Dagblaðið Vísir - DV - 30.09.1988, Qupperneq 2
2
FÖSTUDAGUR 30. SEPTEMBER 1988.
Frétdr
Grétar Kristjánsson ætlar að stofna samtök gjaldþrota fólks.
DV-mynd Ægir Már
Hyggst stofna landssamtök gjaldþrota einstaklinga:
Eg vil gera eitt-
hvað annað en
að drepa mig
„Ég er enn einn míns liðs en vona
að fólk fari að hafa samband við
mig. Þessi auglýsing er fyrsta skref-
ið,“ sagði Grétar Kristjánsson við
DV.
Grétar hefur auglýst í einu blað-
anna að fyrirhuguð sé stofnun lands-
samtaka gjaldþrota einstaklinga er
vinni að hagsmunamálum slíkra og
veiti þeim aðstoð á ýmsan hátt.
„Það eru ótal vandamál sem koma
upp þegar fólk verður gjaldþrota.
Maður á yfirleitt ekkert heimili eftir
gjaldþrot og leigumarkaðinn þekkja
allir. Lánstraust er ekkert og ef mað-
ur á einhver verðmæti þá eru þau
tekin upp í skuldir. Svo er hin hliðin.
Félagsleg og sálræn vandamál. Þau
veröa mörgum þung í skauti. Þaö
geta ekki allir borið hina virðulegu
nafnbót þjóðfélagsvandamál og sum-
ir binda enda á allt saman með því
að svipta sig lífi. Ég er því handviss
um að að gjaldþrota einstakhngar
geta haft hag af að bindast samtök-
um.“
Grétar er sjálfur gjaldþrota. Hann
var í útgerð og gjaldþrotiö er að hans
sögn löng saga og leiðinleg. Segir
hann orsökina að sumu leyti óheppni
og sumu leyti eigin heimsku.
„Það er vandlifað í þessu þjóðfé-
lagi. Það er um það að ræða að éta
eða vera étinn. Ég átti skuldlausar
eignir upp á 15 milljónir 1984. Þær
dugðu ekki fyrir skuldunum. Það eru
margir sem geta ekki staðið í skilum
og skuldimar stækka með ógnar-
hraða á skömmum tíma. Stundum
ná menn að semja en ég fékk heng-
ingarólina um hálsinn. Þannig er um
æ fleiri og innheimtuskrifstofunum
íjölgar að sama skapi. Það er stór-
eflis atvinnuvegur aö gera menn
gjaldþrota.“
Að sögn Grétars er að minnsta
kosti eitt félag gjaldþrota einstakl-
inga til í heiminum og er þaö í Jap-
an. Grétar býr „upp á náð og mis-
kunn“ hjá kunningjum sínum og
ætlar ekki að hnika frá markmiði
sínu.
„Ég er ekki náungi sem er gefinn
fyrir það aö gefast upp. Ég vil gera
eitthvað annað í málinu en ganga út
og drepa mig.“
-hlh
Mistök á Landspítalanum:
Ungböm sködduð*
ust varanlega
- ríkissjóöur viöurkennir bótaskyldu
Ríkissjóður hefur viöurkennt bóta-
skyldu í máli sen upp kom á fæðing-
ardeild Landspítalans fyrir nokkru.
Þurrmjólkurblanda var ranglega
meðhöndluð með þeim hörmulegu
afleiðingum að þrír nýburar veiktust
alvarlega. Því olli bakteríusýking af
völdum þurrmjólkurinnar sem aftur
leiddi til heilahimnubólgu. Eitt bam-
anna er látið. Það hafði raunar verið
veikt fyrir og ekki verið hugað líf.
Hin bömin tvö hlutu varanlegan
skaða af völdum heilahimnubólg-
unnar.
„Ríkislögmanni hefur verið falið
að fara með málið," sagði Guðmund-
ur Bjarnason heilbrigðisráðherra er
DV ræddi viö hann. „Hann telur
bótauppgjör ekki tímabært þar sem
ekki er ljóst hvernig heilsufar barn-
anna verður. Hann hefur unnið í
samráði við foreldra barnanna og
þeim hafa verið kynntar þessar nið-
urstöður. Þau hafa fallist á þessa til-
lögu ríkislögmanns."
