd íslands fara Gísh Hahdórsson formaöur, Bragi Kristjánsson aðalritari, Sveinn Bjömsson, forseti ÍSÍ, sem verður aöalfararstjóri, Gunnlaugúr Briem gjaldkeri og Jón Hjaltahn, formaður HSÍ, sem einnig verður blaðafuhtrúi ólympíunefndarinnar í Seul. Fleiri munu fara með hópnum en þeir fara ýmist á vegum sinna sér- sambanda eða á eigin vegum. -gk Frétta- stúfar ÍFH tíl Liibeck íþróttafélag heymarlausra, ÍFH, mun taka þátt í alþjóðlegu móti heymarlausra handboltamanna sem fram fer í Lúbeek í Vestur- Þýskalandi 9.-11. september. Auk íslenska hðsins keppa á mótinu lið frá Danmörku, Svlþjóö og Vestur-Þýskalandi. íslenska liðið hefur æft af kappi í aht sumar fyrir mótið og verður fróðlegt að sjá hver árangurinn verður á mótinu í Vestur-Þýskalandi. Þess má geta að íslenska hðið varð í ööru sæti á síðasta Norðurlanda- móti heymarlausra í handknatt- leik. Spánverjar byrja í Seoul Hópur Spánveija frá Barcelona mun fara til Seoul og fylgjast gaumgæfilega með öllu varðandi ólympíuleikana. Sem kunnugt er veröa ólympíuleikarnir árið 1992 haldnir í Barcelona. Spánveij- arnir ætla aö nýta tækifærið vel og kynna Barcelona fyrir þeim sem áhuga hafa. Fjögur ár eru þangað til leikamir fara fram í Barcelona en ljóst má vera að snemma verður að hefja undir- búning fyrir mestu íþróttahátíð sem um getur í heiminum. Bardaganum frestað? Allar líkur em nú taldar á því að bardagar hnefaleikakappa- anna Mike Tyson og Frank Bruno, sem fyrirhugaður var 22. október nk„ verði frestað. Ástæð- an er meiðsli Tysons eftir bílslys. Kappinn á nokkuð langt í land með að ná sér fullkomlega af meiðslunum sem hann hlaut í slysinu og er reiknað með því að bardaganum, sem beðið er með mikihi eftirvæntingu, verði frest- að fram í desember. Luzern með 2 stiga forskot Sigurður Grétarsson og félagar hans 1 svissneska knattspyrnu- liðinu Luzem gera það gott í 1. deildinni. Síðasti leikurinn í 9. umferð deildarinnar fór fram í fyrrakvöld og léku þá Behinzona og Sion. Meö sigri gat Behinzona komist 112 stig, einu stigi á eftir Luzern. Sion sigraði hins vegar í viðureign hðanna sem bæði era með 10 stig. Luzem er efst með 13 stig, þá kemur Grasshoppers með 11 og Aarau, Bellinzona og Sion hafa 10 stig hvert félag. Cram enn í vanda Breski langhlauparinn Steve Cram hefúr ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Síöasta ár var dapurt hjá þessum snjalla hlaup- ara og sjálfur segist hann ekki geta gert sér grein fyrir öhum þeim vandamálura sem að steðj- uðu. Cram segist þó halda að eitt af vandamálunum hafi verið óbil- andi sigurvissa. Sjálfur hafi hann staðið í þeirri meiningu að nóg væri fyrir sig að mæta í hlaupin og aö sigra hafi nánast verið formsatriði. Á alþjóðlegu fijálsíþróttamóti um síðustu mánaðamót raeiddist Cram á kálfa en sjálfur segir hann meiðshn smávægheg og að þau komi ekki í veg fyrir þátttöku hans á ólympíuleikunum í Seoul. Bretar binda miklar vonir við frammistöðu Crams á leikunum í Seoul. Snjallir hlauparar þeirra á borð viö Steve Owett og Sebast- ian Cœ náöu ekki aö komast í breska ólympíuliðiö og því er mikiö álag á Cram. Hann á marga glæsta sigra að baki, Evrópu- meistaratíth i 1500 metra hlaupi 1982, tvo sigra á Samveldisleikun- um og sigur á heimsmeistara- móti. Þá hefur Cram sett heims- met í þremur vegalengdum, 1500 metrum, míluhlaupi og 2000 metra hlaupi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.