Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.1988, Blaðsíða 44
FIMMTUDAGUR 8. SEPTEMBER 1988. ~^4 Sviðsljós Vigdís í Norsk Ukeblad Norðmenn eru mjög spenntir íyrir heimsókn Ólafs Noregskonungs til íslands í þessari viku. í Norsk Uke- blad í þessari viku er myndum skrýtt viötal viö Vigdísi Finnboga- dóttur, forseta íslands, rúm opna aö lengd. Greinilegt er á öllu að Norðmönnum fmnst mikið til for- seta íslands koma. Blaðamaðurinn, sem tekur við- taliö, gerir að umtalsefni gott sam- band Islands og Noregs og minnist sérstaklega á heimsókn Vigdisar til Noregs fyrir sjö árum. Þá féll norska þjóðin fyrir persónutöfhan Vigdísar og greinilega eru Norð- menn mjög hreyknir yfir því að fyrsta konan, sem kjörin var í emb- ætti forseta í lýöræðisríki, skuli hafa heimsótt heimaland þeirra. Vigdís Finnbogadóttir er sögö vera heillandi gestgjafi Noregskon- ungs og vitnaö til þess aö þau eru bæði mjög mikið áhugafólk um sögu þannig að ekki ætti þau að skorta umræðuefni. Viðtalið er myndum prýtt og greinilegt að i Noregi er htið á heimsókn Noregskonungs til „Sögueyjunnar" sem hátíðlegan viöburð. Vigdís Finnbogadóttir, forseti Islands, með blómvönd sem blaðamaður Norsk Ukeblad færði henni að gjöf. Vigdis Finnbogadóttir og Ólafur Noregskonungur á gangi í Osló er Vigdis sótti Noregskonung heim fyrir sjö árum. Fyrir aftan þau má sjá Harald krónprins. Bílamarkaður á laugardögum Fjöldi bílasala og bílaumboöa auglýsir fjölbreytt úrval bíla af öllum geröum og öllum veröflokkum. Auglýsendur athugið ! Auglýsingar í DV-Bílar þurfa aö berast í síðasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. Ráðherratennis George Shultz, utanrikisráðherra Bandarikjanna, hefur i mörgu aö snúast. Hánn gefur sér þó ööru hverju tima til að slaka á og fá útrás. Shultz hlýtur að hafa verið nokkuð fjörugur á yngri árum því að hann mun einhvern tima hafa látið tattóera tígrisdýr á bakhlutann á sér og er talið að hann sé eini bandariski utanríkisráðherrann sem slikt hefur gert.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.