„Þaö var á árunum 1986 og 1987
sem þetta gerðist en það eru ekki
nema 2-3 vikur síðan málið fór frá
okkur,“ sagði ráðherra. -JSS
Veröhækkimaráhrifum gengisfeUingar:
Verður hleypt út í
frosið verðlagið
Ríkisstjóm Steingríms Hermanns-
sonar kynnti í gær formlega þær
efnahagsráðstafanir sem urðu henn-
ar fyrsta verk. Þessar aögerðir felast
í 3% gengisfellingu, millifærslu,
frystingu launa og frystingu verölags
að því marki að ekki megi rekja verð-
hækkunina til kostnaðarhækkana
erlendis.
Ríkisstjómin hefur ákveðiö að
framlengja verðstöðvun til febrúar-
loka. Undantekningar frá þeirri
verðstöðvun eru ef innflutningsverð
hækkar. Verðbreytingaáhrif 3 pró-
sert gengisfellingarinnar í gær
munu því koma fram. Laun eru hins
vegar algjörlega fryst og munu ekki
hækka fyrir en 15. febrúar. Þá munu
þau hækka um 1,25 prósent. Það
veröur fyrsta launahækkunin síðan
í júní á þessu ári.
Þau mildandi áhrif, sem ríkis-
stjómin grípur nú til, em að hækka
tekjutryggingu og heimilisuppbót
Tryggingastofnunar um 3 prósent 1.
október og lána 150 milljónir til íjöl-
skyldna í alvarlegum greiðsluerfið-
leikum.
Millifærsla ríkisstjómarinnar til
atvinnuveganna er umfangsmikil
eða 3 milljaröar strax og aðrir 3 þeg-
ar til lengri tíma er litið.
Með lögunum heimilar ríkisstjórn-
in verðjöfnunarsjóði atvinnuveg-
anna aö taka 800 milljóna króna lán
með ríkisábyrgð. Hinn nýi atvinnu-
tryggingasjóður fær einnig heimild
til lántöku með ríkisábyrgð aö upp-.
hæð 1.000 milljónir á næstu tveimur
árum. Beint framlag úr ríkissjóði
nemur öðrum 1.000 milljónum til
sjóðsins. Gert er ráð fyrir að hann
láni og.hafi milligöngu um að lána
um 5 milljarða. Ríkissjóöur greiðir
einnig 40 milljónir til ullariðnaðar-
ins. Fiskeldi og loðdýrarækt fá end-
urgreiddan söluskatt að ótilgreindri
upphæð. Þá verður raforka seld til
fiskiðnaðar á íjórðungi lægra verði.
í tengslum viö aðgerðirnar fær Ól-
afur Ragnar Grímsson fjármálaráð-
herra heimild til að auka útgjöld rík-
issjóðs um 900 milljónir á þessu ári.
Fjármálaráðuneytiö hafði áður tahö
að hallinn á ríkissjóði í ár færi í um
1 til 1,5 milljarða. Ríkisendurskoðun
hafði hins vegar spáð um 2 mUljarða
halla. Með þessum auknu útgjöldum
má gera ráð fyrir haUa frá 2 til 3
milljörðum í ár.
Hallinn á næsta ári stefnir nú í um
3,5 miUjarða. Ríkisstjórnin ætlar að
afgreiða fjárlög fyrir það ár með um
800 milljóna króna tekjuafgangi. Því
markmiði mun verða náð með nýjum
sköttum að andvirði um 2,5 milljarð-
ar og niðurskurði upp á 1,5 mUlj-
aröa. Engin ákvörðun hefur verið
tekin um í hvaða formi skattamir
verða.
Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir
því að lækka nafnvexti um 5 til 10
prósent á næstunni. Ef bankar og
sparisjóðir sinna því ekki mun Seðla-
bankinn lækka vextina með lögum.
Þá stefnir ríkisstjómin aö því aö
lækka raunvexti um 3 prósent.
