Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Síða 34
34
FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988.
fæst á
járnbrautar-
stöðinni
í Kaup-
mannahöfn
ENSKA
ÞÝSKA
FRANSKA
SPÆNSKA
DANSKA
PORTÚGALSKA
ÍTALSKA
ÍSLENSKA
fyrir útíendinga
Uppl. í simum 10004/21655
Mímir
FIWI
LOFTPRESSUR
GÆDAVARA
Á GÓÐU VERÐI
200 ml kr. 18.258,- m/sölusk.
340 ml kr. 38.817,- m/sölusk.
SÖLUAÐILAR:
iselco sf.. Reykjavík
Húsasmiðjan. Reykjavík
Byggingaversl. KÁ. Selfossi
Kaupfélag Rang., Hvolsvelli
Vélsmiðja Hornafjarðar, versl.
Kaupfólag Isfirðinga, timbursala
Kaupfélag V-Húnvetninga. Hvammstanga
Kaupfélag Skagfirðinga. Sauðárkróki
Norðurljós, Akureyri
Kaupfélag Þingeyinga, véladeild
Kaupfélag Héraðsbúa, Egilsstúðum
Kaupfélag Héraðsbúa, Reyðarfirði
Kaupfélag Borgfirðinga.
ISELCO SF.
Skeifunni 11d - simi: 686466
Lífestm
Punktar frá lesendum
Lesendur hafa veriö duglegir að
gefa okkur ábendingar og senda inn
uppskriftir og kunnum við þeim
bestu þakkir fyrir. Við höfum safnað
nokkrum uppskriftum saman til
birtingar og hvetjum lesendur til að
halda áfram að hafa samband við
okkur.
Margrét Júlíusdóttir, húsfreyja á
stóru sveitaheimili í Borgarfiröi, gaf
uppskriftir að ódýru kaffibrauði sem
vinsælt er á hennar heimili. Með því
að nýta kartöflur í vínarbrauð kemst
Matur
maður hjá því aö fleygja soðnum
kartöflum sem hafa orðið afgangs
kvöldið áður.
Kartöfluvínarbrauð
250 g hveiti
250 g smjörlíki
250 g kaldar, soðnar kartöflur
1 tsk. lyftiduft
1 msk. sykur
Kartöflurnar eru marðar í vél eða
stappaöar með gafíli. Öllum efnun-
um er blandað saman og deigið hnoð-
að vel. Deigið er flatt í lengj u, ca 25-30
sm breiða. Lengjan er smurð með
rabarbarasultu (eða annarri sultu)
og báðar hliðar brotnar inn að miðju.
Skiljið eftir mjóa opna ræmu í miðj-
unni. Penslið yfirborðið með eggi og
bakið við 200° C þar til lengjan er
orðin ljósbrún.
Skreytið hana með súkkulaði eða
glassúr eða bakið meö möndlum og
sykri.
Á heimilum verða oft afgangar af
oststykkjum sem nýtast ekki sem
álegg. Því er upplagt að baka eitthvað
gott úr þeim, t.d. ostahorn.
100 g rifmn ostur (afgangar)
250 g heilhveiti
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. sykur
'A tsk. salt
75 g smjörlíki
2 dl súrmjólk
egg til að pensla með
Þurrefnunum er öllum blandað
saman, smjörlíkið muhð saman við
og rifna ostinum bætt út í, bleytt í
með súrmjólkinni og deigið hnoðað
vel.
Deiginu er skipt í tvo hluta og hvor
um sig flattur í kringlótta köku (á
þykkt við flatköku). Hvor kaka er
skorin í átta hluta. Hver hluti er rúll-
aður saman frá breiðari endanum
og látið endann snúa niður á bökun-
arplötunni. Smyijið bökunarplötu og
beygið hvert horn lítillega. Penslið
með eggi og stráið osti yfir ef vill.
Bakið við 200° C þar til hornin eru
orðin ljósbrún. Margrét tók fram að
mjög gott væri að setja skinkuaf-
ganga inn í vafningana.
Ostahornin eru mjög góð sem kaffi-
brauð eða með súpu.
Kryddsulta með mömmusteik
Um daginn birtum við nokkrar
uppskriftir að kryddsultum. Af því
tilefni hringdi lesandi, Sigríöur
Kristinsdóttir í Reykjavík, og gaf
okkur uppskrift að kryddsultu úr
rabarbara. Sagði hún þessa sultu
góða tilbreytingu frá hinni hefð-
bundnu rabarbarasultu og líka sér-
staklega vel með grilluðu kjöti og
„mömmusteik" en á hennar heimili
kálla krakkarnir venjulega mat-
reiðslu á lambakjöti með brúnni sósu
„mömmusteik".
Rabarbarakryddsulta
1 kg rabarbari
1 kg laukur
750 g dökkur púðursykur
200 g edik
1 tsk. salt
1 tsk. pipar
1 tsk. allrahanda
Laukurinn er hakkaður eða skor-
inn smátt og rabarbarinn í htla bita.
Öllum efnunum blandað saman í
pottinn. Sultan er soðin í tvo tíma
og síðan sett á hrein glös og þeim
lokað þétt. Merkja verður glösin vel
svo þau ruglist ekki saman við
ókrydduðu rabarbarasultuna.
-JJ
Kringlóttri (eða aflangri) köku er skipt í átta hluta. Hornunum er rúllað upp frá breiðari endanum og beygð örlít-
ið. Pensluð með eggi og osti stráð yfir ef vill.
Örbylgjan
Tómatsósa
Tómatsósu er þægilegt aö búa til
í örbylgjuofni eins og margt annað.
Þessi uppskrift er fljótleg og einföld
og tílvalið að prófa hana þegar tóm-
atar eru á góðu verði. Með því að
gera sína eigin tómatsósu getur
maður verið viss um efnin í henni
1
og veriö laús við allt sem heitír
aukefni, hvort sem þau heita htar-
e.ða bragðefni.
1 'A kg þroskaðir tómatar
1 msk. salt
1 stór laukur, fínsaxaöur
2 dl edik
75 g dökkur púðursykur
'A-1 tsk. pipar
1 tsk. kanill
Vi tsk. múskat
sykur eftir smekk
Skerið tómatana í sneiðar og
leggið þá í stóra skál, saltíð á milh
laga og látíð bíða í 2 klukkustund-
ir. Bætíð afganginum af hráefnun-
um saman við og sjóðið á fullum
styrk í 30 mínútur. Þá eru tómat-
arair marðir í blandara og maukið
sett í hreina skál. Sjóðið maukið á
fullri orku í 15 mínútur eða þar til
sósan er farin að þykkna. Kælið
sósuna og setjið á flöskur eða giös.
vel þroskaöir tómatar eru notaðir við gerð tómatsósunnar.