Lánskjaravísitölu verður breytt
þannig aö launavísitala vegur jafn-
þungt og byggingar- og framfærslu-
vísitölur. Miðað við að laun verða
fryst á næstunni leiðir það til lægri
greiðslubyrði af lánum. Þegar litið
er til langs tíma mun það hins vegar
eflaust leiða til aukinnar greiðslu-
byrði. Laun hafa aö meðaltali hækk-
að um 2 til 3 prósent umfram verðlag
á undanfömum ámm.
-gse
Stuðningsmenn séra Gunnars:
Skoðanakönnun
stjómarinnar er
skrípaleikur
Eins og DV skýrði frá í gær ætla hefur safnaðarblaðið fræga veriö
stuðningsmenn séra Gunnars gróflegamisnotaðafþessutilefni.“
Bjömssonar aö fá lögbann á kosn- Hafi stjómin hafnaö hugmynd-
ingar sem safnaöarstjórn Fríkirkj- um biskups um skoöanakönnun i
unnar hefur boöaö til á laugardag sumar og séu kosningar nú ekki
og sunnudag. í bréfi, sem stuðn- annað en tilraun stjórnarinnar til
ingsmenn séra Gunnars hafa sent aö viðhalda skaðabótaskyldri upp-
frá sér, segir frá safnaðarfundinum sögn prestsins. Tefji það að messu-
sem haldinn var i Gamla bíói og hald geti hafist og kjör nýrrar
þeirri ákvörðun hans aö ógilda stjórnar farið fram á safnaðar-
uppsögn séra Gunnar frá í vor og fundi.
lýsa vantrausti á stjómina. „Af augljósum ástæðum er ekki
„Stjóm, sem hefur þverskallast uhnt að fallast á það fordæmi, aö
við aö sinna þeirri augíjósu skyldu löglegum ákvörðunum safnaðar-
sinni í lýöræðisþjóðfélagi að segja funda sé vísað til skoðanakannana
af sér, hefur ekkert umboð til þess af þeim sem orðið hafa í minni-
aö láta framkvæma skoðanakönn- hluta á fundunum og misst tiltrú
un, - „atkvæðagreiöslu" - um mál- safnaðarfólks. Shkt er skrípaleik-
efni, sem lögmætur safnaöarfund- ur.“
ur hefur afgreitt, það er uppsögn Loks fara Gunnarsmenn þess á
safnaðarprestsins. Er enda ekki leit viö safnaðarfólk að það taki
gert ráð fyrir shku í lögum safnað- ekki þátt í atkvæðagreiðslunni eöa
arins, fremur en í lögum félaga al- styðji viðleitni stjómarinnar til aö
mennt. Þar fyrir utan er engin kljúfa söfnuðinn með ólögmætri
trygging fyrir hlutlausri fram- uppsögn.
kvæmd atkvæðagreiðslunnar. Þá -hlh
Kjötmiðstöðin
fékk greiðslu-
stöðvun í gær
Kjötmiðstöðin hf. fékk greiöslu- í gærdag.
stöðvun í einn og hálfan mánuð í
gær. Lögheimili fyrirtækisins er í
Garðabæ og þar var úrskurðurinn
kveðinn upp. Forráðamenn Kjötmið-
stöðvarinnar lögðu fram beiðnina
um greiðslustöövun síðastliðinn
mánudag.
„Við ætlum að nota tímann til að
endurskipuleggja fyrirtækið," sagði
Gísh Gíslason, lögfræðingur Kjöt-
miðstöövarinnar, í morgun. Hann
sagði að skiptaráðandinn í Garðabæ
hefði veitt greiðslustöðvunina seint
Um það hvort greiðslustöðvunin
væri ekki undanfari gjaldþrots fyrir-
tækisins sagðist Gísh fuhviss að svo
væri ekki.
„Það er enginn kominn með dóm á
fyrirtækið. Það sýnir aö við biöjum
um greiðslustöðvun fyrr en almennt
gengur og gerist hjá fyrirtækjum sem
eru í endurskipulagningu. Yfirleitt
biðja fyrirtæki hérlendis of seint um
greiðslustöðvun en þannig á ekki að
nota greiðslustöðvunina.1'
-JGH